23.2.2010 | 10:56
George Carlin um helvíti
Því og ver og miður hafa margar kirkjur, ef ekki flestar kirkjur tekið upp á arma sína hugmyndina um helvíti. Stað eða ástand þar sem syndarar kveljast að eilífu. Í sumum útgáfunum eru þetta andlegar þjáningar, í öðrum útgáfum eins og Kaþólsku kirkjunni þá erum við að tala um eld og brennistein. Mín kirkja kennir þetta ekki og Biblían kennir þetta ekki, þetta eru leifar af grískri og rómverskri trú sem blandaðist við kristni þegar Rómvarveldi tók upp kristni á sínum tíma.
Þetta er líklegast ein af skaðlegustu kenningum fyrir málstað Krists, lætur Guð líta út fyrir að vera meiri ófreskju en þessa klíku meðlimi sem voru að pynta þessa konu. Ég gæti aldrei tilheyrt kirkju sem kennir þennan ófögnuð en samt er þetta það sem margar kirkjur landsins kenna, eins og t.d. Kaþólska kirkjan, Krossinn, Fíladelfía og hin íslenska Krists kirkja.
Hérna fyrir neðan er fyrrverandi grínistinn George Carlin að gagnrýna kristni og þá aðallega þessa hugmynd um helvíti og kærleika Guðs; þarna hittir hann naglann á höfuðið.
Konu bjargað frá pyntingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Spaugilegt, Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"... eins og t.d. Kaþólska kirkjan, Krossinn, Fíladelfía og hin íslenska Krists kirkja."
Og ríkiskirkjan.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.2.2010 kl. 11:22
Takk :)
Ertu viss með ríkiskirkjuna?
Mofi, 23.2.2010 kl. 11:27
Á blaði kennir hún þetta:
En eflaust trúa margir (ef ekki flestir) prestar hennar þessu, enda er þetta einstaklega ógeðsleg kenning, eins og þú bendir réttilega á.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.2.2010 kl. 11:31
Hjalti, merkilegt skjal. Gaman að vita hve margir í kirkjunni samþykkja þetta.
Mofi, 23.2.2010 kl. 11:39
Það er til helvíti fyrir konur sem kallast Sádi Arabía.
Atheist comedy the great flood.
http://www.youtube.com/watch?v=I225Vcs3X0g
Arnar M (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 13:55
Arnar, mikið rétt; finnst þér þetta virkilega góð rök á móti flóðinu?
Mofi, 23.2.2010 kl. 14:06
Í Lúkasarguðspjalli 12. kafla versi 4 segir Jesús þetta:
4Það segi ég yður, vinir mínir: Hræðist ekki þá sem líkamann deyða og fá að því búnu ekki meira að gert. 5Ég skal sýna yður hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann.
Þannig að Jesús talar sjálfur um helvíti.
Aron (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 17:40
Það gleður mig mjög að lesa þig hafna þessari viðurstyggilegu kenningu. Þetta eru sterkustu rökin gegn trú þeirra sem trúa á ævarandi pyntingar í helvíti og góðan Guð, sú staðreynd að það er einfaldlega bein mótsögn!
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 18:19
Dóri - kynna sér málin fyrst!
Rangt, bentu mér á þann stað sem er fullyrt um helvíti frá minni kirkju. Helvíti er að mínu mati aðskilnaður frá Guði, og hefur ekkert með grill að gera, ég hélt að við hefðum útkljáð þetta fyrir löngu síðan? Hvað var svona óskýrt?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.2.2010 kl. 18:38
Rangt hjá þér. Á heimasíðu kirkjunnar þinar er sagt: "Íslenska Kristskirkjan er lútherskur söfnuður og því er kenningargrundvöllur hans í aðalatriðum sá sami og þjóðkirkjunnar." og "Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lútherskra safnaða." Það sem ég vitnaði í fyrr í þessum þræði er úr aðaljátningu lútherskra manna. Kirkjan þín trúir þessu.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.2.2010 kl. 19:15
Já, Mofi mér finnst þetta góð rök annað en eitthver 2000 ára gömul bók sem ætti að geyma í skáldskapahillum á bókasöfnum.
Guð skapaði heiminn á 6 dögum en það tekur konu 9 mánuði fyrir barn að koma í heiminn.
Arnar M (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 19:42
Margar Biblíuþýðingar nota orðið helvíti til að þýða nokkur grísk orð og hebreska orðið "sheol". Maður má samt ekki lesa heila kenningu í eitt orð og síðan leyfa einhverjum að nota það orð og þá vera búinn að sanna eitthvað. Málið er að Biblían er ekki með lýsingu á eilífum kvölum sem refsingu syndara.
Hef fjallað um hvað Biblían segir um þetta í öðrum greinum, sjá:
Mofi, 24.2.2010 kl. 00:25
Akkúrat, augljós mótsögn. Takk fyrir heimsóknina.
Mofi, 24.2.2010 kl. 00:26
Ég tók fram að það eru mismunandi hugmyndir um helvíti:
Eins og ég skildi þína afstöðu þá er hún eilífar andlegar kvalir, þá líklegast vegna aðskilnaðar frá Guði. Aðeins skárra en pyntingar með eldi en samt eilífar kvalir. Af hverju að halda í þetta? Er þetta hugmyndin um eilífa sál sem er að spila hérna inn í?
Mofi, 24.2.2010 kl. 00:30
Allt í lagi, þá skal ég reyna að svara því.
Mofi, 24.2.2010 kl. 00:30
Hjalti
Svar þitt kemur svo sem ekki á óvart, þar sem þinn söfnuður er mun bókstafstrúaðri en minn. Við trúum þessu kannski í aðalatriðum, en ekki í smáatriðum eins þú vísar til á trú.is - þar liggur himinn og haf á milli.
Mofi - þú ert þá skilja mig rétt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.2.2010 kl. 10:11
Haukur, af hverju ertu að halda í þetta með eilífa sál? Hefur þú einhverjar Biblíulegar forsendur til að trúa að þessu?
Hérna er fjallað um þetta efni: http://www.helltruth.com/q-a/undying-immortal-soul.aspx
Mofi, 24.2.2010 kl. 10:17
Haukur, þú lítur svo á að ( að ég best veit ) að Lútherska kirkjan er nokkvurn vegin þín kirkja svo þá finnst þér kannski forvitnilegt að vita hvað Lúther sagði um þetta efni:
Mofi, 24.2.2010 kl. 10:37
Guðsteinn, um hvað ertu að tala? "Söfnuðurinn" minn telur biblíuna bara vera eitthvað helgi- og goðsagnasafn. Gætirðu, svona til tilbreytingar, útskýrt hvað þú átt við með því að kalla mig bókstafstrúaðan?
Þannig að Kristskirkjan trúir á helvíti "í aðalatriðum, en ekki í smáatriðum"?
Sú hugmynd að helvíti sé ekki eilíft kvalarlíf er sérstaklega fordæmt í þessari jatningu, aðaljátningu lútherskra manna. Þetta er ekki eitthvert "smáatriði" í játningunni. Hefurðu spurt Friðrik út í þetta?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.2.2010 kl. 10:53
LOL, þetta er Guðsteinn:
Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.2.2010 kl. 11:20
http://www.youtube.com/watch?v=PK7P7uZFf5o&feature=player_embedded
Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.2.2010 kl. 11:21
Sigurður, þetta eru óneitanlega algeng viðbrögð kristinna sem þekkja ekki Gamla Testamentið vel. Það er miður en það eru sannarlega betri svör þó að mig grunar að þér mun ekki líka vel við þau.
Mofi, 24.2.2010 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.