28.4.2010 | 10:16
Hvað ef örkin hans Nóa væri fundin?
Myndu þá guðleysingjar byrja að trúa Biblíunni? Ég held ekki. Ég held og það er byggt á reynslu að þá væru viðbrögðin að þetta þýddi aðeins að það væri eitthvað til í þeirri sögu að maður hefði smíðað örk en ekki mikið meira og það eru í rauninni alveg skiljanleg afstaða.
Samt trúi ég ekki öðru en að mjög margir myndi skoða Biblíuna aðeins betur ef menn finna örkina.
Ég vona að þessir menn þarna hafa ekki alvarlega villst af leið og eru að ljúga því að ljúga fyrir kristna trú eitt af því heimskasta sem hægt er að gera. Biblían er alveg skýr, lygarar munu ekki erfa guðsríki.
Opinberunarbókin 21
8En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."
Ef þér bregður við að heyra það þá er möguleiki á miskunn, möguleiki á fyrirgefningu og styrk til að verða betri og það er með hjálp Krists. Þegar Hann dó á krossinum þá tók Hann gjaldið fyrir hið vonda sem við höfum gert og opnaði leiðina til eilífs lífs.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessum fundi en ég er afskaplega efins um að það sé búið að finna örkina.
Örkin hans Nóa fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkrir sannkristnir könnuðir halda af stað í leit að Örkinni hans Nóa og þeir fundu hana.
Það kemur á óvart :)
Óli Jón, 28.4.2010 kl. 11:19
Óli Jón, minnir mig á þróunarsinna sem fóru að leita að týnda hlekkinum :)
Mofi, 28.4.2010 kl. 11:25
Já já, ef það verður hægt að staðfesta aldurinn á þessum spítum sem þeir fundu, staðfesta að þær séu úr skipi og svo finna út með sannarlegum hætti að stærð skipsins passi við lýsinguna úr biblíunni.
Þangað til held ég bara áfram að vera skeptískur á þetta.
Arnar, 28.4.2010 kl. 11:45
Tja, þeir segja að kolefnagreining sýni að skipið sé 4.600 ára...en Mofi trúir ekki á kolefnagreiningu, svo hann tekur ekki mark á þeirri tölu.
Ef þetta væri nú örkin hans Nóa, Mofi, hvernig finnst þér að ætti að aldursgreina hana til að a.m.k. sanna að hún sé á réttum aldri?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.4.2010 kl. 12:37
Ekkert að marka, þeir notuðu kolefnismælingar til að aldursgreina hana...
Jón Ragnarsson, 28.4.2010 kl. 12:37
4.800 átti þetta víst að vera...
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.4.2010 kl. 12:37
Arnar, sammála...
Tinna, kolefnismælingar hafa verið sannreyndar að einhverju leiti svo þó það er gáfulegt að efast um áreiðanleika þeirra þá er samt hægt að notast eitthvað við þær. Ef þeir t.d. finndu örk sem passaði við lýsingu Biblíunnar en að aldursgreiningarnar segðu að skipið væri yngra eða eldra þá myndi ég ekki hafna fundinum á grundvelli kolefnismælinga.
Mofi, 28.4.2010 kl. 13:21
Ég veit ekki hvernig þú ættir að geta nokkurn tíma komist að því hvort þetta væri örkin eða ekki, Mofi minn. Til þess að aldursgreina nokkuð sem finnst þarna þarf að nota sömu aðferð til að mæla aldur hlutanna og er notaður til að sanna umfram jafnvel óskynsamlegan vafa, að heimurinn sé milljarða ofan á milljarða ára gamall... og þá er nú strax orðið erfitt að trúa á Biblíuna.
Reyndar er kolefnisgreining einungis notuð til að mæla aldur hluta upp að sirka 50-60.000 ára, en kolefnisgreining, alveg eins og potassium-argon greining, er byggð á sömu eðlisfræðilögmálum, nefnilega niðurbrotnunartíðni vel þekktra frumefna.
En reyndar segirðu sjálfur að ólíklegt sé að örkin finnist, sem er vitaskuld hárrétt. Það er ólíklegt að hún hafi nokkurn tíma verið til, og ef hún var til, þá eru yfirþyrmandi líkur á að hún og allt sem í henni var sé löngu horfið.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 13:22
Þú verður að hafna þessum fundi alveg mofi. Í fréttinni kemur fram að:
Fyrstu prófanir benda til þess að viðurinn sé einhver tekund kýprusviðar en í Biblíunni segir að örkin hafi verið smíðuð úr góferviði.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 13:31
Væru þá kambeðlubein um borð?
Zaraþústra, 28.4.2010 kl. 13:49
"3.700 metra hæð á fjalli í Tyrklandi"
Þarna sjáiði hve þetta hefur verið oboðslegt flóð og mikil ofankoma.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2010 kl. 14:26
Sköpunarsinninn J. Randall Price er svekktur: http://michaelsheiser.com/PaleoBabble/2010/04/noahs-ark-paleobabble-update
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.4.2010 kl. 14:32
Helgi, ég myndi samþykkja örk sem örkina hans Nóa ef um er að ræða gamalt skip sem passar við lýsinguna og staðsetninguna. Þó að c-14 mælingar segðu eitthvað annað þá teldi ég það ekki vera ástæðu til að hafna slíkum fundi, eins ólíklegur og sá fundir er líklegast.
Hérna er áhugaverð grein um hvernig magn c-14 er mismunandi eftir staðsetningu, sjá: http://www.c14dating.com/corr.html
Mofi, 28.4.2010 kl. 15:05
Mofi, 28.4.2010 kl. 15:06
Nei, dýrin héldu ekki áfram að vera í örkinni og dóu þar...
Mofi, 28.4.2010 kl. 15:07
Mofi, 28.4.2010 kl. 15:09
Ekki eins sorgleg og frétt vísir.is um málið
Er þetta innan úr Örkinni hans Nóa?
Þeir setja reyndar spurninga merki í fyrirsögnina en af megin málinu má ráða að þetta sé allt í alvöru.
Arnar, 28.4.2010 kl. 15:22
Mér finnst gaman að svona "hypotheticals". Hvað ef að Jesú kæmi aftur til jarðar og framkvæmdi hin ýmsu kraftaverk í beinni útsendingu? Myndu trúleysingjarnir þá fara að trúa?
En hvað ef að Súperman myndi opinbera sig? Færu menn þá að trúa á DC teiknimyndasöguheiminn?
Það er alltaf gaman að pæla í svona.
Neptúnus Egilsson Hirt (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:32
Ef þetta er örk er það ekki merkilegt nú á tímum vaxandi hamfara í heiminum að það sé að koma annað flóð eins og grandaði lífi á hnettinum að mestu nema því sem örkin bjargaði!
Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 15:49
Arnar, hljómar töluvert betur en það sem Tinna benti á.
Neptúnus, hehe, já, sammála því :)
Sigurður, spurning, ég samt trúi Biblíunni þegar hún talar um að Guð lofaði að svona flóð myndi aldrei aftur gerast.
Mofi, 28.4.2010 kl. 16:24
Einhverjar af þjóðsögunum sem Jón Árnason eiga við rök að styðjast, eigum við þá að trúa því að þær séu allar sannar?
Hamarinn, 28.4.2010 kl. 18:18
Er átt við að örkin sé þarna að mestu í upprunalegu ástandi? Eða 135 metra löng, 22,5 metra breið og 13,5 metra á hæð?
Af myndinni að dæma er lágt til lofts, en örkin hans Nóa var sögð 3 hæðir (þrjú loft) sem þýðir að 3 - 4 metrar hafi verið til lofts á hverri hæð. Á myndinni þarf kínverjinn að beygja sig og eru þeir ekki hávaxnir. Kannski hefur verið lægra til lofts í vistarverum áhafnarinnar á þilfari skipsins?
En kannski er þarna fundin skýringin á þjóðsögum Hebrea varðandi þessa frægu örk sem um er skrifað í 1. Mós 6:15 ?
Sigurður Rósant, 28.4.2010 kl. 18:43
Mofi hvað þarf stórt skip til að rúma og bera 1 par af öllum lífverum Jarðar ásamt fóðri?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2010 kl. 20:10
Kannski eru þessi mannvirki eins konar 'heiðarbýli' forn Tyrkja áður en jökullinn gleypti þau. Þarna komu menn af heiðum ofan, illa siðaðir að mati þeirra sem bjuggu í þorpum nær ströndinni. Kallaðir 'heiðingjar'.
Heiðingjarnir hafa síðan sagt börnum á láglendinu sögur af flóði, sem var kannski ekki annað en bráðnandi jökull undan eldgosi. Hver veit?
Sigurður Rósant, 28.4.2010 kl. 21:14
Axel, þú getur dregið sjófugla frá. Þeir syntu bara meðfram. Og endur. Og auðvitað fiska og svoleiðis dýr.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 00:38
... eða er það ekki annars?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 00:39
Hann hefur áreiðanlega samt bjargað bloggöndum um borð því annars væru bloggendur ekki til.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 00:41
... bara svona pæling ... afsakið, ég skal ekki segja meira.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 01:12
Af hverju allt þetta vesen? Ef Guði var svo misboðið hátterni manna að honum fannst það ekki tiltökumál að drepa allt mannkyn, utan Nóa, syni hans og konur og öll dýr utan eitt par af hverri tegund, af hverju drap hann þá ekki allt saman og skapaði nýrri og betri módel, það hefði ekki tekið hann nema dagpart?
Svo er #23 enn ósvarað.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2010 kl. 10:44
Hann drap ekki bara allt mannkyn (fyrir utan Nóa & Co) heldur ALLT líf; öll dýr og allar plöntur.
Varðandi spurninguna í #23 þá vísar Mofi væntanlega í síðu frá AiG sem segir að hugsanlega kannski gæti mögulega eitthvað á þá leið að þetta gangi upp hafa gerst.
Arnar, 29.4.2010 kl. 11:30
Þegar nokkvurn veginn öll forn samfélög segja að eitthvað hafi gerst þá er full ástæða til að athuga. Hérna höfum við dæmi þar sem kannski er búið að finna góð sönnunargögn um að sagan er sönn.
Þeir sáu ekki hvernig örkin var utan frá; þeir sáu aðeins einhver sjö herbergi innan í þessari byggingu sem þeir telja að sé örkin. Veit ekki hvar þú færð þær upplýsingar að við eigum að vita hver lofthæðin var á hverri hæð...
Eitt par af öllum grunntegundum og ekki neitt af þeim dýrum sem lifa í sjónum og ekki skordýr. Möguleiki t.d. að taka aðeins tvo úlfa og það væri nóg til að fá þær tegundir af hundum og úflum sem eru til í dag. Hérna er fjallað um þetta atriði: http://www.answersingenesis.org/articles/am/v3/n4/rapid-speciation
Hérna er nóg eftir að rannsaka en margt sem að mínu mati styður þetta. Sumir vilja kalla mig ofur þróunarsinna vegna þessa sem er... bara skemmtilegt :)
Mofi, 29.4.2010 kl. 14:24
Ekki hugmynd, best að þú spyrð Guð að því þegar að því kemur.
Mofi, 29.4.2010 kl. 14:26
Hvað ef hamar Þórs fyndist?
Jón Ragnarsson, 29.4.2010 kl. 14:51
Við vitum nú hvar hestur Óðins steig niður.
Odie, 29.4.2010 kl. 15:27
Voru Guðirnir ekki geimfarar?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2010 kl. 15:40
Tók Nói ekki (samkv. fyrirmælum Guðs) 7 pör af hverri tegund hinna hreinni dýra ? Og 1 par af hverri tegund hinna óhreinni.
Minnir að einhver segði það.
Ef svo var - Why ? Jú, einfaldlega vegna þess að Guð sá fyrir að fjölskyldan þyrfti eitthvað að eta eftir flóðið.
Í annan stað, þá eftir svona mikið flóð þar sem öll jörðin fer á kaf uppá fjallatinda - þá er náttúrulega eitthvað lítið um tré til bygginga og hafa Nói og synir hans einfaldlega neyðst til að rífa örkina og nota til húsasmíða. Held það.
Þannig að örkin finst sennilega aldrei í skipaformi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2010 kl. 15:46
Ansans óheppni! Það hefðu verið gífurlega sterk sönnunargögn fyrir biblíulegum heimi. Ef bara eitt dýr hefði látist í örkinni hans Nóa sem við teldum að hefði dáið út fyrir steinöld, þá hefðu það verið sterk sönnunargöng sem styddu hugmyndina um ungum heim og örkina hans Nóa.
Zaraþústra, 29.4.2010 kl. 15:48
Þessi fundur verður vonandi til þess að sögurnar af Nóaflóðinu megi rekja til einhvers annars atburðar en heimsflóðs í rúmt ár.
Hvernig eiga skepnur að lifa af svo langa vist á rúmsjó?
Og hvernig er hægt að næra og brynna öllum þessum skepnum, þrífa saurinn frá þeim o.s.frv. af aðeins 8 manna áhöfn, Nóa og konunni hans, Sem, Kam og Jafet og þeirra konum?
1. Mós 6.16 "Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efst."
Hvernig er hægt að skilja 16. versið á annan hátt en að það hafi verið 3 hæðir í örkinni. Örkin var sögð 13,5 - 14 m á hæð, deilt með 3, þá fáum við út ca 3 - 4 metra loftrými á hverri hæð. Er þetta ekki nokkurn veginn rétt ályktað, Mofi?
Sigurður Rósant, 29.4.2010 kl. 17:05
Heldur þú að það gæfi þeim sögum meiri trúverðugleika?
Bara Einn Guð og Hann er fyrir utan geiminn, verður að vera það miðað við okkar þekkingu á upphafi ...geimsins, eða alheimsins. Það erum við sem erum geimfararnir.
Það væri mín ágískun.
Það er vel möguleiki og hefði verið rökrétt en frekar fúlt að leggja í alla þessa vinnu og síðan rífa það í búta. Ég hefði frekar fundið mér helli eða eitthvað til að byrja með. Síðan er spurning hve góð staðsetningin þetta var til að búa á; þar sem örkin staðnæmdist eftir flóðið.
Af hverju er ekki nóg að finna örkina? Við finnum nóg af dýrum sem eiga að hafa dáið út fyrir mörgum miljónum árum en er síðan lifandi í dag svo...
Kannski var Nói klár og kunni að gefa þeim að borða? Við kunnum í dag að útbúa aðstæður þannig að það er auðvelt að gefa gífurlegum fjölda dýra að borða og ég hef ekki ástæðu til að ætla að Nói hafi verið eitthvað vitlausari en fólk er í dag. Miklu frekar að hann var töluvert klárari.
Takk :)
Þetta er rökrétt hjá þér og það sem finnst á að passa við lýsingu Biblíunnar svo kannski einmitt stenst þessi fundur ekki.
Mofi, 29.4.2010 kl. 17:31
Mofi, þú segir í #32 að þú vitir ekki svarið við #29 og ekki undrar mig það, enginn veit það og aldrei verður hægt að sanna af eða á en svo hikar þú ekki við að hjólar í allar staðreyndir og vísindasannanir sem standa gegn orðum Biblíunnar.
Ég er sannfærður um að væru til upplýsingar um #29 þá vissir þú upp á hár að þær væru lýgi og vissir líka "sannleikann".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2010 kl. 20:05
Nógu klár til að þekkja jafn vel til næringarfræði og við gerum í dag? Nógu klár til þess að geta útbúið 'aðstæður' sem eru sambærilegar við þær sem eru í stórum dýrabúum í dag?
Á hverju byggir þú það?
Egill Óskarsson, 29.4.2010 kl. 23:07
Vildi greinilega leyfa þessari fjölskyldu að lifa og taldi þetta besta aðferðin. Núna höfum við leyfar af þessum atburði, miljarða af vel varðveittum steingervingum til að minna okkur á að Guð dæmdi jörðina einu sinni og mun einhvern tíman gera það aftur.
Ef Biblían segir rétt frá aldri Nóa þá hafði hann góðan tíma til að hugsa um þetta og síðan fékk hann leiðbeiningarnar hvernig átti að byggja örkina frá Guði sjálfum.
Mofi, 30.4.2010 kl. 11:00
Allir steingervingar í jörðu eru sem sagt lífverur sem dóu á sama tíma? Af hverju er ekkert minnst á risaeðlurnar í bókinni ef þær voru á vappi á hennar sögutíma?
Ekki trúir þú þessu bulli í þér sjálfur?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 15:08
Af hverju trúir þú að risaeðlur hafi ekki verið uppi á sama tíma og menn?
Mofi, 30.4.2010 kl. 15:21
Ég þarf ekki að trúa því, allt sem málinu viðkemur bendir í aðra átt, nema þessi eina kreddufulla bók, sem rituð er í myrkri fáfræðinnar.
Heldur þú að þeirra væri ekki getið í bókinni hefðu þær verið á vappi fyrir augum manna, þó ekki væri nema til að undirstrika mikilfenglegan sköpunarmátt Guðs. Þær hefðu ekki átt að fara framhjá neinum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 16:46
Axel, ertu sem sagt að segja mér að vegna þess að menn fjölluðu ekki um svona dýr, gerðu ekki myndir eða höggmyndir af þeim og Biblían fjallar ekki um svona dýr og við höfum engar nýlegar lífrænar leyfar af þeim að þess vegna trúir þú að risaeðlur dóu út löngu áður en menn komu til sögunnar?
Mofi, 30.4.2010 kl. 18:40
Mofi: ertu að segja að þrátt fyrir að menn hafi hvergi lýst risaeðlum, gert af þeim höggmyndir eða myndir (ekki sem benda til þess að þeir hafi séð þær á lífi), Biblían minnist hvergi á þær og við höfum engar nýlegar lífrænar leifar af þeim trúirðu samt að þær hafi lifað á sama tíma og menn?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.4.2010 kl. 19:21
Nei sko, sjáiði til. Þessi saga - er augljóslega táknsaga og ekki bókstafleg saga af viðburði og líklega aldrei ætlast til þess í upphafi að skilið væri þannig.
Ætla nú ekkert í djúpar útleggingar á tilgangi hennar eða innra eðli enda svo langt síðan eg var að spekúlera í þessu.
En þetta er allt þarna vatn, tré, o.s.frv. Að þetta er eins og skýrn jarðarinnar. Dauði frá fyrra lífi og upprisa til hins nýja. Endurfæðing. Hún fer á kaf í vatn - og upp rís ný jörð og nýtt mannkyn etc. Dúfur minnir mig, hrafnar, tölur. Að mörgu að hyggja svo sem og sagan mjög sniðug og meitluð.
Þá má spurja: Og til hvers voru menn að setja slík guðfræðileg efni í svona táknsögu ? Þá er því til að svara að maður veit það ekkert nákvæmlega. Gæti hafa verið til að auðvelda prestum að muna aðalatriði eða punkta í guðfræði o.þ.h. Maður veit það ekkert nákvæmlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2010 kl. 20:58
Tinna, nei það var ekki minn punktur. Ég var að reyna að skilja af hverju Axel trúir því að risaeðlur dóu út fyrir 65 miljón árum ( er að gera ráð fyrir að hann trúir því sama og þróunarsinnar almennt kenna, ef þetta er rangt þá afsakaðu og endilega fræddu mig Axel ).
Mofi, 30.4.2010 kl. 23:04
Ómar, hvers trúar ert þú?
Mofi, 30.4.2010 kl. 23:04
Ég sagði fyrr Mofi að ég tryði því ekki, þarf þess ekki, enda er tilvist risaeðlana og skyndilegur aldauði þeirra fyrir 65 milljón árum vísindaleg staðreynd. Trú er að halda eitthvað sem er óþekkt.
En auðvitað trúir þú öðru enda ekkert minnst á þetta í óskhyggju bókinni miklu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2010 kl. 23:56
Varðandi innlegg þitt númer 49 Mofi, þá vil ég minna þig á að þú átt enn eftir að skrifa greinina sem þú lofaðir þar sem þú útskýrir afhverju flugeðlur finnst með öðrum risaeðlum í jarðlögum en ekki ofar uppi
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 10:24
Það er vísindaleg staðreynd, að það er ekki til nógu mikið vatn á jörðinni til að mynda svona flóð eins og Syndaflóðið er sagt hafa verið. Þó svo maður tæki allt vatn sem væri í öllum ám, vötnum, heimskautaís og í andrúmsloftinu, þá nægir það ekki til að drekkja jörðinni.
Jóhannes A Levy, 1.5.2010 kl. 14:33
Axel, ég var að spyrja af hverju þú trúir að þær hafi dáið út fyrir 65 miljón árum síðan. Þú veist ekki að þær dóu út fyrir 65 miljón árum síðan, það er þín trú. Getur vel verið að hún er byggð á gögnum og ég er einmitt að forvitnast hvaða gögn það eru sem þér þykja svona sannfærandi.
Mofi, 1.5.2010 kl. 14:38
Jón Bjarni, ég gleymi því ekki, vægast sagt... hellings verkefni.
Jóhannes, við finnum steingervinga af sjávardýrum á hæðstu fjöllum heims svo að það er engin spurning að hafið var yfir meginlandinu og yfir þessum fjöllum. Það er vísindaleg staðreynd að sirka 70% af yfirborði jarðar er núna vatn og ef fjöllin væru aðeins lægri og dalirnir ekki jafn djúpir þá væri jörðin öll á kafi. Meira um þetta hérna: http://biblicalgeology.net/Answer/Where-did-all-the-water-go.html
Mofi, 1.5.2010 kl. 14:49
Flóðið varð semsagt af því að jörðin jafnaðist út og varð ekki holótt og hæðótt. Þvílík kenning. Þetta er nú í besta falli lélegur brandari.
Hamarinn, 1.5.2010 kl. 15:09
Jóhannes, við finnum steingervinga af sjávardýrum á hæðstu fjöllum heims svo að það er engin spurning að hafið var yfir meginlandinu og yfir þessum fjöllum.
Við finnum þessa steingervinga á fjöllum vegna þess að þeir voru áður sjávarbotn sem lyftist upp vegna þess að plötuflekar rekast saman... þetta er hægt að staðfesta auðveldlega með því að benda á að bergið á þessum fjallatoppum er sömu gerðar og næsti sjávarbotn..
reyndu þetta ekki einusinni :)
Jón Bjarni, ég gleymi því ekki, vægast sagt... hellings verkefni.
Nei nei, láttu bara gögnin leiða þig að augljósustu niðurstöðunni .... þessar tegundir voru ekki uppi á sama tíma
Bingó, málið leyst ;)
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 15:30
Hamarinn, eins og Jón bendir á þá einmitt sjáum við gögn sem sýna fram á að t.d. Everest var einu sinni sjávarbotn eða langt fyrir neðan svo það er einfaldlega staðreynd að einhverju leiti var jörðin ekki jafn hæðótt og hún er í dag.
Jón Bjarni, góður punktur hjá þér. Aftur á móti þá sjáum við í dag að sjávarlífverur eru á hafinu en þar eru ekki setlög sem geyma sjávarlífverur. Við finnum steingervinga þeirra uppi á meginlöndunum svo gögnin sannarlega benda til þess að hafið flæddi yfir meginlöndin.
Mofi, 1.5.2010 kl. 18:06
Örkin hans Nóa mun aldrei finnast, vegna þess að hún var aldrei til.
Að menn skuli nenna að reyna að sanna svona kjaftasögur, er alger þvæla, þessi saga stenst enga skoðun.
Þó að Evrest hafi einhverntíma verið sjávarbotn, var þá ekki einhver sjávarbotn einu sinni hæsti tindur? Sjávarbotnin Evrest sannar ekki kjaftasöguna um Nóa.
Hamarinn, 1.5.2010 kl. 18:21
Aftur á móti þá sjáum við í dag að sjávarlífverur eru á hafinu en þar eru ekki setlög sem geyma sjávarlífverur.
Ég skil ekki þessa setningu... ertu að segja að í sjónum séu ekki setlög sem geyma sjávarlífverur? eða hvað meinar þú eiginlega?
Við finnum steingervinga þeirra uppi á meginlöndunum svo gögnin sannarlega benda til þess að hafið flæddi yfir meginlöndin.
Það bendir eingöngu til þess að það svæði sem um ræðir hafi einhvern tíma verið undir sjó... það er ENGIN sönnun fyrir því að þar hafi flætt yfir vatn í miklu magni á stuttum tíma
Slepptir þú viljandi lausninni sem ég lagði til í seinna hluta svars míns? :)
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 19:06
Jón Bjarni, það eru setlög á sjávarbotninum en þau eru bara brota brot af þeim setlögum sem eru á meginlandinu.
Það bendir til þess að þessi svæði voru undir vatni, það var minn eini punktur. Ég er síðan ekki að láta sem svo að það er ekki til túlkun á þessu út frá þróunarkenningunni; alveg eins og það voru til alls konar kenningar sem útskýrðu gang himin tunglanna út frá því að jörðin væri í miðjunni og allt snérist um hana þá eru til alls konar útskýringar meðal þróunarsinna sem eiga að útskýra þessa hluti. Spurningin er hvort er réttari útskýring og frekari umræður um þessa hluti mun vonandi leiða það í ljós.
Mofi, 1.5.2010 kl. 23:47
Jón Bjarni, það eru setlög á sjávarbotninum en þau eru bara brota brot af þeim setlögum sem eru á meginlandinu.
Hvað þýðir þetta eiginlega elsku Halldór minn :) Auðvitað eru "færri" setlög á sjávarbotni þar sem umrótið er mun meira... ástæðuna fyrir þessu getur þú sannreynt í baðkarinu heima hjá þér
Það bendir til þess að þessi svæði voru undir vatniJá, og nákvæmlega einskis umfram það...
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 13:07
Jón Bjarni, ég er ekki með baðkar heima svo ég verð að taka þig á orðinu :)
En ég var aðeins að benda á þessa staðreynd, ekki að fara út í af hverju þetta er svona.
Mofi, 2.5.2010 kl. 16:48
Þetta voru þá spaugsamir Kúrdar og Tyrkir í slagtogi með Turkish-Chinese expedition sem notfærðu sér þráhyggju og trúgirni kínversk-kristinna Evangelista, jarðfræðinganna Dr. Don Patton og Dr. Don Shockey.
Dr. Randall Price tók þátt í undirbúningi þessara leiðangra og lagði til fé upp á 60.000 evrur eða um 10 milljónir íslenskra króna, sem hann svo vill fá endurgreitt.
Dr. Randall Price lýsir aðdraganda og atburðarás þessa skrípaleiks á vefsíðu World of the Bible Ministries
Kúrdiski fararstjórinn, Parasut, virðist koma í veg fyrir að hægt sé að kvikmynda "fundinn" og fullyrðir að jarðfræðingarnir og Dr. Price muni ekki þola að fara svo hátt vegna súrefnisskorts. Greinilega mjög óhreint mjöl í þessu pokahorni.
Sigurður Rósant, 8.5.2010 kl. 19:50
Hérna svara meðlimir þessa leiðangurs þessum ásökunum, sjá: http://noahsarksearch.net/eng/content01.php
Mofi, 10.5.2010 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.