Spádómurinn um borgina Petru

Petra_Jordan_BW_21

Petra er forn borg sem var höggin í stein. Hún er staðsett í S-Jórdaníu og var kosin sem eitt af nýju sjö undrum veraldar árið 2007.  Margir hafa séð myndir af þessari dularfullu borg og hún hefur verið notuð í margar kvikmyndir eins og t.d. Indiana Jones.  Þessi borg var líka umfjöllunarefni nokkra spámanna Biblíunnar, spámenn eins og Esekíel, Jeremía og Jesaja sem voru uppi fyrir sirka 500 f.kr. 

Það sem þeir sögðu að myndi gerast við Petru og þjóðina Edom var eftirfarandi:

  • Þjóðin myndi hverfa ( Esekíel 25:12 )
  • Þjóðin og borgin yrðu að auðn. ( Esekíel 25:13, Esekíel 35:4, Jesaja 34:11 )
  • Fólk myndi aldrei aftur búa þarna ( Jeremía 49:18 )
  • Myndi hafa blóðuga sögu ( Esekíel 25:13 , Esekíel 35:6 )
  • Edom yrði bústaður villidýra og fygla ( Jesaja 34:11-15 )

Sagan segir að Edom gékk allt í lagi í hundruð ár eftir að þessir spádómar voru gerðir en síðan sigruðu arabahópar Edom og Nabatear gerðu Petru að höfuðborg sinni. Það voru síðan þeir sem skáru út musterin. Þegar síðan rómverjar sigruðu Petru í kringum 100 e.kr. var nærri því hætt að nota hana. Krossfararnir notuðu hans örlítið í kringum 1200 e.kr. en síðan hreinlega gleymdist hún þar til árið 1812 þegar hún var enduruppgvötuð af Johann L. Burckhardt.

Árið 1865 var maður að nafni Georg Smith á ferðinni í gegnum þetta svæði og lýsti því svona:

    Smith, George (1865) The Book of Prophecy Longmain, Green, Reader, and Dyer. London p. 221,22
    Captain Mangles, who visited these ruins, says, that when surveying the scenery of Petra, ‘the screaming of the eagles, hawks, and owls, who were soaring over our heads in considerable numbers, seemingly annoyed at any one approaching their lonely habitation, added much to the singularity of the scene.
    So plentiful, as observed by Mr. Cory, ‘are the scorpions in Petra, that, though it was cold and snowy, we found them under the stones, sometimes two under one stone!’ The sheik, and his brother, who accompanied Mr. Cory, assured him that ‘both lions and leopards are often seen in Petra, and on the hills immediately beyond it, but that they never descend into the plain beneath

Í dag er þessi borg vitnisburður um áreiðanleika Biblíunnar, hvort sem hún talar um fortíðina, nútíðina eða framtíðina þá er hún áreiðanleg. Hérna fyrir neðan eru sjálf versin. 

 Esekíel 25
12
Svo segir Drottinn Guð: Edóm hefur hefnt sín á Júdamönnum og Edómítar urðu mjög sekir þegar þeir hefndu sín á þeim. 13Þess vegna segir Drottinn Guð: Ég mun rétta út hönd mína gegn Edóm og eyða þar bæði mönnum og skepnum. Ég mun gera það að auðn. Edómítar skulu falla fyrir sverði frá Teman til Dedan. 14Ég legg hefnd mína á Edóm í hendur þjóð minni, Ísrael. Þeir munu fara með Edóm eins og reiði mín og heift gefur tilefni til. Þá fá Edómítar að kynnast hefnd minni, segir Drottinn Guð.

Esekíel 35
1
Orð Drottins kom til mín: 2Mannssonur, snúðu þér að Seírfjalli, spáðu gegn því 3og segðu: Svo segir Drottinn Guð:
Nú held ég gegn þér, Seírfjalllendi,
og rétti út hönd mína gegn þér.
Ég geri þig að eyðimörk og auðn,
4borgir þínar legg ég í rúst
og þú skalt verða eyðimörk. 
Þá muntu skilja að ég er Drottinn.
5Þú hefur alið á fjandskap við Ísraelsmenn frá fornu fari og þú ofurseldir þá sverðinu á neyðarstund þeirra, á stund lokauppgjörsins við þá. 6Þess vegna, svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, mun ég láta þér blæða og blóð skal ofsækja þig. Þú bakaðir þér blóðskuld, því skal blóð ofsækja þig. 7Ég mun gera Seírfjall að eyðimörk og auðn og tortíma öllum sem fara þar um.8Ég mun þekja fjöll þess vegnum mönnum. Á hólum þínum, í dölum þínum og gljúfrum munu þeir falla sem lagðir verða sverði.
9Ég mun gera þig að ævarandi eyðimörk,
borgir þínar verða auðar. 
Þá munuð þið skilja að ég er Drottinn.

Jeremía 49
14
Ég hef heyrt þau tíðindi frá Drottni 
að boðberi hafi verið sendur til þjóðanna: 
„Sameinist, ráðist gegn Edóm, 
haldið til orrustu.“
15Ég geri þig smæsta þjóðanna, 
fyrirlitna meðal manna.
16Skelfingin sem þú veldur 
og stærilæti þitt blekktu þig, 
þú sem býrð í klettaskorum, 
heldur þig á háum tindum.
Þó að þú gerir þér hreiður jafnhátt og örn 
steypi ég þér niður, segir Drottinn.
17Edóm mun valda skelfingu. Hver sem fer þar fram hjá verður skelfingu lostinn og blístrar háðslega yfir öllum áföllunum sem Edóm hefur orðið fyrir.18Eins og þegar Sódóma og Gómorra og nágrannaborgir þeirra höfðu verið eyddar, segir Drottinn, þar mun enginn maður búa og enginn hafa viðdvöl. 
19Líkt og ljón, sem rís upp úr kjarrinu á bökkum Jórdanar
og stígur upp á sígrænt engið, 
mun ég flæma þá burt á augabragði 
og velja mér bestu sauðina að bráð. 
Því að hver er jafningi minn? 
Hver krefur mig um reikningsskil? 
Hvaða hirðir stenst frammi fyrir mér?
20Heyrið því ákvörðun Drottins
sem hann hefur tekið gegn Edóm,
ráðin sem hann hefur ráðið
gegn íbúunum í Teman:

Jesaja 34
9
Lækir Edóms verða að biki,
jarðvegurinn að brennisteini,
land hans breytist í brennandi bik
10sem slokknar hvorki dag né nótt
og reyk leggur upp af um aldur og ævi.
Landið mun liggja í eyði frá kyni til kyns,
frá eilífð til eilífðar mun enginn fara þar um. 
11Ugla og broddgöltur munu slá eign sinni á það,
náttugla og hrafn munu setjast þar að.
Drottinn mældi það með mælivað upplausnar 
og mælilóði auðnar.
12Þar verður enginn konungur hylltur framar,
engir höfðingjar verða þar til.
13Þyrnar munu spretta í höllunum,
netlur og þistlar í virkjunum.
Landið verður bæli sjakala,
dvalarstaður strútfugla.
14Urðarkettir og sjakalar munu koma þar saman
og geitapúkar munu mætast þar. 
Þar staldrar Lilít
einnig við og finnur þar hvíldarstað.
15Naðran á sér þar hreiður,
hún verpir þar, liggur á og klekur í skugganum.
Þar munu gammar safnast saman
hver hjá öðrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Þetta er alveg magnað!

Óskar

Óskar Sigurðsson, 28.1.2010 kl. 19:46

2 identicon

Hvað væri hægt að yfirfæra þennan spádóm á margar þjóðir og borgir þessa tíma Mofi?

Cicero (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 19:49

3 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Spyr sá sem ekki veit: Hvernig getum við verið viss um að spádómarnir séu skrifaðir fyrir en ekki eftir að þessir atburðir áttu sér stað?

Sveinn Þórhallsson, 28.1.2010 kl. 19:51

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Að þú skulir telja þessar þjóðsögur áreiðanlegar, Mofi. Það eiga örugglega eftir að koma upp atriði sem sýna að hér hafa "fornleifafræðingar" ekki haft hreint mjöl í pokanum.

Þessi fornleifafundur segir í raun ekkert annað en að þarna bjó fólk sem byggði upp samfélag á árunum 800 - 600 f. Kr. en um fólkið, trú þess og lfnaðarhætti er svo sem ekki mikið vitað.

Sigurður Rósant, 28.1.2010 kl. 20:07

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, heldurðu að flestar borgir séu byggðar í meira en 2000 ár? Þú verður að afsaka það en ef þú veldir hvaða þjóð sem er fyrir 2500 árum síðan og myndir láta einhver í henni spá fyrir "Þessi nágranni minn og þessi nágranni minn mun báðum verða eytt." þá geturðu bókað það að eitthvað af því á eftir að rætast.

En mér finnst merkilegt að þessi spádómur rættist klárlega ekki. Í Ezekíel 25.14 er hann klárlega að spá því að Ísraelsmenn myndu útrýma Edómítum. Það gerðist klárlega ekki.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.1.2010 kl. 20:46

6 identicon

Petra lagðist raunar ekki í eyði við innlimun í Rómarveldi (formlega innlimun, Nabatea hafði þá verið undir rómverkum yfirráðum í raun um tæplega 170 ára skeið) heldur var hún gerð að skattlandshöfuðborg. Hnignunin virðist þó byrja fljótlega vegna þess að verslunarleiðir færðust til við að hið póltíska landslag breyttist. Palmyra tók hlutverk Petru sem miðstöð landverslunar við löndin í Austri.

Petra var borg lengst úti í eyðimörk sem byggði sinn tilverugrundvöll algjörlega á verslunarleiðum. Hversu mikla spádómsgáfu ætli það þurfi til þess að sjá það fyrir að þær verslunarleiðir myndu einhvern tímann hreyfast og borgin því leggjast í eyði, því engin önnur ástæða var fyrir að búa þarna? Varla var við öðru að búast en að dýr myndu setjast að í rústunum.

Hversu mikla spádómsgáfu ætli þurfi svo til að sjá að borg í eyðimörk, í nábýli við hirðingja, myndi eiga sér blóðuga sögu?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 21:08

7 Smámynd: Mofi

Óskar, takk fyrir að kíkja við :)

Mofi, 29.1.2010 kl. 08:31

8 Smámynd: Mofi

Cicero
Hvað væri hægt að yfirfæra þennan spádóm á margar þjóðir og borgir þessa tíma Mofi?

Veit það ekki. Sumar af fornu stóru borgunum eru enn til í dag og aðrar ekki; þekki ekki hlutfallið.

Sveinn
Spyr sá sem ekki veit: Hvernig getum við verið viss um að spádómarnir séu skrifaðir fyrir en ekki eftir að þessir atburðir áttu sér stað?

Aðrar heimildir gyðinga sem vitna í þessi rit sem eru þá uppi töluvert seinna. Dauðahafshandritin eru frá sirka 50 f.kr. og þessi handrit GT eru þar á meðal svo þau verða að vera töluvert eldri en að það að mnnsta kosti.

Mofi, 29.1.2010 kl. 08:33

9 Smámynd: Mofi

Rósant
Að þú skulir telja þessar þjóðsögur áreiðanlegar, Mofi. Það eiga örugglega eftir að koma upp atriði sem sýna að hér hafa "fornleifafræðingar" ekki haft hreint mjöl í pokanum

Gott að kímnigáfan er enn í góðu lagi Rósant :)

Mofi, 29.1.2010 kl. 08:35

10 Smámynd: Mofi

Hjalti
En mér finnst merkilegt að þessi spádómur rættist klárlega ekki. Í Ezekíel 25.14 er hann klárlega að spá því að Ísraelsmenn myndu útrýma Edómítum. Það gerðist klárlega ekki.

Sé ekki betur en Ísrael tengdist endalokum Edoms, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Edom

Hans
Hversu mikla spádómsgáfu ætli þurfi svo til að sjá að borg í eyðimörk, í nábýli við hirðingja, myndi eiga sér blóðuga sögu?

Mér finnst heilmikla.

Mofi, 29.1.2010 kl. 08:41

11 identicon

Jafn mikla og þegar Ellen spáði því að þrælahald yrði tekið upp aftur í suðurríkjunum eftir þrælastríðið?

Cicero (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 09:48

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þú verður að útskýra betur hvað þú átt við. Hvenær myndir þú t.d. staðsetja "endalok Edoms"? Í Ezekíel 25 er því spáð að Ísraelsmenn myndu gjörsamlega útrýma Edómítum í stríði, hvenær gerðist það eiginlega?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.1.2010 kl. 12:24

13 Smámynd: Mofi

Cicero, endilega komdu með heimildir.

Hjalti, ég sé þetta aðalega þannig að Ísrael átti hlut í endalokum Edoms. Ég sé þetta ekki þannig að ekkert annað ríki kæmi þar nálægt. Ég veit síðan ekkert voðalega mikið um Edom, aðalega það sem kom fram í wiki greininni og þar tala þeir um endalok þeirra í stríðum Ísraels við Róm.

Mofi, 29.1.2010 kl. 12:55

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, ég sé þetta aðalega þannig að Ísrael átti hlut í endalokum Edoms. Ég sé þetta ekki þannig að ekkert annað ríki kæmi þar nálægt.

Mofi, lestu þessi vers í Esekíel 25. Þarna er klárlega verið að spá því að Ísraelsmenn væru þjóðin sem myndi útrýma Edómítum og gera landið þeirra að auðn. 

Ég veit síðan ekkert voðalega mikið um Edom, aðalega það sem kom fram í wiki greininni og þar tala þeir um endalok þeirra í stríðum Ísraels við Róm.

Þannig að Rómverjar útrýmdu Edómítum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.1.2010 kl. 13:09

15 identicon

"Slavery will again be revived in the Southern States; for the spirit of slavery still lives. Therefore it will not do for those who labor among the colored people to preach the truth as boldly and openly as they would be free to do in other places. Even Christ clothed His lessons in figures and parables to avoid the opposition of the Pharisees."

Spalding, Magan Collection, page 21 and 2 MR #153, page 300

Ennig í Manuscript Releases, vol. 2, p. 299.

Má kannski bæta við annari áhugaverðri athugasemd frá henni

"Every species of animal which God had created were preserved in the ark. The confused species which God did not create, which were the result of amalgamation, were destroyed by the flood. Since the flood there has been amalgamation of man and beast, as may be seen in the almost endless varieties of species of animals, and in certain races of men

Ibid., p. 75.

Spurning hvaða kynþátt manna hún er að tala um hér... einhverja mannapa?

Eða er þetta spádómur kannski

Cicero (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:15

16 Smámynd: Mofi

Cicero
Slavery will again be revived in the Southern States; for the spirit of slavery still lives.
Hérna er þetta útskýrt, sjá: http://dedication.www3.50megs.com/egwprophecy3.html#revived

Cicero
Spurning hvaða kynþátt manna hún er að tala um hér... einhverja mannapa?

Þetta er frekar flókið efni og margir hafa velt fyrir sér hvað hún átti við þarna. Í stuttu máli þá tel ég hérna vera um að ræða kynþætti manna að blandast saman en ekki að menn og dýr voru að eignast afkvæmi saman.

Hérna er mjög ýtarlega fjallað um þetta, skil þig vel ef þú nennir ekki að lesa þetta, sjá: http://www.whiteestate.org/issues/amalg.html

Mofi, 29.1.2010 kl. 15:55

17 identicon

Það gilti nokkurn vegin sama lógík um sambýli hirðingja og landbúnaðarsamfélaga allstaðar allt fram að iðnbyltingu.

Það fylgir hirðingjalífi að miðstjórnarvald á þeim landsvæðum þar sem þeir búa er veikt. Af því leiða einskonar Vilta-Vesturs aðstæður, skærur um vatnsból og beitilönd eru tíðar og vopnaburður almennur. Þegar það bætist við að í flestum hirðingjasamfélögum alast menn svo gott sem upp á hestbaki þá eru hirðingjar oft komnir með ákveðna hernaðaryfirburði yfir bændurna, nágranna sína.

Tíðar ránsferðir og skærur hafa því einkennt sambýli hirðingja og bænda svo til allstaðar, alla veraldarsöguna.

Öru hvoru gerist það svo að sterkir höfðingjar sameina hirðingjaættbálka og halda til sigurvinninga. Fræg dæmi eru t.d Gengis, Attilla og Nurhaci. Ótal minni stórhöfðingja mætti nefna. Þá verður stríð í stað skæra.

Tvær spurningar:

1. Getur þú nefnt einhver dæmi um langvarandi friðsamlega sambúð hirðingja og þjóða með fasta búsetu á jaðarsvæði, fyrir ca. 1800.

2. Hvað heldur þú að hafi orðið þess valdandi að Kínakeisarar ákváðu að byggja risavaxinn, varanlegan steinmúr á landamærum Kína við steppurnar í norðri? Bjuggu keisararnir yfir spásagnargáfu?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 17:27

18 Smámynd: Egill Óskarsson

Hérna er þetta útskýrt

Ekkert þarna breytir því samt að hún hafði kolrangt fyrir sér þarna. 

Í stuttu máli þá tel ég hérna vera um að ræða kynþætti manna að blandast saman en ekki að menn og dýr voru að eignast afkvæmi saman.

Og hverjir eru þá men og hverjir beast? Og ég er nota bene ekki að gefa í skyn að ég taki þessar afskaplega hæpnu afsakanir/útskýringar trúanlegar. 

Hún einfaldlega bjó í samfélagi sem leit á fólk af öðrum kynþáttum en hinum hvíta sem aðrar tegundir, og lægri tegundir. Ekkert að því per se, en óneitanlega skrýtið að manneskja sem þið viljið meina að hafi haft svona ofboðslega mikla sýn inn í framtíðina hafi ekki áttað sig á því að þetta ætti eftir að breytast. 

Það að þið aðventistar þurfið svo að útskýra orð hennar til að ríma við ykkar siðferði í dag segir auðvitað helling um hvernig siðferði myndast. Ef að það myndaðist eins og þú segir fyrst og fremst útfrá trú með trúarrit og kenningar sem grunn þá ættir þú alveg að geta tekið undir allt það sem EGW segir án þess að þurfa að túlka það til nútímans.

Egill Óskarsson, 30.1.2010 kl. 01:28

19 Smámynd: Sigurður Rósant

Sjáðu, Mofi, hvernig þessir höfundar einn af öðrum telja sig hafa fengið 'vitrun' frá guði sínum og bendla honum svo við hefndaraðgerðir í þágu Júða:

Jesaja 1

 1Vitrun Jesaja Amozsonar, er hann fékk um Júda og Jerúsalem á dögum Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda.

Jeremía 1

 4Orð Drottins kom til mín:

    5Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig. Ég hefi ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna!

Esekíel 1

3þá kom orð Drottins til Esekíels Búsísonar prests í Kaldealandi við Kebarfljótið, og hönd Drottins kom þar yfir hann.

Daníel 1

9Og Guð lét Daníel verða náðar og líknar auðið hjá hirðstjóranum.

Hósea 1

 1Orð Drottins, sem kom til Hósea Beerísonar á dögum Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, Júdakonunga, og á dögum Jeróbóams Jóassonar, Ísraelskonungs.

Jóel 1

 1Orð Drottins, sem kom til Jóels Petúelssonar.

Amos 1

 1Orð Amosar, sem var einn af fjárhirðunum í Tekóa, það er honum vitraðist um Ísrael á dögum Ússía Júdakonungs og á dögum Jeróbóams Jóassonar, Ísraelskonungs, tveimur árum fyrir jarðskjálftann.

Er í raun og veru ekki nóg að líta á svona tilvitnanir og hugleiða hvað í ósköpunum hefur vakið fyrir svona höfundum?

Mér virðist eins og þetta hafi verið eins konar þjóðaríþrótt þessara hirðingja sem þvældust um með beitarfé af einu landsvæði til annars.

Ekki ólíkt þeirri fornu íþrótt bændasamfélags Íslendinga sem kepptust við að kveða rímur, segja sögur af draugum, huldufólki og álfum.

Flestir Íslendingar leggja ekki lengur trúnað á áreiðanleika íslenskra þjóðsagna, en um 1/6 hluti jarðarbúa er bendlaður við trú á þjóðsögur Hebrea.

Allt tekur þetta sinn tíma, en ég verð nú að segja að ekki get ég spáð fyrir um hvenær fólk hættir að álíta sögur Hebrea sem innblásnar af einhverjum guði. En sá tími kemur, trúlega innan næstu þúsund ára.

 

Sigurður Rósant, 30.1.2010 kl. 20:09

20 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, lestu þessi vers í Esekíel 25. Þarna er klárlega verið að spá því að Ísraelsmenn væru þjóðin sem myndi útrýma Edómítum og gera landið þeirra að auðn. 

Þar sem eina sem ég veit um eyðileggingu Edoms er tengt stríðum sem Ísrael tók þátt í þá sé ég ekki betur en þetta stendst. Ég skil þessi vers samt ekki þannig að enginn annar kæmi nálægt hörmungum Edoms.

Hjalti
Þannig að Rómverjar útrýmdu Edómítum?

Nei, sjá: http://www.greatcom.org/resources/areadydefense/ch06/default.htm

Ég að minnsta kosti veit ekki betur en þetta er satt.

Mofi, 1.2.2010 kl. 15:40

21 Smámynd: Mofi

Hans
1. Getur þú nefnt einhver dæmi um langvarandi friðsamlega sambúð hirðingja og þjóða með fasta búsetu á jaðarsvæði, fyrir ca. 1800.

Ég þekki ekki svo vel sögu þessara þjóða að ég þekki þannig dæmi. Það eru vanalega stærri og þýðingarmeiri þjóðirnar sem urðu þannig vegna stríðs. Að segja að saga þeirra yrði blóðug má vera frekar líklegt að rætast.

Hans
2. Hvað heldur þú að hafi orðið þess valdandi að Kínakeisarar ákváðu að byggja risavaxinn, varanlegan steinmúr á landamærum Kína við steppurnar í norðri? Bjuggu keisararnir yfir spásagnargáfu?

Nei

Mofi, 1.2.2010 kl. 15:44

22 Smámynd: Mofi

Egill
Og hverjir eru þá men og hverjir beast? Og ég er nota bene ekki að gefa í skyn að ég taki þessar afskaplega hæpnu afsakanir/útskýringar trúanlegar.  

Þú heldur að hún hafi verið að meina að menn og dýr hafi verið að blandast saman í einhverjar kynjaverur?  Fyrir mig er það bara fáránlegt að detta slíkt í hug. Ef hún meinti eitthvað slíkt þá væri eitthvað meira fjallað um slíkan stórfurðulegan heim. Ég sé ekkert hérna nema mismunandi hópar af mönnum að blandast saman og mismunandi hópa af dýrum og útkoman varð fjölbreytileiki sem við sjáum í steingervingunum og við sjáum í náttúrunni í dag.

Egill
Hún einfaldlega bjó í samfélagi sem leit á fólk af öðrum kynþáttum en hinum hvíta sem aðrar tegundir, og lægri tegundir. Ekkert að því per se, en óneitanlega skrýtið að manneskja sem þið viljið meina að hafi haft svona ofboðslega mikla sýn inn í framtíðina hafi ekki áttað sig á því að þetta ætti eftir að breytast

Hún var vægast sagt enginn þróunarsinni og leit ekki á svertingja sem aðrar tegundir.

Egill
Það að þið aðventistar þurfið svo að útskýra orð hennar til að ríma við ykkar siðferði í dag segir auðvitað helling um hvernig siðferði myndast. Ef að það myndaðist eins og þú segir fyrst og fremst útfrá trú með trúarrit og kenningar sem grunn þá ættir þú alveg að geta tekið undir allt það sem EGW segir án þess að þurfa að túlka það til nútímans

Ég er nú bara að reyna að skilja hvað hún meinti og þá ber hæðst að skoða annað sem hún skrifaði og ekkert bendir til þessarar túlkunar sem þú ert að viðra.

Mofi, 1.2.2010 kl. 15:51

23 Smámynd: Mofi

Rósant
Ekki ólíkt þeirri fornu íþrótt bændasamfélags Íslendinga sem kepptust við að kveða rímur, segja sögur af draugum, huldufólki og álfum.

Þeir voru nú ekki svo margir sem sögðust hafa fengið orð frá Guði og spádóma um örlög þjóða sem voru í kringum þá. Sumar þjóðirnar héldu áfram að vera til og sumar mjög öflugar, aðrar hurfu. Að þeir spáðu fyrir um örlög nokkura þeirra finnst mér mjög merkilegt. Ég samt efast um að slík dæmi geti yfirstigið vilja margra til að hafna augljósu tilvist Guðs.

Mofi, 1.2.2010 kl. 15:53

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þar sem eina sem ég veit um eyðileggingu Edoms er tengt stríðum sem Ísrael tók þátt í þá sé ég ekki betur en þetta stendst. Ég skil þessi vers samt ekki þannig að enginn annar kæmi nálægt hörmungum Edoms.

Mofi, ertu ekki sammála því að þetta hérna úr Esekíel 25 þýði að þeir sem áttu að eyða Edóm voru Ísraelsmen: "Ég legg hegnd mína á Edóm í hendur þjóð minni, Ísrael."

Nei, sjá: http://www.greatcom.org/resources/areadydefense/ch06/default.htm

Hverjir útrýmdu þá Edómítum og hvenær gerðu þeir það? Svo er þessi síða full af vitleysu, t.d. segja þeir að í Esekíel 25.14 sé þessu spáð: "[Edom] will be conquered by heathen". Ha?

En þarna er minnst á spádóm sem við höfum rætt um áður, Týrus, og aðra borg Sídón. Þeir segja að Sídon sé enn þá til og að því hafi verið spáð. Er það ekki bull, Sídon er ekki til frekar en Týrus, er það nokkur?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.2.2010 kl. 17:56

25 Smámynd: Mofi

Hjalti 
Hverjir útrýmdu þá Edómítum og hvenær gerðu þeir það? Svo er þessi síða full af vitleysu, t.d. segja þeir að í Esekíel 25.14 sé þessu spáð: "[Edom] will be conquered by heathen". Ha?

Já, sá það ekki alveg í þessu versi.

Hjalti
Mofi, ertu ekki sammála því að þetta hérna úr Esekíel 25 þýði að þeir sem áttu að eyða Edóm voru Ísraelsmen: "Ég legg hegnd mína á Edóm í hendur þjóð minni, Ísrael.

Ég sé að Ísrael átti að eiga aðal þáttinn í eyðileggingu þeirra.

Hjalti
En þarna er minnst á spádóm sem við höfum rætt um áður, Týrus, og aðra borg Sídón. Þeir segja að Sídon sé enn þá til og að því hafi verið spáð. Er það ekki bull, Sídon er ekki til frekar en Týrus, er það nokkur?

Ég þekki rökin fyrir því að sú Týrus sem spádómurinn var beint að hefur ekki verið endurbyggð og er sammála þeim. Ertu með góð rök fyrir því að Sídon sé alveg jafn eyðilögð og Týrus eða að báðar eru alveg jafn mikið til? 

Mofi, 2.2.2010 kl. 14:01

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og hvenær átti Ísrael aðal þáttinn í eyðileggingu þeirra? Varðandi Sídon, þá man ég eftir einhverjum asnalegum afsökunum hjá þér eins og að þetta væri allt önnur menning í Týrus núna og að þess vegna væri sú borg ekki lengur til, það nákvæmlega sama á við um Sídon. Prófaðu bara að finna einhver rök sem flokka Týrus sem eyðilagða en Sídon ekki. Það búa ~200 þúsund í Sídon en ~120 þúsund í Týrus, er það munurinn kannski?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.2.2010 kl. 17:30

27 Smámynd: Mofi

Hjalti, samkvæmt þessari grein á wikipedia þá gerðist þetta í stríðum gyðinga og rómverja.

Hjalti
Varðandi Sídon, þá man ég eftir einhverjum asnalegum afsökunum hjá þér eins og að þetta væri allt önnur menning í Týrus núna og að þess vegna væri sú borg ekki lengur til, það nákvæmlega sama á við um Sídon. Prófaðu bara að finna einhver rök sem flokka Týrus sem eyðilagða en Sídon ekki. Það búa ~200 þúsund í Sídon en ~120 þúsund í Týrus, er það munurinn kannski?

Prófaðu frekar að borgin sem spádómurinn var sagður um var hent í sjóinn. Nýja borgin var ekki byggð á sama stað og gamla og var ekki af sömu þjóð og sú gamla; engin tengls á milli. Bara nýtt fólk að búa til nýja borg á öðrum stað og ákvað að kalla hana Týrus eftir gömlu borginni sem var þarna. Svo ég sé ekki betur en gamla Týrus sem spádómurinn var sagður um, að henni var eytt og hefur ekki verið endurbyggð.

Aftur á móti þá eru þessir menn þarna að teygja sig dáldið langt með því að fullyrða að Sídon hefur ekki verið eyðilögð en spádómurinn segir ekkert um það svo það er bara þeirra vandamál en ekki Biblíunnar.

Mofi, 3.2.2010 kl. 12:44

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, samkvæmt þessari grein á wikipedia þá gerðist þetta í stríðum gyðinga og rómverja.

Og voru það Rómverjar eða Gyðingar sem réðust á þá?

Prófaðu frekar að borgin sem spádómurinn var sagður um var hent í sjóinn. Nýja borgin var ekki byggð á sama stað og gamla og var ekki af sömu þjóð og sú gamla; engin tengls á milli. Bara nýtt fólk að búa til nýja borg á öðrum stað og ákvað að kalla hana Týrus eftir gömlu borginni sem var þarna. Svo ég sé ekki betur en gamla Týrus sem spádómurinn var sagður um, að henni var eytt og hefur ekki verið endurbyggð.

Borgin sem spádómurinn var sagður um var ekki hent í sjóinn. Að segja að "nýja borgin" (hvaða nýja borg?) hafi ekki verið byggð á sama stað er óafsakanlegt á tímum þar sem þú gætir séð að það er bull með því að skoða til dæmis Google Earth! Og ég veit ekki af hverju þú segir að þetta hafi ekki verið fólk af sömu þjóð.

Aftur á móti þá eru þessir menn þarna að teygja sig dáldið langt með því að fullyrða að Sídon hefur ekki verið eyðilögð en spádómurinn segir ekkert um það svo það er bara þeirra vandamál en ekki Biblíunnar.

Þannig að Sídon er ekki lengur til?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.2.2010 kl. 13:43

29 Smámynd: Mofi

Hjalti
og voru það Rómverjar eða Gyðingar sem réðust á þá?

Gyðingar að ég best veit. Gyðingar voru alltaf í einhverjum erjum við þessa þjóð. Hérna er ein síða að fjalla um þetta:

http://www.100prophecies.org/page11.htm
In Ezekiel 25:14, the prophet said that the Jews would one day take vengeance on Edom, a nation that had often warred with the Jews. When Ezekiel delivered this prophecy, he and many other Jews were living as captives in Babylon. They didn't have control of their own country, let alone anyone else's. But, about 400 years later, Jews regained independence for Jerusalem and the surrounding area during the "Hasmonaean Era or Period." During this time, the Jewish priest-king John Hyrcanus I defeated the Edomites. According to the Columbia Encyclopedia, Fifth Edition: "Edomite history was marked by continuous hostility and warfare with Jews… At the end of the second century B.C., they were subdued by Hasmonaean priest-king John Hyrcanus I…"

Hjalti
Borgin sem spádómurinn var sagður um var ekki hent í sjóinn. Að segja að "nýja borgin" (hvaða nýja borg?) hafi ekki verið byggð á sama stað er óafsakanlegt á tímum þar sem þú gætir séð að það er bull með því að skoða til dæmis Google Earth! Og ég veit ekki af hverju þú segir að þetta hafi ekki verið fólk af sömu þjóð

Held að það er kominn tími á færslu um Tyre svo að við erum ekki að sóa svona eðal umræðu  :)

Mofi, 3.2.2010 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband