Minna um krabbamein hjá aðventistum

Þegar ég sá þessa frétt langaði að benda á þessa rannsókn hérna sem fjallar um krabbamein meðal aðventista, sjá:   Associations between diet and cancer, ischemic heart disease, and all-cause mortality in non-Hispanic white California Seventh-day Adventists

Í greininni er að finna þessa hérna samantekt:

In summary, it is clear that for cancers of the colon and prostate, and fatal heart disease in men, vegetarian Seventh-day Adventists have an advantage over their nonvegetarian counterparts. This is probably also true for risks of diabetes mellitus, hypertension, and arthritis. Moreover, these effects are related to both the reduced consumption of meat and the increased intake of fruit, vegetables, grains, and nuts by the vegetarians. Making comparisons within this special population reduces the likelihood of confounding by other nondietary factors. The absence of tobacco and the limited use of alcohol in this population also reduce the likelihood of confounding.

Rannsóknir hafa tengt neyslu kjöts við aukningu á krabbameini en þar sem aðventistar neita almennt minna kjöts en flestir og stór hluti grænmetisætur þannig að einnig það gerir það að verkum að krabbamein er minna á meðal aðventista en almennings.

Einnig er forvitnilegt að minnast þess að Ellen White sagði fyrir um að vírusar gætu orsakað krabbamein, eitthvað sem vísindamenn fundu ekki út fyrir mörgum áratugum seinna, sjá: http://www.ellenwhite.info/cancer_germs_virus_rous.htm

 


mbl.is Tíðni krabbameina eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Fyrirsögnin er ekki í neinu samhengi við þessa rannsókn sem þú vísar í. Þar kemur ekkert fram um að tíðni krabbameins sé lægri hjá aðventistum en þeim sem ekki eru aðventistar.

Egill Óskarsson, 2.6.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, sko stúlkukindina. Sá hún þetta fyrir? En sá hún nokkuð fyrir endalok Aðventkirkjunnar?

Sigurður Rósant, 2.6.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Æ, þetta var nú ljót hæðni hjá mér Mofi. Biðst afsökunar.

En þetta er örugglega alveg satt hjá þér. Það hlýtur að vera minna um krabbamein í ristli, blöðruhálskirktli og fleiri líffærum sem verða fyrir áhrifum þess sem við látum ofan í okkur.

Það er eitt af því besta sem fylgir samfélagi Aðventista, að því fylgir meira um hollar matar- og neysluvenjur.

En það réttlætir hins vegar ekki þann ljóta sið þeirra að boða endurkomu Jesú Krists eins og það sé sannleikur, bara af því að það stendur í þjóðsögum Hebrea, eða Biblíunni eins og mönnum er tamast að kalla það ritsafn. Og þar á ofan að telja fólki trú um að eina leiðin sé að játa trú á Jesúm Krist og helst halda laugardaginn heilagan í stað einhvers annars dags sem fylgir öðrum trúarbrögðum.

Sigurður Rósant, 3.6.2010 kl. 09:24

4 Smámynd: Mofi

Egill, ég sá ekki betur en þessar greinar gerðu það.

Rósant, þetta er það sem við trúum að muni gerast ásamt flest öllum öðrum kristnum kirkjum. Þetta er ekki ljótur siður, þetta er boðskapur sem glæðir lífið tilgangi og von. Hvaða boðskap hefur þú fram að færa sem þá sannleikurinn og gefur lífinu gildi?

Mofi, 3.6.2010 kl. 09:42

6 Smámynd: Mofi

Egill, niðurstaðan var að það voru tengsl. Hefðir þú viljað lengri titil hjá mér sem innihéldi þennan langa titil?  Mér finnst eins og fyrst ég vísa í rannsóknina þá gæti fólk fundið út úr þessu sjálft.

Mofi, 3.6.2010 kl. 10:19

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Sannleikurinn er sá að það er enginn sjáanlegur tilgangur með lífinu sem leiðir til annars lífs á æðra plani en við lifum nú. Því er tilgangslaust að pína sig til að halda laugardaginn fremur öðrum dögum til hvíldar.

Hindúar telja að þeir sem ná að lifa í samræmi við "rétta trú" öðlist æðri tilveru á næsta stigi, þ.e. endurfæðist sem apar, kálfar eða önnur frjálsari dýr sem þurfa ekki að puða eins mikið fyrir fæðuöflun eins og maðurinn.

Hver lífvera fylgir sínum eðlishvötum um að afla sér fæðu eða næringar alveg strax frá fæðingu. Svo útfæra lífverurnar tækni sína í samræmi við eðlishvatir og með því að læra af foreldrum sínum, eða með því að apa eftir öðrum.

Sigurður Rósant, 3.6.2010 kl. 10:43

8 Smámynd: Mofi

Rósant, í þínum augum, kannski já. Ég sé tilgang í öllu í kringum mig, frá fínstillingu lögmála alheimsins, lífsins sjálfs og boðskapi Biblíunnar. Það er síðan blessun en ekki pína að halda hvíldardaginn.

Mofi, 3.6.2010 kl. 11:21

9 Smámynd: Mofi

Langar að benda á eitt í viðbót sem er að almennt þá neita aðventistar minna kjöts og mjög margir grænmetisætur en rannsóknir hafa sýnt fram á teningu milli þess að borða kjöt og líkur á krabbameini, sjá: http://health.usnews.com/usnews/health/healthday/071211/high-meat-consumption-linked-to-heightened-cancer-risk.htm

Mofi, 3.6.2010 kl. 11:34

10 Smámynd: Unknown

Skemmtilegt að segja frá því en því upplýstari og "gáfaðri" sem við verðum, því meira fækkar þeim sem trúa á ósýnileg manninn sem á að vera ALgóður og ALmáttugur en virðist bara vera barnalegur og ekki vitund góður...

Merkilegt hvernig menntun og það að trúa ekki fer hönd í hönd...Þó það séu að sjálfsögðu margir menntamenn trúaðir, þá er ég samt að benda þér á að því menntaðri sem svæði eru, því færri eru trúaðir á þetta, held menn verði bara að sætta sig við að jörðin er meira en 6000 ára, guð er ekki til nema að hann sé valdur að öllu illu í heiminum...skil aldrei hvernig það passar inní að hann sé ALgóður og hafi gert okkur í sinni mynd

Unknown, 3.6.2010 kl. 12:16

11 Smámynd: Ragnar Þórisson

Mér sýnist þetta tíðni krabbameins vera frekar tengt neysluvenjum en trúarbrögðum.

Ragnar Þórisson, 3.6.2010 kl. 13:09

12 Smámynd: Mofi

Ragnar, hverju aðventistar trúa hefur áhrif á þeirra neysluvenjur og lífstíl allan og það er það sem er að hafa þessi áhrif. Án efa ef einhver tæki upp samskonar lífsstíl og aðventistar hafa þá fengi hann þá kosti sem þeim lífstíl fylgja.

Mofi, 3.6.2010 kl. 13:28

13 Smámynd: Egill Óskarsson

niðurstaðan var að það voru tengsl.

Ekki get ég séð það. Þú mátt endilega benda mér á hvar í rannsókninni það kemur fram. Textinn sem þú vitnar í á við muninn á aðventistum sem eru grænmetisætur og aðventistum sem eru ekki grænmetisætur.

 Mér finnst eins og fyrst ég vísa í rannsóknina þá gæti fólk fundið út úr þessu sjálft.

Sem er það sem ég gerði. Og ég sé ekki betur en að þú sért að eigna rannsókninni niðurstöður sem hvorki koma fram í henni né voru yfir höfuð hluti af viðfangsefninu.

Egill Óskarsson, 3.6.2010 kl. 13:55

14 Smámynd: Mofi

http://www.ajcn.org/cgi/content/full/70/3/532S
Generally, Seventh-day Adventists had lower mortality from cancer, heart disease, and diabetes than did non-Adventists living in the same communities.
 

Mofi, 3.6.2010 kl. 13:59

15 Smámynd: Ragnar Þórisson

Einmitt. Það eru til fullt af bókum um heilbrigðan lífsstíl. Ekkert sérstakt við SDA.

Ragnar Þórisson, 3.6.2010 kl. 14:03

16 Smámynd: Egill Óskarsson

Og er þetta niðurstaða úr ÞESSARI rannsókn?

Egill Óskarsson, 3.6.2010 kl. 14:06

17 Smámynd: Mofi

Egill, já, ég sé ekki betur.

Mofi, 3.6.2010 kl. 14:27

18 Smámynd: Egill Óskarsson

Þá þarftu að skoða þessa rannsókn betur, þetta er einfaldlega ekki kannað í henni. Þessi texti sem þú vitnar í seinast er ekki úr niðurstöðukafla rannsóknargreinarinnar enda var þetta ekki skoðað í henni. Þarna er verið að vísa í niðurstöður úr ÖÐRUM rannsóknum eins og sést mjög glögglega ef þú lest setninguna í samhengi við þær sem á undan koma.

Það er kannski best að ég útskýri aðeins þessi leiðindi í mér, það er nefnilega tilgangur með þeim. Þú Mofi ert nefnilega rosalega gjarn á að gera nákvæmlega það sem þú gerir í þessari bloggfærslu. Þú setur fram fullyrðingu og til stuðnings henni einhverja grein/rannsókn. Þegar greinin/rannsóknin er svo skoðuð nánar sést að hún segir oft alls ekki það sem að þú heldur fram að hún geri eða þá að rökstuðningur eða gildi heimildarinnar er í ólagi. 

Ég efast ekki um að það geti alveg passað að tíðni ákveðinna tegunda af krabbameini sé lægri hjá aðventistum en almenningi.  En þessi rannsókn sem þú vitnar í fjallar bara ekkert um það. 

Þegar þú byrjar svo á því að tiltaka textabút þar sem bornir eru saman annars vegar aðventistar sem eru grænmetisætur og hins vegar aðventistar sem eru það ekki í því skyni að sýna fram á upphaflegu fullyrðinguna þá grunar manni auðvitað strax að þú hafir ekki skilið rannsóknina. Þú hefur svo bara ítekað það hér í umræðum. 

Þú þarft virkilega að fara að vanda þig við heimildaöflun og túlkun. 

Egill Óskarsson, 3.6.2010 kl. 17:17

19 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Ég sé tilgang í öllu í kringum mig, frá fínstillingu lögmála alheimsins, lífsins sjálfs og boðskapi Biblíunnar.
Hvaða tilgang sérðu t.d. í þeirri fínstillingu lífslögmála sem varða lífsmöguleika barna gagnvart malaríu. Skv. þinni trú hefur guð þinn skapað Moskítóflugurnar til þess að bera malaríusmit og valda dauða 5 milljóna barna í Afríku árlega. Hver er tilgangurinn? Svona ef við rýnum í eitt fínstillt lögmál lífsins eins og þú nefnir það.

Sigurður Rósant, 4.6.2010 kl. 19:45

20 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Þar hvarf Mofi. Caught in the act. Takk fyrir Egill.

Jakob Andreas Andersen, 5.6.2010 kl. 16:39

21 Smámynd: Mofi

Egill, það kemur fram í greininni að það er minna um krabbamein hjá aðventistum og það var minn eini punktur. Þú hefur ekki sýnt fram á þessa fullyrðingu þína en ég hefði gaman að sjá það.

Mofi, 7.6.2010 kl. 08:44

22 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég hef víst sýnt fram á hana. Lestu svarið mitt betur.

Þinn eini punktur já, en þú a) vísaðir í rannsókn sem fjallaði ekkert um þetta og b) vitnaðir í texta sem styrkti punktinn þinn ekki neitt (í upphaflegu færslunni). Það að vitnað sé í aðrar rannsóknir í aðfararorðum greinarinnar sem renna stoðum undir þetta breytir engu um það að þú gerðir algjör klaufamistök með að setja þetta fram á þann hátt sem þú gerðir. 

Ef þú hins vegar heldur því ennþá fram að rannsóknin fjalli um aðventista vs. almenning og að það sé hluti af niðurstöðum hennar að aðventistar fái sjaldnar ákveðna sjúkdóma en almenningur þá staðfestirðu enn og aftur að þú ert ekki fær um að vega og meta fræðilegar heimildir. 

Egill Óskarsson, 7.6.2010 kl. 17:50

23 Smámynd: Mofi

Egill, já, klaufaleg mistök. Hættulegt að blogga við fréttir í fljótheitum. Það samt stendur eftir er að aðventistar fá sjaldnar hin ýmsu krabbamein og þá sérstaklega grænmetisæturnar. Það kemur fram í greininni þó að það voru ekki þeirra niðurstöður.

Mofi, 8.6.2010 kl. 13:46

24 identicon

Heyrðu Moffi

Það er því miður búið að afsanna þá kenningu að grænmetisætur lifi lengur en hinir almennu neytendur og geta í sumum tilfellum liðið skort á steinefnum.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 23:17

25 Smámynd: Mofi

Þór, ertu með einhverjar heimildir fyrir þessu?

Mofi, 21.6.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband