25.6.2010 | 14:48
Sex sex sex
Eitt af því sem vekur alltaf kátínu hjá mér er þegar erlendir fyrirlesarar koma til Íslands og fjalla um Opinberunarbókina og merki dýrsins. Þegar þeir síðan segja tölu dýrsins "six six six" og þýðandinn segir "sex sex sex". Svipurinn er vanalega óborganlegur; en nóg um það.
Í gegnum Opinberunar varar Guð ítrekað við merki dýrsins svo ef þú ert kristinn þá ætti það að vera þér mjög mikilvægt að vita hvert merki dýrsins er. Það væri ekki sanngjarnt af Guði að vara sitt fólk aftur og aftur við þeirri hættu að taka við merki dýrsins en segja því ekki hvert merkið er. Sumir halda að merkið er einhver örflaga sem stjórnvöld setja í fólk og aðrir halda að merkið er strikamerkin á vörum út í búð. Í Opinberunarbókinni þá lætur Guð plágur falla á það fólk sem hefur merki dýrsins en væri það sanngjarnt af Guði að refsa fólki að hafa örflögu í hendinni ef Hann sagði engum að það væri rangt? Það ætti að vera augljóst að ekkert af þessu getur einu sinni komið til greina. Hið áhugaverða er að það eina sem þú þarf að gera til þess að fá ekki merki dýrsins er að halda boðorðin tíu.
Hérna er þetta efni útskýrt af mjög færum ræðumanni sem heitir David Asscherick og ég vona að sem flestir skoði þetta efni af heilum hug.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ein af þeim skemmtilegri grillum sem ýmsir trúarhópar hafa hlúð að í kolli sínum.
En, Mofi minn, þú losnar sennilega einhvern tímann við þessar grillur ef þú heldur áfram að blogga við trúlausa og trúfrjálsa.
Sigurður Rósant, 10.7.2010 kl. 13:24
Rósant, ekki ef þeir eru eins og þú, algjörlega ófærir um að rökstyðja sína afstöðu. Þarna er mjög merkilegur spádómur sem er fyrir mig enn ein sönnunin fyrir að Biblían er frá Guði. Hvað eiginlega hefur þú fram að færa?
Mofi, 10.7.2010 kl. 16:23
Rök hafa ekkert að segja til að breyta trúuðum í trúlausa eða trúfrjálsa. Ekki frekar en sögur um Ragnarök breyti afstöðu trúlausra eða trúfrjálsra.
Sigurður Rósant, 10.7.2010 kl. 21:32
Rósant, staðreyndirnar segja að það er ekki rétt. Það er til nóg af fólki sem hefur orðið kristið vegna þess að það rannsakaði þessi mál og það er til fólk sem urðu þróunarinnar en það getur varla verið vegna góðra raka en whatever.
Mofi, 11.7.2010 kl. 13:04
Ég minnist þess nú ekki að hafa heyrt eða lesið um þessa túlkun fyrr. En kannski er maður farinn að gleyma eða missa úr.
En að halda boðorðin 10 eins og þú segir, stangast algjörlega á við þá skoðun Aðventista að boðorðin séu í raun 11 eða jafnvel 12.
Hluta þeirra hafa bæði Gyðingar og kristnir hunsað, eins og ákvæðið um að ekki megi gera myndir af einu eða neinu tagi og svo ákvæðið um að ekki megi bera ljúgvitni gegn náunga sínum. Gyðingar og kristnir eru og hafa alla tíð lagt mikið kapp á að brjóta þessi ákvæði sem eru einhvers staðar í þessum 10 - 12 boðorðum sem Móses staðhæfði að guð sinn hefði ritað. Eða með öðrum orðum. Laug þessu upp á blásaklausan guð sem aldrei var til nema í kollinum á honum og hans samtímafólki.
Sigurður Rósant, 11.7.2010 kl. 20:54
Rósant, ég á voðalega erfitt að taka mark á þér... hvaðan eiginlega færðu þessa vitleysu?
Mofi, 12.7.2010 kl. 10:54
Ég nenni nú ekki að tíunda þessi 12 boðorð sem þú þykist ekki kannast við en geri það nú samt svo þú sjáir að boðorðin eru a.m.k. 11 eða 12.
Hvar eru S.D. Aðventistar með alatari úr torfi, þar sem þeir fórna brennifórnum o.s.frv.?
Hunsa S.D. Aðventistar ekki líka 2. boðorðið um algjört bann við hvers kyns myndlist?
Allir S.D. Aðventistar hunsa ákvæði 7. boðorðsins um að ekki megi nokkur í umsjá þeirra inna af hendi neitt það sem kallast vinna. Karlarnir láta konur sínar bera á borð fyrir sig mat sem er eldaður daginn áður. Er það ekki augljóst brot á boðorðunum um helgi hvíldardagsins?
Sigurður Rósant, 12.7.2010 kl. 22:58
Rósant, aðventistar tala alltaf um boðorðin tíu. Það eru auðvitað miklu fleiri boðorð í allri Biblíunni, miklu fleiri en tólf en þegar Biblían talar um boðorðin tíu þá vita menn alveg um hvað er verið að tala.
Það er ekkert boðorð sem bannar myndlist... þetta eru bara einhverjar hártoganir hjá þér.
Æi, hvernig nennir þú að bulla svona??? Í Hafnarfjarðar kirkju þá eru það vanalega mennirnir sem vaska upp og allir sjá um að fá sér sinn eigin disk og fá sér mat.
Mofi, 13.7.2010 kl. 09:58
Ég gleymdi óvart að geta heimilda en þessi boðorðarulla er tekin úr 2. Mós 20. 3-17
Þú virðist hins vegar ekki vilja skilja orðin eins og þau koma fyrir á prenti. Þessi boðorðarulla er endurtekin en með smá orðalagsbreytingum í 5. Mós 5. 7- 21
Ákvæðið um bann við allri myndgerð er þarna en nokkuð skírt fram borið og engin leið að skilja það á annan hátt en að öll myndgerð í hvaða formi sem er, skuli ekki eiga sér stað meðal Gyðinga.
Ákvæðið um algjört bann við hvers konar vinnu er líka þarna í 5. Mósebók og ekki hægt að skilja það á annan veg en að trúaðir eiga að vera í einhvers konar "alkyrrð" eða "nirvana" eins og Hindúar kalla það ástand.
Einnig er mjög augljóst að "þrælar" eða "ambáttir", sem við köllum í dag "ógreitt vinnuframleg" eða "sjálfboðavinnu" á trúaður Gyðingur ekki að þiggja eða krefjast.
Ég minnist þess er ég var nemandi á Hlíðardalsskóla árin 1965 - 1967 að borinn var fram kaldur eða jafnvel upphitaður baunaréttur, drykkur, mjólk, djús, kökur og brauð af konum sem unnu í eldhúsinu virka daga. Nemendur voru síðan skyldaðir til að sjá um uppvask. Kallarðu þetta ekki vinnu, Mofi minn?
Opnaðu nú augu þín og skoðaðu þessi ákvæði án þess að nota "afruglara".
Sigurður Rósant, 13.7.2010 kl. 12:26
Þú skalt ekki búa til myndir og tilbiðja þær, ekki að þú mátt ekki búa til myndir; þú ert sá fyrsti sem ég veit um sem skilur þetta svona. Eitthvað segir mér síðan að þú skilur þetta ekkert svona og ert bara með hártoganir.
Ekki bann við því að gera einhver verk. Lætur eins og maður mætti ekki lyfta upp fjarstýringunni að sjónvarpinu. Með þinn skilning þá hefðir þú að vísu verið fyrirmyndar faríseii :)
Það eru myndir upp á veggjum þarna núna af gömlum nemendum, væri gaman að vita hvort þú ert þarna :)
Mér finnst það ekki vinna að vaska upp eftir sig þó að persónulega finnst mér betra að sleppa uppvaskinu á hvíldardögum.
Mér finnst síðan eins og ég er dáldið eins og afruglari hérna :)
Mofi, 13.7.2010 kl. 13:25
Smá mistök hjá mér. Hefði átt að vera;
En, það er nú hrós í mínum augum, ef ég er virkilega sá eini sem kemur auga á þessa augljósu merkingu orðanna.
Þó eru til Haredi Gyðingar sem ég gerði smá bloggfærslu um 6.6.2009, og vildu koma í veg fyrir að bílastæði yrðu opnuð á hvíldardegi. Brutu að sjálfsögðu umrætt boðorð með því að kasta grjóti.
Í þínum augum Mofi, en ekki í augum fólks í dag. Allt skilgreint sem vinna fyrir utan þá skilgreiningu sem finnst í eðlisfræðinni: Vinna = kraftur x vegalend
Heldurðu að ég sé að ég sé að skrökva?
Sigurður Rósant, 13.7.2010 kl. 17:48
Rósant, nei ég held ekki að þú ert að skrökva en ég á mjög erfitt með að trúa því að þú meinar það sem þú ert að segja :/
Mofi, 13.7.2010 kl. 20:30
Ég er náttúrulega vanari íslensku og ensku á þessu sviði sem öðrum, en ég get ekki betur séð en að þetta sé svipað orðað á ensku í Exodus 20:
Sama er að segja um ákvæðið um Sabbath:
Hvernig er hægt að skilja þessi orð öðruvísi en að öll myndgerð af hvaða tagi sem er, skuli Gyðingum bönnuð og öll vinna af hvaða tagi sem er, sömuleiðis?
Það er einungis hægt að skilja þessi ákvæði öðruvísi með því að beita einhverjum útúrsnúningi eða hártogunum.
Vertu nú heiðarlegur við sjálfan þig, svona einu sinni fyrir mig.
Sigurður Rósant, 13.7.2010 kl. 23:02
Enn og aftur smá innsláttarvilla. Setningin átti að vera svona:
Sigurður Rósant, 14.7.2010 kl. 06:43
Rósant, ef að mamma þín segir við þig "ekki fara út í búð og ræna mjólk". Heldur þú að það þýði að þú megir ekki fara út í búð og kaupa mjólk?
Vinna er það sem ég geri í sirka átta tíma á dag á mínum vinnustað. Svo það er eitthvað sem ég geri ekki á hvíldardegi. Einhver viðvik á heimilinu, það fer bara eftir því hvað mér finnst gera hvíldardeginn betri.
Mofi, 14.7.2010 kl. 09:50
Ef móðir mín hefði sagt: "Þú mátt ekki fara út í búð, sjoppur né á skyndibitastaði og þú mátt ekki líta þessa staði augum, því þá verður þú að saltstöpli"
Þá hefði ég líklega alveg sleppt því að fara út í búð þó aðrir hafi farið þangað og kíkt á þessa staði án þess að verða að saltstöpli.
En það er hins vegar umhugsunarefni, hvað olli því að Móse bannaði fólki sínu myndgerð, nema í því tilviki þar sem 2 kerúbar eru myndaðir yfir sáttmálsörkinni.
Aron, litli bróðir Móse var grallari mikill og hafði gaman af brellum alls konar og myndlist. Í einni ferð Móse upp á fjallið til að ná í tilskipanir frá guði sínum, missti Móse algjörlega stjórn á skapi sínu þegar hann kom niður af fjallinu með nýjustu útgáfu af boðorðarullunni og sá hvar Aron hafði látið gera kálf úr gulli og fólkið hafið dans í kringum hann sér til dægrastyttingar sbr. 2. Mós. 32. kafla.
Móse er sagður hafa fæðst í Egyptalandi þar sem allt samfélagið moraði í táknmyndum og ritmál þeirra var að mestu leyti myndrænt eins og við vitum. Kannski hefur hann viljað aðgreina "sína menningu" algjörlega frá þeirri Egypsku? Ekki viljað fá myndmál Egypta inn í ritmál Hebrea.
Skrifum Mósebóka er talið lokið um 1500 árum fyrir okkar tímatal, en það er ekki fyrr en 5-900 árum seinna að höfundur Konungabóka minnist á myndgerð og þá í tengslum við byggingu musteris Salómons, sbr. Fyrri Konungabók 6.35
Þannig hefur hluti Gyðinga smám saman farið að skilja þetta algjöra bann við myndgerð og trúlega litið á það í þeirri merkingu sem flestir gera í dag, það er að ekki megi gera myndir af hjáguðum til dýrkunar.
Trúlega hefur þarna verið um innsláttarvillu hjá Móse og hans aðstoðarmönnum. En svona er nú snúið að setja reglur sem allir eiga að hlíða. Það er næstum ómögulegt.
Sigurður Rósant, 14.7.2010 kl. 11:37
Mofi, 14.7.2010 kl. 11:39
Búinn að senda þér ljósmyndir af nemendum og starfsfólki á Hlíðardalsskóla árin 1965 - 1967, á gmailið þitt.
Ja, um þetta atriði vitum við svo sem ekkert með vissu. En það má líkja þessu banni við framleiðslu fíkniefna á Íslandi. Það er bannað að framleiða fíkniefni, en hvort það er bannað að selja, kaupa eða neyta þeirra gilda svo aðrar reglur.
Ég held að Móse og hans vinir hafi viljað vera svolítið afgerandi í þessu og til að draga úr öllum vafa, bæði bannað að framleiða myndir og styttur og einnig að góna á þær eða tilbiðja.
Sigurður Rósant, 18.7.2010 kl. 12:15
Rósant, ég les það ekki úr textanum en það er líka snilldin við þetta allt saman, þetta er bara spurning um samvisku hvers og eins. Það á enginn að neyða annan til að hegða sér svona eða hins veginn; það er sannarlega rót að margri illskunni.
Mofi, 19.7.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.