Dýrin eru ótrúleg!

Þessi saga um köttinn Karim er alveg mögnuð!  Minn köttur er ennþá týndur ( Jólakötturinn )  svona saga gefur manni smá von um að hann finnist aftur.  Aftur á móti þá eignaðist "kærsta" hans kettlinga kattir_65.jpgfyrir stuttu. Hérna til hægri er mynd af litlu krílunum. 

Búið að vera svakalega gaman að sjá litlu krílin vaxa og leika sér.  Eina sem er ekki búið að vera skemmtilegt er að ég hef átt erfitt með að kenna þeim að pissa og kúka á réttan stað. Búinn að þurfa leita út um allt eftir vinnu að þeim stað sem þeir hafa valið í það skiptið.

Hvernig einhver getur horft á þessi ótrúlega sætu andlit og ályktað að tilviljanir settu þetta saman er svo furðulegt að mínu mati.  Hvað þá um fólk eins og bloggarann Kristinn sem eru með mynd af augu barns. Hvernig er hægt að horfa á sín eigin börn og komast að þeirri niðurstöðu að þeirra tilvera er aðeins tilviljun og tilgangslaus. Eru hérna í dag og svo horfin á

kettlingar.jpg

morgunn. Eins og Richard Dawkins sagði "The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is, at bottom, no design, no purpose, no evil, no good, nothing but blind, pitiless indifference."  Enginn tilgangur, ekkert illt eða gott?  Hvaða foreldri gæti samþykkt að það er ekki af hinu vonda að börnin þeirra meiðist?  

Aftur og aftur finnst mér guðleysingjar aldrei lifa í samræmi við þeirra yfirlýstu trú enda engin spurning að Kristinn þykir meira vænt um börnin sín en mér um kettlinga mína.

Jæja, nóg af því að hugsa upp hátt; gleðilegan hvíldardag!

 


mbl.is Fann eiganda sinn í öðru landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Það eru einkennileg viðhorf til lífsins að trúa því að allt sé tilkomið vegna tilviljanakenndrar atburðarásar sem ekki einu sinni nokkur vísindamaður hefur sýnt fram á með vitrænum hætti að hafi gerst. Það versta í þessu öllu saman er að fólk er tilbúið til að selja sálu sína til varnar þessari vitleysu og draga aðrar sálir með sér um leið í sömu vitleysuna.

Nonni, 26.6.2010 kl. 00:08

2 Smámynd: Mofi

Akkúrat Nonni... þeir hafa ekki grænan grun um hvernig tilviljanir eiga að hafa gert þetta en vilja samt setja þetta fram sem sannleika sem er sálarinnar virði. Ég vildi óska að ég skildi á hverju þeir byggja þessa sannfæringu sína, sannarlega eru það ekki gögn og rök.

Mofi, 26.6.2010 kl. 00:10

3 Smámynd: Jónatan Gíslason

hehe þið eruð ágætir....

Jónatan Gíslason, 26.6.2010 kl. 00:21

4 identicon

Óttalega er orðið tómlegt hérna á síðunni hjá þér Mofi...

Hvernig ætli standi á því?

Kamui (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 00:42

5 identicon

Mér finnst svolítið funny þegar CS fólk talar með öllum sínum talbrögðu, og fallacies og halda alltaf að þeir vinni ef þeir hafa síðasta orðið eða ná að hrekja hinn í burtu eða ef þeir hafa meiri popularity :D

Mér finnst gaman að lesa svona greinar, það kitlar taugarnar.

Ég allaveganna trúi því ekki að líf hafi komið frá tilviljunum. Heimurinn er nú eitt risastórt Chaos og það virðist virka ágætlega, við erum ennþá á lífi.

Ég veit hinsvegar að kettir þróuðust http://en.wikipedia.org/wiki/Felidae og Felis Cattus er latneska heitið fyrir húsketti eða mannræktaða ketti.

Ég veit ekki hvernig líf varð til og vísindamenn eru ekki búnir að raða upp keningu um það heldur. Ég ætla að bíða eftir að vísindamennirnir fái það á hreint hvernig það gerðist, en ekki trúa á að einhver töframaður bjó líf til, vegna þess að ég trúi ekki í blindni :D

hfinity (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 01:21

6 Smámynd: Egill Óskarsson

Hvernig er hægt að horfa á sín eigin börn og komast að þeirri niðurstöðu að þeirra tilvera er aðeins tilviljun og tilgangslaus.

Hverjum finnst tilvera barna, eða fólks yfirhöfuð, tilgangslaus? Það er ekki lógísk afleiðing af því að aðhyllast Þróunarkenninguna eða trúleysi, eins og þér hefur ítrekað verið gert ljóst af fólki sem a) aðhyllist Þróunarkenninguna og b) er trúlaust.

Af hverju þú telur sjálfan þig betur til þess fallin að túlka skoðanir þess fólks er algjörlega ofvaxið mínum skilningi. Og alveg sérstaklega í ljósi þess hversu erfitt þú átt með að setja þig í spor annara. 

Egill Óskarsson, 26.6.2010 kl. 01:34

7 identicon

Þú ert margsinnis, eins og Egill bendir á, búinn að sanna það að þú ert algjörlega ófær um að setja þig í spor annarra - okkur væri öllum greiði gerður ef þú hættir að reyna.

Þó að þú getir ekki ímyndað þér tilgang án trúar þá þýðir það ekki að þú getir yfirfært það yfir á alla aðra...

Kamui (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 09:18

8 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Öll trúum við einhverju og öll höfum við skoðun á því hverju við trúum. Það sem marga skortir hins vegar, er umburðarlyndi gagnvart því fólki sem trúir öðru en þeir sjálfir.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.6.2010 kl. 10:40

9 Smámynd: Nonni

Hverjum finnst tilvera barna, eða fólks yfirhöfuð, tilgangslaus? Það er ekki lógísk afleiðing af því að aðhyllast Þróunarkenninguna eða trúleysi

Það er fullt af fólki í öllum samfélögum sem lítur á líf sitt sem tilgangslaust. Fólk sem á enga von um betra líf að loknu þessu lífi. Það er einmitt vegna t.d. þeirra lyga sem þróunarsinnar og guðleysingjar hafa haldið á lofti um langt skeið án allra sannanna. Það eru ENGIN gögn sem sanna það að líf hafi kviknað af sjálfu sér og að heimurinn sé til staðar án hönnunar, heldur þvert á móti. Það er því full ástæða til þess að fólk haldi í þá trú að dýrðlegt og eilíft líf sé raunverulegt.

Það er bein tengning þarna á milli. Ef enginn er hönnuðurinn, þá er tilgangurinn enginn. Allt hefði þá ráðist af tilviljunum án raunverulegs tilgangs.

Það eru ekki til nein dæmi um vitrænan hönnuð sem leggur vinnu í verk sitt án tilgangs. Svo það er engin ástæða til þess að trúa því að svo hafi verið við upphaf heimsins.

Nonni, 26.6.2010 kl. 12:25

10 Smámynd: Egill Óskarsson

Nonni: Ef enginn er hönnuðurinn, þá er tilgangurinn enginn.

Ég sé að Nonni þjáist af því sama og Mofi, að yfirfæra eigin heimsmynd og skoðanir yfir á alla. 

Þetta er svo mikil rök- og hugsanavilla að maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Þess vegna ætla ég bara að hafa þetta einfalt:

Ég er trúlaus. Ég aðhyllist Þróunarkenninguna. Mér finnst lífið ekki tilgangslaust.  Þið hafið einfaldlega rangt fyrir ykkur.

Egill Óskarsson, 26.6.2010 kl. 12:56

11 identicon

Ég er trúlaus, ég trúi því að þróunarkenningin komist næst því að lýsa tilurð þess lífs sem finnst á jörðinni...

Mér finnst lífið ekki tilgangslaus og nýt þess í botn

Þið hafið rangt fyrir ykkur

Kamui (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 13:08

12 Smámynd: Mofi

Gjarnan, gaman að heyra :)  

Gjarnan
Ég veit hinsvegar að kettir þróuðust http://en.wikipedia.org/wiki/Felidae og Felis Cattus er latneska heitið fyrir húsketti eða mannræktaða ketti.

Frekar að við sjáum alls konar tegundir af köttum en að kettir þróuðust með tilviljanakenndum stökkbreytingum frá einhverri annari dýrategund, það er trú sumra og góð ástæða að efast um það.

Gjarnan
Ég veit ekki hvernig líf varð til og vísindamenn eru ekki búnir að raða upp keningu um það heldur. Ég ætla að bíða eftir að vísindamennirnir fái það á hreint hvernig það gerðist, en ekki trúa á að einhver töframaður bjó líf til, vegna þess að ég trúi ekki í blindni :D

Við vitum helling um lífið og eðli þess svo þú þarft aðeins að álykta að það þurfti vilja og vit til að búa það til.

Mofi, 26.6.2010 kl. 14:56

13 Smámynd: Mofi

Egill
Hverjum finnst tilvera barna, eða fólks yfirhöfuð, tilgangslaus? Það er ekki lógísk afleiðing af því að aðhyllast Þróunarkenninguna eða trúleysi, eins og þér hefur ítrekað verið gert ljóst af fólki sem a) aðhyllist Þróunarkenninguna og b) er trúlaust.

Það er lógískt út frá forsendum guðleysis og þróunnar. Að telja það ekki tilgangslaust og aðhyllast þróunarkenninguna er að stinga hausnum í sandinn. Reyna að gefa tilviljanakenndri uppröðun efni sem er svona í dag og horfin á morgun tilgang, það er bara farsi.

Egill
Af hverju þú telur sjálfan þig betur til þess fallin að túlka skoðanir þess fólks er algjörlega ofvaxið mínum skilningi. Og alveg sérstaklega í ljósi þess hversu erfitt þú átt með að setja þig í spor annara. 

Ég er að fjalla um forsendur guðleysis; ekki hverjar skoðanir guðleysingja eru. Auðvitað veit ég að margir guðleysingjar sjá mikinn tilgang í sínu lífi; ég er bara að benda á að samkvæmt þeirra forsendum þá gengur það ekki upp. Dawkins sér þetta, af hverju sérð þú þetta ekki?

Mofi, 26.6.2010 kl. 14:59

14 Smámynd: Mofi

Anna, góður punktur...

Mofi, 26.6.2010 kl. 14:59

15 identicon

Það kitlar taugarnar já vegna þess að þið eruð svo þrjóskir á að reyna að troða ykkar ályktunum og skoðunum á annað fólk.

Mofi
Við vitum helling um lífið og eðli þess svo þú þarft aðeins að álykta að það þurfti vilja og vit til að búa það til.

Já, það er rétt og lífið er útskýrt á snilldar hátt með þróunarkenningunni. Maður sér hvernig náttúran er svo mikill snillingur að aðlaga tegundunum að því umhverfi sem þær lifa í.

Mofi, það er aldrei að vita hvort það sé eitthvað á bakvið þetta allt saman. Þú mátt kalla það guð, en ég kalla það náttúrulögmál. Við höfum tvær ólíkar skoðanir um þetta og við verðum að virða náungann, það jafnvel stendur í boðorðunum sem þú treystir svo mikið á...

Annað sem ég vill segja er að ég hef minn tilgang í lífinu því ég tók mér ákvörðun og ætla að fylgja henni. Mér líður vel með þennan tilgang sem ég fann og læt engan segja mér að hann sé vitleysa útaf því að ég trúi ekki að neitt sé subjective!

hfinity (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 15:26

16 Smámynd: helgason

"Hvernig einhver getur horft á þessi ótrúlega sætu andlit og ályktað að tilviljanir settu þetta saman er svo furðulegt að mínu mati." - Mofi

Ætlaru að taka gæludýr, með einkenni sem við mennirnir höfum ræktað í þeim (útlit og skapgerð), sem dæmi um eitthvað sem "tilviljanir" hafa orsakað?

Hvað segirðu annars um þetta krútt sem við höfum ekkert átt við? http://en.wikipedia.org/wiki/Naked_mole_rat

Eða þennan hátind "sköpunarinnar" http://theoatmeal.com/comics/angler (þetta eru staðreyndir)

helgason, 26.6.2010 kl. 15:29

17 Smámynd: halkatla

oh dúllurnar það er ekkert eins sætt og ungviðið, alltof krúttlegt til að geta verið um tilviljun að ræða

halkatla, 26.6.2010 kl. 15:37

18 Smámynd: Egill Óskarsson

Það er lógískt út frá forsendum guðleysis og þróunnar. Að telja það ekki tilgangslaust og aðhyllast þróunarkenninguna er að stinga hausnum í sandinn. Reyna að gefa tilviljanakenndri uppröðun efni sem er svona í dag og horfin á morgun tilgang, það er bara farsi.

Nei, það er ekki lógískt útfrá trúleysi og þróun. Það er bara lógískt útfrá þinni eigin ofboðslega takmörkuðu hugmynd um hvað felst í þessum hugtökum. Þú virðist svo ekki ráða við þá hugmynd að forsendur annara geti verið öðruvísi en þínar. Þú gerðir sjálfum þér greiða með því að fabúlera sem minnst um hluti sem þér hefur ítrekað verið bent á að þú skilur einfaldlega ekki.

Ég er að fjalla um forsendur guðleysis; ekki hverjar skoðanir guðleysingja eru. Auðvitað veit ég að margir guðleysingjar sjá mikinn tilgang í sínu lífi; ég er bara að benda á að samkvæmt þeirra forsendum þá gengur það ekki upp. Dawkins sér þetta, af hverju sérð þú þetta ekki?

Þú bara veist ekkert um forsendur trúleysis, það er vandamálið.

Það að það sé ekki til neinn tilgreindur endanlegur tilgangur með tilvist jarðarinnar eða tilveru lífvera á henni hefur ekkert, ég endurtek EKKERT, að gera með það hvort að það sé tilgangur með lífinu fyrir hvern einstakling fyrir sig. Þú ert að misskilja þann sem þú vitnar í og segir að sé Dawkins (ég hef séð þessa tilvitnun eignaða Darwin sjálfum mun oftar) ef þú heldur að hann sé að meina að lífið sem við lifum sé tilgangslaust. Sem er ekkert skrýtið því að þú, eins og ég hef sagt áður, getur ekki gefið þér aðrar forsendur en þínar eigin.

Egill Óskarsson, 26.6.2010 kl. 16:06

19 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Djöfll hlæ ég að ykkur guðleysingjunum sem segja að lífið sé ekki tilgangslaust og frábært, etc. etc. etc.

Algjör þversögn að vera trúlaus og trúa að það sé tilgangur. Annaðhvort eruði bara vitlausir eða pælið ekki í raunverulegu merkingunni bakvið orðið ,,tilgangur".

Tilgangur er eitthvað sem á að gera, einhver meining sem gildir fyrir alla, það á ekki að gera neitt sérstakt í lífinu, það skiptir bara alls engu hvað gerist og hvað ekki.


Og til að commenta á fréttina þá á alltaf að efast um fréttir eins og þessa, gæti alveg eins verið kjaftæði. Engin almennileg sönnun hefur verið gefið mér fyrir að þetta sé satt.

Davíð Þór Þorsteinsson, 26.6.2010 kl. 16:16

20 identicon

Þú ert bara einn í langri röð trúaðs fólks sem er einfaldlega ófært um að setja sig í annarra manna spor...

Hver er þá tilgangurinn í lífi dýra? Er hann sá einn að vera fæða fyrir börn guðs?

Minn tilgangurinn í lífinu er að njóta þess á meðan það varir, fjölga mér og ala börnin mín almennilega upp

Á meðan minn tilgangur er að lifa þá virðist tilgangur margra trúaða snúast um að hafa áhyggjur af því að drepast

Ef þér finnst þinn tilgangurinn eitthvað göfugri en minn þá þú um það, en vittu líka að ég vorkenni þér líka fyrir að vera fastur í því að þurfa að passa að lifa lífinu á ákveðin veg svo þú lendir ekki í vandræðum þegar þú ert dauður

Kamui (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 16:56

21 Smámynd: Klukk

Minn tilgangur er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Klukk, 26.6.2010 kl. 19:04

22 Smámynd: Mofi

Egill
Ég er trúlaus. Ég aðhyllist Þróunarkenninguna. Mér finnst lífið ekki tilgangslaust.  Þið hafið einfaldlega rangt fyrir ykkur.

Þú færir engin mótrök, af hverju er lífið ekki tilgangslaust ef það er aðeins tilviljanakennd uppröðun efna sem verður að engu, hverfur að eilífu eftir örstutta stund?

Gjarnan
Já, það er rétt og lífið er útskýrt á snilldar hátt með þróunarkenningunni. Maður sér hvernig náttúran er svo mikill snillingur að aðlaga tegundunum að því umhverfi sem þær lifa í.

Eins og þróunarsinnar eru duglegir að benda mér á þá reynir þróunarkenningin ekki einu sinni að glíma við uppruna lífs.

Gjarnan
Mofi, það er aldrei að vita hvort það sé eitthvað á bakvið þetta allt saman. Þú mátt kalla það guð, en ég kalla það náttúrulögmál. Við höfum tvær ólíkar skoðanir um þetta og við verðum að virða náungann, það jafnvel stendur í boðorðunum sem þú treystir svo mikið á...

Það getur verið ákveðin kúnst að rökræða við þá sem maður er ósammála á þann hátt að viðkomandi finnst virðing vera borin fyrir sér. Hvernig heldur þú að náttúrulögmál setji saman röð af táknum, gefi þeim merkingu og búi til vélar sem framfylgja þeim upplýsingum?  Ég veit hvernig við sem vitrænar verur búum svona til en ég veit ekki hvernig eitthvað án vitsmuna gæti búið svona til.

Gjarnan
Annað sem ég vill segja er að ég hef minn tilgang í lífinu því ég tók mér ákvörðun og ætla að fylgja henni. Mér líður vel með þennan tilgang sem ég fann og læt engan segja mér að hann sé vitleysa útaf því að ég trúi ekki að neitt sé subjective!

Ef að þú og allir sem þér þykir vænt um hverfa í eilífðina eftir tiltulega stuttan tíma þá er allur tilgangur sem maður skálda upp lítið annað en sjálfsblekking.

Mofi, 27.6.2010 kl. 12:53

23 Smámynd: Mofi

Helgi
Ætlaru að taka gæludýr, með einkenni sem við mennirnir höfum ræktað í þeim (útlit og skapgerð), sem dæmi um eitthvað sem "tilviljanir" hafa orsakað?

Ég er ósammála því að tilviljanir geti skapað eitthvað eins og þessa ýkt sætu kettlinga. Ég er líka ósammála að við mennirnir voru að gera eitthvað hérna að viti; við aðeins drógum fram það sem þegar við í DNA þessa dýra. Dýraræktendur eiga einhvern heiður skilinn en afskaplega lítinn.

Helgi
Hvað segirðu annars um þetta krútt sem við höfum ekkert átt við? http://en.wikipedia.org/wiki/Naked_mole_rat

Persónulega finnst mér þetta ljótt dýr en fjölbreytileiki er eitthvað sem Guð virðist kunna að meta svo kannski sér einhver eitthvað sætt við þetta. Eða að stökkbreytingar eru þarna að verki; veit ekki.

Helgi
Eða þennan hátind "sköpunarinnar" http://theoatmeal.com/comics/angler (þetta eru staðreyndir)

Ég trúi að margt ef ekki allt það ljóta sem við sjáum í náttúrunni er vegna þeirrar bölvunar sem Guð setti á sköpunarverkið við syndafallið.

Mofi, 27.6.2010 kl. 13:00

24 identicon

Þú færir engin mótrök, af hverju er lífið ekki tilgangslaust ef það er aðeins tilviljanakennd uppröðun efna sem verður að engu, hverfur að eilífu eftir örstutta stund?

Hann þarf ekkert að færa nein rök fyrir þessari persónulegu skoðun sinni Mofi, ef honum finnst lífið ekki tilgangslaus þá finnst honum lífið ekki tilgangslaus

Það að þú sért of takmarkaður til að geta skilið það breytir engu um það hvernig upplifun hans er á lífinu

Kamui (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 15:13

25 identicon

Mofi:
Eins og þróunarsinnar eru duglegir að benda mér á þá reynir þróunarkenningin ekki einu sinni að glíma við uppruna lífs.

 Ég hélt að þú vissir það að þróunarkenningin útskýrir hvað gerist "eftir" að líf varð til.

Ef að þú og allir sem þér þykir vænt um hverfa í eilífðina eftir tiltulega stuttan tíma þá er allur tilgangur sem maður skálda upp lítið annað en sjálfsblekking.

Mofi, sumir eru hræddir við dauðann, aðrir ekki :)

hfinity (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 16:51

26 Smámynd: Jónatan Gíslason

Mér fynnst ekki vera neinn tilgangur með lífunu og ég sé bara ekkert að því! ég lifi bara mínu lífi eins og ég vill og geri það sem ég vill og er hamingjusamur

ég sé enga ástæðu heldur fyrir því að það þurfi að vera einhver tilgangur. Maður á bara að njóta þess að vera til meðan maður hefur tíma

Jónatan Gíslason, 27.6.2010 kl. 16:57

27 Smámynd: Egill Óskarsson

Þú færir engin mótrök, af hverju er lífið ekki tilgangslaust ef það er aðeins tilviljanakennd uppröðun efna sem verður að engu, hverfur að eilífu eftir örstutta stund?

Ég þarf ekki að færa nein mótrök. Þú notar ítrekað rökin 'ég tel' og 'mér finnst' þegar kemur að konkret fræðilegum hlutum. Að sama skapi þá hlýtur að vera nóg fyrir mig að benda þér á að mér finnst lífið hafa tilgang í þessari umræðu, sem snýst um heimsmynd sem ég hef en ekki þú.

Það er svo einfaldlega rangt hjá þér að ég hafi ekki fært nein rök. Ég er búinn að benda þér á að þú ert að yfirfæra þína heimsmynd, þar sem lífið getur bara haft tilgang ef það er til yfirnáttúruleg vera sem hefur ákveðið einhvern tilgang fyrir lífið, yfir á þá sem ekki hafa þína heimsmynd. Það er bæði vitlaust og ótrúlega sjálfhverft. 

Lífið er ekki tilgangslaust af því að við eigum að gera hið besta úr tímanum sem við höfum, heiðra þá sem hafa gengið á undan okkur (innan skynsamlegra marka) og gera okkar besta til að líf annara geti orðið eins gott og getur orðið bæði í nútíð og framtíð. 

Þér finnst þetta órökrétt af því að ég fæ ekki nein boð að ofan um að ég eigi að gera þetta. Og ég vorkenni þér af því að það sýnir hvað þitt siðferði er á gráu svæði.

Annars ætla ég að fara eftir fordæmi margra mætra manna og taka mér hlé frá því að rökræða við þig. Þú ert alltaf að sýna betur hversu lélegar forsendur þú hefur til að meðtaka hluti sem ekki passa við túlkun þína á 2000 ára gamalli bók og ég nenni ekki að halda áfram að berja höfðinu við steininn. Vertu sæll.

Egill Óskarsson, 27.6.2010 kl. 17:44

28 Smámynd: Nonni

Lífið er ekki tilgangslaust af því að við eigum að gera hið besta úr tímanum sem við höfum, heiðra þá sem hafa gengið á undan okkur (innan skynsamlegra marka) og gera okkar besta til að líf annara geti orðið eins gott og getur orðið bæði í nútíð og framtíð

Þér finnst þú eiga að gera góða hluti og nýta tímann sem best til góðra verka, ég er algjörlega sammál því. Þér finnst þú eigir líka hugsa þannig til náungans að líf hans verði gott og líf þeirra sem framundan eru verði einnig sem best. Þetta eru góð gildi og góð viðhorf til lífsins. Þú hafnar hins vegar á sama tíma þeim möguleika að Guð hafi sett þessi hlýlegu element í þig. Þú vilt frekar trúa því að þetta hafi orðið til á milljörðum ára vegna náttúrulegra ferla og tilviljana.

Þú trúir því á sama tíma að lífið sem þú átt í dag hafi kviknað án aðkomu utan að komandi afls sem hafði mikla vitsmuni. Allt sem þú berð innra með þér, tilfinningar, skynsemi, rökhugsun, viska, gleði, sorg o.m.fl. telur þú að hafi orðið til af einhverju sem hafði ekkert af þessu.

Ekkert af þessu sem þú trúir á er hægt að færa sönnur á. Þær forsendur sem þú byggir lífsskoðanir þínar byggjast eingöngu á trú. Alveg á sama hátt og ég byggi mínar á trú á Guð.

Þó svo að þú viljir ekki þakka Guði fyrir þá samvisku sem í þér býr og þann eiginleika, sem þú segist hafa, að vilja gera góða hluti, þá þýðir það ekki að Guð sé ekki til.

Ef allir menn eru sköpun Guðs þá þýðir það að heilt á litið hafa allir menn sömu þarfir og sömu langanir til að gera góða hluti og upplifa kærleika og vita til þess að einhverjum þyki vænt um þá. Enda er það þannig. Auðvitað eru til dæmi þar sem menn brjóta aljörlega gegn eigin sannfæringu og samvisku, en þeir vita af því og fá að finna fyrir því. Þeir skammast sín og hylma yfir gjörðir sínar. Þetta er sammerkt með öllu mannkyni. Sá sem stelur hann finnur fyrir skömm. Sá sem lýgur hann finnur fyrir skömm. Sá sem hafnar Guði, iðrast ekki heldur réttlætir misgjörðir sínar með einhverjum ráðum.

Það er algjörlega augljóst að Guð er raunverulegur þó svo að Hann opinberi sig ekki á þann hátt sem þú ætlast til af Honum. Guð hefur opinberað sig frá sköpun heimsins og sú opinberun stendur enn.

Nonni, 27.6.2010 kl. 20:08

29 Smámynd: Mofi

Egill, þú þarft að hugsa aðeins betur um þessa hluti, hérna er þetta sett fram á nokkuð skipulagðann hátt, sjá: http://www.carm.org/atheism-evolution-and-purpose

Kamui
Það að þú sért of takmarkaður til að geta skilið það breytir engu um það hvernig upplifun hans er á lífinu

Ég er ekki að segja hvernig hans upplifun er á lífinu, hans upplifun kemur málinu ekkert við.

Mofi, 27.6.2010 kl. 20:59

30 Smámynd: Mofi

Egill, hérna er kannski það sem ég er að reyna að segja útskýrt betur:Tilgangur lífsins ef Guð er ekki til

Mofi, 27.6.2010 kl. 21:47

31 Smámynd: Tómas

Nonni:

Ekkert af þessu sem þú trúir á er hægt að færa sönnur á. Þær forsendur sem þú byggir lífsskoðanir þínar byggjast eingöngu á trú. Alveg á sama hátt og ég byggi mínar á trú á Guð.

Þó svo að þú viljir ekki þakka Guði fyrir þá samvisku sem í þér býr og þann eiginleika, sem þú segist hafa, að vilja gera góða hluti, þá þýðir það ekki að Guð sé ekki til.

Ekkert af þessu sem þú trúir á er hægt að færa sönnur á. Þær forsendur sem þú byggir lífsskoðanir þínar byggjast eingöngu á trú. Alveg á sama hátt og ég byggi mínar á vantrú á Guð.

Þó svo að þú viljir þakka Guði fyrir þá samvisku sem í þér býr og þann eiginleika, sem þú segist hafa, að vilja gera góða hluti, þá þýðir það ekki að Guð sé til.

Nonni:

Það er algjörlega augljóst að Guð er raunverulegur þó svo að Hann opinberi sig ekki á þann hátt sem þú ætlast til af Honum.

Ó, please... Má ég þá segja: "Það er algerlega augljóst að fljúgandi spaghettiskrýmslið sé raunverulegt þótt það opinberi sig ekki á þann hátt sem ætlast er til af Því" ?? ( http://www.venganza.org/ )

Tómas, 28.6.2010 kl. 04:21

32 Smámynd: Stefán sv

Nonni

Hafnar þú ekki að shiva "hafi sett þessi hlýlegu element í þig"?

En Allah?

Krishna?

Ekki hafnarðu Óðinn?!

Af hverju trúirðu frekar á þinn guð en þessa?

Ég get sagt þér af hverju ég trúi ekki á neinn guð(eins og er allavega), engar sannanir, en á meðan eru sannanir fyrir stóra hvell, abiogenesi(það hafa fundist amínó sýra í geimnum, byggingarefni lífsins, ekki erfitt að ímynda sér að lífa gæti kviknað á jörðinni) og þróunarkenningunni, sem er á margan hátt stendur betur heldur en kenningin um þyngdarlögmálið(reyndar er kenningin um þygndarlögmálið vitlaus en hún er það besta sem við höfum eins og er.

Stefán sv, 28.6.2010 kl. 08:30

33 identicon

Stefán:
reyndar er kenningin um þygndarlögmálið vitlaus en...
Reyndar ekki, hún bara virkar ekki í því allsmáa hún virkar samt mjög vel í því stóra.

hfinity (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 18:08

34 Smámynd: Mofi

Stefán
Ég get sagt þér af hverju ég trúi ekki á neinn guð(eins og er allavega), engar sannanir, en á meðan eru sannanir fyrir stóra hvell

Sem er hið sama og sannanir fyrir tilvist Guðs, sjá: Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf

Stefán
abiogenesi(það hafa fundist amínó sýra í geimnum, byggingarefni lífsins

Munurinn á amínósýru og lífi er svona svipað eins og munurinn á sandkorni og stórborg með lyftum, gluggum, skolpi og fleira.

Michael Denton
To grasp the reality of life as it has been revealed by molecular biology, we must magnify a cell a thousand million times until it is twenty kilometers in diameter and resembles a giant airship large enough to cover a great city like London or New York. What we would then see would be an object of unparalleled complexity and adaptive design. On the surface of the cell we would see millions of openings, like the port holes of a vast space ship, opening and closing to allow a continual stream of materials to flow in and out. If we were to enter one of these openings we would find ourselves in a world of supreme technology and bewildering complexity...

Mofi, 28.6.2010 kl. 18:16

35 Smámynd: Tómas

Mofi:

Sem er hið sama og sannanir fyrir tilvist Guðs, sjá: Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf

Skv. svokallaðri M-kenningu og fjölheimakenningum er ekkert gefið að það hafi verið nokkurt upphaf. Hugsanlega hafi miklihvellur aðeins verið aukaáhrif flökts í æðri víddum. Einnig eru til kenningar um að heimurinn sé í sífellu að leggjast saman og springa út, endalaust. Þar til þú nærð að afsanna þessar kenningar get ég ekki tekið mark á sönnun þinni á tilvist guðs.

Tómas, 28.6.2010 kl. 20:44

36 Smámynd: Mofi

Tómas, rökin og gögnin fyrir upphafi eru mjög sterk; hvaða rök eru til að styðja að það var engin byrjun?

Mofi, 28.6.2010 kl. 20:59

37 identicon

Mofi, tími og rúm áttu upphaf en það eru engin rök sem styðja að orka hafi átt upphaf!

hfinity (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 21:40

38 Smámynd: Stefán sv

Sé nákvæmlega ekkert sem bendir til guðs í Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf, og ertu að nota stóra hvell, kenningin sem fer algjörlega á móti biblíunni sem sönnun fyrir guð?

Og það er stór munur á amínósýru og lífi..... og?

Ég meina, eins og ég nefndi áður, þá er Polychaos dubium með 200sinnum erfðamengi heldur en maðurinn,sem sagt stór munur á okkur, fer þetta ekki algjörlega á móti því sem þú trúir, að maðurinn sé nr 1?

Viðkenndu bara, þú ert bara fastur í einni niðurstöðu sem er guð gerði það, nema þegar að kemur að krabbamein og jarðskjálftum.

Ef það kæmi sannanir á morgun sem mundi sýna að þróunarkenningin væri röng eða stór hvellur þá þætti mér spennandi tímar framundan því ég er ekki fastur eins og þú.

Sönnun fyrir guð! Vá, ég gæti séð ættingja og vini! En nei, það eru engar sannanir og ég bara get ekki blekkt sjálfan mig.

Anyway, Gjarnan, það fer eiginlega eftir því hvernig þú lítur á þetta, vísindamenn nota almennt kenninguna hans Newton's því hún er einfaldari og er oftast nákvæm en þegar skoðað er sporbaug Merkúríus þá er eitthvað sem stangast á, þá er kenningin hans Einstein notuð og viti menn, það stangast ekki við sporbaug Merkúríus en það stangast á við quantum mechanics......Held að ég sé með þetta rétt, sá þetta fyrir soldið síðan

Stefán sv, 28.6.2010 kl. 22:37

39 Smámynd: Tómas

Mofi, flest það sem Einstein og fleiri á síðustu öld gerðu var að sýna fram á að alheimurinn sem við búum í átti sér einhvers konar upphaf, þ.e. "miklahvell". Ekki að tíminn ætti sér upphaf - þótt það hafi kannski verið almennt hugsað. En það var áður en strengjafræðin komst á gott skrið

Í stað þess að reyna að rekja mig gegnum rök strengjafræðinnar get ég grafið undan rökum þínum um að það hafi verið ákveðið upphaf á bæði tímanum og alheiminum. Í fyrri grein þinni um sönnun á tilvist guðs ritar þú:

Nokkrar af þeim athuganir sem styðja að alheimurinn hafði upphaf

  • Afstæðiskenning Einsteins sem er búið að sannreyna að allt að fimm aukastöfum.
  • Lögmál varmafræðinnar.
  • Alheimurinn er að þenjast út.
  • Bakgrunnsgeislun frá Miklahellinum

En í raun segir ekkert þetta til um hvort fjölheimakenningar séu rangar. Þær staðfesta aðeins hvað gerðist um leið og miklihvellur varð, og hvað gerðist eftir hann. Þessi rök eru fyrir því að það hafi verið miklihvellur, en í raun komust þeir aldrei alveg að upphafspunktinum, eða handan hans.

Það er það sem M-Theory reynir m.a. að skýra, og hefur tekist ágætlega hingað til. Amk. finnst mér það ekkert verri tilgáta en að láta Guð vera höfund hvellsins.

En ef menn ætla að fara að aðhyllast M-Theory eða fjölheimakenningar, þá má náttúrulega deila um hver bjó til þessi æðri plön sem lifa í æðri víddum..Alltaf hægt að færa guð framar vísindunum náttúrulega... ;) Þegar þróunarkenningin var viðurkennd (af flestum) og sköpun jarðar og sólkerfis, þá færist guð bara fjær og fjær, svo hann nái nú samt að vera höfundur heimsins. En þá fer hann líka að vera tilgangslausari. Hvað ætti guð sem skapar miklahvell fyrir svo margt löngu að vera að skipta sér af örfáum hræðum á jörðinni, og hvort þeir fari í kirkju á sunnudögum? Eða hvort kettlingar séu sætir eða ekki? :)

Tómas, 29.6.2010 kl. 00:31

40 Smámynd: Mofi

Stefán
Sé nákvæmlega ekkert sem bendir til guðs í Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf, og ertu að nota stóra hvell, kenningin sem fer algjörlega á móti biblíunni sem sönnun fyrir guð?

Þá þarftu að lesa þetta aftur... Stóri hvellur fer ekki á móti Biblíunni því að Biblían talar um upphaf og það er það sem við höfum uppgvötað, þvert á óskir guðleysingja fyrir hundrað árum síðan.

Stefán
Ég meina, eins og ég nefndi áður, þá er Polychaos dubium með 200sinnum erfðamengi heldur en maðurinn,sem sagt stór munur á okkur, fer þetta ekki algjörlega á móti því sem þú trúir, að maðurinn sé nr 1?

Nei, ekki að neinu leiti.  Varðandi amínósýrurnar þá eru þær einfaldar, það kemur engum á óvart að þær myndist af sjálfu sér.

Mofi, 29.6.2010 kl. 09:56

41 Smámynd: Mofi

Tómas
En í raun segir ekkert þetta til um hvort fjölheimakenningar séu rangar. Þær staðfesta aðeins hvað gerðist um leið og miklihvellur varð, og hvað gerðist eftir hann. Þessi rök eru fyrir því að það hafi verið miklihvellur, en í raun komust þeir aldrei alveg að upphafspunktinum, eða handan hans.

Fjölheima tilgátan er eitthvað svo kjánaleg að maður veit ekki hvort það sé sniðugt að reyna að svara henni. Tvær spurningar gætu samt verið við hæfi, hvað er að orsaka alla þessa nýju alheima og er einhver möguleiki að finna gögn sem styðja tilvist annars alheims í okkar alheimi?

Tómas
Hvað ætti guð sem skapar miklahvell fyrir svo margt löngu að vera að skipta sér af örfáum hræðum á jörðinni, og hvort þeir fari í kirkju á sunnudögum? Eða hvort kettlingar séu sætir eða ekki? :)

Guð hefur aldrei beðið neinn um að fara í kirkju á sunnudögum, bara svo það komi fram :)   

Guð sem aftur á móti lagði gífurlega mikið í að skapa þessa sérstöku jörð okkar, skapa lífið og okkar, það er fullkomlega rökrétt að Hann hafi áhuga og beri umhyggju fyrir því sem Hann skapaði; alveg eins og við berum oftast umhyggju fyrir því sem við leggjum mikla vinnu í.

Mofi, 29.6.2010 kl. 10:01

42 Smámynd: Stefán sv

"Þá þarftu að lesa þetta aftur... Stóri hvellur fer ekki á móti Biblíunni því að Biblían talar um upphaf og það er það sem við höfum uppgvötað, þvert á óskir guðleysingja fyrir hundrað árum síðan."

 Stóri hvellir stangast ekki við biblíuna? Þá veistu ekkert um stóra hvell kenninguna og þangað til er ekkert til að tala um við þig.

Stefán sv, 29.6.2010 kl. 12:00

43 Smámynd: Mofi

Stefán, Stóri hvellur er í grundvallar atriðum að alheimurinn á sér upphaf. Það eru síðan þó nokkrar útgáfur af því hvernig það á að hafa gerst ásamt tíma ramma og fleirra. Hvort að tímaramminn á vinsælu útgáfunni stangast á við Biblíuna... ég hef litla skoðun á því, þar sem ég hef ekki sterka skoðun á aldri alheims út frá Biblíunni.

Mofi, 29.6.2010 kl. 13:01

44 Smámynd: Tómas

Mér finnst fjölheimakenningin alls ekki kjánaleg miðað við þá hugmynd um að Guð:

  1. skapi miklahvell,
  2. bíði í 13 milljarða ára eftir að maðurinn þróist,
  3. sendi Jesú til okkar til að gera kraftaverk,
  4. fylgist með okkur leika, og
  5. bíði svo eftir að hleypa okkur inn um gullna hliðið til þess að við getum leikið okkur endalaust - ef við vorum góð þessa fáu áratugi sem við lékum okkur á jörðinni.
Miklu frekar trúi ég á að við séum tilviljun ein. Hluti af fallegu, risastóru, mikilfenglegu verki, sem við eigum ekkert í, nema okkur sjálf og fötin okkar. Hvað sem öðru líður, þá finnst mér allt regluverk kringum allar trúr sem ég þekki vera fáránleg, að næstum öllu leyti.

Tómas, 30.6.2010 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband