Helvíti - fyrirlestur í Aðvent kirkjunni

Fyrir nokkru þá auglýsti ég námskeiðið Biblían í nýju ljósi en næsta hvíldardag er umræðuefnið helvíti. Aðventistar trúa því að helvíti sem sérstakur staður þar sem fólk kveljist í eldi sé ekki til heldur að laun syndarinnar er dauði. Ég mun kynna þetta efni og koma með þau rök sem sannfærðu mig um að þetta væri rétt afstaða og síðan eru umræður á eftir.

Ég vil endilega hvetja aðra kristna sem eru forvitnir um þetta efni, sérstaklega þá sem eru kannski ekki svo sáttir við hugmyndina um eilífar kvalir sem kirkja þeirra kennir að koma í heimsókn og kynna sér málið.

Þetta verður næsta hvíldardag, þann 13. febrúar í Aðvent kirkjunni, Ingólfsstræti 19 klukkan ellefu.

Aðventkirkjan-kort


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú verður að fara að æfa þig í viðtengingarhættinum, Mofi.

"Aðventistar trúa því að helvíti SÉ staður, þar sem fólk KVELJIST í eldi, SÉ ekki til, heldur að laun syndarinnar SÉU dauði. Ég mun kynna þetta efni og koma með þau rök sem sannfærðu mig um að þetta væri [sko þig!] rétt afstaða, en síðan eru umræður á eftir."

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 12.2.2010 kl. 16:34

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, fyrirgefðu.

"Aðventistar trúa því að helvíti SEM [eins og þú sagðir] staður, þar sem fólk KVELJIST í eldi, SÉ ekki til," o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 12.2.2010 kl. 16:36

3 Smámynd: Mofi

Takk fyrir þetta Jón. Ég neita því ekki, ég er alveg hræðilegur í þessum viðtengingarhætti.

Vona að sjá þig :)

Mofi, 13.2.2010 kl. 01:04

4 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Helvíti er staður þar sem bessavíssar messa yfir þig.

Jakob Andreas Andersen, 13.2.2010 kl. 17:12

5 Smámynd: Baldur Blöndal

Áttu ekki við viturbeta Jakob? </grín>

Er reyndar hjartanlega sammála Jakobi

Baldur Blöndal, 13.2.2010 kl. 18:21

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Jæja, Mofi. Hvernig var í Helvíti?

Sigurður Rósant, 14.2.2010 kl. 16:49

7 Smámynd: Mofi

Jakob, það væri sannarlega frekar ömurlegt :)

Rósant, svaka fínt.  Verst að það vantaði einhverja sem voru ósammála mér en, gengur bara betur næst.

Mofi, 15.2.2010 kl. 12:40

8 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Smá leiðrétting Mofi og Jón Valur.  Að mínu mati ætti þetta að vera svona: "Aðventistar trúa því að helvíti sem sérstakur staður, þar sem fólk kvelst í eldi, sé ekki til heldur að laun syndarinnar sé dauði."

Ég hef séð, Jón Valur, að þú ert prýðilega máli farinn og skil vel að þú sért að benda Mófa á að hann ætti að fara að æfa sig í viðtengingarhættinum.  En það er einhvernvegin þannig, að þegar búið er að segja einhverja vitleysu, þá fer hún að flækjast fyrir manni.

Ég er t.d. sjálfur búinn að benda Mófa á það hve mikið þessi algeri skortur á viðtengingarhætti skemmir það sem hann skrifar.  Það dregur dálítið úr trúverðugleika hans.

Theódór Gunnarsson, 18.2.2010 kl. 22:48

9 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Ég get ekki lesið annað úr ritningunum en að helvíti er staður þar sem fólk kvelst að eilífu. 

Mar 9:42-48 - Þar er talað um helvíti, Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.

Jes 66:20-24 - Verið að tala um hina nýju jörð - Þar sem lýðurinn gengur út á tunglkomudögum og hátíðum og sjá hræ þeirra manna sem hafa rofið trún við YHWH og eins er þessu lýst þar ormur sem deyr ekki og eldur sem slokknar ekki

Ég hef heyrt fólk nota rökin að Sheol sé bara gröf, en það stenst ekki. qibrah/qeber er notað yfir gröfina og sheol kannski í undantekningartilvikum, eins og ruach gæti verið notað yfir vindinn. Það er stundum talað um Sheol í mörgum lögum.

&#x5E7;&#x5D1;&#x5E8;&#x5D4; &#x5E7;&#x5D1;&#x5E8; = qeber qibrah = Gröf

&#x5E9;&#x5C1;&#x5D0;&#x5DC; &#x5E9;&#x5C1;&#x5D0;&#x5D5;&#x5DC; = sheol = Dánarheimar

Deu 32:22 Því að eldur kviknaði í nösum mér, og hann logar lengst niður í undirheima, eyðir jörðina og ávöxtu hennar og kveikir í undirstöðum fjallana.

- Á enskunni to the lowest sheol

Num 16:30 En ef YHWH gjörir nýjan hlut og jörðin lýkur upp munni sínum og svelgir þá og allt, sem þeir eiga, svo að þeir fara lifandi niður til Heljar, þá megið þér af því marka, að þessir menn hafa smáð YHWH."

Alexander Steinarsson Söebech, 27.9.2010 kl. 18:51

10 Smámynd: Mofi

Alexander
Mar 9:42-48 - Þar er talað um helvíti, Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.

Það er engin spurning að Biblían talar um eldsdíki og þar munu syndarar lenda í. Spurningin er, er það ástand eilíft.

Því miður er ég latur í dag, sorry, mikið að gera, að ég ætla að vísa í svar við þessu:  http://www.helltruth.com/q-a/their-worm-dieth-not.aspx

Alexander
Jes 66:20-24 - Verið að tala um hina nýju jörð - Þar sem lýðurinn gengur út á tunglkomudögum og hátíðum og sjá hræ þeirra manna sem hafa rofið trún við YHWH og eins er þessu lýst þar ormur sem deyr ekki og eldur sem slokknar ekki

Já, hræ, ekki lifandi fólk að kveljast enda hver væri tilgangurinn með því að halda fólki á lífi? Ef það er til að kvelja það, væri Hitler þá ekki kærleiksríkari en Guð?

Alexander
Ég hef heyrt fólk nota rökin að Sheol sé bara gröf, en það stenst ekki.

Það stendst mjög vel enda þýtt sem gröf í helmingi tilfella í King James og þegar kemur að hebreskum útgáfum af Gamla  Testamentinu þá er það alltaf gröf og orðið helvíti kemur ekki fyrir.

Hérna er síða sem fer yfir svona þýðingar, sjá: http://flyinabove.bloghi.com/2005/12/01/bible-translations-that-have-eliminated-the-pagan-word-hell.html

Ég hef skrifað slatta um þetta en vildi svara þér áður en ég benti þér á það. Hérna eru nokkur dæmi:

Ég skil ef þú nennir ekki að fara í gegnum allt þetta en ég virkilega hvet þig til að hlusta á þessa tvo fyrirlestra um helvíti, sjá: http://www.helltruth.com/free-resources/free-video-library.aspx

Mofi, 29.9.2010 kl. 10:38

11 Smámynd: Alexander Steinarsson Söebech

Þetta er áhugavert efni, ég er búinn að lesa þessi blog þín og skoða þessar tvær kennslur en ég hef enn margar spurningar.

Nú talar Doug um að þegar að maður deyji þá sé það í raun og veru eins og svefn. Það stendur á mörgum stöðum í ritningunni og ég hef ekkert út á það að setja þannig séð. En hvað er svefn? Þegar ég sef, þá upplifi ég tilfinningar, ég get orðið hræddur, reiður, glaður og upplifað allskonar hluti. Svefn er ekki það sama og allt búið og ekkert meira.

Við sjáum í biblíunni þá er talað um hinn fyrsta dauða og hinn annann dauða. Ef við skoðum hvað gerist eftir hinn fyrsta dauða að þá hætta manneskjurnar ekki að vera til. Þær virðast vera geymdar á einhverjum stað, þar til að Yeshua mun koma aftur og hver og einn verður dæmdur. Við getum séð að Sál lætur kalla í Samúel og ég get ekki séð að þetta hafi verið illur andi sem hafi komið. Ritningin talar um að Samúel hafi sjálfur komið og talað við Sál. Einnig getum við séð á ummyndunarfjallinu, þar talar Yeshua við Móse og Elía, þeir voru báðir dánir og ekki voru þeir sofandi í gröfinni. Enok gekk með YHWH og hvar er hann í dag?

Einnig með Jónas, hann fór í Sheol í 3 daga og 3 nætur (Jon 2:2) eins og Yeshua fór í Sheol í 3 daga og 3 nætur. Við sjáum það greinilega að hann var með meðvitund og vissi hvað var í gangi. Hann áttaði sig á því að þarna myndi hann verða fastur um eilífð og hann þjáðist þar. En YHWH bjargaði honum úr Sheol og hann kom aftur og predikaði fyrir Nínívemenn.

Það eru notuð önnur orð fyrir gröfina bæði í hebreskunni og grískunni, í hebreskunni eru td. eftirfarandi orð notuð yfir gröfina, en almennt þegar verið er að tala um sheol þá á það ekki við gröfina heldur við dánarheima.

H6912 &#x5E7;&#x5D1;&#x5E8; qa&#x302;bar &#150; To bury (að grafa e-n)

H6913 &#x5E7;&#x5D1;&#x5E8;&#x5D4; / &#x5E7;&#x5D1;&#x5E8; qeber / qibra&#x302;h &#150; Grave, Sepulchre, Tomb (gröf/grafhýsi)

Ég skal taka nokkur dæmi

Við getum heimsótt og farið inn í grafir/grafhýsi manna og gengið út aftur (2.Kon 23:16), en við getum ekki heimsótt og gengið inní/út úr Sheol eftir hentugleika.

Ef einhver snertir gröf þá er hann óhreinn í 7 daga (Num 19:16). En það er aldrei talað um að hægt sé að snerta einhvern í Sheol og verða óhreinn

Sálm 30:3 &#150; Hann er á lífi þarna og fer til Sheol, og þakkar YHWH fyrir hann skyldi hafa bjargað honum og haldið honum á lífi.

Amos 9:2 og Sálm 139:8 &#150; Hér er talað um Sheol og sha&#x302;mayim (himininn). Alveg eins og maður getur ekki af sjálfsdáðum stigið upp til himins alveg eins er ekki hægt að grafa niður til Sheol.

Sálm 141:7 &#150; Beinin eru dreifð við gin Sheol, ekki í Sheol heldur við innganginn.

Sálm 49:15, 89:48, 86:13 &#150; YHWH bjargar sálinni frá Sheol. Líkamanum er ekki bjargað, heldur sálinni.

Deu 32:22 &#150; YHWH talar um eld sem logar niður í lægstu parta Sheol &#150; Ef að sheol er bara gröfin, hvernig getur hún þá verið í mörgum lögum?

Num 16:33 &#150; Þeir fóru lifandi niður til Sheol

Rev 20:10 And the devil that deceived them was cast into the lake of fire and brimstone, where the beast and the false prophet are, and shall be tormented day and night for ever and ever.

Nú er talað um þarna að vera kvaldir dag og nótt að eilífu, ég heyrði útskýringu Doug á þessu, en ég er ekki að kaupa hana. Því að ef fólk vill túlka að eilífu sem smá tíma, þá hlýtur að þurfa að túlka í sömu bók þegar það er talað um að hinir réttlátu munu ríkja að eilífu sem smá tíma og eins að Yeshua muni þá ekki ríkja að eilífu í raun og veru, heldur bara um stutta stund. Það einfaldlega gengur ekki upp og er ekki það sem biblían er að tala um. Þegar hún talar um að þeir muni kveljast að eilífu þá munu þeir kveljast að eilífu. YHWH er réttlátur Guð og hann dæmir réttláta dóma. Hann er búinn að aðvara okkur við, ef að við ákveðum að óhlýðnast honum þá verðum við að taka afleiðingum gjörða okkar.

Svo er það einnig í sambandi við sem Doug talar um, að það verði að vera endir á eldinum þar sem hann skapar nýjann himinn og nýja jörð. En hvað ef við förum í nýjann himinn og nýja jörð og þessi verður að eilífu brennandi?

Já, ég gæti haldið áfram heillengi en ég ætla að láta þetta gott heita til að byrja með. Það er í nógu að pæla, og margar spurningar sem kvikna þegar ég fer að stúdera í ritningunum.

Alexander Steinarsson Söebech, 29.9.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband