30.3.2010 | 11:07
Hver hélt Lúther að andkristur væri?
Þar sem meiri hluti landsmanna tilheyir þjóðkirkjunni sem er Lútersk þá ætti að vera forvitnilegt að vita hvað Marteinn Lúther hélt um andkrist. Í augum Lúthers var augljóst hver andkristur var og það var Kaþólska kirkjan. Lúther var ekki einn með þessa skoðun, þetta var nokkvurn veginn skoðun flest allra mótmælenda fyrir 1900. Menn eins og Melanchthon, John Wycliffe, John Huss, Jerome, John Calvin, John Knox, John Wesley, Sir Isaac Newton, Bishop J.C. Rylie, Thomas Cranmer og Charles Spurgeon.
Ástæðan er einföld, spádómur Daníels um andkrist er skýr. Þú þarft aðeins að leita að litlu trúarlegu ríki sem rís upp úr rústum Rómarveldis. Spádómurinn gefur fleiri atriði sem þetta vald þarf að uppfylla og Kaþólska kirkjan gerir það fullkomlega.
Hérna er síða sem fjallar ýtarlega um þetta, sjá: http://www.who-is-the-antichrist-today.com/
Sömuleiðis skrifaði ég eitt um þetta, sjá: Hvert er dýrið?
Ætluðu að berjast gegn andkristi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trúaðir hryðjuverkamenn? Kemur ekki á óvart.
Einnar línu speki, 30.3.2010 kl. 11:21
Einnar línu speki, allir trúa einhverju, hverju þú trúir er það sem hefur áhrif á það sem þú gerir. Í þessu tilfelli trúðu þessir menn einhverju rugli og hlustuðu vægast sagt ekki á Biblíuna.
Mofi, 30.3.2010 kl. 11:37
Heldur þú að Jón Valur viti af þessu?????
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 11:38
Hver og einn einasti kristinn maður túlkar biblíuna eftir sinni hentisemi hverju sinni. Samanber nýlegt dæmi sem var í fjölmiðlunum.
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 11:39
Það fyndna er að uppáhaldsbókin hans mofa er runnin undan rifjum kaþólsku kirkjunnar.... þannig að mofi er að dýrka bók sem er ritstýrt af skrattanum... hehe
DoctorE (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:11
Þeir lenda alltaf í andstöðu við sjálfa sig þessir kristnu, þegar þeir ætla að fara rökræða trúmálin.
Og hvaða máli skipti hvað einhver Lúter hélt, var hann ekki bara maður eins og páfinn.
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 12:14
Hamarinn, ég og Jón Valur höfum spjallað um þetta nokkrum sinnum.
DoctorE, Kaþólska kirkjan bjó ekki Biblíuna til.
Mofi, 30.3.2010 kl. 12:41
Hver bjó hana þá til?
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 12:44
Samkvæmt fréttum um daginn, þá hefur skrattinn tekið sér bólfestu í vatíkaninu, það er nú ekki skrýtið, því hvar annarsstaðar ætti hann að vera nema hjá þeim sem trúa á tilvist hans?
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 12:45
Hamarinn, Biblían er samansafn bóka, skrifuð á sirka 1500 árum af mörgum höfundum. Hluti þessara bóka var orð Guðs fyrir gyðingum ( Gamla Testamentið ) og hinn hlutinn var heilagur fyrir hina kristnu. Hvort sem að Kaþólska kirkjan hefði verið til eða ekki þá hefðu bæði gyðingar og kristnir varðveitt þær bækur sem mynda Biblíuna.
Mofi, 30.3.2010 kl. 12:54
Mofi, hver framkvæmdi samantektina á þessu samansafni bóka og hver ákvað hvaða bækur fengu að vera með og hverjar ekki?
Eða, ertu að halda því fram að öll rit kristina manna fyrir tíma bibliunar hafi verið tekin óbreytt inn í biblína?
Arnar, 30.3.2010 kl. 13:09
Smásagnasafn gyðinga. Hver trúir á eitthvað í því, frekar en á þjóðsögur Jóns Árnasonar?
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 13:17
Newton mótmælandi? Hann trúði ekki einu sinni á hinn þríeina gvuð...
Sveinn Þórhallsson, 30.3.2010 kl. 14:42
Arnar, þetta voru bækurnar sem kristnir og gyðingar litu á. Það voru ákveðnir hópar sem ákváðu hvaða bækur ættu að mynda Biblíuna en það var útfrá því sem hinir kristnu þegar litu á sem heilagar. Við vitum ágætlega hvaða bókum var hafnað og hvaða bækur sem tilheyra Biblíunnu voru umdeildar.
Mofi, 30.3.2010 kl. 15:12
Kaþólska kirkjan tjaslaði NT ofan á GT; Skrifin og ritskoðunin tók aldir, fór fram í amk 3 heimsálfum.
Það er svo merkilegt með orðið hans Gudda, það kemur allt saman úr höndum einhverra misjafnra manna, manna sem enginn veit hverjir voru.
Síðasta breyting á biblíu hér á íslandi var bara fyrir nokkrum árum, þegar geimgaldrakarlsstofnun ríkisins tók sig til og mildaði orðalaga og svona... svo sauðirnir yrðu nú ekki svo hneykslaðir að þeir hættu að punga undir boðbera þessarar lygasögu.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 15:16
Hamarinn, að tala svona um Biblíuna lætur aðeins þig líta út.
Sveinn, sumir færa rök fyrir því að mætti kalla hann fyrsta aðventistann. Samkvæmt þeim þá hélt hann hvíldardaginn, hafði aðvent skilninginn á helvíti og samskonar skilning á spádómum Daníels. Ég er ekki með það á hreinu hvernig Newton skildi Guð, hvort að Hann leit á Jesú sem Guð eða Heilagan Anda sem Guð.
Mofi, 30.3.2010 kl. 15:16
Er bannað að tala illa um skáldsögur?
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 15:23
Lætur aðeins þig líta út .................... Vantar ekki eitthvað?
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 15:24
Hamarinn, jú, mikið rétt; orðið sem vantar er "illa".
Mofi, 30.3.2010 kl. 15:39
Hamarinn, að kalla Biblíuna skáldsögu er að lýsa því yfir að maður er fáfróður.
Mofi, 30.3.2010 kl. 15:40
Af hverju ?
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 15:44
Þú segir sjálfur að biblían sé samansafn af bókumskrifuð á 1500 árum AF MÖRGUM HÖFUNDUM. Þá er þetta skáldsaga
Hamarinn, 30.3.2010 kl. 15:47
Hamarinn, eru allar bækur sem eru skrifaðar skáldsögur?
Mofi, 30.3.2010 kl. 16:03
Luther ser herrens ud på det billede.
Sigurður Rósant, 30.3.2010 kl. 16:59
Biblían er samansafn af þjóðsögum og ævintýrum. Sumt gæti átt sér fyrirmynd í raunveruleikanum, en flest ekki.
Einnar línu speki, 30.3.2010 kl. 17:08
Annars, svo ég geri nú athugasemd við málefnið.
Þessi kenning um Anti-Krist er hræðslukenning fylgjenda Jesúsar Jósefssonar og er náttúrulega algjörlega út í bláinn eins og flestar drauga- og púkakenningar sem fylgt hafa mannkyni í milljónir ára.
Þær ganga út á það að fá börn, unglinga og minni máttar til að hlýða þeim sem kunna þá tækni að ljúga að öðrum án þess að blikna eða roðna.
En, smám saman kemur hið skítlega eðli trúaðra lygalaupa upp á yfirborðið, eins og lesa má í fréttum um þjóna kaþólsku kirkjunnar þessa dagana.
Sigurður Rósant, 30.3.2010 kl. 17:10
Trúarbrögð eru það illa í heiminum.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 17:56
Ég ætla að stinga hendi minni í gin ljónsins, og ég tel þig, Mofi, vera ljónið miðað við það sem ég hef heyrt um þig.
Ég ætla að spyrja þig að þessu: Trúir þú á galdramenn og nornir? Í Biblíunni þinni kæru segir að það eigi að drepa og grýta nornir og galdramenn.
Ef þú svarar nei, þá hlýtur einhver hluti Biblíunnar að vera skáldað kjaftæði.
Ef já, hvernig geturðu þá sannað að sagan um Harry Potter sé ekki byggð á raunverulegum atburðum úr lífi J. K. Rowlings?
Andri Pétur Dalmar Dagnýjarson, 30.3.2010 kl. 23:39
Hvernig nennið þið þessu? Ég er auðvitað að kasta grjóti úr gróðurhúsi, því að ég hef líka verið að eiga við piltinn, en þetta er bara fáránlegt. Hann þarf ekki annað en ropa úr sér einhverju bulli og þá hrúgumst við inn til að þrasa við hann, - og alltaf í algeru tilgangsleysi. Ég verð að segja honum það til hróss, að hann er snillingur í að æra óstöðuga trúleysingja og annað fólk sem hefur snefil af skynsemi í kollinum.
Theódór Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 07:54
Rósant, ég bara næ þessari athugasemd ekki frá þér. Sástu ekki myndina sem ég sendi þér? Þetta er eins rökrétt og beint og það getur orðið. Ég var síðan aðalega að benda á hvað þessir menn, Newton , Lúther og fleiri héldu að andkristur væri.
Mofi, 31.3.2010 kl. 09:21
Andri, ég trúi ekki að fólk geti gert alvöru galdra en að fólk reyni, það þarf litla trú fyrir það.
Mofi, 31.3.2010 kl. 09:22
Theódór, ég var aðeins að benda á hvað þessir menn trúðu. Af hverju áttu svona erfitt með að koma með efnislegar athugasemdir? Getur gert lítið annað en að gagnrýna mig í staðinn fyrir að rökræða málefnið.
Mofi, 31.3.2010 kl. 09:22
Hver telur þú að andkristur sé?
Er hann til?
Er guð til?
Hver er hann?
Af hverju skal trúa á guð kristinna, en ekki einhvern annan guð?
Hamarinn, 31.3.2010 kl. 09:36
Hamarinn, út frá spádómum Biblíunnar þá er verið að tala um veraldlegt vald sem átti að ríkja í ákveðinn tíma. Ég útskýrði það í greininni sem ég benti á, sjá: Hvert er dýrið?
Mofi, 31.3.2010 kl. 10:56
Við höfum lítið gagn af því að velta því fyrir okkur hvað Lúther og aðrir samtímamenn hans héldu um Krist, Anti-Krist, Satan, Anti-Satan eða tilgang lífsins yfirhöfuð.
Lúther var fullur af alls kyns ranghugmyndum þó vissulega hafi hann klekkt á ýmsum ranghugmyndum páfaveldis eins og bann við hjónaskap presta, aflátssölu, helgimyndadýrkun o.s.frv., þökk sé honum. Hann taldi m.a. að eldingar stöfuðu frá stórskotaliði einhvers guðs af himnum.
Lúther taldi að flugur væru skapaðar af Satan og þjónuðu þeim einum tilgangi að tefja trúað fólk frá Biblíulestri.
Við þekkjum svo afstöðu hans til Gyðinga og bændastéttarinnar sem hann taldi þjóna málstað Satans og hvatti stjórnvöld til að berja mótmæli og uppreisn bænda niður með hörku.
Myndina sem þú sendir mér hef ég skoðað, en finnst lítið til hennar koma. Mest leiðinlegt kjaftæði.
Gleðilega framhjágöngu.
Sigurður Rósant, 31.3.2010 kl. 18:37
Rósant, ég á svo erfitt með að skilja hvernig hægt er að hafa svona afstöðu gagnvart eins og því sem ég sendi þér. Það virkar á mig eins og gróf afneitun á raunveruleikanum. Sé hreinlega engann heiðarleika í þínum málflutningi.
Mofi, 31.3.2010 kl. 20:00
Spunahöfundum trúarkenninga hefur verið hugleikið að búa til gátur og fullyrða svo að einungis þeir sem speki eða guðdómleik hafa, geti leyst gátuna.
Spádómar Daníels, Esekíels, Jesaja og Jóhannesar um tíma endalokanna eru allir brenndir þessu marki.
Það tekur hins vegar langan tíma að sýna fram á að spunahöfundar þessir hafi á röngu að standa. Seinlegt, tímafrekt og jafnvel tilgangslaust að reyna að sýna trúuðum fram á að þessar kenningar eru byggðar á blekkingum sem líkja má við sjónhverfingar.
Einna auðveldast er að beita þeirri aðferð sem Alexander mikli notaði er hann hjó í sundur Gordonshnút sem hann hafði ekki tíma til að leysa.
Ég læt heldur ekki freistast af áskorunum þínum um að koma með rök gegn heimsendiskenningum kirkju þinnar. Mín vegna megið þið dunda ykkur við að búa til eftirlýkingar af þeim kenningum, fínpússa og bóna svo þær líti sem best út fyrir auðtrúa manneskjur.
Gleðilega páska (framhjágöngu).
Sigurður Rósant, 31.3.2010 kl. 22:00
Aumingja vesalings Lúther ...
Jón Valur Jensson, 2.4.2010 kl. 01:47
Mikil hlýtur hún að vera sælan sem fylgir því að vera jafn sannfærður um ágæti eigin sannfæringar og þú ert Mofi. Að velkjast ekki í nokkrum vafa um að manns eigins skoðanir séu þær réttu og að allir aðrir hafi rangt fyrir sér.
Þú ert dóni...
Gleðilega Páska
Cicero (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 11:54
Vil taka fram að þessi barnalega málvilla í síðasta svari var með vilja gerð
Cicero (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 11:55
Cicero.´Getur þú nefnt mér einhvern sem hefur haldið því fram að skoðanir hans séu ekki réttar?
Hamarinn, 2.4.2010 kl. 12:59
Það er stór munur á því að hafa skoðanir á hlutunum og svo því að hafa ákveðnar trúarlegar hugmyndir um siðfræði og lífsskoðanir sem viðkomandi síðan treður upp á annað fólk.
Það er líka dónalegt að hreinlega saka fólk um óheiðarleika þegar skoðanir viðkomandi samræmast ekki manns eigin.
Cicero (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 15:22
Miðað við það sem maður hefur lesið um Lúther að þá hefði maður haldið að hann liti á gyðinga sem anti krist þar sem hann hataði gyðinga og skrifaði bók um þá sem heitir Gyðingarnar og lygar þeirra. En eflaust hefur kaþólska kirkjan í þá daga verið hatursfull gagnvart gyðingum. En hver er anti kristur í augum Aðventista Mofi ? Mér leikur forvitni á að vita það
Gunnar (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 01:55
Það ætti ekki að taka langan tíma, þú augljóslega getur þetta ekki.
Mofi, 6.4.2010 kl. 09:25
Hefur þú kynnt þér þessa spádóma? Miðað við að Isaac Newton var á þessari skoðun líka þá hlýtur þú að sjá að það eru góðar ástæður til að halda þetta.
Mofi, 6.4.2010 kl. 09:26
Og þú ert sannfærður að ég hafi rangt fyrir mér og í þessu tilfelli Lúther, Newton og fleiri. Sé ekki að þú hafir vott af efa um að þú hafir rangt fyrir þér svo þetta er bara heimska sem þú ert hérna að spúa út úr þér.
Auðvitað er ég sannfærður um að hafa rétt fyrir mér, ef ég héldi að ég hefði rangt fyrir mér myndi ég skipta um skoðun og halda áfram að vera sannfærður að ég hafi rétt fyrir mér.
Hvernig eiginlega virkar hausinn á þér? Ertu sannfærður um að hafa rangt fyrir þér?
Mofi, 6.4.2010 kl. 09:28
Mofi, 6.4.2010 kl. 09:30
Samkvæmt spádómunum þá er verið að tala um vald sem kemur upp á eftir að rómarveldi sundrast, kemur upp á meðal þeirra ríkja og er andlegt veldi sem guðlastar ( segist geta fyrirgefið syndir ) og breytir lögum Guðs. Það þarf því ekki snilligáfu Newtons til að sjá að Kaþólska kirkjan er þetta vald. Það þýðir ekkert að Jón Valur hérna t.d. er ekki sannkristinn einstaklingur eða að allir páfarnir munu glatast; þetta er einfaldlega spádómur um veraldlegt ríki sem er búinn að rætast á magnaðan hátt.
En sem stofnun þá er hún að mínu mati ekki í samræmi við Biblíuna og sannarlega má kalla páfann andkrist því í gegnum aldirnar hefur hann þóst vera staðgengill Guðs á jörðinni.
Mofi, 6.4.2010 kl. 09:34
Sveinn Þórhallsson, 6.4.2010 kl. 13:30
Sveinn, ég hef mikla löngun að vita hver trú Newtons var í þessum málum og hvaða rök hann hafði af því ég ber virðingu fyrir honum. Það þýðir ekki að það sem hann hélt er rétt, aðeins að það er forvitnilegt að heyra rök snillinga fyrir þeirra afstöðu.
Mofi, 6.4.2010 kl. 13:36
Það var ekki það sem þú sagðir varðandi sýn hans á kaþólsku kirkjuna. Þá var það "góðar ástæður til að halda þetta".
Sveinn Þórhallsson, 6.4.2010 kl. 14:00
Sveinn, góður punktur. Hefði kannski frekar átt að vera "góðar ástæður til að skoða þetta alvarlega".
Mofi, 6.4.2010 kl. 14:01
Þá skaltu endilega skoða þrenningarkenninguna alvarlega.
Sveinn Þórhallsson, 6.4.2010 kl. 14:18
Já, það er planið.
Mofi, 6.4.2010 kl. 14:23
Svó ég orði nú mál mitt eins og þú, þá hljómar þrenningarkenningin nefnilega bara sem léleg afsökun til að útskýra hvernig Jesú getur verið gvuð.
Sveinn Þórhallsson, 6.4.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.