16.3.2010 | 13:49
Kristni og nektardans
Það er nokkuð ljóst að út frá Biblíunni þá er nektardans ekki í lagi. Kristur sagði sjálfur að horfa með girndarhug væri í rauninni hið sama og að drýgja hór. Ástæðan er sú að ef þú vilt halda framhjá þá eru langanir hjartans illar. Með tíð og tíma þá munu þessar langanir koma fram í verkum.
En, þó ég telji nektardans ekki vera í lagi þá samt er ég engan veginn viss um að ég sé hlynntur svona banni. Spurningin er hvort að ég hafi rétt til að banna öðrum einstaklingum til að gera eitthvað sem viðkomandi telur vera í góðu lagi. Mitt svar við þeirri spurningu er nei.
Ef einhver kona eða maður vill vinna við þetta þá finnst mér ég ekki hafa rétt til að banna viðkomandi það. Ég að minnsta kosti veit að þær konur sem stunda nektardans eru ekki að skaða mig svo af hverju ætti ég að vera að skipta mér af þeim?
Trúfrelsi er að mínu mati mjög mikilvægt og ég vil ekki neyða einhvern til að hegða sér á ákveðinn hátt vegna minnar trúar.
Styður bann við nektardansi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 803196
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með nektina sem slíka, er hún þá synd. Eru menn og konur í sundlaugum og á baðströndum, sem eru í svo efnislitlum flíkum að þau eru nánast formsatriði, þá syndugur Satans lýður?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 14:51
Mér finnst þetta vera mjög góður pistill hjá þér Mofi.
Baldur Blöndal, 16.3.2010 kl. 15:00
Axel, minn skilningur er að ef menn daðra við kynferðislegar hugsanir um annan en sinn eigin maka þá er það synd. Ég er aðeins reyna að skilja þessi orð Krists:
Ég skil þetta ekki þannig að finnast stelpa falleg, jafvel eitthvað kynferðislegt eins og gæti fræðilega gerst á baðströnd en það sem er rangt er að dvelja eða daðra við þannig hugsanir.
Þetta er samt fyrir sérhvern kristinn einstakling að finna út úr fyrir sjálfan sig.
Mofi, 16.3.2010 kl. 15:11
Takk Baldur :)
Mofi, 16.3.2010 kl. 15:11
Ekkert að þakka :)
Ég er samt að pæla í einu, það virðist vera ‚náttúrulegt‘ að girnast. Er ekki smá harkalegt af Jesú að kalla þetta synd?
Það er ekki auðvelt (ómögulegt?) að stjórna því sem stendur manni fyrir hugskotssjónum. Mér finnst hreinlega ekki sanngjarnt að dæma fólk fyrir hugsanir sínar- sérstaklega þegar Guð er að dæma manneskjur fyrir eiginleika sem hann lét þeim í té. Hvað finnst þér?
Baldur Blöndal, 16.3.2010 kl. 15:20
Er í megin atriðum sammála þér en hnaut um þetta:
Ég hef gaman af Formula 1 kappakstri, með sömu rökum mætti dæma mig fyrir hraðakstur.
Persónulega mun ég ekki sakna súlustaða en þessi forsjárhyggja fer hinsvegar óskaplega í taugarnar á mér. Það er lítið mál að hafa eftirlit með súlustöðum til að tryggja að þar fari hvorki fram vændi né mannsal.
Arnar, 16.3.2010 kl. 15:56
Baldur, þess vegna talaði ég um að dvelja við svona hugsanir eða daðra við svona hugsanir. Ég á erfitt með að skilja þetta þannig að það sé synd að svona hugsanir komi til manns; ég sé að minnsta kosti enga leið að stjórna því :/
Frekar að þetta er freisting og maður annað hvort daðrar við hana eða reynir að hafa stjórn á henni.
Mofi, 16.3.2010 kl. 15:58
Arnar, góður :) já, ég býst við því. Samt, það er ekki neitt slæmt við hraðakstur í Formulu 1.
Forsjáhyggjan fer líka í taugarnar á mér. Finnst síðan eitthvað undarlegt við að fylgjast með klæðaburði kvenna og hvort einhver er að láta konuna fá pening eða eitthvað annað í staðinn fyrir klæðaburðinn, eða skort á honum. Mega þá konur fara úr fötunum en aðeins ef þær fá ekki borgað fyrir? Ætti þá ekki líka að loka Borgarleikhúsinu af því að það er nekt t.d. í leikritinu Faust sem er verið að sýna núna?
Æi, þetta virkar bara eitthvað svo tilgangslaus eltingarleikur sem er aðeins til þess að stjórna öðrum.
Mofi, 16.3.2010 kl. 16:05
Sveinn Þórhallsson, 16.3.2010 kl. 17:03
Sveinn, af því að þá er viðkomandi að ráðast á aðra manneskju.
Mofi, 16.3.2010 kl. 17:26
Það kom hvergi fram að slíkt væri slæmt í þessari færslu.
Sveinn Þórhallsson, 16.3.2010 kl. 17:36
En það er samt sem áður áhugavert að sjá þig fordæma morð og nauðgun með veraldlegum rökum, en ekki Biblíulegum.
Sveinn Þórhallsson, 16.3.2010 kl. 17:37
Tja, detti mér allar dauðar lýs úr hári!
Seint bjóst ég við því að ég væri sammála pistli hjá Mofa.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 19:42
Mofi,
Einhvern tíma hefði ég verið á þeirri skoðun að ekki væri rétt að banna eitt eða neitt í þessum efnum, en nú er svo komið að hér er allt að fyllast af glæpalíð, og skipulögð glæpastarfsemi að skjóta rótum. Það er staðreynd að glæpir og allskonar neðanjarðarstarfsemi virðist loða við þessar nektarbúllur og svo virðist sem einhver hluti þessara kvenna sem stunda þetta starf séu í raun í ánauð, en ekki að stunda starf sem þær hafa valið að stunda. Ég hallast því að því að það sé rétt ákvörðun að banna þessa starfsemi.
Theódór Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 19:43
Sveinn, það hlýtur að vera í lagi að gera bæði...
Jóhannes, það hlaut að koma að því; áður en þú veist af þá verðum við skoðanabræður í öllu milli himins og jarðar :)
Theódór, þetta eru gildir punktar. Það getur samt verið hættulegur vegur að fara að banna eitthvað af því að annað sem er bannað virðist tengjast því. Ef að glæpastarfsemi laðast að svona stöðum þá er kannski þægilegt að vita hvar maður á að leita. Það er aftur á móti að mínu mati mjög mikilvægt að hjálpa þeim konum sem vilja losna út úr þessu.
Mofi, 17.3.2010 kl. 09:41
Glæpastarfssemin kemur hvort sem þetta er bannað eða ekki. Í raun verður þetta ábátasamara fyrir skipulagða glæpastarfssemi ef þetta er bannað.
Meðan þetta er löglegt er amk. hægt að hafa eftirlit með þessu. Vandamálið er kannski að lögreglan fær ekki þá fjármuni sem hún þarf til að halda uppi eftirliti.
Arnar, 17.3.2010 kl. 10:01
Ég skil alveg ykkar sjónarmið og er í rauninni að verulegu leiti sammála. Þetta minnir mig á pælingar sem tengjast fíkniefnaheiminum, en ég er þeirrar skoðunar að það ætti að afglæpa (decriminalize) þau og hreinlega leyfa sum þeirra með ströngum skilyrðum. Þetta myndi gera það að verkum að lítil sem engin gróðavon væri í að reka neðanjarðarstarfsemi með fíkniefni og þar með yrði landið síður lokkandi fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Það ætti auðvitað að byrja á að gera kannabis löglegt.
Þessum nektarbúllum fylgir hinsvegar alltaf ákveðinn subbuskapur og óþverri. T.d. gengur þetta út á að lokka inn þurfandi karlmenn og reyna að kreista út úr þeim eins mikla fjármuni og mögulegt er með því að hella þá fulla láta hálfnaktar konur rýja þá inn að skinni. Ég veit vel að þessi vinkill er ekki vinsæll, heldur á að einblína á vesalings dömurnar, en þetta er ein birtingarmyndin. Þarna ríkir sérlega neikvætt og ruddalegt hugarfar.
Svona starfsemi stundar ekki venjulegt, heiðarlegt fólk, heldur mannskapur sem er vílar ekki fyrir sér að fara illa með annað fólk. Þarna er bæði verið að traðka á viðskiptavinunum og greinilega mörgum fatafellanna líka. Ég held að það sé þjóðinni til heilla að losa hana við þessa starfsemi og það sem að henni laðast.
Eins og áður segir, þá var ég áður fyrr á annarri skoðun, en ég sé þetta svona í dag.
Theódór Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 12:49
Theódór, ég skil vel samfélag sem sér þetta sem óæskilegt og ákveður að okkar samfélag er þannig að þetta er ekki í boði. Ég tel líka að samfélagið hafi rétt til að ákveða svona hluti. Ég tel eins og þú að það væri til heilla fyrir þjóðina að vera ekki með svona starfsemi.
Minn vinkill hérna var frá því sjónarhorni að ég sem einstaklingur hef ekki rétt til að skipa öðru fólki fyri.Mofi, 17.3.2010 kl. 13:08
Já, en hefurðu farið í bíó? Leikhús? Íþróttaleik? Niður í bæ á 17. júni? Húsdýragarðinn? Ekki að það sé sambæri legt við að horfa á súludans, en viðskiptahugmyndin er allstaðar sú sama. Það eru allir að reyna að ná eins miklum peningum af þér og þeir mögulega geta. Það er allstaðar verið að ota að þér einhverju til að kaupa.
Það erfitt að hafa vit fyrir fólki, en á meðan súlustaðir væru löglegir væri amk. hægt að gefa súludönsurum tækifæri leita sér aðstoðar og hafa eftirlit með þeim. Ef súludans er ólöglegur geta súludansarar ekki leitað td. til lögreglunar.. sem slíkar. Sama á um viðskiptavini sem telja á sér brotið (svindlað).
Arnar, 17.3.2010 kl. 13:23
Og..
Súlustaðir ganga náttúrulega aðeins út á það að reyna að hafa sem mesta peninga af viðskiptavinunum, treystandi á að þeir kvarti ekki því að skömmin yfir því að viðurkenna að hafa verið staddur á súlustað sé meiri en að hafa borgað háar upphæðir fyrir ekki neitt.
Óheiðarlegt, já.
Lagast það eitthvað við að banna starfssemina, nei.
Lagast það eitthvað við að leyfa starfssemina, bara ef fullnægjandi lögjöf og eftirfylgni er til staðar.
Ég á reyndar erfitt að sjá fyrir mér að súlustaðir verði reknir einhverstaðar á íslandi eftir að þeir yrðu bannaðir. En hér eru jú samt bæði spilavíti og hóruhús þótt hvortveggja sé ólöglegt.
Arnar, 17.3.2010 kl. 13:29
Kannski óviðkomandi efninu en mér fannst:
Alveg einstaklega lýsandi fyrir fjármálageirann á Íslandi fyrir hrun, svona eftir að ég skrifaði þetta :)
Arnar, 17.3.2010 kl. 13:31
Mofi,
Ég verð að segja það að þú sýnir hér af þér víðsýni sem ég hefði ekki átt von á úr þínum ranni. Mér finnst líka freistandi að taka undir með þér, en af tvennu illu held ég að þetta sé rétt ákvörðun. Ég tek fram að það sem ég var að enda við að segja er ekki hugsað sem skítkast.
Arnar,
Hefurðu farið inn á svona búllu? Hefurðu gert það erlendis? Ég skil ekki alveg að þú skulir vera að bera þennan bísness saman við bíó og leikhús. Þetta er auðvitað bara vanhugsuð della og í rauninni ekki svaraverð. Hvað bankastarfsemina varðar verð ég hins vegar að vera þér sammála.
Ég held að við þurfum að fara að vakna sem þjóð. Það er að grafa um sig mjög alvarleg glæpastarfsemi hérna og við eigum að grípa til ráðstafana í einum grænum að mínu mati. Við þurfum að uppræta allt sem laðar að sér skipulagða glæpastarfsemi allstaðar þar sem það er hægt og spyrna við fótum þar sem það er mögulegt. Þetta er eitt af því sem þarf að gera. Hitt er að lögleiða fíkniefnin og afglæpa þau, einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að stöðva þá starfsemi, nema hugsanlega með því að breyta landinu í algert lögregluríki. Mig langar ekki að lifa í slíku landi.
Theódór Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 13:55
Kannski slæm myndlíking, en ég setti inn disclaimer:
Ef þú ferð í leikhús, þá er aðilinn sem rekur leikhúsið aðallega að hugsa um hversu mikla peninga hann getur plokkað af þér með því að td. selja þér veitingar í hléinu. Leikritið er bara til þess að fá þig á staðinn. Er náttúrulega ekki að tala um leikarana, leikstjóranna, búningahönnuðina, ljósamenninna, etc.. Auðvitað eru undantekningar.
Súlustaðir eru eins; karlmenn eru lokkaðir inn með fáklæddu kvennfólki en businesinn virðist aðallega ganga út á að selja kampavín á ofurprís.
Prinsippið er það sama, að þú skiljir eftir eins mikla peninga og mögulega hægt er. Leikhúsið getur bara ekki gert það óheiðarlega (nema með extra álagningu á veitingarnar.. sem eru oft ekki þær ódýrustu í bænum). Súlu-búllan getur reynt að gera það óheiðarlega og treyst á að þú skammist þín of mikið til að gera mál úr því.
Og nei, hef aldrei álpast inn á súlustað, bara heillar mig einhvern vegin ekki nógu mikið svo ég ákveði einn dag "jæja, best að skella sér á súlustað í dag".
Arnar, 17.3.2010 kl. 14:12
Theódór, takk. Já, hérna er maður að velja milli tveggja vondra valkosta.
Arnar, það er ekki óalgengt að nota nekt í leikhúsi til að laða að og hið sama gildir um kvikmyndir. Ég sé ekki alveg hvernig með hvaða rökum menn ætla að velja á milli; hérna er nekt í lagi en ekki þarna. Á að banna nekt í leikhúsi með sömu rökum eða veljum við bara hvaða hús nekt er í lagi og hvaða hús nekt er ekki í lagi...
Kannski er ég bara eitthvað slow í þessum málum, alveg opinn fyrir þeim valmöguleika :)
Mofi, 17.3.2010 kl. 14:29
Það væri kannski erfitt að tengja nekt í leikhúsi/bíó við mannsal og glæpastarfssemi :)
Arnar, 17.3.2010 kl. 14:40
Arnar, ahh... kannski :)
Mofi, 17.3.2010 kl. 15:09
Ég er sammála flestu sem þú skrifar en hnaut um þetta. Hér ekki fyrir löngu varstu á þeirri skoðun að kona sem er í þessum bransa (strangt til tekið, Janine byrjaði sem strippari (og strippar víst ennþá reglulega) og færði sig svo út í klám) væri óhæf móðir af þeirri einni ástæðu að hún kysi að vinna í honum.
Hefur eitthvað breyst síðan þá?Egill Óskarsson, 17.3.2010 kl. 19:38
Athyglisverðar umræður.
Spurningin er hvaða norm og gildi við eigum að hafa í samfélaginu? Það er mjög erfitt og flókið að ákveða það. Áður fyrr var þetta einfaldara þegar kristin trú hafði miklu meiri ítök í þjóðfélaginu en nú til dags. Gildin í okkar samfélagi og t.d. á Norðurlöndunum byggjast aðallega upp á tvennu. Þau byggjast á kristnu siðferði annars vegar og hins vegar á veraldlegri skynsemishyggju. Átök hafa verið milli þessara póla og má segja að það sé farið að halla á hinn kristna boðskap og hina kristnu siðfræði.Þegar kristnir menn segjast ekki vilja styðja bann við einhverju sem þeir vita er skaðlegt og hefur slæmar afleiðingar finnst mér þeir orðnir nokkuð frjálslyndir. Hvert mál þarf auðvitað að skoða fyrir sig og í ljósi þess vil ég segja þetta um nektardans.
Nú vill svo til að skynsemisöflin (hin veraldlegu) vilja leggja fram bann (eftir að hafa leyft þetta áður) við nektardansi , væntanlega í ljósi slæmrar reynslu af þeim stöðum og því sem fylgt hefur þessari iðju. Það verður því að teljast fagnaðarefni þegar að kristið siðferði og veraldleg skynsemi ná saman og eru sammála um að loka stöðum þar sem nektardans fer fram. Hér eru veraldlegu öflin sammála trúnni eða komast að sömu niðurstöðu þó það sé út frá mismunandi forsendum.
Hitt er svo annað mál að það eru til aðrir málaflokkar þar sem hin veraldlega skynsemi og kristin trú ná ekki saman einfaldlega vegna þess að hin veraldlega frjálsa skynsemishyggja hafnar forsendum og rökum trúarinnar. Mín reynsla er reyndar sú að þegar kristin trú telur eitthvað skaðlegt og varar við því er betra að taka mið af fyrr en seinna.
Tímanna Tákn, 17.3.2010 kl. 20:06
Fjórða bók Móse 31:17-18
17Drepið því öll piltbörn. Drepið og allar þær konur, er samræði hafa átt við karlmann, 18en látið öll stúlkubörn, er eigi hafa átt samræði við karlmann, lifa handa yður.
Hummmm, stúlkubörn sem eru hreinar meyjar, hvað ætli þeir eigi að gera við þær?
Fjórða bók Móse 31:35
35og alls 32.000 konur er eigi höfðu átt samræði við karlmann.
Drepa allt og alla nema konur sem ekki hafa riðið..... ég held að guð sé alveg sama þótt konur strippi, ég meina þær eru bara helmings virði miðað við karlmenn samkvænt biblíunni
Goldberg (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 22:18
Jésús var framsýnn maður, fann upp hugsanaglæpi löngu á undan Orwell.
Einnar línu speki, 17.3.2010 kl. 23:19
Egill, ég sagði aðeins að ef ég ætti að velja móður fyrir viðkomandi barn þá væri sú sem hefði ekki unnið við klám betri kostur. Engin spurning í mínum huga að ef hún iðrast, setur traust sitt á Krist þá getur hún orðið góð móðir. Ég samt tel að þó þetta myndi gerast þá gæti þessi fortíð gæti haldið áfram að skemma fyrir henni.
Mofi, 18.3.2010 kl. 10:11
Tímanna tákn, sammála þér að nektardans er skaðlegt öllum sem taka þátt í því og hefur líklegast slæm áhrif á samfélagið sem það þrífst í. Samfélag sem vill ekki hafa þannig hefur sannarlega minn stuðning. Ég aftur á móti sem einstaklingur vil virða rétt annara til að gera það sem þeir vilja og ekki þröngva minni trú ofan í þá. Eina sem gerist er að þeir fá andstygð á mér og minni trú.
Mofi, 18.3.2010 kl. 10:19
Goldberg, er þitt vandamál hérna ekki aðeins það að þú ert ekki sáttur við að Guð sé dómari sem ákveður hver fái að lifa og hver ekki?
Mofi, 18.3.2010 kl. 10:20
Nei, þú gekkst reynda rmiklu lengra en það og fullyrtir í blogginu sjálfu að hún GÆTI EKKI verið góð móðir.
Egill Óskarsson, 18.3.2010 kl. 18:17
Egill, ef hún hættir ekki að starfa við klám þá tel ég að hún geti ekki verið góð móðir.
Mofi, 19.3.2010 kl. 10:27
Trúfrelsi er að mínu mati mjög mikilvægt og ég vil ekki neyða einhvern til að hegða sér á ákveðinn hátt vegna minnar trúar.
Fallega sagt af þér Mofi, en ég held að börn séu "neydd" til að hegða sér í samræmi við trú foreldra sinna í flest öllum trúarbrögðum sem við þekkjum eða höfum einhverjar spurnir af, sbr. það sem Richard Dawkins staðhæfir í "Viruses of the mind"
Sigurður Rósant, 19.3.2010 kl. 21:00
Rósant, á það ekki við öll börn? Mér finnst mjög sorglegt að sjá börn alast upp í guðleysi og trúi að það geti kostað þau lífið og eilífðina en það getur samt ekki verið mitt að ráðskast með annara manna börn. Finnst þér kannski þetta eiga ekki við guðleysingja?
Mofi, 21.3.2010 kl. 17:17
Hvernig færðu það út að það kosti börn lífið að 'alast upp í guðleysi'?
Arnar, 22.3.2010 kl. 10:11
Arnar, eilífa lífið því mörg þeirra hafna lífgjafanum vegna uppeldisins.
Mofi, 22.3.2010 kl. 10:28
Kannski hafna þau 'lífgjafanum' og eilífu lífi vegna þess að það er ekkert sem bendir til þess að það sé líf eftir dauða og ekki öllum finnst það aðlaðandi að lifa að eilífu?
Arnar, 22.3.2010 kl. 11:41
Jú, Mofi. Það er rétt hjá þér. Það gildir um flest öll börn að þau eru "neydd" á einn eða annan hátt að haga sér í samræmi við sannfæringu eða siði/ósiði foreldra sinna.
En það má segja að hjá guðleysingjum er það ekki skipulagt eins og hjá trúuðum. Guðleysingjar vinna ekki eins og trúsöfnuðir þó auðvitað séu til undantekningar á því eins og gengur.
Guðleysingjar eru flestir skráðir í trúsöfnuði og þegja um sannfæringu sína. Þeir átta sig á því að tuð og athugasemdir um trú eða trúarkenningar eru tilgangslausar og ná aldrei eyrum trúaðra. Karlmenn eru þar sennilega í meirihluta, sem sjá að sögustundir trúaðra róa börnin og kenna þeim að hlusta og þegja. Hví ekki að leyfa svona stundir til að aga börnin?
Skírnarathöfn, ferming, gifting og greftrun eru siðir sem trúsöfnuðir hafa erft frá fornu fari frá heiðingjum (eins og trúaðir kalla þá), sem iðkuðu hliðstæðar athafnir.
Guðleysingjar gera sér grein fyrir þessu, margir hverjir og eru ekkert að róta í þessu tilfinningarugli trúaðra. Þeir sjá að því meira rugl sem er í gangi, því meiri atvinna skapast í kringum ruglið. Hví að eyðileggja atvinnuvegi?
Það eru aftur á mót teikn á lofti um að vernda beri börn frá trúarlegum innrætingum. Aftur á móti ber líka á því að sérskólar af öllu tagi séu að leysa skóla samfélagsins af hólmi. Einna helst er þá um trúarlega skóla að ræða. Það má kalla þetta þróun eða öfugþróun, en það leysir upp stærri trúarbrögðin í leiðinni sem guðleysingjum þykir sumum gott en öðrum miður.
En trúarinnræting barna getur kostað þau þátttöku í því lífi sem því býðst í sinni einu tilveru sem þau eignast. Nefnilega lífinu eftir fæðingu og fyrir andlátið. Tel ég að þau börn séu fleiri en þau sem missa af lífinu vegna afstöðu guðlausra foreldra.
Vertu ávallt meðal guðlausra, Mofi minn.
Sigurður Rósant, 22.3.2010 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.