Darwin's Dilemma

DarwinsDilemmaMyndin Darwin's Dilemma fjallar um Kambríum sprenginguna og af hverju hún var mikið vandamál fyrir Darwin og hvernig meira en hundrað ár af rannsóknum hefur aðeins aukið vandamálið fyrir þróunarkenninguna.

Hægt er að horfa á myndina hérna: Darwin's Dilemma

Til að sjá myndina í heild sinni þarf maður að setja upp veoh spilarann sem hægt er að nálgast hérna: http://www.veoh.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... and therefore: God did it.

Ef ég man rétt þá er þetta einhverskonar form af rökvillu.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 08:57

2 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég verð að segja það að þú gerir ekki miklar kröfur.  Þessi mynd sem þú linkar á hér er einungis forsýning og er augljóslega bara örlítill bútur af allri myndinni.  Til að fá út þá niðurstöðu að guð hafi gert það, nægir þér að sjá að Kambríum sprengingin hafi verið Darwin ráðgáta.

Að mínu mati ert þú og fólk sem hugsar eins og þú mesta ráðgátan.

Theódór Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 09:35

3 Smámynd: Mofi

Vamtrúaður, þess vegna þurfti vitsmuni til að setja þetta saman. Þess vegna er tilviljanakendar breytingar á DNA ekki líklegar til að orsaka það sem við sjáum. 

Theódór,  ég benti á að til að sjá alla myndina þá þarf sérstakan spilara og gaf link á hann. Þú sérð líka sama link í myndbandinu sem ég benti á.

Mín niðurstaða er frekar að röð af tilviljanakenndum breytingum á DNA ásamt náttúruvali er ekki góð útskýring á því sem við sjáum í Kambríum. Fyrir mig þá þýðir að það þarf aðra útskýringu. Mín trú á Guð gefur mér þá útskýringu en aðrir geta upphugsað einhverjar fleiri.

Mofi, 23.3.2010 kl. 09:55

4 identicon

Rökvillan er ekkert minni þótt þú farir hana í tveim skrefum.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 10:34

5 Smámynd: Arnar

Í þriðja skiptið í þriðja þráðinum: Þetta er ekki eins mikið vandamál fyrir þróunarkenninguna og þú vilt halda OG þetta 'vandamál' hefur verið þekkt alveg frá upphafi, Darwin sjálfur var meira að segja meðvitaður um þetta.

Hvað með The Creationist Dilemma: Akkuru finnast engar steingerðar kanínur í Cambríum jarðlögum???

Og já, rúmlega ársgömul frétt; Solution to Darwin's Dilemma

Grein frá árinu 2000; Solution to Darwin's Dilemma: Discovery of the missing Precambrian record of life.

Smá gagnrýni á þessa mynd, þar sem meðal annars er talað um að upplýsingarnar í henni séu ekki alveg 'up to date'; A paleobiologist's response to Darwin's Dilemma

Arnar, 23.3.2010 kl. 10:59

6 identicon

Hvernig nennið þið að karpa við mofa um þetta...það besta sem getur gerst er að Mofi banni ykkur, eins og mig.
Málið er bara með mig að ég á óteljandi IP tölur muhahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 14:42

7 Smámynd: Mofi

Vantrúaður, hver er rökvillan?  Og segðu mér, af hverju er sá sem trúir að tilviljanir bjuggu þetta til gera ekki þessa rökvillu?

Arnar, ég hef enga ástæðu til að búast við kanínum í Kambríum jarðlögum; fyrir utan að ef þær fyndust þá yrði jarðlagið aldrei flokkað sem kambríum.

Mofi, 23.3.2010 kl. 14:58

8 identicon

Ef þú veist ekki hver rökvillan er hvernig geturðu þá fullyrt að einhver annar geri hana? Og ef þú veist ekki hver rökvillan er hvernig gastu þá svarað mér í fyrra skiptið? Þá hlýtur það svar að vera algjör markleysa. Þar af leiðandi eru sterkar líkur á að greinin sem þú skrifar hér einnig algjör markleysa.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:16

9 Smámynd: Mofi

Vantrúaður, þessi grein bendir bara á mynd fyrir þá sem eru áhugasamir um þetta efni.  Þú sakar mig um rökvillu en getur ekki sagt hver hún er... segir helling um þig og þinn málflutning.

Mofi, 23.3.2010 kl. 15:57

10 identicon

False dichotomy.

Þú ert duglegur að fullyrða. Í þessi þrjú skipti sem þú hefur svarað mér hefur þér tekist að fullyrða um eitthvað sem á sér enga stoð. Í fyrsta svarinu léstu eins og þú vissir hver rökvillan væri. Í öðru svarinu dregurðu það til baka en sakar samt aðra um að beita rökvillunni sem þú viðurkennir þó að þú vitir ekki hver er. Og í þriðja svarinu sakarðu mig um að geta ekki sagt þér hver rökvillan er.

Að þessu athuguðu er mér spurn hvort nokkrum manni beri að taka svo fullyrðingaglaðan greinaritara alvarlega, sérstaklega í ljósi þess hve illa fullyrðingarnar hafa staðist.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 17:03

11 Smámynd: Arnar

Mofi:
Arnar, ég hef enga ástæðu til að búast við kanínum í Kambríum jarðlögum; fyrir utan að ef þær fyndust þá yrði jarðlagið aldrei flokkað sem kambríum.

Ef Kambríum jarðlög mynduðust í alheimssyndaflóði eins og þú hefur áður haldið fram þá mætti búast við því að finna td. spendýr og fleirra í bland við þríbrota.

Merkilegt samt;

Þróunarkenningin gerir ekki ráð fyrir því að finna steingerðar leifar sameiginlegs forföðurs þríbrota en þér finnst það stórkostlegt vandamál.

Þú gerir ekki ráð fyrir því að finna spendýr í sömu jarðlögum og þríbrotar en heldur því samt fram að jarðlagið hafi orðið til í alheims flóði sem drap allar lífverur nema þær sem fengu far hjá Nóa og finnst það ekki vera vandamál.

Annað hvort þarftu að útskýra betur hvernig þú heldur að öll þessi jarðlög hafi orðið til eða útskýra hvernig þú réttlætir það fyrir sjálfum þér að gera minni kröfur til eigin skoðana en þú gerir til þróunarkenningarinnar.

Arnar, 24.3.2010 kl. 11:03

12 Smámynd: Mofi

Arnar, nei, það er ekki það sem ég myndi búast við. Þú hefur allt aðra sýn á hvernig svona flóð hefði hagað sér en ég.

Til að skilja smá hvað þú ert að gagnrýna þá mæli ég með því að þú horfir á þetta hérna: http://www.veoh.com/search/videos/q/Genesis+Conflict+Universal+Flood#watch%3Dv14263245hpbHSg9x

Arnar
Annað hvort þarftu að útskýra betur hvernig þú heldur að öll þessi jarðlög hafi orðið til eða útskýra hvernig þú réttlætir það fyrir sjálfum þér að gera minni kröfur til eigin skoðana en þú gerir til þróunarkenningarinnar.

Ég viðurkenni að ég hef ekki farið út í það og þarf að gera grein um það. Hef samt bent á greinar sem útskýra það en alveg skiljanlegt að fólk hefur ekki nennt að lesa langar greinar.

Þú aftur á móti getur sýnt mikinn lit og horft á þetta sem ég benti þér á, þá að minnsta kosti veistu aðeins meira um þetta sem þú ert að gagnrýna.

Mofi, 24.3.2010 kl. 11:33

13 Smámynd: Arnar

Vídeóið klárast akkurat þegar hann ætlar að fara að útskýra jarðlögin.

Nokkrar rökvillur í þessu hjá honum sem ég sá:

  • Vatn sem kemur upp úr jörðinni undir miklum þrýstingi er heitt, mjög heitt.  Nánast allar lífverur sem hefðu orðið fyrir því myndu drepast samstundis, meira að segja fuglar sem lenda í heitum gufustróknum, og því ætti að vera hægt að finna steingervinga mismunandi tegunda í bland.  Það finnst hinsvegar ekki.
  • Ef sjórinn yrði 'tekinn' og skellt yfir land og þannig útskýra sjávar-jarðlög á þurru landi, þá mætti samt gera ráð fyrir að einhver landdýr, þar á meðal menn myndu grafast undir.  Þannig mætti gera ráð fyrir því að finna steingerðar mannaleifar undir þessu lagi.  Það finnst hinsvegar ekki.

Arnar, 24.3.2010 kl. 12:21

14 Smámynd: Mofi

Arnar, þarft að ná í þennan spilara sem þeir tala um til að sjá allt myndbandið.  Þú þarft að sjá restina til að sjá af hverju þetta er ekki eins og þú ert að hugsa þetta.

Mofi, 24.3.2010 kl. 16:28

15 Smámynd: Styrmir Reynisson

hvernig væri að bulla ekki út í eitt til tilbreytingar

Styrmir Reynisson, 24.3.2010 kl. 19:29

16 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi,

Það var auðvitað alveg rétt hjá þér að ég varð að ná í þennan Veoh spilara til að sjá þetta í heild, sem ég og gerði.  Ég er enginn sérfræðingur um þessi mál, en get vel séð að þetta er eitthvað sem sat í mönnum og olli heilabrotum, -og gerir e.t.v. enn.  Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að það hefur átt sér stað þróun.  Það er einfaldlega kristaltær staðreynd og það er líka staðreynd að lífið er enn að þróast.

Nú skulum við gefa okkur það að einmitt þarna hafi guðinn þinn framkvæmt verkið; að þarna hafi sköpunin átt sér stað og þessarri hönnun skaparans verð sleppt lausri.  Í ljósi þess að þú ert bókstafstrúaður og vilt hengja þig í sköpunarsögu Biblíunnar spyr ég, hvernig í ósköpunum styður þetta þá frásögn?

Eða er ég að misskilja þetta eitthvað?  Á Cambríumsprengingin að hafa átt sér stað eftir syndaflóðið?  Er Cambríumdæmið þá hið nýja upphaf?  Ég skil hreinlega ekki hvernig þetta á að styðja sköpunarsögu Biblíunnar, né heldur söguna af syndaflóðinu.  Getur þú aðeins reynt að gera okkur grein fyrir í stuttu máli hvað þetta Cambríumhúllumhæ hefur með frásagnir Biblíunnar að gera?

Theódór Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 22:11

17 identicon

Bíddu... þú hlýtur að skilja það Teddi að ef þróunarkenningin er ekki fullnægjandi skýring þá er sköpunarsaga Biblíunnar sjálfkrafa orðinn hinn endanlegi sannleikur

Þannig er nóg að kasta örlitlum vafa á einangraða hluta þróunarkenningarinnar til að fella hana alla og sanna þar með sköpunarsögu þá sem lýst er í genesis

Þetta sér hver heilvita maður

Cicero (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 23:10

18 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Cicero,

Já, auðvitað!  Það sló bara út í fyrir mér.  Þetta segir sig auðvitað sjálft.  Ég skal ekki láta þetta koma fyrir aftur.

Theódór Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 09:36

19 Smámynd: Mofi

Theódór
Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að það hefur átt sér stað þróun.  Það er einfaldlega kristaltær staðreynd og það er líka staðreynd að lífið er enn að þróast.

Af hverju trúir þú því?  Það er enginn ágreiningur neins staðar um að dýr aðlagast umhverfi sínu með tímanum, ágreiningurinn er um hve mikið þau geta aðlagast og breyst og hvað er að orsaka breytingarnar. Eru það tilviljanakenndar breytingar á DNA kóða dýranna eða er aðlögunarhæfnin byggð inn í DNA af hönnuði DNA. Í dag sjáum við að dýrategundir hafa þessa hæfni innbyggða og við sjáum ekki stökkbreytingar vera að skapa eitthvað nýtt enda okkar reynsla af því að búa til forritunarkóða segir mér að minnsta kosti að tilviljanir eru ekki góðir forritarar.

Theódór
Nú skulum við gefa okkur það að einmitt þarna hafi guðinn þinn framkvæmt verkið; að þarna hafi sköpunin átt sér stað og þessarri hönnun skaparans verð sleppt lausri.  Í ljósi þess að þú ert bókstafstrúaður og vilt hengja þig í sköpunarsögu Biblíunnar spyr ég, hvernig í ósköpunum styður þetta þá frásögn?

Fyrir mig þá eru þarna leyfar flóðsins; við sjáum ákveðna dýrategund og mikla flóru annara dýra en ekki þróunarsögu þeirra. Ég trúi að ástæðan er vegna þess að þessi þróun gerðist aldrei; ef að Guð skapaði mismunandi fjölbreyttar tegundir þá er akkúrat þetta sem ég býst við að finna og það er það sem við finnum.

Þú ert kannski að glíma við að þér finnst það engin spurning að cambríum setlagið er eitthvað tímabil sem varði í miljónir ára en ég er á því að þetta er aðeins eitt af mörgum setlögunum sem mynduðust í flóðinu. Ég var aðeins búinn að fjalla um það hérna: Hvaða staðreyndir styðja Nóaflóðið?

Mofi, 25.3.2010 kl. 10:40

20 identicon

Af hverju trúir þú því?  Það er enginn ágreiningur neins staðar um að dýr aðlagast umhverfi sínu með tímanum, ágreiningurinn er um hve mikið þau geta aðlagast og breyst og hvað er að orsaka breytingarnar

Ert það ekki þú sem heldur því fram að allar hestategundir séu komnar frá einni grunntegund úr örkinni

Að allar kattategundur séu komnir frá einni eða nokkrum grunntegundum o.s.frv.

Allar hundategundir frá einni grunntegund

Slíkt er ekki hægt að útskýra með aðlögun Mofi, heldur ofurþróun þar sem ný tegund verður að koma fram með nokkurra kynslóða millibili.... en á sama tíma neitar þú því að þróun eigin sér stað?

Þetta er fullkomin rökleysa

Cicero (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 10:57

21 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Af hverju trúir þú því?  Það er enginn ágreiningur neins staðar um að dýr aðlagast umhverfi sínu með tímanum, ágreiningurinn er um hve mikið þau geta aðlagast og breyst og hvað er að orsaka breytingarnar.

Gott og vel, hvar eru þessi mörk? Hvaða mekanismi hindrar stökkbreytingar í að hlaðast upp?

Sveinn Þórhallsson, 25.3.2010 kl. 10:59

22 identicon

Og ekkert af þessu útskýrir hvernig stóð á því að risaeðlur hurfu hér af jörðinni á árunum eftir nóaflóð án þess að leifar þeirra finnist meðal leifa af öðrum grunntegundum Nóa, heldur miklu neðar.

Að þú skulir svo ráðast gegn þróunarkenningunni á þeim forsendum að hún gangi í berhögg við gögn, öfugt við Nóakenningunina þína er hreinlega ekkert annað en grátlegt

Cicero (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 11:03

23 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jæja krakkar,

Alltaf í boltanum?

Theódór Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 11:10

24 identicon

Ég er með spurningu fyrir þig Mofi

Ef þér/okkur tækist að finna þokkalega greindan mann sem hefði aldrei á ævinni orðið fyrir nokkrum áhrifum frá hvorki trúarkenningum eða trúleysiskenningunni... væri hreinlega óskrifað blað, af annarri plánetu hugsanlega og honum yrðir boðið að kynna sér þau gögn og staðreyndir sem eru í boði...

Trúir þú því í alvöru að með því að skoða fyrst það sem við vitum og bera síðan þá vitenskju saman við þá þróun sem þróunarkenningin lýsir annarssvegar og hinsvegar útskýringum biblíunnuar, þ.e. genesis og síðan sögunni af örkinni að hann myndi komast að þeirri niðurstöður að sú lýsing sem lýst er í biblíunni sé rökréttari niðurstaða í ljósi fyrirliggjandi gagna?

Trúir þú því í alvöru að maður sem aldrei hefði heyrt á kennisetningar kristni minnst myndi samt sem áður finnast sú skýring líklegri?

Eða viðurkennir þú... að forsenda þess að einstaklingur geti tekið þína afstöðu og þinna trúbræðra að hann trúi því fyrir í hjarta sínu að allt sem í biblíunni standi sér heilagur sannleikur?

Cicero (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 11:14

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvert fór allt vatnið eftir flóðið?  Hefurðu reiknað út hvað þarf mikið vatn til að dekka hæstu tinda jarðar? Ummálið er nokkuð nálægt allri jörðinni raunar. Svo...hvert fór vatnið?

Annars benti Arnar þér á svarið við þessu svokallaða Dilemma. Þú last það sennilega ekki og skautaðir algerlega framhjá þessum linkum, sem hann af gjafmildi sendi þér.  Ertu að ná þessu? Argumentið þitt er andvana fætt.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 22:27

26 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Cicero,

Þetta er áhugaverður vinkill á umræðuna.  Það verður spennandi að sjá hverju Mofi svarar.  Nei, annars.  Það verður ekkert spennandi.  Við vitum allir hvernig þetta fer.  Hann mun segja að þegar þessi geimvera verður búin að skoða gögnin þá muni hún auðvitað komast að þeirri niðurstöðu að Guð hafi gert það.  Aðallega vegna þess hve "gögnin" sem styðja sköpunarsögu Biblíunnar eru sterk:

Almáttugur guð með alla eiginleika manna skapaði alheiminn á 7 dögum - þar með talið heimkynni geimverunnar, jafnvel þú að hún kæmi úr annarri vetrarbraut -, talandi snákur, skilningstré, menn sem lifa í mörg hundruð ár, flóð sem drekkir hæstu tindum jarðar og hverfur svo bara eins og hendi sé veifað, brjálæðislega stórt tréskip sem í var safnað einu pari af öllum dýrategundum jarðar, og, og .........

Þetta eru augljóslega skotheld gögn fyrir hlutlausa geimveru sem ætlar að reyna að taka afstöðu til þess hvernig tilveran á Jörðinni varð eins og hún er í dag.

Theódór Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 09:49

27 Smámynd: Mofi

Cicero
Slíkt er ekki hægt að útskýra með aðlögun Mofi, heldur ofurþróun þar sem ný tegund verður að koma fram með nokkurra kynslóða millibili.... en á sama tíma neitar þú því að þróun eigin sér stað?

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig forfaðirinn var, hvort að t.d. heimiliskettir og ljón og tígrisdýr voru sama upprunalega tegundin.

En þetta getur gerst hratt, það er eitthvað sem við hreinlega vitum, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/am/v3/n4/rapid-speciation

Mofi, 26.3.2010 kl. 11:36

28 Smámynd: Mofi

Sveinn
Gott og vel, hvar eru þessi mörk? Hvaða mekanismi hindrar stökkbreytingar í að hlaðast upp?
Þarf örugglega sér rannsóknir fyrir hverja tegund því þær eru allar mismunandi.  Stökkbreytingar eru eins og suð í skilaboðum eins og sjónvarps sendingu, þær eru einfaldlega ekki líklegar til að búa til vitrænar myndir. Þær safnast líklegast saman eins mikið og DNA ræður við áður en DNA verður ónothæft.  Fer líklegast eftir hverri tegund og því DNA sem tegundin er búin til eftir.

Mofi, 26.3.2010 kl. 11:39

29 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

En þetta getur gerst hratt, það er eitthvað sem við hreinlega vitum, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/am/v3/n4/rapid-speciation

Þetta er náttúrulega hámark óheiðarleika/blindu. Á öðrum þræði ertu að segja að það að við finnum ekki hvern og einn einasta steingerving sem sýnir hvert einasta litla skref þróunar hljóti að hrekja þróunarkenninguna.

Þegar við segjum þá á móti að þróunarkenningin er ekki bundin 'gradualisma' Darwins og við tilteknar aðstæður, sem ég hef margútskýrt á sama þræði - en það neitar þú einu sinni að taka til skoðunar og spilar þig skilningsvana.

Svo segirðu hér að þetta GETI gerst hratt og segir meira að það sé eitthvað sem við VITUM!...

Ég skil hreinlega ekki hvað málið er með þig.

Þarf örugglega sér rannsóknir fyrir hverja tegund því þær eru allar mismunandi.

Með öðrum orðum; enginn þekktur mekanismi hindrar stökkbreytingar í að hlaðast upp. Enginn þekktur mekanismi hindrar smá skref í að hlaðast upp og verða að stórum skrefum.

Afhverju í ósköpunum eru sköpunarsinnar ekki að leita að þessum mekanisma. Ef hann fyndist væri enginn vafi á að þróunarkenningin og allt sem henni fylgir væri ekki rétt skýring á fjölbreytileika lífsins.

Sveinn Þórhallsson, 26.3.2010 kl. 12:00

30 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Úps, þetta átti að vera svona:

Þegar við segjum þá á móti að þróunarkenningin er ekki bundin 'gradualisma' Darwins og við tilteknar aðstæður, sem ég hef margútskýrt á sama þræði, getur þetta gerst hratt - en það neitar þú einu sinni að taka til skoðunar og spilar þig skilningsvana.

Sveinn Þórhallsson, 26.3.2010 kl. 12:01

31 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ótrúlegt, gjörsamlega ótrúlegt.

Sveinn Þórhallsson, 26.3.2010 kl. 12:01

32 identicon

hahaha... þetta er einmitt það sem ég var að fiska eftir

Stórkostlegt

Cicero (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 12:06

33 Smámynd: Mofi

Sveinn
Svo segirðu hér að þetta GETI gerst hratt og segir meira að það sé eitthvað sem við VITUM!...

Ég skil hreinlega ekki hvað málið er með þig.

Það sem gerist hratt er breyting á dýrategundinni en það er vegna þess að upplýsingarnar um fjölbreytileikann eru þegar til staðar í DNA. Þegar þetta á að gerast í fortíðinni þá þarf að búa til upplýsingarnar. Þú hlýtur að sjá muninn, er það ekki?

Mofi, 26.3.2010 kl. 13:21

34 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jæja,

Enn var að finnast ný tegund frummanna, http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2010/03/25/adur_othekkt_frummannategund/.  Alveg er með ólíkindum hvað vísindaheimurinn er duglegur að bulla upp allskonar þvælu og vitleysu.  Það er endalaust að bætast við svona della sem styður þetta þróunarkenningarsamsæri.  Að menn skuli vera að eltast við þessa fásinnu þegar það liggja fyrir óyggjandi gögn í Biblíunni um það hvernig þetta gerðist allt saman.  Það er annars alveg ótrúlegt hvað það er mikið til af fólki sem ekkert betra hefur við sinn tíma að gera en að ljúga og falsa gögn til stuðnings þróunarkenningunni.  Þetta fólk eyðir mörgum árum í algerlega óþarft háskólanám og vinnur svo baki brotnu árum saman við að ljúga og pretta.  Undarlegt!

Theódór Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 16:24

36 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nákvæmlega.  Svona virkar Mofi.

Theódór Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 16:52

37 Smámynd: Mofi

Theódór
Enn var að finnast ný tegund frummanna, http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2010/03/25/adur_othekkt_frummannategund/.  Alveg er með ólíkindum hvað vísindaheimurinn er duglegur að bulla upp allskonar þvælu og vitleysu.
LOL  Einmitt það sem ég var að hugsa :)  

Theódór
Það er endalaust að bætast við svona della sem styður þetta þróunarkenningarsamsæri.  Að menn skuli vera að eltast við þessa fásinnu þegar það liggja fyrir óyggjandi gögn í Biblíunni um það hvernig þetta gerðist allt saman.

Af hverju eiginlega heldur þú að þetta styðji þróunarkenninguna?

Mofi, 29.3.2010 kl. 09:26

38 Smámynd: Mofi

Theódór, bara svo þú fáir að sjá aðra hlið á þessu máli, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/2010/03/27/news-to-note-03272010

Mofi, 29.3.2010 kl. 09:32

39 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Það sem þú neitar að horfast í augu við, í algeru samræmi við skopið í #35 - sem er reyndar ekkert skop, heldur raunveruleikinn - er að erfðafræðin styður þróunarkenninguna 100%.  Bara með því að skoða erfðaefnið myndu menn komast að sömu niðurstöðu, vegna þess að erfðaefnið sýnir þróunina svart á hvítu og þarf ekkert á steingervingum að halda.

Það er sorglegt að menn skuli komast í það ástand sem þú og trúbræður þínir eru í.  Þið eruð sífellt að lemja hausnum við stein og sýnið af ykkur fáránlegan hálfvitahátt.  Ég er ekki að segja að þið séuð hálfvitar, en það er eitthvað mikið að.

Svo legg ég til að þú hættir að vera alltaf að ota að okkur áróðri öfgakristinna félaga og stofnana.  Slík gögn eru unnin samkvæmt aðferðinni í athugasemd #35.  Semsagt fullkomlega óáreiðanleg vegna þess að niðurstaðan er ákveðin fyrst og síðan reynt að finna gögn sem styðja fyrirfram ákveðnu niðurstöðuna.

Theódór Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 11:09

40 Smámynd: Mofi

Theódór, mér finnst magnað að halda að DNA sem fullkomnasta upplýsingageymslu kerfi sem geymir mjög fullkominn forritunarkóða sem býr til flottustu vélar sem við vitum um sýnir fram á að tilviljanir og náttúruval bjó þetta til.  Ég hreinlega veit ekki hvers konar tegund af geðveiki mér finnst það vera.

Að sumt er líkt milli DNA og sumt ólíkt er miklu betur útskýrt með hönnuði.

Mofi, 29.3.2010 kl. 11:55

41 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já, já Mofi minn.

Theódór Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 12:30

42 Smámynd: Mofi

Theódór, eins og vanaleg, engin rök, bara fullyrðingar... af hverju trúir þú að þetta styðji þróunarkenninguna?  Þú kannski veist það ekki? Sérð bara einhvern fullyrða svona út í loftið og velur að trúa því af því að þú vilt það?

Mofi, 29.3.2010 kl. 12:45

43 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Veistu það Mofi, að það er enginn tilgangur í að þylja fyrir þig rök og gögn, einmitt af því að þú virkar eins og lýst er í #35.  Það er fjöldinn allur af fólki búinn að þylja fyrir þig rök og benda á gögn.  Sjálfur er ég búinn að lesa helling af dóti um þessi mál, en ég er enginn sérfræðingur um neitt.  Það blasir hinsvegar við mér, svo ekki verður um villst, að sérfræðingarnir innan vísindaheimsins eru ALLIR nokkurn vegin sammála um að lífið hafi þróast á þann hátt sem Darwin varð fyrstur til að vekja athygli á þannig að eftir væri tekið.  Einu "sérfræðingarnir", sem ekki eru sammála er bókstafstrúað fólk sem velur niðurstöðuna fyrirfram eins og þú.

Ég ætla ekki að fara að googla út og suður, þylja upp gögn, og leggja mig allan fram við að sannfæra þig eins og sumir hafa gert.  Það er gersamlega tilgangslaust.  Ég er sannfærður um að þó að einhver nuddaði framan í þig gersamlega skotheldum sönnunum myndi það ósköp einfaldlega hrökkva af þér eins og vatn af gæs vegna þess að það er bara ein niðurstaða sem kemur til greina af þinni hálfu.  Satt að segja eru sumir þeirra sem hafa verið að eiga við þig hér mjög vel að sér, og augljóslega sérfræðingar á sínu sviði.  Þetta fólk er búið að leggja fyrir þig algerlega skotheld gögn og rök, en þú ert svo gersamlega blindur af þessu trúarrugli að þú sérð það ekki, enda viltu ekki sjá það.  Til hvers ætti ég að vera að standa í slíku rugli?

Þú ert dæmigerður bókstafstrúarmaður og sköpunarsinni að því leiti að það er alveg sama hve miklum gögnum og sönnunum er mokað í þig.  Þitt svar er einfaldlega; "komið þið með einhver gögn", eða "þið hafið engin gögn", eða "hvar eru gögnin?".  Þú hefur hinsvegar alltaf nóg af "gögnum" sem þér finnst miklu líklegri en það sem vísindaheimurinn viðurkennir sem gögn eftir að vísindamenn hafa gagnrýnt hvern annan í ræmur og komist að sameiginlegri niðurstöðu.  Þín gögn er eldgömul skræða sem þú telur skrifaða undir handleiðslu guðsins þíns, og svo auðvitað allt þetta rusl sem þú póstar af vefjum hinna og þessara stofnana ofsatrúaðra bókstafstrúaðra safnaða.

Theódór Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 13:27

44 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Smá viðbót.

Einmitt af þessari ástæðu, þ.e.s. að þú ert búinn að komast að endanlegri niðurstöðu og skoðanir vísindaheimsins eru að þínu mati bara þvæla og della, þá ættir þú ekki að vera að standa í þessu rugli.  Af hverju ferðu ekki bara í kirkjuna þína og lofar guðinn þinn og einbeitir þér að fullu að því að loka augunum fyrir sannleikanum í eitt skipti fyrir öll?

Theódór Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 13:31

45 Smámynd: Mofi

Theódór, þú átt við að þú veist ekkert hver gögnin eru, þú bara trúir blint því sem einhverjir menn segja?  Þú vonandi getur skilið að minnsta kosti af hverju sumir vilja vita hver gögnin eru og vilja vita hver rökin eru þegar kemur að því hverju þeir eiga að trúa? 

Ég sé ekki betur en það ert þú sem ert hérna að loka augunum. Horfðir þú t.d. á myndina?  Þarna voru sérfræðingar með gráður í þessum málum og rökstuddu mál sitt vel.

Mín gögn eru heimurinn sem ég lifi í, magnað sköpunarverk. 

Mofi, 29.3.2010 kl. 13:37

46 identicon

Mín gögn eru heimurinn sem ég lifi í, magnað sköpunarverk.

Eru gögn þín fyrir þínu máli virkilega lýsingarorð? Þetta telst síður en svo sannfærandi.

Sumum finnst heimurinn vera ömurlegt sköpunarverk svo það mætti samkvæmt þinni röksemdarfærslu telja það sem gögn gegn sköpunarsögunni þinni.

Þú getur ekki notað huglægar tilfinningar sem vísindaleg gögn.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 14:27

47 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég lifi í sama heiminum og hann gæti svosem verið sköpunarverk, en ég hef ekki hugmynd um það.  Hvort sem hann er sköpunarverk eða ekki, þá hefur þróun lífsins átt sér stað.  Ef hann er sköpunarverk og lífið sköpun þá hefur skaparinn beitt þróuninni sem verkfæri.

Hitt er ég með á hreinu, að ef það er til einhver guð, þá er hann ekki þetta fáránlega skrímsli sem lýst er í Biblíunni.

Theódór, þú átt við að þú veist ekkert hver gögnin eru, þú bara trúir blint því sem einhverjir menn segja?  Þú vonandi getur skilið að minnsta kosti af hverju sumir vilja vita hver gögnin eru og vilja vita hver rökin eru þegar kemur að því hverju þeir eiga að trúa?

Mofi, til hvers ert þú að fara fram á gögn?  Þú tekur aldrei mark á neinum gögnum sem þér eru rétt.  Engin gögn myndu nokkurn tíma hagga þinni skoðun.  Þess vegna ert þú í rauninni að drulla yfir fólk þegar þú heimtar gögn.  Margir hafa lagst í mikla vinnu við að svara þér, til þess eins og sjá þig svara, "hvar eru gögnin?".

Annars ætla ég að segja þetta gott í bili til að þig fari ekki að gruna að ég sé djöfullinn sjálfur, sem er reyndar enn einn guðinn sem ég trúi ekki á.

Theódór Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 14:35

48 Smámynd: Mofi

Vantrúaður, ég á nú eftir að finna þann einstakling sem bæði veit eitthvað um sköpunarverkið og finnst það ömurlegt; þó ég útiloka ekki að slíkur einstaklingur er til.  Eini raunverulegi ágreiningurinn er hvort hannaði hann, tilviljanir og náttúruval eða vitrænn hönnuður.

Mofi, 29.3.2010 kl. 14:37

49 Smámynd: Mofi

Theódór, ég vil rökræða sjálf gögnin, hvernig er best að túlka þau. Þeir sem vilja það ekki, ég hef í rauninni ekkert að segja við þá. Annars var þetta bara ad hominem rökvilla hjá þér; algjörlega tilgangslaus nema til að móðga. Hvernig þú nennir að tjá þig, aðeins til að gagnrýna þann sem þú ert að rökræða við en aldrei... aldrei nokkur tímann rökræða eitthvað málefni efnislega.  Endilega breyttu um taktít svo ég missi ekki allt álit á þér.

Mofi, 29.3.2010 kl. 14:39

50 identicon

Eini raunverulegi ágreiningurinn er hvort hannaði hann, tilviljanir og náttúruval eða vitrænn hönnuður.
Og þú rökstyður þitt val með lýsingarorði. Þú getur rétt ímyndað þér hversu lítinn sannfæringarkraft það hefur innan vísindanna. Ef þú vilt að mark sé tekið á þér verðurðu að bjóða upp á eitthvað meira heldur en lýsingarorð.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 17:13

51 Smámynd: Mofi

Vantrúaður, hver er þinn rökstuðningur?  Minn er augljós þar sem öll reynsla mannkyns er á þann veg að flókin hönnun þarf hönnuð.

Mofi, 29.3.2010 kl. 17:22

52 identicon

Já þinn rökstuðningur er augljós og hann er byggður á gögnum sem er lýsingarorð. Minn rökstuðningur er líka augljós en byggður á talsvert umfangsmeiri gögnum en huglægum lýsingarorðum.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 18:55

53 Smámynd: Egill Óskarsson

Minn er augljós þar sem öll reynsla mannkyns er á þann veg að flókin hönnun þarf hönnuð.

Þetta er ekki rökstuðningur heldur rökleysa. Þú ert að yfirfæra verk manna yfir á náttúruna og gerir enga tilraun til að rökstyðja af hverju það sem á við um Trabant hljóti að eiga við um húsflugu.

Egill Óskarsson, 30.3.2010 kl. 11:10

54 Smámynd: Mofi

Vantrúaður, hvaða gögn eru það? 

Egill, þar sem að þetta eru svipaðir hlutir, DNA virkar eins og forritunarkóði, hlutir í náttúrunni virka eins og vélar enda erum við alltaf að reyna að læra hönnun af þeim, svo augljóslega er þetta rétt. Aðeins einhver sem er örvæntingafullur að verja trú sína er eitthvað að neita þessu.

Mofi, 30.3.2010 kl. 11:46

55 identicon

Aðeins einhver sem er örvæntingafullur að verja trú sína er eitthvað að neita þessu.

Ætla að spegla þetta comment

Cicero (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:07

56 identicon

Sem marktækur bloggari um þetta ákveðna málefni ætti þér að vera vel kunnugt um þau gögn sem þú ert að mótmæla, en svo virðist ekki vera. Þú afneitar þeim öllum fyrirfram og skiptir þeim út fyrir lýsingarorð.

Þú getur þess vegna varla verið hissa á því hversu lítið mark er tekið á þér, er það nokkuð?

Vantrúaður (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:15

57 Smámynd: Mofi

Vantrúaður, hver eru þessu gögn þín?  Það er nú ekki markvart að bara fullyðra svona, getur þú bakkað þetta upp?

Mofi, 30.3.2010 kl. 12:40

58 identicon

Þetta er ágætis taktík hjá þér til að forðast umræðuna um hversu veik þín eigin rök og gögn eru með því að drepa málinu á dreif. Þetta er hluti af varnarbúnaðinum sem þú ert búinn að setja í kringum veikan málstað þinn. Og ég verð að segja að hann hlýtur að virka vel, örugglega margir sem falla í þessa gryfju þína.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 13:11

59 Smámynd: Mofi

Vantrúaður, greinin benti á gögn og heila mynd sem fór yfir þau. Svo ég benti á gögn, nú er röðin komin að þér.

Mofi, 30.3.2010 kl. 13:16

60 identicon

Þessi taktík hjá þér virðist vera eins og ósjálfráð viðbrögð.

Ég spurði þig út í gögn fyrir þínum málstað og þú svarar með lýsingarorði. Gögnin í myndinni snúa að þróunarkenningunni, ekki þínum málstað.

En þú ert góður í að drepa málum á dreif, það verður að hrósa fyrir það sem vel er gert.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 13:37

61 Smámynd: Mofi

Vantrúaður, greinin fjallar aðeins um afmarkað efni og það er það sem er hérna til umræðu. Ég er ekki að fara koma með gögn fyrir einhverju aðskildu efni. Þú hefur ekki ennþá sagt neitt efnislegt í öllum þeim athugasemdum sem þú hefur komið með á blogginu hjá mér. Held ég hundsi þínar athugasemdir héðan í frá þangað til það breytist.

Mofi, 30.3.2010 kl. 13:57

62 Smámynd: Egill Óskarsson

þar sem að þetta eru svipaðir hlutir, DNA virkar eins og forritunarkóði, hlutir í náttúrunni virka eins og vélar enda erum við alltaf að reyna að læra hönnun af þeim, svo augljóslega er þetta rétt.

 Sorry, en mér finnst Trabant bara ekkert svipaður húsflugu. Hlutir í náttúrunni virka ekki eins og vélar, annars skildum við hana miklu betur en við gerum í dag.

Það að menn reyni að líkja eftir ákveðnum eiginleikum ákveðinna lífvera eru alveg jafn sterk rök fyrir þróun, og jafnvel sterkari, en nokkurn tíman fyrir hönnun. Menn horfa til þess að ákveðnir eiginleikar hafa komið fram með þróun og lifað af við ákveðnar aðstæður og vilja þess vegna koma þeim yfir á sína mannlegu hönnun. 

Aðeins einhver sem er örvæntingafullur að verja trú sína er eitthvað að neita þessu. 

Kjaftæði. Og léleg tilraun til að víkja sér frá því að færa rök fyrir SKOÐUN SINNI.

Egill Óskarsson, 30.3.2010 kl. 17:47

63 identicon

Það virðist vera gjörsamlega tilgangslaust að ræða málið efnislega hvort sem er. Þú hunsar það á einn hátt eða annan, t.d. með því að drepa málinu á dreif eða, eins og þú leggur til nú síðast, með þögn.

Allt þetta bendir eindregið til lélegs traust á eigin málflutningi. Aftur á móti verður að segjast að þú getur haldið fólki á snakki um ekki neitt, stjórnað umræðunni þannig. Það er einfaldlega ekki á færi allra. Þú værir fínn stjórnmálamaður.

Vantrúaður (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 20:09

64 identicon

Vantrúaður.. velkominn í hópinn

Vonandi hefur þú vit og rænu til að koma þér í burt núna í stað þess að enda hér eins og hinar týndu sálirnar, Egill, Sveinn, Arnar og fleiri

Þú ert núna að læra það sem ég lærði fyrir ca. 3 árum síðan

Cicero (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 04:21

65 Smámynd: Arnar

Vonandi hefur þú vit og rænu til að koma þér í burt núna í stað þess að enda hér eins og hinar týndu sálirnar, Egill, Sveinn, Arnar og fleiri

 

Arnar, 31.3.2010 kl. 10:22

66 Smámynd: Mofi

Egill, þegar hlutirnir virka eins og manngerðir hlutir og eru settir saman úr hlutum sem þjóna svipuðum tilgangi þá er þessi líking ekkert gripin úr lausu lofti. Þetta er heldur ekki eitthvað sem ég er að  gera eitthvað spes, þetta er það sem flest allir gera sem eru að rannsaka þessa hluti í náttúrunni.

Mofi, 31.3.2010 kl. 10:41

67 Smámynd: Egill Óskarsson

þegar hlutirnir virka eins og manngerðir hlutir og eru settir saman úr hlutum sem þjóna svipuðum tilgangi þá er þessi líking ekkert gripin úr lausu lofti.
Jú. Af því að þú snýr orsakasamhenginu öfugt. 

Egill Óskarsson, 3.4.2010 kl. 16:37

68 Smámynd: Mofi

Egill, þetta er ekki þá mín villa, þetta er villan sem þessir vísindamenn sem rannsaka þessa hluti gera.  Þar sem þeir vita mikið um þetta en ekki þú og þú hefur ekki fært nein rök fyrir þessari afstöðu þá get ég ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að þú hefur rangt fyrir þér í þessu máli.

Mofi, 6.4.2010 kl. 09:35

69 Smámynd: Egill Óskarsson

þetta er ekki þá mín villa, þetta er villan sem þessir vísindamenn sem rannsaka þessa hluti gera.

Finndu eitthvað sem segir að þeir telji þetta dæmi um hönnun en ekki þróun.  Ef þú getur það ekki þá er þetta ekki annað en þín skoðun sem ég tel byggða á því að þú ert að snúa orsakasamhenginu við.

  Þar sem þeir vita mikið um þetta en ekki þú og þú hefur ekki fært nein rök fyrir þessari afstöðu þá get ég ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að þú hefur rangt fyrir þér í þessu máli.

Þú ert að djóka er það ekki? Fyrir utan það að ég hef lagt fram fín rök fyrir minni 'afstöðu' þá langar mig að spyrja þig hvenær þér finnst í lagi að leggja traust sitt á vísindamenn og hvenær ekki? 

Egill Óskarsson, 6.4.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband