30.5.2010 | 13:07
Sprengingin sem heldur áfram að stækka
Fyrir ekki svo löngu síðan benti ég á myndina Darwin's Dilemma sem fjallar aðallega um kambríum sprenginguna og hvernig hún bendir til þess að þróunarkenningin er röng. Hið skemmtilega er að þessi sprenging heldur áfram að stækka, fleiri og fleiri tegundir finnast í kambríum setlaginu. Nýlegar greinar fjölluðu um þetta, sjá: Middle Cambrian echinoderms from north Spain show echinoderms diversified earlier in Gondwana og Cambrian origin of all skeletalized metazoan phylaDiscovery of Earth's oldest bryozoans (Upper Cambrian, southern Mexico)
Þær fjölluðu um fund tveggja hópa, annar fann bryzoans sem samkvæmt þeim eru enn eldri en áður hafði fundist og hinn hópurinn fundu fjölbreytta echinoderms sem þeir telja vera frá miðju kambríum tímabilinu.
Enn annar hópur vísindamanna fundu Cephalopods og cuttlefish í kambríum setlaginu samkvæmt frétt á BBC, sjá: http://news.bbc.co.uk/2/hi/science_and_environment/10173293.stm
Fyndið að lesa tilvitnun frá einum af þróunarsinnunum um þennan fund:
Martin Smith
We go from very simple pre-Cambrian life-forms to something as complex as a cephalopod in the geological blink of an eye, which illustrates just how quickly evolution can produce complexity
Ef eitthvað er blind trú, þá er það þetta.
Þeir sem vilja trúa þróunarkenningunni um að uppruni dýranna var í gegnum hægfara tilviljanakenndar stökkbreytingar sem var mótað af náttúruvali þá eru þeir að trúa í andstöðu við staðreyndirnar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverjar eru þá staðreyndirnar?
Guð galdraði fram allar dýrategundirnar upp úr þurru? Tegundir sem eru með nógu "sveigjanlegt forrit" í genunum til að þær sem lifðu af Flóðið gátu þróast í þær milljónir tegunda sem til eru núna - en samt ekki nógu sveigjanlegar til að sýna fram á að þróunarkenningin sé sönn (samkvæmt þér).
Þar að auki eru refhvörf (oxymoron) í setningunni, allavega held ég að það heiti það.
" tilviljanakenndar stökkbreytingar sem var mótað af náttúruvali" Hvernig getur nokkuð verið tilviljanakennt sem er mótað af utanaðkomandi öflum? Tilviljanakenndar stýrðar stökkbreytingar...
Rebekka, 30.5.2010 kl. 18:27
Rebekka, skapaði eða hannaði þær eins og Biblían segir; það bara passar við þetta sem við erum að finna.
Við vitum að dýrategundirnar hafa innbyggða fjölbreytni, eitthvað sem við höfum séð greinilega í gegnum ræktun á rósum og hundum og fleiri tegundum. Þessi sveigjanleiki er ekki vegna stökkbreytinga og þar af leiðandi styður hann á engan hátt þróunarkenninguna.
Hvaða setning inniheldur "oxymoron"?
Stökkbreytingarnar eru tilviljanakenndar, það er enginn ágreiningur um það. Að náttúruval og fleiri þættir geta eytt út óheppilegum stökkbreytingum breytir því ekki að stökkbreytingarnar sjálfar eru tilviljanakenndar.
Vill svo til að vísindamenn eru byrjaðir að sætta sig við það að umhverfið getur breytt DNA lífvera og það erfst; Lamarck óbeint risinn upp frá dauðum. Eins fréttnæmt og það ætti að vera þá hefur ekki farið mikið fyrir því í fréttum.
Mofi, 31.5.2010 kl. 10:06
Ragnar Þórisson, 31.5.2010 kl. 10:51
Ragnar, það er mikið til í því, sá rökstuðningur kemur fram í greinunum sem ég vísaði í. Sá rökstuðningur er aftur á móti mjög einfaldur. Kambríum sprengingin vísar til þess að í fyrstu setlögunum eða elstu lögunum þá kemur fram mikil flóra dýra; akkúrat hið gangstæða og þróunarkenningin spáir fyrir um en akkúrat það sem maður býst við ef að saga Biblíunnar er sönn.
Mofi, 31.5.2010 kl. 11:04
Þróunarkenningin hvorki spáir fyrir Kambríumsprengingunni né er á móti henni svo þetta eru engin rök en ég sagðist ætla að taka þessari röksemdarfærslu athugasemdarlaust. Læt þetta því liggja milli hluta.
En saga Biblíunnar segir ekkert til um að ef þróunarkenningin er röng þá sé hún rétt. Það er fáránlega langsótt.
Ragnar Þórisson, 31.5.2010 kl. 11:11
Ragnar, þróunarkenningin spáir fyrir um að lífið byrjar einfalt og síðan seinna meir verður það flóknara og fjölbreytilegra. Sköpunarsagan segir að í upphafi hafi verið mikil fjölbreytileiki svo að finna mikinn fjölbreytileika strax í fyrstu setlögunum sem innihalda steingervinga smell passar við það.
Mofi, 31.5.2010 kl. 11:40
Þú ert nú eitthvað að oftúlka þróunarkenninguna. En ég sagðist vilja láta það liggja milli hluta og gefa þér þessa röksemdarfærslu frítt svo látum það liggja milli hluta.
Ef þú rýnir í sköpunarsöguna þá ættum við að finna mannvistarleifar í Kambríumsetlögunum. Við gerum það hins vegar ekki. Þessi grein þín er því fáránlega langsótt.
Ragnar Þórisson, 31.5.2010 kl. 11:50
Ragnar, ég býst ekki út frá sköpunarsögunni að finna leifar manna í Kambríum setlögunum.
Mofi, 31.5.2010 kl. 11:52
Hvers vegna ekki? Væntanlega fórst fullt af fólki í flóðinu og grófst með öðrum dýrum, þar á meðal í Kambríumlaginu.
Ragnar Þórisson, 31.5.2010 kl. 13:02
Ragnar, fyrstu stig flóðsins hefðu aðeins átt við dýr sem lifðu á sjávarbotninum eða nálægt honum. Þar sem að setlögin sjálf hefðu aðalega verið að myndast í flóðbylgjum og einhverju sem er kallað turbidite þá búast sköpunarsinnar ekki við því að þetta sé allt í einum hrærigraut. Frekar að vistsvæði hefðu grafist í mörgum slíkum atburðum og smá saman hefði öll jörðin verið komin á kaf.
Mofi, 31.5.2010 kl. 13:30
Þetta er nú afskaplega langsótt skýring á uppröðun setlaga og alls ekki það sem við finnum í náttúrunni nema bara að hluta til. Það þarf einhverja flókna útskýringu ofan á hvert sértilvik a'la jarðmiðjukenningin til að þetta gangi upp.
Ragnar Þórisson, 31.5.2010 kl. 13:56
Ragnar, ég held að þú hafir ranga hugmynd á hver þessi röð er; ég er á minnsta kosti því að hún er ekki eins skýr og margir vilja láta í veðri vaka.
Hérna er spurningin hvort líkanið útskýrir flest af gögnunum, ég er auðvitað á því að sköpun gerir það, annars væri ég þróunarsinni. Hérna er stutt grein sem tekur saman helstu einkenni setlagana og steingervingana og af hverju sköpun og flóð er betri útskýring, sjá: The Real Nature of the Fossil Record
Mofi, 31.5.2010 kl. 15:09
Gallinn við svona stuttar greinar er að þær geta ekki orðið annað en yfirborðskenndar. Raunveruleikinn er svo miklu fjölbreyttari.
Annars finns mér rökin sem þú notar ekki sannfærandi:
Ég veit vel hver þín skoðun er og af hverju þú hefur hana. Þú getur ekki notað það sem rök.
Ragnar Þórisson, 31.5.2010 kl. 16:08
Ragnar, rökin voru greinin, ekki yfirlýsingin á hver mín afstaða er.
Mofi, 31.5.2010 kl. 16:47
Eins og ég sagði þá er þessi grein allt of yfirborðskennd til að gefa rétta mynd af raunveruleikanum.
Ragnar Þórisson, 31.5.2010 kl. 22:14
Ragnar, hún kom með nokkra góða punkta sem fyrir mig eru mjög sannfærandi. Held að ég ætla að þýða hana og sjá hvað fólki finnst.
Mofi, 1.6.2010 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.