Andlát: Antony Flew

antony-flew-1-sized.jpgÞann 8. apríl lést Anthony Flew sem var frægur guðleysingi á síðustu öld en síðan skipti um skoðun varðandi tilvist Guðs fyrir nokkrum árum síðan. Hann skrifaði bókina "There is a God" þar sem hann útskýrir af hverju hann skipti um skoðun varðandi þessa stóru spurningu og vísar hann til þeirrar þekkingar sem við höfum öðlast á minnstu einingum lífs sem ein af aðal ástæðunum fyrir því að skipta um skoðun. 

Ég hafði ekki heyrt að hann hafi gerst kristinn eða byrjað að trúa á tilvist persónulegs Guðs en vonandi fann hann Guð áður en dó og öðlast eilíft líf þegar að því kemur. 

Hérna fyrir neðan er stutt viðtal við hann þar sem hann fjallar um af hverju hann skipti um skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki hægt að finna það sem ekki er til, hversu vandlega og lengi er leitað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2010 kl. 14:05

2 identicon

Maðurinn er greinilega orðinn elliær.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 14:18

3 Smámynd: Mofi

Axel, nei það er rétt en þú veist ekki hvort að eilíft líf er til eða ekki. Væri ekki frekar sorglegt að missa af því vegna... einhvers rugls?

Davíð, finnst þér virkilega í lagi að rakka fólk svona niður af því að það hefur aðrar skoðanir en þú?  Megnið af mannkyninu trúir á tilvist Guðs, nærri allir sem hafa verið uppi hafa trúað á Guð, voru þetta allt vitleysingjar?

Það er hægt að vera ósammála fólki án þess að rakka það niður, aðeins fífl og fávitar geta ekki tjáð sig án þess að gera lítið úr öðrum.

Mofi, 22.4.2010 kl. 14:23

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Það er hægt að vera ósammála fólki án þess að rakka það niður, aðeins fífl og fávitar geta ekki tjáð sig án þess að gera lítið úr öðrum.
Haha. Þú átt nú alveg til að vera hrikalega móðgandi og orðljótur sjálfur.
 

Egill Óskarsson, 22.4.2010 kl. 14:37

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel, nei það er rétt en þú veist ekki hvort að eilíft líf er til eða ekki. Væri ekki frekar sorglegt að missa af því vegna... einhvers rugls?

Þetta er stórmerkileg yfirlýsing Mofi, þú ert sjálfur þá ekki sannfærðari  en svo að þú trúir svona til vonar og vara! ??

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2010 kl. 14:45

6 Smámynd: Egill Óskarsson

nei það er rétt en þú veist ekki hvort að eilíft líf er til eða ekki. Væri ekki frekar sorglegt að missa af því vegna... einhvers rugls?
Frekar tæki ég sénsinn en að taka marki á fyrirbæri sem sætti sig við jafn sorglegar ástæður fyrir trú.

Egill Óskarsson, 22.4.2010 kl. 15:00

7 identicon

Þakka þér þínar sannkristnu kveðjur mofi. Það þarf ekki að leita lengi til þess að finna að hugur Anthony Flew hefur verið á niðurleið um langan tíma. Reyndar er það sorglegt því sköpunarsinnar notfærðu sér manninn vegna elli hans til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri.

Það er áhugavert að lesa þessa síðu um þetta.

http://scienceblogs.com/pharyngula/2007/11/roy_varghese_and_the_exploitat.php

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 16:23

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hann skrifaði bókina "There is a God"

Nei, hann skrifaði ekki þessa bók.

Ég mæli með þessari grein um andlát hans.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.4.2010 kl. 16:40

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hlustið til dæmis á þennan þátt (byrjar ~1:25:00). Þarna segir þáttarstjórnandinn að hann hefði tekið 20 mín viðtal við Flew árið 2005, en hann og framkvæmdarstjórinn hans hafi ákveðið að birta það ekki af virðingu við Flew þar sem hann skildi ekki sumar spurningarnar og var bara ruglaður í viðtalinu (segir þetta ~1:29:00).

Það er frekar ógeðslegt að notfæra sér elliæran mann til þess að auglýsa málstað sinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.4.2010 kl. 17:08

10 Smámynd: Mofi

Egill
Haha. Þú átt nú alveg til að vera hrikalega móðgandi og orðljótur sjálfur.

Þegar fólk byrjar á svona þá eru þetta réttu lýsingarnar á því.

Davíð
Þakka þér þínar sannkristnu kveðjur mofi. Það þarf ekki að leita lengi til þess að finna að hugur Anthony Flew hefur verið á niðurleið um langan tíma. Reyndar er það sorglegt því sköpunarsinnar notfærðu sér manninn vegna elli hans til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri.

Það er sannarlega sannkristilegt að gagnrýna ógeðfellda hegðun eins og að rakka niður annan einstakling af því að þú ert honum ósammál.

Davíð
http://scienceblogs.com/pharyngula/2007/11/roy_varghese_and_the_exploitat.php

PZ Myers er...ég vil ekki segja það. Ég ber enga virðingu fyrir honum. Það getur vel verið að einhverjir kristnir hafa notfært sér á óheiðarlegan hátt Antony Flew og það er auðvitað slæmt. Antony Flew aftur á móti sagðist ekki vera á þeirri skoðun að Guð væri einhver persónulegur Guð eins og kristnir trúa svo ekki voru kristnir að ýta honum út í eitthvað sem hann var ekki sannfærður um. Hann sömuleiðis var ekki að gera þetta til að öðlast eitthvað eilíft líf því að skoðunin sem hann komst á innihélt ekkert þannig.

Mofi, 22.4.2010 kl. 17:21

11 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ég mæli með þessari grein um andlát hans.

Í fyrsta lagi er mjög undarlegt að... eiga eitthvað erfitt með að samþykkja að einhver skipti um skoðun og í öðru lagi, þessi grein er sorgleg. Antony Flew varði bókina sína í nokkrum greinum eftir á og síðan eins og myndbandið sem ég bendi á þá fjallar hann um af hverju þetta varð hans afstaða.

Hjalti
Það er frekar ógeðslegt að notfæra sér elliæran mann til þess að auglýsa málstað sinn.

Það er frekar ógeðslegt að rakka niður manninn með svona af því að hann er ósammála.  Auðvitað getur aldurinn hafa spilað inn í en þarna tekur hann fram sína afstöðu og af hverju ekki bara að virða það og láta manninn í friði?

Að rakka fólk niður er orðið allt of áberandi í málflutningi guðleysingja, ég var sannarlega að vona að þú Hjalti myndir láta slíkt í friði.

Mofi, 22.4.2010 kl. 17:27

12 Smámynd: Mofi

Axel
Þetta er stórmerkileg yfirlýsing Mofi, þú ert sjálfur þá ekki sannfærðari  en svo að þú trúir svona til vonar og vara! ??
Nei, ég er bara heiðarlegur og segi að þetta er mín trú. Þetta er ekki eitthvað sem ég veit eins og að sólin er heit eða tveir plús tveir eru fjórir. Þetta er eitthvað sem ég trúi að sé satt.

Mofi, 22.4.2010 kl. 17:31

13 Smámynd: Egill Óskarsson

Þegar fólk byrjar á svona þá eru þetta réttu lýsingarnar á því.
Þannig að það á ekki alltaf við að vera málefnalegur og sýna virðingu? 

Egill Óskarsson, 22.4.2010 kl. 18:05

14 Smámynd: Mofi

Egill, maður á að gagnrýna þá sem rakka fólk niður.

Mofi, 22.4.2010 kl. 18:58

15 identicon

Það hefur verið rætt hér áður og bent á hvernig sköpunarsinnar virðast hafa hreinlega mistnotað elliæran mann sem varla vissi í þennan heiminn eða hinn til að koma málsstað sínum á framfæri...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 00:50

16 identicon

Svo get ég ekki séð hvernig þetta skiptir nokkru einasta máli

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 00:50

17 Smámynd: Baldur Blöndal

Takk Kristinn, gaman að þessu sé loksins lokið.

Kannski vill Mofi ekki hætta vegna þess að svo margir svara bloggfærslum sem eiga að afsanna þróunarkenninguna, þær hafa í för með sér spennandi athugasemdir og smá læti sem er alltaf gaman en þetta er fullmikið af hinu góða.

Hann má samt byrja að senda inn svona myndbönd í staðin fyrir mér.

Baldur Blöndal, 23.4.2010 kl. 08:28

18 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, fyrir mitt leiti ert þú hérna að sýna fram á óheiðarleika og kvikindisskap. Maðurinn sagðist hafa skipt um skoðun, skrifar bók, tekur viðtöl þar sem hann útskýrir þessa afstöðu sína og fleira en þið í einhverri undarlegri afneitun verðið að rakka allt niður í svaðið. Þetta er bara ógeðsleg hegðun.

Mofi, 23.4.2010 kl. 08:45

19 identicon

Og þér finnst það ekkert furðulegt að EFTIR að búið er að gefa það út að hann hafi varla vit né rænu til að svara spurningum sem fyrir hann eru lagðar á hans sérsviði þá einhvern veginn tekst honum með "hjálp" að koma frá sér svona bók?

Reyndu að beita smá gagnrýnni hugsun Mofi, svona til tilbreytingar

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 10:05

20 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, þú ert hérna að saka fólk um gífurlegan óheiðarleika. Ég benti á myndband þar sem Flew útskýrir sína afstöðu, heldur þú að þetta er bara eitt stórt samsæri þar sem er verið að nýðast á gömlum manni?  Þetta er bara frekar ógeðfelld ásökun um óheiðarleika. Sættið ykkur bara við það að maðurinn skipti um skoðun; þetta er bara svo ömurlegt að manni líður illa yfir þessu.

Mofi, 23.4.2010 kl. 10:21

21 identicon

Ég er ekki að því, ég er að setja spurningamerki við raunverulegt gildi þess sem elliær maður, sem læknar höfðu sagt að ætti við alvarleg elliglöp, er að segja.

Talandi svo um óheiðarleika, finnst þér ekki kominn tími til að þú farir að gera það upp við þig hvort þú trúir á ID eða sköpunarsögu biblíunnar?

Ekkert, sem Flew segir styður þína túlkun, nákvæmlega ekki neitt Mofi

Samt nýtir þú aftur og aftur rök um vitræna hönnun máli þínu til stuðnings?

Svo skaltu fylgjast vandlega með 4:40 og næstu sekúndum þar á eftir..

"we can get you a writer" sem hann svarar með "oh no no no, you are not"

Samt... er það ekki það sem gerðist?

Ég hef lesið alveg nóg af erfðafjárdómum til að sjá hvernig hægt er fara með huga elliærs fólks Mofi..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 10:41

22 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Ég er ekki að því, ég er að setja spurningamerki við raunverulegt gildi þess sem elliær maður, sem læknar höfðu sagt að ætti við alvarleg elliglöp, er að segja.

Ég mæli með því að lesa bókina hans og hlusta á hann sjálfan færa rök fyrir máli sínu.  Að láta sem svo að hérna er einhver stór svikamylla, að láta heila bók vera lygi, að láta Lee Strobel sem tók viðtal við Flew vera lygara og svör Flews við gagnrýni við bókinni vera einhvern lygavef... mér bara finnst þetta vera svo lágkúrulegt.

Hérna er t.d. grein eftir Flew þar sem hann gagnrýnir bók Dawkins "The God delusion", sjá: http://defendtheword.wordpress.com/2009/08/31/professor-anthony-flew-writes-on-the-god-delusion-2/

Jón Bjarni
Talandi svo um óheiðarleika, finnst þér ekki kominn tími til að þú farir að gera það upp við þig hvort þú trúir á ID eða sköpunarsögu biblíunnar?

Ég trúi sköpunarsögu Biblíunnar og hún er í samræmi við ID.

Jón Bjarni
Ekkert, sem Flew segir styður þína túlkun, nákvæmlega ekki neitt Mofi

Ég er aðeins að fjalla um mann sem var guðleysingi og skipti um skoðun. Þar eigum við sameiginlegan flöt þó að hann sannarlega var ekki sammála mér um Biblíulega sköpun.

Mofi, 23.4.2010 kl. 11:19

23 identicon

Ég mæli með því að lesa bókina hans og hlusta á hann sjálfan færa rök fyrir máli sínu. 

Hann skrifaði ekki þessa bók Mofi.... og ég hef nákvæmlega engar forsendur til að greina á milli orða hans og þess sem skrifaði hana

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:24

24 identicon

In 2007, Flew published a book titled There is a God, which was listed as having Roy Abraham Varghese as its co-author. Shortly after the book was released, the New York Times published an article by religious historian Mark Oppenheimer, who stated that Varghese had been almost entirely responsible for writing the book, and that Flew was in a serious state of mental decline, having great difficulty remembering key figures, ideas, and events relating to the debate covered in the book

Flew failed to remember their work during Oppenheimer's interview. The article provoked a public outcry, in which PZ Myerr called Varghese "a contemptible manipulator

A further article by Anthony Gottlieb noted a strong difference in style between the passages giving Flew's biography, and those laying out the case for a god, with the latter including Americanisms such as "beverages", "vacation" and "candy". He came to the same conclusion as Oppenheimer, and stated that "Far from strengthening the case for the existence of God, [the book] rather weakens the case for the existence of Antony Flew"

Sé þetta rétt Mofi, er hér um að ræða alveg sérlega viðbjóðslega aðferð til að koma málstað sínum á framfæri

Maðurinn gat ekki svarað einföldum spurningum um sínar eigin röksemdir... hvað segir það okkur eiginlega?

Aftur, ég er ekkert að fullyrða eitt eða neitt - en þú verður hreinlega að beita hér einhverjum snefil af gagnrýnni hugsun

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:31

25 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ef þetta er  rétt þá er það sannarlega einkar ógeðfellt. Ég samt kaupi þetta ekki því að það var svo margt sem fylgdi með að það er afskaplega hæpið að það hafi verið einn stór lygavefur þar sem aragrúi af fólki laug. PZ Myer er síðan einstaklingur sem ég fæ ælubragð í munninn þegar ég heyri nafn hans, myndi ekki treysta honum til að þrífa klósett, hvað þá eitthvað meira.

Ég sé ekkert hérna til að rökræða frekar, ef þú heldur að allt þetta fólk sé eintómir lygarar þá er það þitt val. Ég viðurkenni mjög vel að ég lít á PZ Myers sem ómerkilegan einstakling og treysti honum ekki fyrir fimm aura.


Mofi, 23.4.2010 kl. 11:36

26 identicon

Pz Myers var enda enginn æðstidómur í þessu mati mínu Mofi, algjör óþarfi að breyta honum í þungamiðju svars þíns, svo sýnist mér þú nú vera gera hér það sama og æsir þig upp þegar aðrir gera, meta það sem hann hefur að segja út frá ótengdum atriðum.

Það er ljóst að Flew skrifaði ekki þessa bók, enda ekki í ástandi til þess

Það er ljóst að eftir að bókin kom út þá gat hann ekki einusinni svarað einföldum spurningum um efnið sökum elliglapa

Það er ljóst að við, hugsanlegir lesendur höfum nákvæmlega ENGAR forsendur til að meta það hvað í þessari bók er raunverulega frá Flew komið og hvað frá Varghese

Þetta VERÐUR þú að taka til athugunar við mat á efninu Mofi, beitir þú heilbrigðri skynsemi þá getur þú ekki fræðilega komist að þeirri niðurstöðu eða gengið út frá því að allt sem kemur fram í þessari bók sé í raun frá Flew komið

Að halda öðru fram er hreinlega óheiðarlegt

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:46

27 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ég benti á viðtal við Flew sem Lee Strobel gerði um bókina. Þú velur bara hvort að þeir tveir voru að ljúga eða ekki. Ekkert meira til að rökræða.

Mofi, 23.4.2010 kl. 11:48

28 identicon

Þú ert semsagt alveg handviss um það, að þó að hann hafi ekki getað svarað einföldum spurningum um eigin rökflutning og að hann hafi skyndilega á efri árum byrjað að skrifa ameríska ensku að bókn sé algjörlega hans verk?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 12:01

29 Smámynd: Haraldur Davíðsson

"Það er frekar ógeðslegt að rakka niður manninn með svona af því að hann er ósammála.  Auðvitað getur aldurinn hafa spilað inn í en þarna tekur hann fram sína afstöðu og af hverju ekki bara að virða það og láta manninn í friði?"

Í fyrsta lagi mofi, þá eru elliglöp líkamlegt ástand sem flokkast sem sjúkdómur, og ekki er verið að rakka manninn niður með því að benda á að hann er greinilega haldinn elliglöpum, ekki frekar en það væri ljótt að taka til greina að dómsmálaráðherra væri haldinn vænisýki, væri það staðreynd, andlegt ástand manna er einfaldlega stærsti áhrifavaldur hegðunar og færni manna....

Í öðru lagi mofi,  þá er mér spurn hví þú dregur þessi glöp mannsins fram, án þess að gera ráð fyrir hrörnuðum huga aldraðs manns, og án þess að sjá að verið er að gera afar lítið úr manninum, hvort sem menn sjá glóru í glöpum hans eða ekki.

Honum væri meiri heiður sýndur með því að draga upp mynd af því sem hann var meðan heili hans hafði fulla og rétta virkni.

Haraldur Davíðsson, 23.4.2010 kl. 12:27

30 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, bókin á að vera eftir hann og annann mann svo það kemur ekkert á óvart að hans stíll sé ekki alls ráðandi. Þetta er síðan nokkura ára ferli, að skrifa bókina, gefa hana út og síðan verja hana.  Flew síðan tók alveg fyrir að hann væri kominn á þá skoðun að þessi guð væri persónulegur Guð en það er eitthvað sem hefði átt að gerast ef að einhver svikull kristinn einstaklingur væri að reyna að notfæra sér hann.

Ég bara kaupi ekki þetta lyga samsæri.

Mofi, 23.4.2010 kl. 12:39

31 Smámynd: Mofi

Haraldur
Í fyrsta lagi mofi, þá eru elliglöp líkamlegt ástand sem flokkast sem sjúkdómur, og ekki er verið að rakka manninn niður með því að benda á að hann er greinilega haldinn elliglöpum,

Já, aldurinn var byrjaður að segja til sín en að láta sem svo að það er ástæðan fyrir því að hann skipti um skoðun er að láta sem svo að þú þarft að verða elliær til að trúa á Guð. Það er móðgandi við alla kristna menn og sömuleiðis 90% af öllu mannfólki í heiminum sem trúir á tilvist einhvers konar guðs.

Haraldur
Í öðru lagi mofi,  þá er mér spurn hví þú dregur þessi glöp mannsins fram, án þess að gera ráð fyrir hrörnuðum huga aldraðs manns, og án þess að sjá að verið er að gera afar lítið úr manninum, hvort sem menn sjá glóru í glöpum hans eða ekki.

Ég sé hann færa góð rök fyrir máli sínu og tel að það ber að virða það. Ég sé ekkert að því að benda á allt sem hann áorkaði um ævina því að hann lagði margt að mörkum og það er í rauninni það sem gerir það eftirtektarvert að hann skipti um skoðun.

Mér finnst menn vera að gera lítið úr honum vegna þess að hann byrjaði að trúa á tilvist Guðs og það er bara afskaplega ómerkilegt, bæði fyrir hann og hans minningu og alla þá sem trúa á tilvist Guðs.

Mofi, 23.4.2010 kl. 12:45

32 identicon

Það er enginn hér að efast um að hann hafi raunverulega gerst deisti Mofi...

Heldur benda á hversu mjög svo vafasamt það er að eigna honum allt það sem kemur fram í þessari bók.

Ég hef lesið erfðaskrár þar sem gamalt fólk arfleiddi fólk sem það þekkti nánast ekki neitt af stórum hluta eigna sinna, erfðaskrár sem voru skrifaðar eftir þeim sjálfum og síðan undirritaðar.

Mér finnst sú tilhugsun hræðileg að eftir jafn langan og virtan starfsaldur og Flew hafði skuli hans helsta arfleifð vera bók sem hann hugsanlega átti lítinn þátt í, og þar sem elliglöp hans voru hugsanlega notaðar til að koma á framfæri kenningum sem hann átti ekki sjálfur.

Ef þú skoðar þetta viðtal sem þú sjálfur póstar hérna þá sérðu að hann er þá þegar orðinn elliær, og hann segir sjálfur að hann sé svo nýfarinn að spá í þessum hlutum að hann geti ekki rökstutt það á nokkurn hátt... honum er þá boðinn höfundur til að hjálpa sér, eitthvað sem augljóslega sést þarna að hann getur ekki hugsað sér..

Seinna, þegar vitglöp hans eru orðin enn meiri virðist hann hinsvegar samþykkja það að fá rithöfund sér til aðstoðar, bókin er skrifuð og þar eru skyndilega komnar rökfærslur sem hann hafði sjálfur ekki mótað þegar þetta viðtal er tekið... rökfærslur sem hann síðan getur ekki útskýrt í viðtali eftir að bókin kemur út

Sorry Mofi, en þetta lítur ekki vel út - þú hlýtur bara að sjá það

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 12:49

33 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, bókin er gefin út þannig að hún hafi tvo höfunda svo enginn ágreiningur um það.  Ég get vel skilið að þér finnst vera maðkur í mysunni. Ég sé ekki betur en maðurinn skipti um skoðun og færði fyrir því góð rök. Að hann hafi átt einhverja slæma daga eftir að bókin kom út vegur fyrir mig afskaplega lítið; fólki hrörnar oft mjög mikið síðustu ár ævi sinnar.  Í greininni er síðan youtube viðtal við hann þar sem hann færir rök fyrir sinni afstöðu. Sorry, ég er núna hættur þessu; þú mátt eiga síðasta orðið ef þú vilt.

Mofi, 23.4.2010 kl. 13:00

34 identicon

Hann er ekki að gera grein fyrir allri sinni afstöðu í myndbandinu Mofi, enda segir hann að hann sé hreinlega ekki búinn að því

Hann segir orðrétt "I havent even begun to think about this book, wich I'm certainly not going to attempt to write"

Síðan kemur skyndilega bók, þar sem hann segir ýmislegt sem hann segir EKKI í þessu viðtali...

Og það er spurningin sem ég er að reyna fá þig til að svara Mofi, heldur þú að hann eigi án nokkurs vafa allt það sem í bókinni stendur þar í hans nafni?

Getur þú svarað því með einföldu jái eða nei?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 13:13

35 Smámynd: Haraldur Davíðsson

hver  er að tengja saman elliglöp og kristna trú?

Hvað áttu við með því?

Hitt er hinsvegar staðreynd mofi, sem þú hlýtur að þekkja til, að ekki er langt síðan að vísindamönnum tókst, með rafbylgjum, að hafa þau áhrif á heila fólks að það lýsti þeirri upplifun að hafa "séð" guð, og "fundið snertingu hans", upplifað "innri frið"...möo, sama lýsing og þeir sem segja þessa hluti, án rafstraumsmeðferðar, gefa sinni upplifu.

Heilinn er mun merkilegra og öflugra apparat en bókin og kenningarnar mofi, og til þess tekur þú ekki. 

Hefur þú einhverja reynslu af fólki með elliglöp?

Þau t.d  skipta um skoðun á áliti sínu á þeim sem þau elska..og bæði verður sýn þeirra þrengri og óstöðugri en heilbrigt er talið, svo hvort þessi maður skiptir um skoðun á einhverju í þessu ástandi, er í sjálfu sér ekki marktækara en drykkjuraus.

En því má hvorki hampa, né halda gegn þessum manni, hann er orðinn greindarskertur, og það hefur ekkert að gera með guðdóminn, né skoðanir okkar að gera, heilinn í honum er einfaldlega að svíkja hann og á stundum að spila með hann.

Haraldur Davíðsson, 23.4.2010 kl. 13:22

36 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni
Hann segir orðrétt "I havent even begun to think about this book, wich I'm certainly not going to attempt to write"
Hann er að tala um aðra bók, bók sem fjallar um persónulegan Guð en það var bók sem hann ætlaði ekki að skrifa.

Haraldur
hver  er að tengja saman elliglöp og kristna trú?

Hvað áttu við með því?

Guðleysingjar væru ekki að þessu ef að kristinn einstaklingur hefði skipt um skoðun og afneitað tilvist Guðs.
Haraldur
En því má hvorki hampa, né halda gegn þessum manni, hann er orðinn greindarskertur, og það hefur ekkert að gera með guðdóminn, né skoðanir okkar að gera, heilinn í honum er einfaldlega að svíkja hann og á stundum að spila með hann
Ég er einfaldlega á því að elliglöp eru að mínu mati ekki ástæðan fyrir því að hann skipti um skoðun.

Mofi, 23.4.2010 kl. 14:05

37 identicon

Allur þessi leikur sköpunarsinna með þennan mann er hreinn viðbjóður og sýnir hvernig sköpunarsinnar svífast einskins í áróðursherferð sinni gegn vísindum. Það er alveg víst að menn þurfa að hafa hugann í góðu lagi til þess að verjast sannfæringarkraft kristinna um vist í helvíti ef menn eru ekki trúaðir. Maður með elliglöp fellur auðveldlega fyrir slíkum hræðsluáróðri.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 15:00

38 identicon

Þú hefur augljóslega ekki minnstu hugmynd um hvað elliglöp eru Mofi og hvaða áhrif þau geta haft...

Ætla grípa hér inn í lýsingu á áhrifum þessa ástands.

"Eftir því sem elliglöpin verða alvarlegri gerir hann sér minni grein fyrir ástandi sínu. Þá skerðist dómgreind hans og ekki er óalgengt að fram komi ranghugmyndir"

"Minnkuð tilfinningastjórn, árásarhneigð og jafnvel breytingar á persónuleika geta komið fram."

Það Mofi að manni í þessum ástandi hafi verið "hjálpað" með svona skrif er svívirða, og það af hæstu sort og er ekkert ólíkt því og þegar fólk í sama ástandi hefur verið fengið til þess að gefa nánast frá sér aleiguna

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 15:24

39 identicon

Eins og margoft hefur komið fram hér, þá er það eitt að maðurinn hafi ekki einusinni þekkt sínar eigin röksemdarfærslu eftir að þau eiga að hafa átt sér stað segja okkur að hér sé ekki allt með felldu...

Hann gat ekki endursagt röksemdir sem voru í bókinni eignaðar honum sjálfum...

Gerir þú þér í alvöru ekki grein fyrir alvarleika þess?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 15:26

40 Smámynd: Haraldur Davíðsson

"Guðleysingjar væru ekki að þessu ef að kristinn einstaklingur hefði skipt um skoðun og afneitað tilvist Guðs."

Það væri jafnvitlaust mofi, og jafnómarktækt, mér þykir ljóst að þá myndir þú klárlega nota elliglöp til að útskýra málið.

"Ég er einfaldlega á því að elliglöp eru að mínu mati ekki ástæðan fyrir því að hann skipti um skoðun."

Á hverju byggir þú þessa skoðun þína mofi?

Á reynslu þinni af fólki með elliglöp?

Á persónulegum kunningsskap við téðan mann?

Varstu viðstaddur þegar hann "skipti" um skoðun?

Þú ert að flagga orðum og æði manns sem ekki gengur heill til skógar, nærir þig og boðskap þinn á elliglöpum aldraðs manns.....lágt er laggst.

Haraldur Davíðsson, 23.4.2010 kl. 15:42

41 Smámynd: Mofi

Davíð, þar sem Flew samþykkti aldrei kristni eða persónulegan Guð þá var ekkert slík um að ræða. Sköpunarsinni sem velur að ljúga er að velja vítisvist svo það ætti að vera afskaplega órökrétt fyrir sköpunarsinna að vera óheiðarlegur.

Jón Bjarni, ég benti þér á myndband þar sem hann sjálfur fjallar um þessi mál.

Haraldur,  nei ég myndi ekki gera það. Fólk skiptir um skoðun og þannig bara er það.  Það er aðeins forvitnilegt þegar einhver sem hefur notað allt sitt líf til að færa rök fyrir ákveðnum málstað að skipta um skoðun. Ég bendi á það og bendi á ævi hans og þessa bók sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Ótrúlegt að reyna að rakka það niður og draga það á svona lágkúrulegt plan.

Mofi, 23.4.2010 kl. 16:10

42 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er enginn að rakka niður eitt eða neitt mofi, það er aðeins sett spurningarmerki við ákvörðun manns sem ekki er lengur fær um að nota heilann sinn að fullu, og það er sett spurningarmerki við það að menn notfæri sér fólk í því ástandi.

Þetta hjal þitt um að verið sé að ráðast á þig eða hann er farið að lykta af vænisýki....er bardagi það eina sem þú skilur og vilt?

Varðandi planið sem þú nefnir, þá byrjar umræðan á pistli þínum...semsagt á afskaplega lágu plani...það er það sem er verið að reyna að benda þér á mofi....þú þarft ekki að vera endalaust í einhverri vörn gegn ímynduðum óvini...

Haraldur Davíðsson, 23.4.2010 kl. 16:45

43 Smámynd: Haraldur Davíðsson

..og það væri gaman að fá svar við því á hvaða forsendum þú byggir þá skoðun þína að elliglöp hafi ekki valdið þessari u-beygju...

Haraldur Davíðsson, 23.4.2010 kl. 16:48

44 Smámynd: Mofi

Haraldur
Þetta hjal þitt um að verið sé að ráðast á þig eða hann er farið að lykta af vænisýki....er bardagi það eina sem þú skilur og vilt?

Ég hef ekkert á móti spurningarmerkjum, ef þið haldið þetta þá verði ykkur að góðu. Ég hef bent á bókina hans, bent á grein þar sem hann svarar Dawkins og bent á myndband þar sem hann útskýrir afstöðu sína; ef þið eruð samt á þessari skoðun að þetta er lygavefur, samsæri óheiðarlegra sköpunarsinna þá þið um það.



Mofi, 23.4.2010 kl. 16:59

45 Smámynd: Egill Óskarsson

PZ Myer er síðan einstaklingur sem ég fæ ælubragð í munninn þegar ég heyri nafn hans, myndi ekki treysta honum til að þrífa klósett, hvað þá eitthvað meira.

Ég sé ekkert hérna til að rökræða frekar, ef þú heldur að allt þetta fólk sé eintómir lygarar þá er það þitt val. Ég viðurkenni mjög vel að ég lít á PZ Myers sem ómerkilegan einstakling og treysti honum ekki fyrir fimm aura.

Þú ert snillingur. Þegar þér er bent á mjög kurteisan hátt á að það þurfi að meta trúverðugleika heimilda og að ákveðnar akademískar forsendur geti verið fyrir því að treysta þeim ekki til að koma fram með réttar og trúverðugar niðurstöður þá er um að ræða persónuárásir og þú verður brjálaður og hendir út fólki af því að það vill ekki ræða gögn og rök. 

Þér finnst hins vegar ekkert að því að úthúða nafngreindum einstaklingum á sérstaklega ógeðfelldan og ókristilegan hátt og lýsa því yfir að þú myndir ekki treysta neinu sem frá þeim kæmi. 

Hvað kallast þetta? Sorry, en þú ert hættur að vera viðræðuhæfur.

Egill Óskarsson, 23.4.2010 kl. 20:10

46 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Æi mofi...í hvert sinn skaltu sömu leið....það er þó allavega gaman að JVJ...

Þér ferst að tala um að einhver rakki eitthvað niður....undarlegur náungakærleikur sem þú sýnir í þínum sannkristna anda...eða ertu kannski svo fullur......af heilögum anda....að þér er ekki sjálfrátt?

Haraldur Davíðsson, 24.4.2010 kl. 03:43

47 Smámynd: Mofi

Egill
Þér finnst hins vegar ekkert að því að úthúða nafngreindum einstaklingum á sérstaklega ógeðfelldan og ókristilegan hátt og lýsa því yfir að þú myndir ekki treysta neinu sem frá þeim kæmi

Það er vegna minnar reynslu af PZ Myers. Ég er alveg til að hlusta á hans rök... ef þau koma í gegnum einhvern annan. Ég vil helst ekki þurfa að lesa eitthvað af því sem PZ Myers sjálfur skrifar.

Haraldur
Þér ferst að tala um að einhver rakki eitthvað niður....undarlegur náungakærleikur sem þú sýnir í þínum sannkristna anda...eða ertu kannski svo fullur......af heilögum anda....að þér er ekki sjálfrátt?

Er þetta vegna þess að ég hef slæma reynslu af PZ Myers að ég hafi ekki áhuga að lesa það sem hann skrifar?

Mofi, 27.4.2010 kl. 14:10

48 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nei mofi, ég minntist ekki á þennan Myers, ég er að tala um að þú sakar fólk um að rakka aðra niður hér..."Ég bendi á það og bendi á ævi hans og þessa bók sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Ótrúlegt að reyna að rakka það niður og draga það á svona lágkúrulegt plan."

Þetta eru nú þín orð mofi...og spurning mín stendur enn ósvöruð:

Á hverju byggirðu þá skoðun þína að elliglöp hafi ekki haft áhrif í yfirlýsingum mannsins?

Svar væri vel þegið frá þér mofi, þar sem þú vilt byggja á rökum....

Haraldur Davíðsson, 27.4.2010 kl. 20:08

49 Smámynd: Mofi

Haraldur, af hverju ætti mér að finnast að ef einhver byrjar að trúa á Guð að þá hljóti það að vera skert greind sem orsaki það?  Ég sá Flew sjálfan útskýra sína afstöðu og finnnst það gáfulega afstaðan svo ég hef enga ástæðu til að ætla að hann varð eitthvað vitlaus með aldrinum og þess vegna komst nær mér í skoðunum.

Hafa síðan í huga að það líða þó nokkur ár frá því að hann skiptir um skoðun og að bókin er skrifuð og enn lengri tíma eftir að hún kemur út og síðan enn lengri tími að hann fer að tala um bókina og fólki hrörnar oft mjög hratt síðustu árin svo hver hans andlega geta var þegar hann skipti um skoðun er held ég öllum óþekkt.

Mofi, 28.4.2010 kl. 10:54

50 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Eins og kom fram hér framar, liggur fyrir að andleg geta hans var ekki góð á meðan bókin var skrifuð (og ekki af honum), og ég er ekki að segja að það beri að álita það sem svo að viðkomandi hljóti að vera heilabilaður, ákveði hann að trúa á guð

Spurningu minni er enn ósvarað mofi, ekki snúa útúr.

Haraldur Davíðsson, 28.4.2010 kl. 13:54

51 Smámynd: Mofi

Haraldur, hann gaf út þá yfirlýsingu að hann tók þátt í að skrifa bókina og það sem stendur í bókinni er hans afstaða. Hvernig á maður að geta sagt að hann var þarna með skerta greind og það  er ástæðan fyrir þessari afstöðu?  Fyrir mig er þetta dáldið þannig að það er verið að ýja að því að menn þurfa að vera smá greindarskertir til að vera á þessari skoðun...

Ef þú vilt trúa því að Flew var orðinn elliær og það er ástæðan fyrir þessu þá er það þitt val. Mæli með því að lesa bókina hans, hlusta á hann sjálfan útskýra mál sitt áður en þú afskrifar þetta svona en að sjálfsögðu þitt.

Mofi, 30.4.2010 kl. 11:17

52 identicon

Fyrir hvaða heilablokkun ert þú gjörsamlega ófær um að skilja hvað það þýðir að vera með elliglöp á háu stigi?

Veistu hvað ranghugmynd er? Það er eitt af megin einkennum þessa ástands?

Fólk í þessu ástandi arfleiðir fólk sem það hefur aldrei séð af aleigum sínum og skilur börnin sín eftir arflaus, það fer í heimsóknir til fólks sem er löngu dáið... það er hægt að telja svona fólki trú um nánast hvað sem er.

Þetta ástand þýðir ekki að það hætti að geta tjáð sig, það þýðir hinsvegar að taka beri það sem það segir með fyrirvara... það hvaða yfirlýsingu hann gaf út haldin þessum veikleikum er því gjörsamlega utan við það sem verið er að reyna segja þér hérna.

Afi minn var tekinn af lögreglunni á vappi í kringum Laugarvatn, hann sagði henni að hann hefði villst örlítið á leið sinni til gamals félaga sem bjó þarna í grenndinni. Þegar lögreglan reyndi að hafa upp á þeim manni kom í ljós að hann var ekki til... enda hafði hann dáið 30 árum áður, og bjó á Reykhólum á Barðarströnd.

Verandi svona ruglaður tókst Afa samt að keyra á Laugarvatn, setjast niður með lögreglumönnunum og tala við þá án þess að þeir hefðu hugmynd um í hvaða andlega ástandi hann var.

Það er eins og þú haldir að menn þurfi að vera slefandi grænmeti ef þeir séu í svona ástandi.

Skilningsleysi þitt er augljósast á því að þú vitnar hér aftur og aftur í það sem hann sagði á tíma sem læknar sem önnuðust hann hafa sagt að hann hafi verið afar illa haldinn

Það er svo mikil skítalykt af þessu máli Mofi, og ég VEIT að þú sérð það.

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 12:30

53 Smámynd: Mofi

Jón Bjarni, ég hef enga ástæðu til að ætla að það er eitthvað skrítið að komast að þeirri niðurstöðu að Guð er til svo að halda að Flew hafi verið haldinn ranghugmyndum og ekki skýr í kollinum er eitthvað sem ég hef ekki ástæðu til að ætla.  Þú mátt gera það ef þér finnst að eina leiðin til að einhver komist að þeirri niðurstöðu að Guð er til er að hans andlega geti fari í klósettið.

Jón Bjarni
Skilningsleysi þitt er augljósast á því að þú vitnar hér aftur og aftur í það sem hann sagði á tíma sem læknar sem önnuðust hann hafa sagt að hann hafi verið afar illa haldinn

Ég hef ekki séð neinar heimildir fyrir því og sömuleiðis þá skiptir máli hvenær það var því að Flew var veikur síðustu árin og án efa hrörnaði helling síðustu árin.

Mofi, 30.4.2010 kl. 13:35

54 identicon

ég hef enga ástæðu til að ætla að það er eitthvað skrítið að komast að þeirri niðurstöðu að Guð er til

Það er bara ekkert það sem er til umræðu hér Mofi

Ég hef ekki séð neinar heimildir fyrir því

 Shortly after the book was released, the New York Times published an article by religious historian Mark Oppenheimer, who stated that Varghese had been almost entirely responsible for writing the book, and that Flew was in a serious state of mental decline, having great difficulty remembering key figures, ideas, and events relating to the debate covered in the book

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 18:07

55 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nkl mofi, það liggur sumsé fyrir að á meðan bókin var skrifuð, þá var maðurinn ekki fær um að taka þátt nema að nafninu til..en þú horfir mjög meðvitað framhjá því.

Og spurningu minni er enn ósvarað.

Haraldur Davíðsson, 1.5.2010 kl. 02:12

56 identicon

Þetta snýst ekkert endilega um það hvort hann hafi endilega á gamals aldri tekið upp Deisma Mofi... þetta snýst um það hvort að ID menn hafi hugsanlega misnotað ástand hans til þess að koma nafninu hans á bók sem hann skrifaði ekki endilega sjálfur og eigna honum skrif einhvers annars

Sem er, ef satt reynist - viðbjóðslegt

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband