6.5.2010 | 12:28
Áhrif sykurs?
Mig langar að benda á fyrirlestur sem fjallar um áhrif sykurs á offitu. Í þessum fyrirlestri kemur fram að það er mögulegt að ungabörn geti verið of þung vegna sykurneyslu móðurinnar.
Frekar tæknilegur fyrirlestur og ég skildi bara brot af honum en ég skildi nóg til að ákveða að minnka mína sykurneyslu eins mikið og ég sé mér fært um.
Vöxtur á fyrsta æviári hefur áhrif á þyngd síðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætlarðu s.s. að trúa því sem EINN læknir (ekki næringafræðingur, læknir) segir í EINUM fyrirlestri og gera þess vegna yfirgripsmiklar breytingar á lífstíl þínum?
Mjög einföld google leit skilar fjölmörgum niðurstöðum þar sem næringarfræðingar gagnrýna þessa framsetningu Lustig. Helsta gagnrýnin sem snýr að fullyrðingunum um að sykur sé aðal orsök offituvanda dagsins í dag er sú að hann virðist vilja algjörlega líta framhjá þeim meginstefum sem samanburður á rannsóknum sýnir, sem er að mikil neysla sykus OG fitu OG lítil hreyfing séu aðalástæðurnar. Hann vill s.s. meina að þetta tvennt síðarnefnda skipti miklu minna máli.
Þú ræður auðvitað alveg hvað þú gerir, ég held samt að hóflegt magn af öllum fæðuefnum og góð hreyfing sé gáfulegra en að velja úr einhver ákveðin efni til að sneyða framhjá. Það getur bæði verið varasamt auk þess að auka líkurnar á því að maður neyti of mikils úr öðrum flokkum.
Egill Óskarsson, 6.5.2010 kl. 19:31
Egill, þetta eru nú ekki miklar breytingar og það er ekki umdeilt að sykur er óhollur. Það er nærri því útilokað að sneyða alveg frá sykri, þetta er í flest öllu nú til dags. Ég ætla ekki að taka sykur alveg út en það er vegna þess að mér finnst sætindi góð, ég held að heilsufarslega séð þá hafi sykur ekkert fram að færa; gæti vel haft rangt fyrir mér þar.
Ég mun halda áfram að nota púðursykur út á haframjölið á morgnanna og föstudagar halda áfram að vera nammidagar en ég ætla að gera mitt besta að stilla þessu í eins mikið hóf og hægt er.
Mofi, 6.5.2010 kl. 22:06
Þannig að þú í raun ertu nánast ekkert að fara að breyta neinu?
Það er ekki umdeilt að hann hefur slæm áhrif á tennur og að óhóflega neysla á honum er óholl en það sem er óhollt við sykur er að hann er í raun orka án bætiefna. Það er í rauninni ekkert óhollt við það per se en það er augljóst af hverju of mikil neysla er óholl.
Hófleg neysla er hins vegar ekkert vandamál.
Þetta er reyndar bara það sem gildir um allt sem við borðum yfir höfuð.
Egill Óskarsson, 7.5.2010 kl. 01:03
Egill, mér finnst þetta gífurleg breyting :) allt spurning um upplifun býst ég við.
Miðað síðan við þau rök sem Robert gefur í fyrirlestrinum þá er málið flóknara en svo að þetta er bara auka orka.
Mofi, 7.5.2010 kl. 10:52
Ofneysla sykurs er slæm af því að sykur eykur orkuneyslu en dregur úr neyslu bætiefna á móti (auk þess sem sykur þarf á orku að halda í niðurbroti). Það hefur slæmar afleiðingar. Hvað annað segir hann að sé í gangi?
Egill Óskarsson, 7.5.2010 kl. 17:58
Egill, ég kann ekki að endursegja þá útskýringu svo að vit sé í :/
Þarf að horfa á þetta í annað sinn og reyna að taka betur eftir. Ég mæli auðvitað með því að þú kíkir á hann sjálfur, vel þess virði.
Mofi, 7.5.2010 kl. 19:30
Það er ýmislegt í næringarfræði sem við skiljum ekki. Samkvæmt WHO á meirihluti orkunnar sem við neytum að vera í formi kolvetna og þarf af um 40-50 grömm af sykri (sem kallast hófleg neysla og flestir eru langt yfir þeim mörkum). Svo er spurning hvort þú vilt fá þennan sykur úr ávöxtum eða kók og nammi.
Flest öll viðmið í næringarfræði eru fenginn út frá rannsóknum þar sem matarræði fólk er einfaldlega skoðað í lengri tíma og borið saman við til dæmis tíðni offitu og hjartasjúkdóma. Svo í næstum því öllum tilfellum er ekki nákvæmlega vitað hvers vegna, til dæmis sykur, veldur offitu og alls konar sjúkdómum (líklegast og einfaldasta útskýringin er bara mikið af orku og lítið af næringarefnum).
Svo er sykur ekki bara sykur. Nú nýlega hefur komið fram að matvara sem inniheldur maíssýróp (high fructose corn syrop) er mun líklegri en hefðbundinn, strásykur sem unninn er úr sykurreyr eða sykurrófum, til þess að valda offitu þrátt fyrir sama orkuinnihald. [http://www.princeton.edu/main/news/archive/S26/91/22K07/]
Þetta er eins og með fitu, hún er ekki öll slæm í sjálfum sér. Transfitur eru það nánast án nokkurs vafa, hert fita er verri en önnur en samt ekki óholl í sjálfum sér og sum álitin nauðsynleg.
Það getur verið vandi að ráða úr þessu öllu saman. Hins vegar er ýmislegt sem við vitum. Það er gott að borða lýsi, það er betra að borða mat sem inniheldur lítið af orku miðað við næringarinnihald (kók er þess vegna verra en ávaxtasafi), rauðvín er hollt í litlu magni fyrir eldra fólk o.s.frv. En þegar öllu er á botnin hvolft eru tveir aðrir þættir sem hafa mun meiri áhrif á heilbrigt líferni, það er hreyfing og félagsleg samskipti (þátttaka í félagastarfi, heimsóknir til vina og ættingja o.s.frv.).
Zaraþústra, 9.5.2010 kl. 15:40
Zaraþústra, takk fyrir þetta. Horfðir þú á fyrirlesturinn? Hljómar eins og þú hefðir sterka skoðun á því sem hann segir þarna.
Mofi, 10.5.2010 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.