17.6.2010 | 11:24
Kóði innan kóðans
Nýlega birtist grein í tímaritinu Nature sem fjallaði um uppgvötun sem gæti verið jafn merkileg og þegar Francis Crick og James Watson uppgvötuðu strúktúr DNA og hvernig upplýsingar voru geymdar með DNA. Titill greinarinnar í Nature er The code within the code Líffræðingar og tölvunarfræðingar náðu að brjóta kóðann sem var falinn innan í þeim kóða sem þegar þekktum. Með því að nota upplýsingatækni gátu þeir fundið þetta út, eins og vanalega þá hjálpaði þróunarkenningin ekki þessum framförum.
Þessi kóði hefur verið kallaður "splicing code" en vonandi fær hann betra nafn í framtíðinni. Hann er að finna innan í DNA og leiðbeinir aðal kóðanum á flókinn hátt til að búa til upplýsingar. Að skilja hvernig þessi kóði virkar mun leysa margar ráðgátur eins og sú sem kom út úr "Human Genome" verkefninu en það var spurningin, hvernig getur það verið að aðeins 20.000 gen geta geymt upplýsingarnar um hvernig á að búa til manneskju. Vísindamennirnir áttu von á miklu fleiri. Hérna útskýrir einn vísindamannanna hvað þetta allt saman þýðir:
The code within the code
But between DNA and proteins comes RNA, and an expanding realm of complexity. RNA is a shape-shifter, sometimes carrying genetic messages and sometimes regulating them, adopting a multitude of structures that can affect its function. In a paper published in this issue (see page 53), a team of researchers led by Benjamin Blencowe and Brendan Frey of the University of Toronto in Ontario, Canada, reports the first attempt to define a second genetic code: one that predicts how segments of messenger RNA transcribed from a given gene can be mixed and matched to yield multiple products in different tissues, a process called alternative splicing. This time there is no simple table in its place are algorithms that combine more than 200 different features of DNA with predictions of RNA structure.
The work highlights the rapid progress that computational methods have made in modelling the RNA landscape. In addition to understanding alternative splicing, informatics is helping researchers to predict RNA structures, and to identify the targets of small regulatory snippets of RNA that do not encode protein. Its an exciting time, says Christopher Burge, a computational biologist at the Massachusetts Institute of Technology in Cambridge. There's going to be a lot of progress in the next few years.
Hvernig ferli sem hefur enga vitsmuni gat búið til DNA kóðann var strax stórt vandamál fyrir guðleysingja þegar hann var uppgvötaður. Þeir sem afneituðu hönnun þurftu að útskýra hvernig dauð efni gátu sett saman forritunarmál eins og við vorum búin að finna í DNA. Það vandamál er óleyst og með þessari uppgvötun þá hafa vandamál guðleysingja margfaldast. Þarna eru menn búnir að sjá glitta í nokkurs konar rósettu stein sem hægt er að nota til að afkóða upplýsingarnar sem leynast í DNA sem mun opna dyrnar á alls konar framförum þó aðallega lækningu á ýmsum sjúkdómum.
Það er hreinlega eins og guðleysinginn er króaður af út í horni, aðeins tvennt fyrir hann að velja. Loka augunum og halda fyrir eyrun eða horfast í augu við það að hans heimsmynd er kolröng, lífið var hannað af Guði.
Fyrir þá sem vilja lesa meira um þetta:
- What is WASP?
- The code within the code
- Researchers Crack 'Splicing Code,' Solve a Mystery Underlying Biological Complexity
- Breakthrough: Second Genetic Code Revealed
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var ekki DNA í risaeðlum líka, löngu áður en maðurinn varð til ?
Bjó Guð þær þá til líka, var hann kannski að æfa sig áður en hann fór út í að dunda sér við að búa til manninn ?
Ef guð er svona góður forritari, gæti hann ekki sent mér e-mail og látið mig vita að hann sé til ??
Það er það sem þetta strandar á. Það eru samasem engar sannanir fyrir tilvist æðri máttarvalda.
Ekki nema í huga fólks.
ThoR-E, 17.6.2010 kl. 12:49
Ég býð spennt eftir því þegar þeir finna litla miðann á þessum splicing code, þar sem á stendur "Made by God".
DNA er flókið, en líka frekar gallað. Það afritar og fjölfaldar upplýsingar frekar illa, er viðkvæmt fyrir stökkbreytingum + er troðfullt af vírusum sem hafa plantað sér út um allt.
Rebekka, 17.6.2010 kl. 17:18
Egill Óskarsson, 17.6.2010 kl. 23:32
AceR, Guð hefur gefið þér meir en nóg, hreinlega ókurteisi að biðja um meira.
Rebekka, hver eiginlega er að segja þér þessa vitleysu? Ef þú ert að bíða eftir "made by God" miðanum þá gætir þú þurft að bíða til dómsdags.
Egill, hvaða valkost vantar þarna? Að geimverur bjuggu þetta til?
Mofi, 18.6.2010 kl. 09:28
Er þetta svarið Mofi ?
Jahérna.
ThoR-E, 18.6.2010 kl. 11:15
AceR, stórkostleg hönnun er sönnun fyrir tilvist stókostlegs hönnuðar. Allt í kringum þig er að finna slík sönnunargögn.
DNA er tungumál eða forritunarmál lífsins og varð til þegar Guð skapaði líf á þessari jörð. Ég trúi að það hafi gerst samkvæmt Biblíunni svo að risaeðlur og menn voru uppi á sama tíma; við eigum nóg af heimildum sem styðja það.
Hvar eru sönnunargögnin fyrir því að þetta sem ég bendi á hérna í greininni var búið til án hönnuðar?
Mofi, 18.6.2010 kl. 11:21
"Hönnuðurinn" var að minnsta kosti ekki fullkominn, eða kannski slæmur forritari, því þrátt fyrir að DNA virki alveg ágætlega, þá eru fjöldamargir gallar í því. Fullkomið kerfi? Nei.
Rebekka, 18.6.2010 kl. 19:52
Rebekka, hvaða galla veist þú um? Síðan virkar það ekki ágætlega heldur er það magnaðasta upplýsingakerfi sem við vitum um, þótt við skiljum bara hluta af því, sjá: Dazzling design in miniature
Mofi, 18.6.2010 kl. 19:59
Hefur þú heyrt talað um erfðasjúkdóma Mofi?
Downs heilkenni er svo líka dæmi um galla í DNA
Kamui (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 16:25
Fannar, stökkbreytingar hafa skemmt þær upplýsingar sem eru á DNA í sumum einstaklingum. Maður getur séð snilldar hönnun í Ferrarí eða glænýrri tölvu þótt að einhvern tíman gætu þessir hlutir bilað. Ef þú sæir dæld á flottum bíl, kæmist þú þá á þá skoðun að bíllinn væri illa hannaður vegna þessarar dældar? Snilldarhönnun er ekki endilega fullkomin og ekki heldur endilega þannig að hún getur ekki bilað.
Mofi, 19.6.2010 kl. 17:58
Þú meinar semsagt að þessi snilldarhönnun hins almáttuga guðs er ekki betri hönnun en hefðbundinn microsoft hugbúnaður? Viðkvæmur fyrir vírusum og öðrum göllum
Eru hugbúnaðarmenn Apple þá betri hönnuðir en Guð?
Kamui (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 18:51
Btw... þú getur kannski upplýst mig um það hvort það sé algengt að forritunarkóði stökkbreytist við afritun?
Kamui (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 19:14
Kamui, vírusar virðast spila mikilvægt hlutverk í að deila upplýsingum, þetta er eitthvað sem við höfum takmarkaða þekkingu á en skaðlegir vírusar eru mjög lítil prósenta af öllum vírusum, sjá: Did God Make Pathogenic Viruses?
Gögn á hörðum diskum skemmast oft og í því þá sjáum við hve góður forritunarkóði er í DNA því að ef að forrit skemmist þá í lang flestum tilfellum hættir það að virka en þegar það gerist í dýrum þá geta þau oft lifað vel með slíkum göllum. Í örfáum tilfellum getur það síðan gagnast lífverunni.
Við afritun þá er það mjög sjaldgæft að kóðinn breyttist eitthvað og Apple eru ekkert betri í vírus vörnum en Microsoft, það er bara miklu minna ráðist á þá.
Mofi, 20.6.2010 kl. 12:41
þú hittir naglann á höfuðið eins og venjulega. Trúleysingjarnir vilja bara gera hvað sem þeir vilja og ekki fara eftir reglum Guðs heldur syndga eins og þeir vilja.
Einar K. Árnason, 21.6.2010 kl. 09:40
Las eitthvað af þessum greinum og sá ekkert sem getur talið verið vandamál fyrir þróunarkenninguna, DNA er flókið.... so?
En vissir þú að Amoeba er með 100 sinnum meira genamengi heldur en maðurinn og Polychaos dubium er með 200 sinnum meira en maðurinn, þannig á vissan hátt er þessi litlu (220-740 ?m á stærð) kvikindi flóknari en maðurinn, á vissan hátt að vísu.
Og þú segir að bara lítið prósent af vírusum eru skaðlegir, hvað með það? Vírus verður til útaf DNA/RNA sem þýðir að það séu upplýsingar. Svo er líka allar hættulegu bakteríunnar sem eru til og eins og þú kannski veist þá nærist bakterían til að fá orku, hún fjölgar sér, hún gefur frá sér úrgang og hún er með DNA þannig að bakterían er lifandi vera. Ekki trúir þú því þessar hættulegir vírusar og bakteríur.......þróuðust af sjálfum sér?!
Og Einar K Árnason, ert þú ekki tæknilega trúleysingi þegar talað er um Allah, guðinn í Íslams trú? Trúir þú ekki á Allah svo þú getir gert það sem þú vilt og syndgað gegn Allah?
Stefán sv, 21.6.2010 kl. 14:58
Takk fyrir það Einar!
Stefán, það er eðli vandamálsins. Að gefa röð af efnum merkingu og hérna er veldis aukning á því sama vadamáli. Aðeins með vilja og viti er hægt að setja svona kerfi saman. Vísindamenn víðsvegur um heim munu á næstu árum reyna að skilja þetta kerfi sem hreinlega sannar að vitsmunir eru nauðsynlegir þegar kemur að svona hönnun.
Vírusar og bakteríur þjóna tilgangi í náttúrunni og mjög lítill hluti er hættulegur. Ég sé hérna dæmi um "vélar" sem hafa bilað eitthvað sem er í samræmi við sögu Biblíunnar að eftir að synd komin í heiminn þá byrjaði heimurinn að... bila.
Mofi, 21.6.2010 kl. 16:17
Ég er ekki trúlaus á Allah Stefán. Það er bara orðið sem arabar fundu fyrir Guð þegar þeir kynntust honum. Falsspámaðurinn þeirra hins vegar afvegaleiddi þá og ég fylgi ekki hans boðskap
Einar K. Árnason, 21.6.2010 kl. 17:04
Einar
Þú ert ekki trúlaus þegar að talað er um Allah en þú trúir ekki að hann sé hinn rétti guð..... sem sagt þú ert trúlaus þegar kemur að Allah....
Ég trúi ekki á þinn guð af sömu ástæðu og þú trúir ekki á Allah, þú segir að Allah sé bara fundinn upp af arabum, ég segi guðinn þinn var bara fundin upp af einhverjum mönnum, ég er ekkert að reyna að syndga gegn guðinum þínum rétt eins og þú ert ekki að syndga gegn Allah.
Mofi
Þegar þú segir "bilað", ertu ekki í raun að forðast að nota orðið þróast?
Enterobacteriaceae er fjölskylda af bacteríum margar hverjar hættulegar svo sem Salmonella og Escherichia coli, ertu að segja að þessar bakteríur séu komnar frá einhverjar bakteríur sem guð gerði og svo "bilar" þær og svo margar tegundir koma frá bakteríunni sem guð gerði verða til að við verðum að flokka þær eftir fjölskyldum? Hvað með allar bakteríunnar sem hafa "bilað"og eru meinlausar (eins og flestar bakteríur eru) eða jafnvel gagnast okkur?
Þú segir "bilað", ég segi "þróast".
Stefán sv, 22.6.2010 kl. 00:04
Synd er t.d. að ljúga, stela, hata, drýgja hór, girnast það sem þú átt ekki svo dæmi séu tekin. Þetta eru syndir gegn skapara þínum og náunga þínum; þú auðvitað veist hvort þú ert sekur um eitthvað af þessu og við þurfum ekkert að fara út í það.
Nei, alls ekki því að sú þróun sem breytir einfrömungi í einstakling er ekki þannig að eitthvað bili.
Já, ég trúi því.
Þá var bilunin þannig að hún var meinlaus. Ef þú vilt kalla hvaða breytingu sem er "þróun" þá auðvitað eru til nóg af dæmum um þróun. Alvöru þróun sem breytir froski í prins getur ekki verið skaðleg stökkbreytin; ég sé að minnsta kosti ekki hvernig það ætti að ganga upp.
Mofi, 22.6.2010 kl. 17:03
Þannig að í upphafi var til ein baktería sem er síðan búin að bila svo oft að hún er orðin að ótalmörgum nýjum bakteríum, sumum gagnlegum og öðrum stórhættulegum
Og þetta notar þú sem gott dæmi um stórkostlega sköpun Guðs?
Hefur þú lesið söguna um Frankenstein Mofi?
Kamui (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 17:42
Tvö atriði:
1) Það vantar engan valkost. Það að sýna fram á að það sé hönnuður (sem þessi rannsókn gerir ekki) hefur ekkert með það að gera hver hönnuðurinn er. Það yrði einfaldlega allt annað rannsóknarefni. Þetta er svo mikið grundvallaratriði í skilningi á því hvernig rannsóknir yfirhöfuð virka og hvað þær í raun eru að þú ættir eiginlega að skammast þín fyrir að setja fram svona fullyrðingar.
Ef ég geri rannsókn á því hverskonar lífvera hafi gert fótsporinn í blómagarðinum hennar mömmu og kemst að því að það hljóti að hafa verið hundur þá er ég ekki sjálfkrafa búinn að sanna að það hafi verið púðluhundurinn í næsta húsi.
2) Ég veit að þér finnst erfitt að trúa því en mér finnst eiginlega líklegra að það séu til geimverur sem eru miklu gáfaðri en við sem gætu vel hafa verið að fíflast í okkur í gegnum tíðina heldur en að einhver guð sé til. Ef þig vantar einhverja valkosti við guðinn þinn og geimverur þegar kemur að því hver eða hvernig jörðin og lífið hafi verið hönnuð þá bendi ég þér á að kynna þér sköpunarsögur annara trúarbragða sem hljóta að vera jafn líklegar og þín til að vera sannar. Nú svo gætu verið til yfirskilvitlegar verur sem ekkert eiga skylt við guði sem gætu verið ábyrgar.
En ekkert af þessu skiptir máli, það er ekki búið að taka fyrsta skrefið og sýna fram á hönnun og það er ekki fyrr en það hefur verið gert sem hægt væri að fara að pæla í hver væri ábyrgur.
Egill Óskarsson, 22.6.2010 kl. 17:47
Egill,
1) þessi rannsókn magnar upp það vandamál sem guðleysingjar stóðu frammi fyrir sem var hvernig þessi kóði varð til. Það bendir enn sterkar til hönnuðar. Ég set þetta ekki þannig fram að hérna er einhver loka sönnun heldur hérna er eitthvað sem bendir sterklega til tilvist hönnuðar. Hérna er um að ræða spurninguna, hvort það þarf vitrænann hönnuð eða ekki; svo dæmið með hundinn á ekki við.
2) Geimverur eru valmöguleiki og ég hefði gaman að því að sjá hvaða sköpunarsögur þú telur vera jafn líklegar og þá sem Biblían gefur.
Það er ekki búið að sýna fram á að náttúrulegir ferlar gátu gert þetta svo af hverju ekki að álykta miðað við líklegasta kostinn? Ég vel að gera það og finnst undarlegt að einhver sem er á einlægan hátt að leita "sannleikans" hafi eitthvað á móti því.
Mofi, 23.6.2010 kl. 00:38
Mofi, 23.6.2010 kl. 00:43
Vel gert Mofi. Þróunartilgátan er löngu dauð og afsönnuð. Það er löngu kominn tími á að vísindamenn fari að viðurkenna það. Varðandi þessa meintu þróun í til dæmis vírusum þá er mjög líklegt að þessar breytingar á vírusum, sem er ranglega kallað bilun hér á undan, hafi verið forritaðar í vírusinn alveg frá byrjun. Þetta er lang líklegasta skýringin.
Það er augljóst að það er rúm fyrir þannig upplýsingar í DNA kóðanum, eins og Mofi er að benda á hér í þessu bloggi. Þetta sem vísindamenn eru að upplifa sem þróun er því lítið annað en for-forrituð breyting á lífverunni.
Kveðja.
Hafþór Sig., 23.6.2010 kl. 13:06
Þú gekkst bara miklu miklu lengra en það kallinn minn, þú sagðir orðrétt „lífið var hannað af Guði“. Þannig að dæmið um hundinn á fullkomlega við.
Þú skilur þetta ekki ennþá. Það skiptir engu máli hvaða sköpunarsögur mér eða þér finnst líklegar eða ólíklegar. Það að sýna fram á hönnuð segir eitt og sér einfaldlega ekkert um það hver hann er. Vísindaleg aðferð virkar einfaldlega ekki þannig.
Mér finnst annars allar sköpunarsögur sem ég hef heyrt jafn óraunhæfar og vitlausar. Ég er trúleysingi Mofi, þinn guð er bara einn af þúsundum sem ég trúi ekki á.
Egill Óskarsson, 23.6.2010 kl. 17:36
Egill, það er rétt, enda mín afstaða eða trú.
En bara hönnuð? Við höfum hérna sköpunarsögur, ein gerir ráð fyrir hönnuði og hin heldur að þetta gerðist af sjálfu sér. Í fullri einlægni, hvort er rökréttara burt séð frá þinni afstöðu um tilvist veru sem margir kalla Guð.
Kristur, sú blanda sem möguleg er á upplýsingum er ótrúlega mikil og það er að mínu mati rökrétt að það er for-forritun. Að vísu ekki þannig að hið vonda er forritið heldur villa í afritun eða eitthvað er á stað sem það átti aldrei að vera eins og HIV í fólki svo dæmi sé tekið.
Mofi, 23.6.2010 kl. 20:50
Hvað ætli það sé búið að segja þér það oft mofi að vísindin gera enga tilraun til að útiloka hönnuð, enda er það utan getu vísindanna að fjalla um það...
Kamui (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:37
Kamui, þróunarsinnar gera tilraun til þess og fullyrða að þetta var ekki hannað þó að þeir eiga í gífurlega miklum erfiðleikum að benda á gögn sem styðja þá trú. Vísindin sjálf eru aðeins að safna saman þekkingu um heiminn sem við búum í með hinni vísindalegu aðferð, síðan tekur trúin við, guðleysis trúin eða guðstrúin.
Mofi, 24.6.2010 kl. 12:55
Þá er þín afstaða eða trú byggð á grundvallar vanþekkingu á vísindalegum vinnubrögðum og aðferð.
Nei, við höfum eina sköpunarsögu. Og miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag þá er Þróunarkenningin eina raunhæfa kenningin. Það kemur minni trúarafstöðu ekkert við, enda er meirihluti þeirra sem viðurkenna Þróunarkenninguna trúaður eðli málsins samkvæmt. Ég hef hins vegar ekki heyrt um einn trúleysingja sem styður vitræna hönnun eða bara einhvers konar hönnun yfirhöfuð, sem segir ansi margt.Egill Óskarsson, 24.6.2010 kl. 17:13
Mofi: við eigum ekki í neinum erfiðleikum að benda þér á gögn, það ert þú sem túlkar þau á þinn skringilega hátt félagi ;)
Charles Geir Marinó Stout, 24.6.2010 kl. 19:04
Einn segir að þetta gerðist án vitsmuna, annar segir að það þurfti vitsmuni. Báðir gera þetta í trú. Af hverju telur þú eina af þessum afstöðum vera vísindalega en hina ekki?
Ég sé ekki betur en þróunarsinnar eru í aulalegu basli við að tína saman einhver gögn til að styðja sína trú. Lestu bara "The greatest show on earth" eftir Dawkins ef þú trúir mér ekki.
Mofi, 24.6.2010 kl. 20:35
Egill Óskarsson, 24.6.2010 kl. 21:54
Egill, ég er aðeins að spyrja, er eitthvað erfitt að svara þessari einföldu spurningu?
Mofi, 24.6.2010 kl. 22:07
Nei, þú ert ekki aðeins að spyrja. Þú ert að gera mér upp skoðun sem ég hef hvergi sett fram og biðja mig um að færa rök fyrir henni. Ég bara hef engan áhuga á því að svara fullyrðingum sem koma mér ekkert við.
Þú ert líka að afvegaleiða umræðuna enn einu sinni. Hvort það er af því að þú skilur ekki gagnrýni mína á fáránleika þess að fullyrða um hlutverk guðsins þíns útfrá þessari rannsókn eða að þú sért að gera það viljandi af því að þú ert í vandræðum veit ég ekki. Mér finnst þetta hins vegar fáránlegt að þú ætlist til þess af mér að ég svari öllu því sem þér dettur í hug að spyrja mig algjörlega óháð því hvort það kemur neinu sem ég segi við.
Egill Óskarsson, 24.6.2010 kl. 23:30
Mofi segir: "Það er ekki búið að sýna fram á að náttúrulegir ferlar gátu gert þetta svo af hverju ekki að álykta miðað við líklegasta kostinn?"
Það er ekki búið að sýna fram á að náttúrulegir ferlar geti ekki gert þetta, er það? Og í raunveruleikanum er búið að sýna fram á að náttúrulegir ferlar geti amk gert margt af því sem til þarf, er það ekki?
Hvernig metur maður líkurnar á því hvort galdrar séu til? Hverjar eru líkurnar á því að hægt sé að "vilja" eitthvað til að vera? Hverjar eru líkurnar á því að eitthvað geti allt í einu orðið til úr engu?
Einar Þór, 25.6.2010 kl. 11:18
Einar Þór, nei, það er ekki búið að því. Ég einfaldlega skoða hvað þarna er um að ræða, flóknar vélar og upplýsingakerfi og ég veit hvað við þurfum til að gera svipaða hluti. Við þurfum vilja og vit. Ég bara sé ekki hvernig náttúrulegir ferlar án vits gætu gert þetta svo mér finnst þetta ekki trúverðugt.
Mofi, 25.6.2010 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.