George Carlin um helvíti

Því og ver og miður hafa margar kirkjur, ef ekki flestar kirkjur tekið upp á arma sína hugmyndina um helvíti. Stað eða ástand þar sem syndarar kveljast að eilífu. Í sumum útgáfunum eru þetta andlegar þjáningar, í öðrum útgáfum eins og Kaþólsku kirkjunni þá erum við að tala um eld og brennistein. Mín kirkja kennir þetta ekki og Biblían kennir þetta ekki, þetta eru leifar af grískri og rómverskri trú sem blandaðist við kristni þegar Rómvarveldi tók upp kristni á sínum tíma.

Þetta er líklegast ein af skaðlegustu kenningum fyrir málstað Krists, lætur Guð líta út fyrir að vera meiri ófreskju en þessa klíku meðlimi sem voru að pynta þessa konu. Ég gæti aldrei tilheyrt kirkju sem kennir þennan ófögnuð en samt er þetta það sem margar kirkjur landsins kenna, eins og t.d. Kaþólska kirkjan, Krossinn, Fíladelfía og hin íslenska Krists kirkja.

Hérna fyrir neðan er fyrrverandi grínistinn George Carlin að gagnrýna kristni og þá aðallega þessa hugmynd um helvíti og kærleika Guðs; þarna hittir hann naglann á höfuðið.

 


mbl.is Konu bjargað frá pyntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"... eins og t.d. Kaþólska kirkjan, Krossinn, Fíladelfía og hin íslenska Krists kirkja."

Og ríkiskirkjan.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.2.2010 kl. 11:22

2 Smámynd: Mofi

Takk :)

Ertu viss með ríkiskirkjuna?

Mofi, 23.2.2010 kl. 11:27

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Á blaði kennir hún þetta:

Guðlausa menn og djöflana mun hann fordæma, að þeir kveljist eilíflega.

En eflaust trúa margir (ef ekki flestir) prestar hennar þessu, enda er þetta einstaklega ógeðsleg kenning, eins og þú bendir réttilega á.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.2.2010 kl. 11:31

4 Smámynd: Mofi

Hjalti, merkilegt skjal. Gaman að vita hve margir í kirkjunni samþykkja þetta.

Mofi, 23.2.2010 kl. 11:39

5 identicon

Það er til helvíti fyrir konur sem kallast Sádi Arabía.

Atheist comedy the great flood.

http://www.youtube.com/watch?v=I225Vcs3X0g

Arnar M (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 13:55

6 Smámynd: Mofi

Arnar, mikið rétt; finnst þér þetta virkilega góð rök á móti flóðinu? 

Mofi, 23.2.2010 kl. 14:06

7 identicon

Í Lúkasarguðspjalli 12. kafla versi 4 segir Jesús þetta:

4Það segi ég yður, vinir mínir: Hræðist ekki þá sem líkamann deyða og fá að því búnu ekki meira að gert. 5Ég skal sýna yður hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann.

Þannig að Jesús talar sjálfur um helvíti.

Aron (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 17:40

8 identicon

Það gleður mig mjög að lesa þig hafna þessari viðurstyggilegu kenningu. Þetta eru sterkustu rökin gegn trú þeirra sem trúa á ævarandi pyntingar í helvíti og góðan Guð, sú staðreynd að það er einfaldlega bein mótsögn!

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 18:19

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri - kynna sér málin fyrst!

t.d. Kaþólska kirkjan, Krossinn, Fíladelfía og hin íslenska Krists kirkja.

Rangt, bentu mér á þann stað sem er fullyrt um helvíti frá minni kirkju. Helvíti er að mínu mati aðskilnaður frá Guði, og hefur ekkert með grill að gera, ég hélt að við hefðum útkljáð þetta fyrir löngu síðan? Hvað var svona óskýrt?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.2.2010 kl. 18:38

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Rangt, bentu mér á þann stað sem er fullyrt um helvíti frá minni kirkju.

Rangt hjá þér. Á heimasíðu kirkjunnar þinar er sagt: "Íslenska Kristskirkjan er lútherskur söfnuður og því er kenningargrundvöllur hans í aðalatriðum sá sami og þjóðkirkjunnar." og "Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lútherskra safnaða." Það sem ég vitnaði í fyrr í þessum þræði er úr aðaljátningu lútherskra manna. Kirkjan þín trúir þessu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.2.2010 kl. 19:15

11 identicon

Já, Mofi mér finnst þetta góð rök annað en eitthver 2000 ára gömul bók sem ætti að geyma í skáldskapahillum á bókasöfnum.

Guð skapaði heiminn á 6 dögum en það tekur konu 9 mánuði fyrir barn að koma í heiminn.

Arnar M (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 19:42

12 Smámynd: Mofi

Aron
Þannig að Jesús talar sjálfur um helvíti.

Margar Biblíuþýðingar nota orðið helvíti til að þýða nokkur grísk orð og hebreska orðið "sheol". Maður má samt ekki lesa heila kenningu í eitt orð og síðan leyfa einhverjum að nota það orð og þá vera búinn að sanna eitthvað. Málið er að Biblían er ekki með lýsingu á eilífum kvölum sem refsingu syndara.

Hef fjallað um hvað Biblían segir um þetta í öðrum greinum, sjá:

Mofi, 24.2.2010 kl. 00:25

13 Smámynd: Mofi

Helgi
Það gleður mig mjög að lesa þig hafna þessari viðurstyggilegu kenningu. Þetta eru sterkustu rökin gegn trú þeirra sem trúa á ævarandi pyntingar í helvíti og góðan Guð, sú staðreynd að það er einfaldlega bein mótsögn!

Akkúrat, augljós mótsögn. Takk fyrir heimsóknina.

Mofi, 24.2.2010 kl. 00:26

14 Smámynd: Mofi

Haukur
Rangt, bentu mér á þann stað sem er fullyrt um helvíti frá minni kirkju. Helvíti er að mínu mati aðskilnaður frá Guði, og hefur ekkert með grill að gera, ég hélt að við hefðum útkljáð þetta fyrir löngu síðan? Hvað var svona óskýrt?

Ég tók fram að það eru mismunandi hugmyndir um helvíti:

Stað eða ástand þar sem syndarar kveljast að eilífu. Í sumum útgáfunum eru þetta andlegar þjáningar, í öðrum útgáfum eins og Kaþólsku kirkjunni þá erum við að tala um eld og brennistein.

Eins og ég skildi þína afstöðu þá er hún eilífar andlegar kvalir, þá líklegast vegna aðskilnaðar frá Guði.  Aðeins skárra en pyntingar með eldi en samt eilífar kvalir. Af hverju að halda í þetta?  Er þetta hugmyndin um eilífa sál sem er að spila hérna inn í?

Mofi, 24.2.2010 kl. 00:30

15 Smámynd: Mofi

Arnar
Já, Mofi mér finnst þetta góð rök annað en eitthver 2000 ára gömul bók sem ætti að geyma í skáldskapahillum á bókasöfnum

Allt í lagi, þá skal ég reyna að svara því.

Mofi, 24.2.2010 kl. 00:30

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti

Rangt hjá þér. Á heimasíðu kirkjunnar þinar er sagt: "Íslenska Kristskirkjan er lútherskur söfnuður og því er kenningargrundvöllur hans í aðalatriðum sá sami og þjóðkirkjunnar." og "Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lútherskra safnaða." Það sem ég vitnaði í fyrr í þessum þræði er úr aðaljátningu lútherskra manna. Kirkjan þín trúir þessu.

Svar þitt kemur svo sem ekki á óvart, þar sem þinn söfnuður er mun bókstafstrúaðri en minn. Við trúum þessu kannski í aðalatriðum, en ekki í smáatriðum eins þú vísar til á trú.is - þar liggur himinn og haf á milli.

Mofi - þú ert þá skilja mig rétt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.2.2010 kl. 10:11

17 Smámynd: Mofi

Haukur, af hverju ertu að halda í þetta með eilífa sál?  Hefur þú einhverjar Biblíulegar forsendur til að trúa að þessu? 

Hérna er fjallað um þetta efni: http://www.helltruth.com/q-a/undying-immortal-soul.aspx

Mofi, 24.2.2010 kl. 10:17

18 Smámynd: Mofi

Haukur, þú lítur svo á að ( að ég best veit ) að Lútherska kirkjan er nokkvurn vegin þín kirkja svo þá finnst þér kannski forvitnilegt að vita hvað Lúther sagði um þetta efni:

Martin Luther
Salomon judgeth that the dead are a sleepe, and feele nothing at all. For the dead lye there accompting neyther dayes nor yeares, but when they are awoken, they shall seeme to have slept scarce one minute.

....
. . . that he [the pope] is emperor of the world and king of heaven, and earthly god; that the soul is immortal, and all these endless monstrous fictions [portenta] in the Roman rubbish heap of decretals

...

For just as a man who falls asleep and sleeps soundly until morning does not know what has happened to him when he wakes up, so we shall suddenly rise on the Last Day, and we shall know neither what death has been like or how we have come through it. We are to sleep until he comes and knocks on the grave and says, 'Dr. Martin, get up.' Then I will arise in a moment and will be eternally happy with him

Mofi, 24.2.2010 kl. 10:37

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svar þitt kemur svo sem ekki á óvart, þar sem þinn söfnuður er mun bókstafstrúaðri en minn.

Guðsteinn, um hvað ertu að tala? "Söfnuðurinn" minn telur biblíuna bara vera eitthvað helgi- og goðsagnasafn. Gætirðu, svona til tilbreytingar, útskýrt hvað þú átt við með því að kalla mig bókstafstrúaðan?

Við trúum þessu kannski í aðalatriðum, en ekki í smáatriðum eins þú vísar til á trú.is - þar liggur himinn og haf á milli.

Þannig að Kristskirkjan trúir á helvíti "í aðalatriðum, en ekki í smáatriðum"?

Sú hugmynd að helvíti sé ekki eilíft kvalarlíf er sérstaklega fordæmt í þessari jatningu, aðaljátningu lútherskra manna. Þetta er ekki eitthvert "smáatriði" í játningunni. Hefurðu spurt Friðrik út í þetta?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.2.2010 kl. 10:53

20 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

LOL, þetta er Guðsteinn: 

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.2.2010 kl. 11:20

21 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

http://www.youtube.com/watch?v=PK7P7uZFf5o&feature=player_embedded

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.2.2010 kl. 11:21

22 Smámynd: Mofi

Sigurður, þetta eru óneitanlega algeng viðbrögð kristinna sem þekkja ekki Gamla Testamentið vel. Það er miður en það eru sannarlega betri svör þó að mig grunar að þér mun ekki líka vel við þau.

Mofi, 24.2.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband