Ólafur er margfalt betri fulltrúi Íslands

Undanfarið höfum við séð Ólaf Ragnar verja málstað Íslands í útlöndum og alltaf hefur hann staðið sig frábærlega. Ég sömuleiðis þekki fólk sem ferðaðist með Ólafi á Indlandi og var það mjög stolt af forsetanum; þá virðingu sem honum var sýnd og hvernig hann kom fram.

Jóhanna virðist aðeins vilja ganga í ESB og allt annað er einhvern veginn auka atriði. Ég veit ekki hvað var í gangi akkúrat þarna með þennan fund en það er ekki hægt að neita því að þetta lítur allt saman illa út. Ég trúi því að hún meinar vel en hún er einfaldlega ekki góður málsvari þjóðarinnar. Ég held að stór hluti ástæðunnar fyrir því að hún var valinn til að leiða þjóðina út úr þessum ógöngum er vegna þess að enginn efast um hennar umhyggja fyrir þeim sem minna mega sín en hérna vantar okkur einhvern sem er til í að bera höfuðið hátt og berjast fyrir landi og þjóð. Jóhanna bara virðist ekki geta þetta, eins sorglegt og það er.


mbl.is Óvenjulegt tilvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Ég held að hún Jóhanna sé bara orðin útbrunnin greyjið, orðin gömul og þreytt. Hún hefði aldrei átt að taka að sér forsætisráðherraembættið, enda var hún treg til þess. Hún er bara ekki rétta manneskjan í það. Þetta er annar forsætisráðherrann í röð sem sýnir af sér algjöra vanhæfni til þess að leiða þjóðina. Við þurfum sterkan leiðtoga til að sameina þjóðina og berjast fyrir hagsmunum Íslands, en ekki gera eins og þessi ríkisstjórn Jóhönnu, að berjast með öllu afli fyrir hagsmunum Evrópusambandsríkja, gegn hagsmunum Íslands, til þess að tefja ekki fyrir innlimun landsins í sambandið.

Okkar helsti málsvari í dag kemur hins vegar úr ólíklegustu átt, þ.e. frá Bessastöðum. Þrátt fyrir ýmis vafasöm atriði og umdeild atvik í forsetatíð sinni, má Ólafur eiga það að hann er að standa sig frábærlega í dag við að berjast fyrir hagsmunum Íslendinga. Ég viðurkenni það fúslega að hann er að vaxa stöðugt í áliti hjá mér, þar sem hann var ekki mjög hár fyrir.

Muddur, 4.2.2010 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband