16.2.2010 | 11:34
Valdið yfir prentun peninga
Ég trúi að það er hellings sannleikur í þessari skýrslu. Málið er að í gegnum ár þúsundin þá hefur verið barátta um hver stjórnar útgáfu peninga. Þetta er vald sem virðist vera mjög vanmetið í þessari umræðu, að minnsta kosti lítið fjallað um það.
Langar að benda á mynd sem ég fjallaði um fyrir ekki svo löngu sem fjallar um þessa sögu þessara valda baráttu, sjá: The Money Masters
Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjármál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langar líka benda á mjög góða bók um sögu peninga. Hún heitir "The Lost Science of Money" eftir Stephen Zarlenga. Hann heldur líka úti vefsíðunni monetary.org þar sem hægt er að nálgast bókina.
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 16.2.2010 kl. 11:41
Baráttan um valdið til að gefa út peninga er hvorki meira né minna en stríðið mikla sem hefur geisað um aldir.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2010 kl. 12:38
Takk fyrir það Egill, verður forvitnilegt að skoða þetta.
Guðmundur, sem ætti að gefa okkur smá innsýn inn í það hve mikið gæfuspor það væri fyrir Ísland að taka upp Evru. Gjaldmiðil sem við höfum enga stjórn á. Ég að vísu veit ekki hve mikla stjórn á krónunni við höfum og væri gaman að fá að vita meira um það. Að minnsta kosti hafa Bandaríkjamenn mikla stjórn á dollaranum; kannski of mikla og hafa misnotað það all verulega og kannski mun það koma þeim í koll.
Mofi, 16.2.2010 kl. 13:34
Bandaríkjamenn sem samfélag hafa enga stjórn á dollaranum og hafa ekki haft síðan 1913 þegar lögin um seðlabanka Bandaríkjanna voru svikin í gegnum þingið bókstaflega í skjóli nætur. Seðlabankinn er stjálfstætt fyrirtæki sem er í eigu einkabanka (raunar hafa allir seðlabankastjórar í gegnum tíðina neitað að gefa upp hverjir eigi bankann). Hann virkar á sama hátt og OPEC gerir fyrir olíframleiðendur, þ.e. að stjórna framboði á peningum eigendum sínum (ekki samfélaginu) til hagsbóta. Mig grunar að það sé styttra en flesta grunar í að orð Actons lávarðar rætist:
"The issue which has swept down the centuries
and which will have to be fought sooner or later
is the people versus the banks."
Egill Helgi Lárusson, 16.2.2010 kl. 14:30
Egill, en stjórnvöld hafa getað prentað pening í gegnum þá allan þennan tíma ekki satt?
Ég held að Acton lávarður vissi hvað hann var að tala um. Það er bara spurning hvenær almenningur áttar sig á þessum raunveruleika. Ég að minnsta kosti held að þetta er raunveruleikinn. Efast um að það er þannig hér á landi, eða hvað?
Mofi, 16.2.2010 kl. 14:46
Jú vissulega hafa stjórnvöld getað prentað peninga, en einhverja hluta vegna eftirláta þau bankakerfinu þessi forréttindi. Þú getur rétt ímyndað þér hversu mikið þjóðfélagið myndi batna ef stjórnvöld myndu átta sig á því að valdið til að búa til peninga liggur hjá þeim. Hér væri hægt að fara af stað með fullt af framkvæmdum til að örfa efnahagslífið án þess að ríkið stofni til skulda né borgi krónu (af skattfé almennings) í vexti.
Almenningur áttar sig því miður ekki ennþá fyllilega á rót vandans (peningaframleiðslu bankanna), horfa fryst og fremst á græðgina sem einkennir bankamenn. Ég hef reynt að benda á þessa staðreynd og vægast sagt mætt litlum skilningi. Það er eins og fólk átti sig ekki á valdinu sem fygir því að ráða yfir peningaframleiðsu hagkerfis. Því sá sem gerir þá ræður öllu því sem hann vill ráða eða eins og Mayer Rothschild sagði á sínum tíma:
"Give me control of a nation's money and I care not who makes the laws"
Ford sagði líka:
"It is well enough that people of the nation do not understand our banking and monetary system, for if they did, I belive there would be a revolution before tomorrow"
Egill Helgi Lárusson, 16.2.2010 kl. 17:00
þú ert eitthvað að rugla saman kerfinu hér heima og þvi sem er í BNA Egilll, stjórnvöld hér hafa fullt vald yfir því að prenta peninga..
En ekki heldur þú í alvöru að það sé bara hægt að prenta hér peninga til að örva efnahagslífið?
Cicero (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 03:24
Cicero, eini munurinn á bankakerfinu hér á landi og í USA er bein seðlaprentun. Að öðru leyti er bankakerfið allstaðar eins. Að sjálfsögðu er hægt að "prenta" peninga til að örva hagkerfið. Þú verður að átta þig á því að það þarf að búa til peninga á hverju ári til að mæta verðmætasköpun. Hingað til hefur ríkisvaldið (samfélagið) eftirlátið bönkunum þessi forréttindi. Hér fyrir aftan læt ég tölur frá seðlabankanum yfir aukningu á heildarpeningamagni í umferð (M3). Hlutur seðla og mynta í þessum tölum er einungis 1%, restin er framleitt af bönkunum.
1998 15%
1999 17%
2000 11%
2001 15%
2002 15%
2003 17%
2004 15%
2005 23%
2006 19%
2007 57%!!!
2008 36%
Ef við síðan höfum í huga að ef peningamagn er aukið of mikið eykur það verðbólgu. Með hliðsjón af því að bankarnir búa til 99% af öllu fjármagni má segja að bankakerfið beri ábyrgð á 99% af allri verðbólgu
Egill Helgi Lárusson, 17.2.2010 kl. 08:54
Það er stór munur á "central bank" okkar íslendingar og síðan "central bank" bandaríkjanna - gígantískur munur.
Hér á landi er central bankinn algjörlega undir stjórn ríkisins, hann er það hinsvegar ekki í BNA, að þú skulir halda þessu fram lýsir algjöru þekkingarleysi á umræðuefninu
í 1. gr. laga nr. 36/2001 - Lög um Seðlabanka Íslands segir
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Um stjórn hans fer samkvæmt lögum þessum.
Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans.
5. gr segir
Seðlabanki Íslands hefur einkarétt til þess að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar.
7. gr.
Seðlabanki Íslands getur veitt lánastofnunum, sem geta átt innlánsviðskipti við bankann, lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem bankinn metur gildar.
Bankastofnanir fá því engin lán (það sem þú kallar heimild til að prenta peninga) nema gegn tryggingum sem bankinn (seðlabankinn) tekur gildar
Það er sumsé ALFARIÐ undir Seðlabanka Íslands komið hversu mikið magn peninga er í umferð hér á landi, hvort sem það eru seðlar, mynt eða inneignir á reikningum bankanna sem síðan eru lánaðar út
Vinsamlega kynntu þér þessi mál almennilega áður en þú ferð að breiða út svona vitleysu
Það er síðan alveg rétt að bankar geta lánað út peninga af innlánsreikningum sinna viðskiptavina og halda aðeins eftir hluta innlána, en það er gert skv ákveðnum reglum og undir eftirliti... þetta er hinsvegar ekki ígildi þess að prenta peninga því skv bankalögum verða bankar að eiga í kröfum og eignum sem samsvarar innlánseignum sinna viðskiptavina
Þetta þýðir hinsvegar ekki að Landsbankinn geti tekið upp á því að lána hingað og þangað peninga sem ekki eru til
Cicero (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 15:06
Svo er þessi hugsun þín um hlutfall seðla og mynta á einhverjum misskilningi byggð og kemur þessu máli bara ekkert við... stærsti hluti viðskipta með peninga fer fram með rafrænum hætti eða með ávísunum... kemur það til af þeirri einföldu ástæðu að seðlar eru ekki hentug leið til að stunda miljóna, tugmiljóna og hundruð miljóna viðskipti af augljósum ástæðum
Cicero (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 15:09
Cicero, þegar ég tala um að bankar búi til peninga þá nota ég gæsalappir ("prenta"). Ég veit fullvel að megnið af peningum eru rafrænir, hef aldrei talað um annað. Á Íslandi er 99% af öllu fjármagni rafrænt og búið til af bönkum sem skuldir. Ég hef lesið mjög mikið um peningamál og tel mig hafa mikla þekkingu á því. Þú hefur, að því er mér sýnist, ekki "clue" þegar kemur að peningamálum, tilgangi peninga né heldur hvernig þeir verða til í hagkerfinu.
Það er enginn "gígantískur" munur á seðlabönkum Íslands og USA. Eini munurinn liggur í eignarhaldinu. Það hvernig þeir starfa er hins vegar eins. Ef þú heldur virkilega að starfsemi seðlabanka Íslands sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum seðlabönkum, þá undirstrikar það bara þekkingarleysi þitt í þessum málum. Sem aðili að BIS þá skuldbindur seðlabankinn sig til að starfa á sama hátt og aðrir seðlabankar sem aðild eiga að BIS. Ef þú þarft einhvern með meira "authority" en ég til að segja þér hvernig í pottinn er búið þá bendi ég þér á að senda tölvupóst á Michael Hudson hagfræðing og spyrja hann hvort bankar búi ekki til peningana í hagkerfinu úr engu (out of thin air). Netfangið hans er mh@michael-hudson.com og hann er snöggur að svara.
Mér er svo sem nokk sama hver skoðun þín er á þessum málum, ég ætla mér ekki að rífast við þig um það en margir voru brjálaðir á sínum tíma þegar hugmyndir um að jörðin væri hvorki flöt né í miðju alheimsins fóru af stað. Ýmsir vildu þá jafnvel dauða sem þetta studdu. En stundum er það nú bara svo að heimsmynd manns er ekki eins og maður heldur.
Egill Helgi Lárusson, 18.2.2010 kl. 14:11
Þú sagðir hér ofan að þar sem að einungis 1% peningaumferðar færi í formi seðla þá þýddi það 99% af öllu fjármagni í umferð væru einhverjri matador peningar framleiddir af bönkunum.. sem er tóm tjara
Bankar búa heldur ekki til peninga úr þunnu lofti eins og þú heldur fram heldur geta þeir ekki lánað peninga nema hafa til þess stofn, annaðhvort í formi innlána eða útistandandi krafna
Er það ekki munur á eignarhaldi að vera annarsvegar ríkisrekið og hinsvegar einkarekið Egill?
Að vera undir stjórn einhverra bankamanna eða ríkisins? Central banki hverrar þjóðar hefur mikil völd og að halda því fram að það sé enginn grundvallarmunur á því að slík stofnun sé undir stjórn einkaaðila eða ríkis er hreinlega vitfirra og ekkert annað
Svo ert þú einfaldlega að rugla saman magni seðla og myntar í umferð annarsvega og svo raunverulegu fjármagni sem laust er í hagkerfinu hinsvegar...
Ef að ég nýti bara seðla og mynt í 1% af mínum viðskiptum þá þýðir það ekki að allir aðrir peningar sem ég nota á rafrænan hátt eða með ávísunum séu platpeningar er það?
Peningarnarir sem ég á inni á banka eru alveg jafn raunverulegir og peningaseðlarnir í veskinu mínu
Cicero (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:23
Það má vel vera að þú hafir lesið mikið um peningamál Egill, það breytir því ekki að þú ert að blanda saman í þínum málflutningi algjörlega óskyldum hlutum.. það er víða pottur brotinn í efnahagsstjórn bæði okkar og annarra landa það er enginn að neita því.... bankar hér á landi hafa samt ekki völd til þess að búa hér til peninga úr einhverju sem er ekki til...
Ég hef líka lesið ýmislegt um bankamál enda stór þáttur í mínu námi
Cicero (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:28
Það sem hefur klikkað hér undanfarin ár er það að bankar hafa verið að lána út peninga án þess að hafa á móti því fullnægjandi eða áreiðanlegar tryggingar
Cicero (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:29
Cicero, endilega horfðu á myndina sem ég benti á í færslunni.
Mofi, 18.2.2010 kl. 15:27
Þessi mynd fjallar ekki um hagkerfið á íslandi mofi og það sem Egill fullyrti um það og ég var að mótmæla
Cicero (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 16:04
Cicero, ég geri ráð fyrir að þú sért í hagfræðinámi. "Mainstream" hagfræði er á villigötum enda eru allar hagfræðideildir helstu háskóla heimsins stryktar af fjármálafyrirtækjum og flestir hagfræðingar vinna hjá bönkum. Skora enn og aftur á þig að senda tölvupóst á MH. Ef þú virkilega heldur að bankakerfið hér á landi sé öðruvísi en allsstaðar annarsstaðar í vestrænum heimi þá ættir þú kannski að huga að því að læra eitthvað annað (þ.e. ef þú ert í hagfræðinámi).
Þú segir:
"Bankar búa heldur ekki til peninga úr þunnu lofti eins og þú heldur fram heldur geta þeir ekki lánað peninga nema hafa til þess stofn, annaðhvort í formi innlána eða útistandandi krafna"
Málið er að það er engin bindiskylda lengur á bönkunum þannig að þeir geta lánað margfaldann stofninn. Northren Rock bankinn í Bretlandi lánaði t.d. 372% af innlánum og RBS láni að mig minnir 180%
Egill Helgi Lárusson, 18.2.2010 kl. 17:15
it's a conspiracy !
Egill, 18.2.2010 kl. 19:10
Nei Egill, ég er ekki í hagfræðinámi - ég er í viðskiptalögfræði
Ég er ennþá að tala um ísland, afhverju ert þú að tala um erlenda banka?
83. og 84 gr. laga um fjármálafyrirtæki segja
83. gr. Laust fé.
Fjármálafyrirtæki skulu kappkosta að hafa ætíð yfir að ráða nægilegu lausu fé til að geta innt af hendi úttektir á innlánsfé og aðrar greiðslur sem starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækis fylgja.
84. gr. Eiginfjárgrunnur fjármálafyrirtækis eins og hann er skilgreindur í 4. mgr. skal á hverjum tíma nema að lágmarki 8% af áhættugrunni. Stjórn og framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækis skulu reglulega leggja mat á eiginfjárþörf fyrirtækisins með hliðsjón af áhættustigi þess og skal niðurstaða slíks mats, sem ekki getur verið lægra en skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar, teljast hlutfall eiginfjárgrunns af áhættugrunni. Fjármálaeftirlitið getur krafist þess að fjármálafyrirtæki sem ekki uppfyllir ákvæði þessarar greinar grípi tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta. Til að fylgja eftir kröfum Fjármálaeftirlitsins er því heimilt að mæla fyrir um:
a. hærri eiginfjárgrunn en sem nemur 8% af áhættugrunni,
b. endurbætur á innri ferlum,
c. niðurfærslu á eignum við útreikning á eiginfjárgrunni,
d. hömlur á eða takmörkun á starfsemi fjármálafyrirtækis,
e. að dregið sé úr áhættum sem starfsemi fjármálafyrirtækis felur í sér.
Cicero (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 22:19
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=5855bf1a-b655-409b-af10-16bc7b987719
Hér getur þú kynnt þér reglur um bindiskyldu
Cicero (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 22:25
Ég er að tala um erlenda banka vegna þess að a) þar hefur maður tölur á meðan upplýsingar íslensku bankanna eru mjög af skornum skammti og b) vegna þess að bankakerfi í öðrum löndum er rekið í grundvallar atriðum á sömu forsendum.
Varðandi bindiskylduna þá er það val seðlabankans að beita henni. Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri sagði einmitt efnislega í viðtali í fyrra þegar hann var spurður hvers vegna bindiskyldunni hafi ekki verið beitt: "það er nú bara ekki í tísku að beita bindiskyldu". Bindiskyldu hefur ekki verið beitt hér síðan 2002.
Ég skora á þig að skoða þessa mynd sem Mofi er að benda á (Money Masters). Það sýnir ótrúlega þröngsýni að afskrifa þessa mynd af því að hún fjallar ekki um íslenskt hagkerfi!
Egill Helgi Lárusson, 19.2.2010 kl. 09:52
Ég hef horft á þessa mynd... ég er bara ekkert að ræða þessa mynd
Þú varst hér með ákveðnar fullyrðingar um íslenskt bankaumhverfi, reglur og lög sem þú augljóslega hefur ekki þekkingu á, ég var að mótmæla því.
Bankar á Íslandi hafa ekki heimild til að búa til peninga, í neinum skilningi þess orðs, það að þeir hafa hinsvegar stundað það að standa í útlánum án fullnægjandi trygginga er hinsvegar annað mál.
Eigið fé íslenskra banka verður eins og stendur í lagagreininni sem ég setti inn hér ofar ALLTAF að standa undir að minnsta kosti 8% af áhættugrunni þeirra... skiljir þú hvað það þýðir þá sérðu líka að fullyrðingar þínar hér ofar um íslenska banka eru ekki réttar..
Það hvað bankar í Bretlandi og BNA gera koma því nákvæmlega ekkert við
Cicero (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 17:25
Fullyrðing þín um að þar sem einungis 1% af viðskiptum hér á landi færu fram í seðlum væri einhver rök fyrir því að 99% verðbólgu væri búin til í bönkum er líka röng... af þeim augljósu ástæðum sem ég nefndi hér ofar og þú hefur ekki svarað
Cicero (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 17:27
Heldur þú að bankar annars staðar búi ekki við sömu lög? Öll bankakerfi sem eiga aðild að BIS notast við BASEL I reglurnar sem síðan eru sett inn í lög hvers lands. Þú einblínir um of á tréð og sérð þ.a.l. ekki skóginn.
Egill Helgi Lárusson, 20.2.2010 kl. 12:46
Þú virðist vaða hérna úr einu í annað Egill... þessar reglur um bindiskyldu sem birtar eru af seðlabankanum eru þær reglur sem fjármálastofnanir þurfa að fara eftir
Lögin sem gilda um fjármálastofnanir eru þau lög sem farið er eftir, alþjóðlegir sáttmálar eða reglur ganga aldrei framar landslögum nema vera sérstaklega leidd í lög.. Basel I eru ekki reglur heldur staðlar hvers stoðir eru innan laga um fjármálafyrirtæki og eru þar í áðurnefndri 84. gr. ... Basel fjallar þess heldur ekki um bindiskyldu heldur um eigið fé og áhættustýringu fjármálafyrirtækja
Við þetta má svo bæta að nýr staðall tók við af Basel I árið 2007 og heitir hann því frumlega nafni Basel II, skv þeim er lágmarkseiginfjárhlutfall hækkað úr 8% í 12%
Lög skv þessum nýju stöðlum hafa enn ekki verið tekin upp hér og því er hlutfallið hér ennþá 8%, það sýnir þó enn og aftur að alþjóðlegar reglur, staðlar og tilskipanir eru marklausar hér á landi þangað til þau hafa verið leidd í lög
Annars skil ég ekki alveg hvað þú ert að fara með því að tala um Basel í þessu sambandi því þær fjalla nákvæmlega ekkert um bindiskyldu og sé farið eftir þeim er það sem þú hefur haldið hér fram um "prentun peninga" allsendis ómögulegt, enda þurfa fjármálastofnanir skv þeim eins og áður segir að eiga í formi eigin fjár 12% hið minnsta af öllum áhættuskuldbindingum.. þ.e. Útlánaáhættu (e. credit risk), markaðsáhættu (e. market risk) og rekstraráhættu (e. operational risk).
Þú hefur svo ekki enn svarað fyrir þessa vitleysu þína með magn seðla í umferð hverju sinni og hvaða samhengi er milli þess og meintri sök bankastofnana á verðbólgu
Cicero (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 14:38
Ætli það lýsi ekki ágætlega þekkingarskorti þínum á umræðuefninu að þú minnst hér á Basel staðla sem ég var þá þegar búinn að nefna.. nema bara að ég vísaði beint í lagagreinina sem byggð er á þessum reglum í stað staðlanna sjálfra..
Þú getur ekki verið mjög vel að þér í fræðunum ef þú komst ekki auga á það að ég hafði þegar bent á lagagreinina sem byggði á þessum stöðlum í fyrra svari
Cicero (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.