27.5.2010 | 11:06
Góður Guð, vondur heimur?
Ef það er eitthvað sem skekur trú margra þá er það þegar það sér saklaus börn þjást. Það er á þannig stundum sem trúaðir spyrja sig "afhverju stöðvar Guð þetta ekki" og þeir sem trúa ekki á Guð hugsa "ef það er til Guð þá er Hann ekki góður".
Til að skilja þetta betur þá þarf maður að kynna sér deiluna miklu milli góðs og ills. Vandamálið sem Guð glímir við er að illska er kominn inn í sköpunarverkið og til þess að leysa það vandamál þá þarf að eyða illskunni í öllum hennar myndum en það er hægara sagt en gert. Ein ástæðan er að Guð vill ekki að neinn deyi og óskar þess að allir munu iðrast og snúi sér frá glæpum gegn Honum. Önnur ástæðan er sú að það eru áhorfendur sem Guði þykir vænt um og vill vera viss um að þeir séu í engum vafa um lindiseinkun Hans og Hans réttlæti. Ef illskunni hefði verið eytt án þess að hún fengi að sýna sitt rétta andlit þá liti Guð út eins og vondur harðstjóri sem eyðir öllum þeim sem eru ekki sammála Honum. Svo það sem er í gangi í okkar heima er að illskan fær að sýna sitt rétta andlit og Guð verður að halda sig til hlés til þess að afleiðingar hennar verði öllum ljós.
Við sem erum vond í samanburði við Guð vildum fátt meira en bjarga þessum börnum, gefa þeim gott og langt líf. Sjá til þess að það sé séð um þau og þau geta lifað hamingjusömu lífi. Engin spurning í mínum huga að Guð vill það miklu meira en við en verður að halda að sér höndunum því annars gæti aldrei orðið til heimur án illsku.
Góðu fréttir fagnaðarerindisins eru að það mun koma dagur þar sem þeir sem eru kúgaðir og beittir óréttlæti fá hlut sinn réttann. Börn sem þessi munu öðlast eilíft líf án þjáninga og illsku. Góðu fréttirnar eru þær að allri illsku verður eytt en vandamálið við það er að hver getur sagst vera vera saklaus af hatri, öfund, þjófnaði, lygum, græðgi eða hvers konar illsku? Þess vegna skipar Guð öllum að iðrast og setja traust sitt á það réttlæti sem Hann útvegaði okkur með því að senda Jesú til að borga gjaldið fyrir okkar syndir. Allt var lagt í sölurnar til þess að ekkert okkar myndi glatast á degi reiðinnar.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Egill Óskarsson, 27.5.2010 kl. 15:47
Egill, hvað ertu að bulla? Ertu að segja mér að guðleysingjar benda ekki á illsku í náttúrunni til að segja að ef Guð er til, þá getur Hann ekki verið góður?
Þú gerir þér grein fyrir því að það eru ekki allir guðleysingjar eins og þú er það ekki?
Mofi, 27.5.2010 kl. 16:15
Já, en þetta eru þeir sem teljast frekar -efasemdarmenn- sem hugsa svona, Mofi. Oft börn, unglingar eða þeir sem velta þessum hlutum ekki mikið fyrir sér, líka.
Forhertir trúleysingjar eins og ég og flestir hér á bloggsíðum Mbl. hugsa ekki svona. Þeir hugsa miklu fremur. Guð er ekki til og þar af leiðandi er ekki hægt að saka hann um eitt eða neitt, eða þakka honum eitt eða annað.
En að öðru óskyldu, sem ég verð að spyrja þig um. Sinnir kvenprestur í kirkjum Aðventista sömu störfum og karlprestar?
Nú spyr ég, þar sem ég hitti fyrir tilviljun konu sem var að kynna trú Aðventista og gefa rit og bækur í góða veðrinu um daginn hér í Næstved í Danmörku.
Ég spurði hana hvort einhverjir kvenprestar væru í söfnuði Aðventista í Danmörku. Hún sagðist ekki vita til þess, en ef svo væri þá sinntu þær ekki skírnum, hjónavígslum og greftrunum.
Hún sagði einnig að sjálfsagt væri að konur töluðu á samkomum ef þær væru gæddar sérstökum "náðargjöfum andans", eins og Páll postuli minnist á í fyrra Kórintubréfi kafla 12.
Sigurður Rósant, 27.5.2010 kl. 17:00
Rósant, það var þarna "ef" sem skiptir töluverðu máli í þessu samhengi. Þetta voru síðan ein af stærstu rökum Darwins fyrir því að hann hætti að trúa á Guð og ástæðan fyrir þessari grein var vegna þess að ég fékk svona spurningu frá manni sem trúir ekki á Guð ( að ég best veit ).
Áhugaverð þessi saga af þessari konu. Hefði haldið að danir væru sérstaklega frjálslindir en kannski ekki.
Mofi, 27.5.2010 kl. 17:09
Einhverjir trúleysingjar hafa vissulega sagt að ef einhverskonar yfirnáttúrulegt afl væri til þá gæti það ekki verið gott. Það kemur því sem við erum að ræða hins vegar ekkert við.
Trúleysingi hefur enga ástæðu til þess að hugsa svona eins og þú gerir af þeirri einföldu ástæðu að hann er trúlaus. Það er ekkert ef.
Þú gerir þér grein fyrir því að grundvallarforsenda fyrir því að kalla sig trúleysingja er að vera trúlaus er það ekki? Og að trúleysi er ekki það sama og efahyggja?
Egill Óskarsson, 27.5.2010 kl. 17:49
Það vantar viðbót á fyrstu málsgreinina mína. Hún er sú að þegar trúleysingjar tala á þessum nótum þá eru þeir að tala 'theoratically' til þess að benda á það sem þeim finnst skrýtið eða órökrétt við trú.
Egill Óskarsson, 27.5.2010 kl. 17:51
Hér ertu í raun að gefa í skyn að guð þinn hafi skapað illskuna til þess eins að sýna hve góður hann sjálfur er. Og svo til að skreyta hugmynd þína enn betur, þá heldur þessi guð þinn sig til hlés þegar verið er að níðast á börnum, eða þau að deyja í milljónatali af völdum malaríu eða öðrum barnasjúkdómum sem trúleysingjar á Vesturlöndum dirfðust að finna bóluefni gegn í óþökk trúaðra.
Sérðu ekki hvað þetta eru frumstæðar hugmyndir sem þú ert með í kollinum, Mofi? Svona hugmyndir lifa góðu lífi meðal frumstæðra þjóðflokka sem finnast lengst inni í skógum Suður-Ameríku, Afríku og á fleiri afskekktum stöðum þar sem fólk hefur ekki enn kynnst því sem við köllum - þekkingu, vísindum og framförum.
Sigurður Rósant, 27.5.2010 kl. 19:05
Rósant, ég er ekki að gefa neitt slíkt þannig í skyn. Virkar bara eins og stórfurðulegur út úr snúningur hjá þér.
Mofi, 27.5.2010 kl. 19:53
M.ö.o. Guð vill að allir sjái hvað hann er góður.
Þið hafið gaman af því að tala um Guð sem "föður". Ef faðir leyfir börnunum sínum að þjást svo hann geti bjargað þeim seinna er hann ekki góður faðir. Faðir sem "heldur sig til hlés" til að "illskan sýni sitt rétta andlit" með þeim afeiðingum að börnin hans þjást og jafnvel deyja, er hann ekki góður faðir. Þarf ég að segja þér að faðir sem nennir ekki að ala börnin up sjálfur, en skrifar þess í stað illskiljanlega handbók handa þeim og refsar þeim svo ef þau mistúlka bókina er ekki góður faðir.
Sem trúleysingi tel ég afskaplega ólíklegt að guðir séu til. Ef ég ætti að velja, myndi ég þó allra síst vilja að þinn væri til, því hann er ekki bara óábyrgur "faðir" heldur líka smámunasamur, öfundsjúkur og grimmur.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.5.2010 kl. 12:48
Mannlegur faðir, já en það er annað í gangi þegar kemur að Guði. Dauði þessa heims er aðeins svefn í augum Guðs því að Hann hefur vald til að gefa líf, eitthvað sem mannlegur faðir hefur ekki. Án Guðs er ekkert líf svo ef að sköpun Guðs vill yfirgefa Hann vegna þess að hún heldur að Hann er vondur þá yrði niðurstaðan eilífur dauði.
Síðan er aðal illska þessa heims það sem mennirnir gera; ætti Guð að stöðva alla menn í hvert skipti sem þeir gerðu eitthvað sem mun hafa slæmar afleiðingar? Er það góður faðir sem tekur burt valfrelsi frá sínum börnum? Að þau hafa ekkert val milli þess að lifa með honum eða fara frá honum?
Þú ert að gefa þér ákveðnar forsendur sem ég tel vera rangar. Í fyrsta lagi að bókin sé eitthvað illskiljanleg, það eru aðalega þeir sem sjá að vilji Guðs fer á móti þeirra eigin vilja eða hefðum sem eiga í vandræðum með að lesa Biblíuna. Í öðru lagi þá heldur þú að Guð er eitthvað að refsa þeim sem mistúlka Biblíuna, ég trúi því ekki; ég trúi því að Guð dæmi fólk eftir því ljósi sem það hefur fengið. Hvort að það fylgi af öllu hjarta því sem Guð var búinn að opinbera því.
Mofi, 30.5.2010 kl. 23:06
Jahá. Finnst þér það hafa gengið vel hingað til?
Mér er bara alveg sama þó dauðinn sé bara svefn í augum þessa karakters, það kemur málinu ekkert við. Okkur finnst ekki fallegt að pynta dýr eða leyfa þeim að þjást, jafnvel þó ævi þeirra sé ósköp stutt miðað við okkar. Ef við færum með gæludýr eins og þú vilt meina að guðinn þinn fari með okkur, væri ansi langt seilst að lýsa því sem einhverju kærleiksverki. "Já, ég læt gullfiskinn minn synda í skítugri klósettskál og gef honum aldrei að éta. Það skiptir engu máli, því gullfiskar lifa hvort eð er svo stutt."
Er það slæmur faðir sem vara börnin sín ekki við þegar hann veit sjálfur að t.d. flugvélin sem þau stíga upp í muni farast? Er hann þá að taka af þeim eitthvað val? Þú veist að slæmir hlutir henda gott fólk, jafnvel þó farið sé eftir þínum stöðlum; jafnvel devout aðventisti getur lent í slysi sem hann ber enga sök á sjálfur. Segjum að hann verði fyrir eldingu. Guð hefði getað varað hann við, en hann gerði það ekki. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þá myndi fólk hætta að verða fyrir eldingum? Virkar það ekki fyrir guð?
Þar sem "vilji Guðs" virðist innihalda þrælahald, morð, pyntingar, kynjamisrétti og fleira ógeðfellt, myndi ég halda að flestir teldu "vilja Guðs" andstæðan sínum eigin. Ef þú vilt í raun og veru fara eftir "vilja Guðs" ættirðu ekki að vera hér að blogga! "Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum" - hér er nægur aðgangur að "Orði Guðs", meira að segja hellingur af Aðventistum sem hafa höndlað hinn eina stóra sannleik. Þú gerir meira gagn - og ferð eftir skipun Guðs - með því að dreifa Biblíum á götuhornum í...tja, segjum Íran. Eða stangast þessi skipun á við þinn eigin vilja og hefðir?
Þú veist ósköp vel að Biblíuna má túlka fram og til baka. Fólk velur úr það sem hentar - þú líka: annars værirðu í óðaönn að grýta fólk. Þú hefur hins vegar ákveðið að þeir hlutar Biblíunnar gildi ekki lengur. Þú hefur líka ákveðið að hlutinn um að konur eigi að hafa hægt um sig og megi ekki kenna "guðs orð" sé fallinn úr gildi - geri ég ráð fyrir, þar sem Ellen White var jú kona. Aðrir ríghalda í þessi orð og "vita" alveg jafn vel og þú að Guð vill að farið sé eftir þeim. Enn aðrir hafa ákveðið að Jesú hafi verið alveg ofsalega líbó miðað nútímastandarda, hvað þá standarda í Palestínu fyrir 2000 árum. Þetta fólk "veit" allt að það er að fylgja orði Guðs. Þér finnst auðvelt að túlka Biblíuna, vegna þess að þú velur úr það sem hentar þér - gerir kannske málamyndabreytingar...hættir að borða pepperoni eða eitthvað. En þó þú farir eftir því (og mikið ofsalega hefurðu klappað þér mikið á bakið fyrir það í gegnum tíðina) sleppirðu án umhugsunar öðrum reglum sem þó finnast í sömu bók - jafnvel sama kafla! Þú þykist vita hvaða reglur eru í gildi og hverjar ekki, en hvernig ákveðurðu það? Jú, þú gerir það sem allir hinir gera: velur úr þá kafla sem henta þér.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.5.2010 kl. 02:53
Við erum ekki einu verurnar sem Guð hefur skapað. Við erum aðeins þær sem taka þátt í deilunni milli góðs og ills. Það eru síðan fjölmargir sem efast ekki um kærleika Guðs, jafnvel þótt að heimurinn sé fullur af illsku.
Ég sé ekki Guð þannig að Hann er á virkann hátt að gera eitthvað með okkur. Að leyfa okkur að finna fyrir afleiðingu okkar eigin gjörða er aðeins Guð að virða okkar valfrelsi. Áður en Guð síðan grípur inn í þá þarf að vera á hreinu fyrir alla sem horfa á að það er rétt af Guði að grípa inn í.
Nóg af viðvörunum í Biblíunni og allir menn hafa samvisku sem segir þeim hvað þeir ættu að gera og allar sjá sköpunarverkið og geta vitað að það er til skapari. Þetta snýst um eilífa lífið, ekki eitthvað slæmt sem getur gerst í þessu lífi því sannarlega lenda aðventistar í slysum og fá sjúkdóma eins og aðrir. Aftur á móti þá höfum við góðar leiðbeiningar varðandi hvernig við eigum að lifa sem hjálpar mjög mikið í því að eiga gott líf á þessari jörð.
Þín sýn á Guð Biblíunnar er mér mjög framandi. Til að stjórna Ísrael þá voru margar reglur til að glíma við vondt fólk og slæmar aðstæður. Kannast vægast sagt ekki við einhverjar pyntingar. Þrælahald var til að glíma við fátækt, til að gefa þeim sem gat ekki séð um sig sjálfur að fá vinnu í staðinn fyrir mat og húsnæði. Ef að þræll flúði frá húsbónda þá mátti ekki skila honum til baka. Ástæðan er einfaldlega sú að þetta var samkomulag tveggja aðila, einn útvegar húsnæði og mat í staðinn fyrir þjónustu.
Veit ekki hvað þú ert að hugsa um þegar kemur að kynjamisrétti.
Ef það er eitthvað sem ég hef lært af þessu bloggi þá er það það að íslendingar hafa ekki lengur kristna heimssýn og vita í rauninni ekki hver hún er. Svo, það er nóg að gera hérna.
Nei, auðvitað ekki. Af hverju ætti ég að taka til mín lög Ísraels? Þarna ertu að tala um lög þjóðar og þeirra dómsstóla. Einstaklingar áttu aldrei og gátu aldrei verið að framkvæma refsingar, þannig hefði verið litið á sem morð.
Ég veit vel að það eru til þó nokkrar kristnar kirkjur en flestar eru sammála um ákveðin grunn atriði og þau sem þau eru ósammála um, það er sjaldnast að það er í raun og veru Biblíunni að kenna.
Þar sem ég trúi að Ellen White var spámaður þá t.d. að konur ættu ekki að predika var eitthvað sem á ekki lengur við okkar tíma.
Ef það fólk eru ósammála því að Ellen White var spámaður þá hefur þetta fólk ágætar ástæður til að fara eftir þessum versum.
Ég hefði ekkert á móti því að borða pepperóní, finnst það alveg meiriháttar gott. Biblían er aftur á móti skýr að maður á ekki að borða svínakjöt. Hérna er minn vilja á móti Biblíunni og ég vel að hlýða. Þeim sem eru ekki til í að hlýða þeir verða að snúa út úr Biblíunni til að fá þetta út úr henni.
Ef ég geri það, þá er það ekki viljandi. Minn vilji er sannarlega að fara eftir reglum Biblíunnar.
Mofi, 31.5.2010 kl. 10:34
Þannig að þjáningar dýra skipta engu máli? Þjáningar manna finnast þér ómerkilegar, þjáningar dýra eru þá ekkert til að æsa sig yfir.
Sérðu enga mótsögn í þessu?
En þú hefur ákveðið að borða ekki svínakjöt, þó Guð hafi skapað það.
En þú hefur ákveðið að Jesú hafi ekki lýst alla fæðu hreina.
Það er samt allt í lagi:
Sko, Jesú dæmir þig ekki...
Úps. Nei, heyrðu:
Mikið skiptir hann oft um skoðun...
Þú þóttist ekki kannast við kynjamisrétti:
Pyntingar þykistu ekki kannast við heldur, og gleymir því þá að trúarkerfið sem þú aðhyllist varð til fyrir pyntingar - án pyntinga og aftöku væri engin upprisa, og þ.a.l. engin kristni.Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.5.2010 kl. 15:41
Jú, þær skipta máli. Ef við skoðum þjáningar þá spila þær stórt hlutverk í að halda okkur á lífi; eru einhvers konar viðvörun við hættum og dauða. Miklu frekar að þetta er viðvörunin sem þú vildir að Guð gæfi okkur.
Nei, að aðstæður breytast og Ellen White kom með spámannlegt orð um sitthvað þannig er að mínu mati ekki í andstöðu við Biblíuna. Breyting já, en heimurinn breytist og sumt á við ákveðnar aðstæður og annað á við aðrar aðstæður.
Ég hef ákveðið að hlýða Biblíunni varðandi mataræði. Það er hægt að borða margt sem Guð skapaði en það þýðir ekki að Guð skapaði það til matar.
Já, ég tel að Jesú gerði það ekki. Tel að þarna voru þýðendur að skrifa sína túlkun í textann. Að minnsta kosti skildu lærisveinar Krists Hann ekki svona eins og við sjáum í Postulasögunni ( postulasagan 10:14 ) og sömuleiðis hefði fólkið þarna virkilega mótmælt ef að Jesú hefði verið að gera að engu reglur Guðs varðandi mataræði en það gerðist ekki. Það væri líka fáránlegt að breyta jafn mikilvægu atriði í menningu gyðinga og þessu í umræðu sem fjallaði um handaþvott en ekki svínakjöt. Enginn þarna minntist einu sinni á svínakjöt svo sá sem notar þetta vers til að réttlæta það að borða svínakjöt er að taka orð Krists úr samhengi.
Nei, bara spurning um samhengi. Þegar Jesú kom í fyrsta skiptið þá kom Hann til að frelsa heiminn, þegar Hann kemur í seinna skiptið þá kemur Hann til að dæma heiminn.
Finnst þér það vera misrétti að konur hafi ekki völd yfir körlum?
Ég kannast ekki við að Biblían hvetji til eða leyfi pyntingar, það er það eina sem ég var að meina.
Mofi, 31.5.2010 kl. 16:23
Finnst þér það vera jafnrétti að konur megi ekki tala á samkomum? Finnst þér það ekki misrétti að konur megi aldrei "hafa völd yfir körlum" eingöngu vegna þess að þær eru konur?
Þannig að þú veist hvað Jesú meinti? Þú veist að þegar hann sagði að ekkert sem kæmi utan frá gæti saurgað manninn var hann að tala um handþvott!?
Viðurkenndu það bara, Mofi, þú velur það sem hentar þínum hugmyndum og hefur nákvæmlega engar forsendur til að halda því fram að þínar skoðanir og túlkanir á Biblíuversum séu sannleikur. Það sést hversu mikið mark er takandi á þeim túlkunum að þér tekst að taka vers sem talar um hluti sem fara í magann og svo út í safnþróna og túlka það svo að það fjalli um handþvott! Stingurðu höndunum yfirleitt í gegnum meltingarkerfið til að þvo þær?
Já, aðstæður breytast. Sem dæmi má nefna að í gamla daga skildi fólk ósköp lítið um það hvernig heimurinn virkar, svo það skáldaði í götin. Í dag höfum við meiri þekkingu og betri aðferðir, svo við hættum að taka mark á gömlum skáldsögum sem voru skrifaðar fyrir fólkið sem vissi ekkert. Tja, flestir gera það. Flestir sætta sig við að aðstæður breytist, en aðrir kjósa frekar að halda í gömlu, einföldu skáldsögurnar.
Í Biblíunni stendur skýrum stöfum að konur eigi ekki að taka sér vald yfir körlum eða kenna. Ellen White braut þá reglu. Viljirðu í alvörunni halda því fram að þú fylgir boðum Biblíunnar ættirðu að fordæma þetta brot hennar. Þú ættir að berjast manna harðast fyrir því að ríkiskirkjan verði lögð niður, enda vígir hún óverðugar kvensniftir hægri vinstri.
Hversvegna sættirðu þig ekki bara við það að þetta hjátrúarsystem þitt er orðið svo uppfullf af afsökunum og útúrsnúningi að það er ekki þess virði að púkka upp á það lengur? Það er enginn að segja að þú þurfir að hætta að trúa á Guð eða Jesú. Gó ahead! En ekki reyna að halda því fram að Biblían sé óskeikul. Skoðaðu listann yfir mótsagnir í Biblíunni. Sumt af þessu eru smáatriði, en athugaðu hversu margar þú þarft að útskýra burt með "þýðingavillum" eða "ekki í gildi lengur þó það standi í Biblíunni" eða "það sem Jesú ætlaði að segja var sko...". Spurðu svo sjálfan þig: ef ég þarf að eyða svona mikilli orku í að útskýra burt allt sem ekki hentar mér, getur ekki verið að hinir hafi rétt fyrir sér; kannske er Biblían bara safn rita sem innihalda alls konar villur, upphugsuð, rituð og þýdd af mönnum. Kannske er Guð bara ekkert ánægður með lokaútkomuna. Kannske kom "Hann" bara ekkert nálægt henni.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.5.2010 kl. 21:08
Þarna er Páll að senda bréf til ákveðins safnaðar og þetta bréf var valið til að vera hluti af Biblíunni. Hvort að allir ættu að taka þetta til sín á öllum tímum er stór spurning og síðan að minnsta kosti fyrir mig þá breyttist þetta með Ellen White.
Það er mín trú, get ekki sagt að ég viti það hundrað prósent. En umræðan snérist um handaþvott:
Pétur var síðan þarna sá sem fékk útskýringu á þessu en það er greinilegt að hann skildi þetta ekki þannig að hann mætti borða svínakjöt því við lesum í Postulasögunni um sýn sem hann fékk þar sem hann neitaði Guði um að borða óhrein dýr.
Það tók mikið á að hætta að borða pepperóní fyrir mig. Mér fannst pizza með pepperóní hreinlega vera eitt af því besta sem ég fékk en eftir að hafa skoðað þetta þá sannfærðist ég um að þetta er það sem Biblían kennir og lét af þessu. Ekkert hérna sem hentar mér.
Ég veit ekki hvaða þekkingu við höfum öðlast sem gefur okkur ástæðu til að hætta að taka mark á Biblíunni.
Hún gerði það mjög óbeint. Hún fékk sýnir sem hún sagði að kæmu frá Guði en það var hverjum í sjálfsvald sett að trúa því eða fylgja því.
Ég styð það að leggja ríkiskirkjuna niður en ég hef valið mér önnur baráttuefni sem fá hærri forgang.
Ef að Biblían er orð Guðs, ætti ég að hafna henni þegar einhver hópur guðleysingja ræðst á hana? Þeir eru að gera það sem ég býst við af þeim. Í öll þau skipti sem ég skoða svona þá öðlast ég meiri skilning á Biblíunni og sé að ekki var um mótsögn að ræða. Ef það síðan er eitthvað sem er undarlegt þá er það vanalega eitthvað sem skiptir engu máli og engin alvöru ástæða til að hafna Biblíunni enda hvað annað ætti að taka við í staðinn? Skoðanir manna sem breytast frá ári til árs? Ef Guð er til, hefur Hann þá aldrei haft samband við mannkynið eða eru þá skilboð Guðs til manna að finna í Kóraninum?
Mofi, 1.6.2010 kl. 10:00
Pizza með pepperóni er ekki guði þóknanleg.
Nú er Dóminos í vandræðum.
Odie, 1.6.2010 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.