Guð gerir ekkert án þess að opinbera fyrirætlun sína fyrir spámönnunum

nineveh_nebi_yunus_excavation_bull-man_head_951774.jpgDæmin sem við höfum í Biblíunni þar sem Guð lætur hamfarir koma yfir fólk þá fékk fólkið viðvörun. Í sögunni um spámanninn Jónas, þá sendir Guð hann til borgarinnar Níneve til að vara fólkið við að borgin yrði eyðilögð. Í það skiptið iðraðist fólkið og Guð hætti við eyðileggingu borgarinnar. Í Amos lesum við að Guð gerir ekkert svona nema að láta okkur vita.

Amos 3:7
Því að Drottinn Guð gerir ekkert
án þess að opinbera fyrirætlun sína fyrir þjónum sínum, spámönnunum

Það er hreinlega hræðilegt að Pat Robertson skuli tala svona; að segja að Guð er að hefna fólki án þess einu sinni að vara það við. Það sem gerðist á Haíti er hræðilegt en var aðeins náttúrulegur atburður sem við höfum enga ástæða til að halda að Guð var þarna að refsa einhverjum.


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Ert þú í einhverju sérstöku sambandi við almættið Mofi ? Ert þú í einhverri aðstöðu til að ákvarða hvað sé verk Guðs og hvað séu náttúruhamfarir ?  Veist þú eitthvað um það hvort að Guð var búinn að opinbera þessa fyrirætlun sína eða ekki ?

Pat er bara enn einn trúbróðir þinn sem að túlkar og skilur bílíuna á réttann hátt,eins og  þú gerir að sjálfsögðu líka. Annars ættir þú að halda þér fyrir utan þessa umræðu.

Þú ert móðgun við almenna skynsemi !

Egill Þorfinnsson, 14.1.2010 kl. 11:38

2 identicon

Ættlaru virkilega leika þennan leik Mofi?

Úff ég finn sterkan bensín fnik í kringum öll englakertin hérna, 

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 12:26

3 Smámynd: Mofi

Egill, hvernig sérðu samræmi milli þessa texta í Biblíunni og afstöðu Pat Robertson?

Gunnar, hvaða leikur er það?

Mofi, 14.1.2010 kl. 12:33

4 Smámynd: Mofi

Egill, ef að einhver sagði að Guð ætlaði að gera þetta þá hefur það ekki komið fram svo ég álykta að það gerðist ekki. Ályktar þú eitthvað annað?

Mofi, 14.1.2010 kl. 12:34

5 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Hver er upplýsingafulltrúi Guðs á Jörðinni ?

Mofi þú sem ert með allt þitt á hreinu. Getur þú frætt mig á því hvort að Móðuharðindin 1783 voru náttúruhamfarir eða verk Guðs.

Hafi þetta verið verk Guðs, hvaða viðvörun sendi hann okkur þá og fyrir hvað var hann að refsa okkur ?

Og hvernig er það er náttúran ekki sköpunarverka hins miskunsama Guðs þíns ? Ef svarið er já þá hljóta náttúruhamfarir líka að vera afleiðing sköpunarverksins.

Mofi varðandi spurningu þína um Pat Robertson þá er hann sennilega haldin sömu meinloku og þú að hann einn skilji og túlki boðskap biblíunnar rétt.  Ég vil benda þér á að það eru þúsundir manna um allan heim sem allir eru með hina einu réttu og sönnu túlkun á biblíunni en enginn þá sömu.  Hvað er það í þinni túlkun sem gerir hana sannari  og réttari en túlkun annarra ?

Bless í bili, farinn í kaffi. Kv, Egill

Egill Þorfinnsson, 14.1.2010 kl. 13:51

6 Smámynd: Mofi

Egill, ég veit um engan sem er það í dag. Ég held að allir svona atburðir voru náttúruhamfarir nema Guð lét spámann sérstaklega vita og sá hinn sami kom því á framfæri. Ég trúi að náttúruhamfarir eru afleiðingar syndafallsins; í staðinn fyrir að viðhalda sköpunarverkinu þá leyfir Guð því að fara sinn veg. Ég reyndi að útskýra hvernig ég skil þetta í þessari grein hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

Egill
Mofi varðandi spurningu þína um Pat Robertson þá er hann sennilega haldin sömu meinloku og þú að hann einn skilji og túlki boðskap biblíunnar rétt.

Ég held ekkert að ég sé sá eini sem skilji og túlki rétt. Ég hef örugglega rangt fyrir mér í mörgu en það er auðvitað ómöglegt fyrir mig að vita hvað það er.

Egill
Hvað er það í þinni túlkun sem gerir hana sannari  og réttari en túlkun annarra ?

Hvað er það við þína skoðun sem gerir hana sannari og réttari en annara sem eru ósammála þér?

Mofi, 14.1.2010 kl. 14:00

7 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Spámenn Halldór? Í alvöru? Ætlastu til að ég trúi því að almáttuga vitundin sem skapaði allan, þ.m.t. þetta örsmáa rykkorn í einum afkima hans sem við köllum Jörð og það sem á honum er, geti ekki miðlað máli sínu til einnar tegundar af einhverjum 10 milljónum tegunda á þessu rykkorni á afkastameiri hátt en að láta einn einasta einstakling þessarar tegundar sjá um það fyrir sig, vitandi það að hann eigi örugglega eftir að vera kallaður geðsjúklingur?

Sveinn Þórhallsson, 14.1.2010 kl. 14:58

8 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

...skapaði allan alheiminn... átti þetta að vera

Sveinn Þórhallsson, 14.1.2010 kl. 14:59

9 Smámynd: Mofi

Sveinn, þetta er aðferðin sem Biblían segir að Guð valdi. Aðeins nokkrar undantekningar eins og Guð að tala boðorðin tíu til Ísraels og nokkur dæmi þar sem englar tala beint við fólk. Ég held ekki að hérna er um að ræða hvaða aðferð er afkasta mest.  Ef t.d. í þessu tilviki að það hefði verið spámaður sem hefði verið að vara við þessu í eitt tvö ár þá hefðu flest allir á svæðinu heyrt viðvörina og við núna hefðum vitað að viðvörun var gefin. Menn hefðu örugglega kallað hann geðsjúkling, því verður ekki neitað.

Mofi, 14.1.2010 kl. 15:10

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Bíddu Mofi, gerir guð bara alls ekki neitt án þessa að segja einhverjum spámanni það? Læknar guð ekki fólk án þess að segja einhverjum það? Bænheyrir hann ekki án þess að segja einhverjum það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2010 kl. 16:23

11 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Mofi, hvenær ætlar þú að átta þig á því að þú ert eyland í þessu trúarofstæki og veruleikafirringu þinni á meðal eðlilegra manna ?

Þú sætir hér stöðugum "árásum" og gagnrýni fyrir þín viðhorf sem greinilega eiga ekki upp á pallborðið hjá megin hluta landsmanna.  Hefur þér aldrei dottið í hug að þú værir tímaskekkja ?

Mofi þú og þínar biblíutúlkanir eru ekki að hjálpa neinum. Og svona í lokin ef þú vilt hjálpa íbúum á Haiti slepptu því að biðja fyrir þeim. Hringdu frekar í söfnunarsíma Rauða krossins. Öðruvísi kemur þú ekki að gagni.

Kv, Egill

Egill Þorfinnsson, 14.1.2010 kl. 18:22

12 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ég held ekki að hérna er um að ræða hvaða aðferð er afkasta mest.  Ef t.d. í þessu tilviki að það hefði verið spámaður sem hefði verið að vara við þessu í eitt tvö ár þá hefðu flest allir á svæðinu heyrt viðvörina og við núna hefðum vitað að viðvörun var gefin.
Miðað við að hann á að hafa komið sjálfur til jarðar fyrir heilum 2000 árum til að boða fagnaðarerindið persónulega en enn hafa ekki allir menn heyrt það þá hef ég enga ástæðu til að ætla að þetta standist.

Sveinn Þórhallsson, 14.1.2010 kl. 18:51

13 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Sveinn, gaman verður að sjá hvernig að menn snúa sig út úr þessu.

Egill Þorfinnsson, 14.1.2010 kl. 19:54

14 Smámynd: Auðun Gíslason

Guð hefur kannski látið Pat Robertson vita?

Auðun Gíslason, 14.1.2010 kl. 20:49

15 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Comon, ekki ertu að segja mér að þú trúir á og dýrkir eitthvað sem kallast guð sem slátrar milljónum ofan á milljónir á ári hverju úr sjúkdómum, stríðum, hungri, jarðhræringum og svo framvegis. Ertu ekki kominn lengra í sjálfstæðri hugsun heldur en þetta.

Bara svona fyrir ykkur strangstrúuðu sem trúa á himnaríki og helvíti.

Í kringum sautjándu öldina var maður einn sem var kallaður páfi, honum fannst fólk ekki vera með nægan guðsótta í sér svo að hann lét TAKA ÚR bíblíunni allt sem minntist á líf eftir dauðan, já það stóð í biblíunni fyrir nokkuð hundruð árum að fólk fæddist aftur á jörðinni. Hann lét seér ekki nægja að taka úr biblíunni heldur BÆTTI HANN VIÐ helvíti, bæði orðinu og meiningunni, orðið helvíti var ekki einu sinni tilfyrr en því var bætt í þetta sorprit.

Ef þú efast um hvað ég er að tala u hérna farðu þá og rannsakaðu hlutina, ekki vera gaurinn sem trúir í blindni vegna þess að þú ólst upp við það.

Trúarbrögð eru og hafa alltaf verið leið til þess að stjórna fólki og hagnast á því. Að trúa er aftur á móti allt annað. Gott fólk lætur gott af sér leiða hvar sem það fæðist og sama hverju það trúir. Vont fólk aftur á móti reynir að misnota auptrúa fólk sem hræðist dauðann, og lofar þeim himnaríkji.

Veistu að vatikanið er ríkasta ríki í heima og auðurinn sem þeir geyma í hirslum sínum er nægur til að fæða og klæða allann hinn vanþróaða heim. En eru þeir að ausa peningum í fólk sem er að drepast úr hungri, nei alls ekki.

Tími til að vakna og fara kynna sér hlutina, meina, ef það er til gup þá er honum alveg pottþétt alveg sama þó fólk leyti sér upplýsinga, stórefast um að hann vilji fá eintóma auðtrúa vitleysinga heim til sín.

bara smá pæling.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 22:23

16 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Verð að bæta við þetta til að forðast miskilning.

Ég er ekki að reyna móðga, særa eða reiða neinn með þessu, þessi atriði um biblíuna er sannleikur.

Ef þú vilt virkilega vita meira um andleg málefni og tilgang okkar hér á jörðinni þá ættirðu að kynna þér Edgar Cayce, allt sem hann hefur sagt að þessum tímapunkti hefur skeð.

Lesið ykkur til, sækist í vitneskju, verið uppljómuð í staðinn fyrir að trúa því sem ykkur var sagt í æsku.

Það er meira varið í lífið heldur en flestir átta sig á, flest fólk er bara of fast í fornaldarhyggju og þar af leiðandi leitar það sér ekki upplýsinga.

Ekki vera einn að sauðunum sem elta í blindni.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 22:30

17 Smámynd: Auðun Gíslason

1789 var gerð bylting í Frakklandi.  Í framhaldinu var gerð bylting á Haiti 2-4 árum síðar.  Semsagt, franska byltingin varð kveikjan að frelsun Haiti.  Sá úr neðra kom þar hvergi nærri.  Og einhvernveginn grunar mig að Haiti-búar taki hann ekki mjög alvarlega, frekar en við Íslendingar sem gerðum frekar gys að þessum neðanvistarhöfðingja kirkjunnar!

Auðun Gíslason, 14.1.2010 kl. 22:35

18 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Bara til að hafa það á hreinu Halldór þá tek ég ekki og líklega (vonandi) fæstir mark á því sem Tómas sagði hér að ofan um Biblíuna. Skortur á gagnrýnni hugsun finnst allstaðar.

Sveinn Þórhallsson, 15.1.2010 kl. 09:54

19 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég trúi því að þetta er flóknara en það. Það má segja að bænasvör eru þannig að svarið lætur viðkomandi vita og sá sem bað var þá þjónn... samt ekki spámaður, það er rétt.

Í þessu samhengi þá sé ég þetta sem þannig að Guð er ekki að fara að gera eitthvað stórt eins og að eyða borg eða þúsundir deyja í jarðskjálftum án þess að láta spámann vita.

Mofi, 15.1.2010 kl. 10:17

20 Smámynd: Mofi

Egill
Þú sætir hér stöðugum "árásum" og gagnrýni fyrir þín viðhorf sem greinilega eiga ekki upp á pallborðið hjá megin hluta landsmanna.  Hefur þér aldrei dottið í hug að þú værir tímaskekkja ?

Ég veit mæta vel að ég passa ekki vel í þetta samfélg sem ég bý í. Mín skoðun hérna var að Guð er ekki að valda náttúruhamförum sem þessum og ég hefði nú haldið að sú skoðun væri ágætlega í samræmi við stóran hluta íslenskt samfélags.

Egill
Mofi þú og þínar biblíutúlkanir eru ekki að hjálpa neinum. Og svona í lokin ef þú vilt hjálpa íbúum á Haiti slepptu því að biðja fyrir þeim. Hringdu frekar í söfnunarsíma Rauða krossins. Öðruvísi kemur þú ekki að gagni.

Ég mun frekar styðja hjálpar starf Aðvent kirkjunnar, sjá: http://www.adra.org/site/PageNavigator/work/what/responding_to_emergencies/need_appeal_jan10_haiti_earthquake

Mofi, 15.1.2010 kl. 10:23

21 Smámynd: Mofi

Sveinn
Miðað við að hann á að hafa komið sjálfur til jarðar fyrir heilum 2000 árum til að boða fagnaðarerindið persónulega en enn hafa ekki allir menn heyrt það þá hef ég enga ástæðu til að ætla að þetta standist.

Það var ekki eini tilgangurinn, aðal tilgangurinn var að borga fyrir syndir mannkyns. Hann aftur á móti sagði að þegar fagnaðarerindið er boðal meðal alls heimsins þá mun endurkoman verða og það er mjög nálægt því að vera búið að rætast.

Auðunn
Guð hefur kannski látið Pat Robertson vita?

Hann hefur ekki sagt það og hefði þurft að segja það áður en skjálftinn reið yfir til að það væri hægt að trúa því.

Tómas
Comon, ekki ertu að segja mér að þú trúir á og dýrkir eitthvað sem kallast guð sem slátrar milljónum ofan á milljónir á ári hverju úr sjúkdómum, stríðum, hungri, jarðhræringum og svo framvegis. Ertu ekki kominn lengra í sjálfstæðri hugsun heldur en þetta.

Nei... en hvað heldur þú að sjálfstæð hugsun sé?  Mig grunar að þú hafir skoðanir sem samræmast mjög okkar samfélagi. Er ekki líklegra að sjálfstæð hugsun er eitthvað sem er í minnihluta?

Tómas
Hann lét seér ekki nægja að taka úr biblíunni heldur BÆTTI HANN VIÐ helvíti, bæði orðinu og meiningunni, orðið helvíti var ekki einu sinni tilfyrr en því var bætt í þetta sorprit.

Tómas, þú virðist nú ekki hafa mikla þekkingu á sögunni.  Hugmyndin um eilífar kvalir er ekki að finna í Biblíunni en margar þýðingar ná að gefa slíkt til kynna sem er mjög sorglegt. Við aftur á móti höfum mjög mörg gömul handrit af Biblíunni svo það er enginn vafi hvað var upprunalega skrifað.  Það er síðan bara yfirlýsing á mikli vanþekkingu að kalla Biblíuna sorprit. 

Tómas
Veistu að vatikanið er ríkasta ríki í heima og auðurinn sem þeir geyma í hirslum sínum er nægur til að fæða og klæða allann hinn vanþróaða heim. En eru þeir að ausa peningum í fólk sem er að drepast úr hungri, nei alls ekki.

Veistu að Isaac Newton skrifaði bók um spádóma Daníelsbókar ( bók í Biblíunni ) þar sem hann sýndi hvernig Daníel hafði spáð fyrir um Kaþólsku kirkjuna þúsund árum áður en hún varð til?  Hreinlega allir siðbótamennirnir trúðu því að Biblían spáði fyrir um Kaþólsku kirkjuna og þá sem antikrist.

Sveinn
Bara til að hafa það á hreinu Halldór þá tek ég ekki og líklega (vonandi) fæstir mark á því sem Tómas sagði hér að ofan um Biblíuna. Skortur á gagnrýnni hugsun finnst allstaðar.

Það var og er kristaltært :)

Mofi, 15.1.2010 kl. 10:32

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kenningar lærdómsmanna  um "réttláta refsingu guðs" voru mjög í tísku í eina tíð, 17-18 öld.  Einkenndu rit ýmissa siðbreitingarmanna.

Var ma mjög ríkjandi á íslandi og fólk almennt hefur án efa tekið það alvarlega.

Td. var svokallað Tyrkjarán tengt beint við syndsamlegt líferni íslendinga og guð væri að refsa þeim með því að láta slíkt gerast o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2010 kl. 15:21

23 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þessi umræða fer auðvitað út um allt og týnist í víðáttu heimsku orðagjálfri.

Það er rétt að Guð gerir ekkert nema að láta spámenn sína vita. Guð valdi að hafa spámennina í verki með sér. Páll postuli kallar okkur samverkamenn Guðs. Ef þetta er rétt hjá Pat Robertson að Haitibúar hafi gert sáttmála við Satan af hverju vissum við það ekki hér á Íslandi? Hefur enginn varað Haitibúa við þessu háskasamkomulagi? Mofi, var enginn með þessa vitneskju í Aðventkirkjunni?

Hallgrímur Pétursson var ekki í neinum vafa um ástæður fyrir hörmungum gyðinga. Skýringar hans voru í ætt við það sem Ómar Bjarki nefnir hér að ofan t.d. með Tyrkjaránið. Hallgrímur segir að: "Rættist þeim þannig óskin köld, enn í dag bera þeir hennar gjöld."

Vitað er að syndin kallar á dóm, dauðadóm, því laun syndarinnar er dauði. Því er það afar alvarleg staða kirkna og trúaðra ef dómur gengur yfir og við höfum ekki verið látnir vita. Það bendir til þess að við séum ekki með í spámannahópnum - Guð hjálpi okkur!

Svo er hin hliðin að hamfarir verða en við getum verið varin og sloppið. Ég kem frá þannig byggð sem fékk eldgos í bæjarjaðrinum og við öll sluppum. Það munaði ekki nema 2 klst frá því að lygndi að gos hófst. Vindur hafði blásið úr SA en við upphaf goss var vestan andvari sem bar gas og gjósku á haf út. Náttúran rumskaði en engan sakaði. Það var búið að láta Vestmannaeyingana vita einum 20 árum áður. En tók einhver mark á þeirri viðvörun?

Eins má spyrja var nokkur látinn vita? Svarið er já. T.d. 7.júlí 1692 varð jarðskjálfit á Jamaicu. Þá sökk í sæ hinn spillta borg Port Royal. Hún var álitin spilltasta borg veraldar með þrælasölu, lauslæti, morðum og Guðleysi. Menn töluðu um það árunum á undan að þessari borg myndi Guð eyða vegna lífsmátans. í þessum jarðskjálfta 7.júli breyttist borgarlandið í kviksyndi og borgin sökk í sæ. Hún er á 15 metra dýpi í dag og fornleifafræðingar hafa verið að kanna leifarnar vegna þess hve heillegur miðaldabær er um að ræða.

Við á vesturlöndum þurfum aðeins að bera saman bækur Biblíunnar við okkar samtíma og sjá að það er óþarfi að burtskýra allt hið óþægilega heldur rifja upp að Biblían fer ekki með neina lygi.

Svo Pat segir meiri sannleika en menn þola, trúlega!

kær kveðja

Snorri í betel 

Snorri Óskarsson, 15.1.2010 kl. 20:33

24 identicon

Þú og þínir líkir eruð hættulegt fólk Snorri

Cicero (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 08:06

25 Smámynd: Óli Jón

Hvenær gerðist það síðast að Guð lét spámann vita um einhverja fyrirætlun sína sem varðaði umtalsverðan fjölda fólks? Eru til nýlegri dæmi en þau sem finna má í Biblíunni?

Óli Jón, 16.1.2010 kl. 12:51

26 Smámynd: Mofi

Snorri
Hefur enginn varað Haitibúa við þessu háskasamkomulagi? Mofi, var enginn með þessa vitneskju í Aðventkirkjunni?

Ekki svo ég viti til.

Snorri
Það var búið að láta Vestmannaeyingana vita einum 20 árum áður. En tók einhver mark á þeirri viðvörun?

Ég vissi ekki af þessu; hver kom með þessa viðvörun?

Ég samt sé ekki hvernig hægt er að segja að íbúar Haíti fengu viðvörun.

Mofi, 17.1.2010 kl. 14:05

27 Smámynd: Mofi

Óli Jón, ég veit ekki um þannig dæmi.

Mofi, 17.1.2010 kl. 14:25

28 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Má því ætla að Guð sé bara nokkuð sáttur við gang mála í mannheimum frá því að ritstjórn Biblíunnar lauk?

Óli Jón, 17.1.2010 kl. 15:01

29 Smámynd: Mofi

Óli Jón, ekki miðað við spádóma um hvernig hlutirnir verða í framtíðinni og ekki heldur miðað við hvernig mannfólkið hegðar sér. Mín útskýring er sú að það hafa ekki verið neinir spámenn síðustu tvö þúsund árin. Þó að ég trúi að á tímum Krists hafi verið spámenn þá er samt eins og jafnvel þá voru ekki spámenn sem vöruðu við eyðileggingu borga eins og í Gamla Testamentinu. Jesú minnist aðeins á nokkrar borgir og þær eru horfnar...

Einhver gæti þá bent á Ellen White, spámann Aðvent kirkjunnar og af hverju hún gerði ekkert svona. Ég veit að hún talaði um árið 1902 að Guð myndi refsa San Francisco og 1906 varð jarðskjálfti þar. Spurning samt hvort það sé gott dæmi...

Mofi, 17.1.2010 kl. 16:05

30 identicon

Já fast er kveðið að orði hér að ofan og kanski ekki furða þegar allt er tekið bókstaflega.  Hvað með innri tilfinningu virðingu og réttlæti miskunn og góðsemi?  Þurfa menn virkilega að fletta upp í bók til að finna svörin við því þegar þau eru í hjartastöðinni en menn fylgja bara ekki innsæinu.

Þetta er eins og bifvélavirki sem fær bíl í viðgerð á verkstæði að hann verður að fletta upp í tæknibókum um bílinn áður en viðgerð hefst þótt hann viti nákvæmlega hvað hann eigi að gera til að klára verkið?

Það er skelfilegt þegar menn taka hinu helgu bók skrumskæla hana eftir sínu höfði og predika yfir öðrum eins og þeir lesa hana og beita vopnavaldi til þess.  Þeir hamast við að sprengja samlanda sína í Írak og Afganistan og hlífa engu skólum sjúkrahúsum og jarðaförum til að mannfall verði sem mest þar sem hugsanlega sé þetta fólk ekki af sama trúarflokki innan múslimahreyfinga eins og Sitar og Sunnitar.  Hvað er að þessum mönnum?

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 17:07

31 Smámynd: Mofi

Þór, ég myndi ekki treysta bifvélavirkja sem hefur aldrei litið í bók; allt sem hann kynni kæmi bara frá einhverju innsæi.  Varðandi þá sem sprengja fólk í loft upp; heldur þú virkilega að þessir aðilar eru duglegir að lesa Biblíuna og reyna að fara eftir henni?  Eitthvað grunar mig að þeir eru bara að fara eftir því sem er í hjarta þeirra.

Matteus 15
19
Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi.

Jeremía 17
9
Svikult er hjartað framar öllu öðru
og forhert. Hver skilur það?

Mofi, 18.1.2010 kl. 10:19

32 Smámynd: Egill Óskarsson

Einu samningarnir sem Haíti gerði sem líkja má við samning við djöfulinn voru samningar sem þeir gerðu við Frakka um að í rauninni greiða fyrir sjálfstæði sitt. Þegar þeir réðu ekki við það lánuðu Frakkar og aðrar þjóðir á vesturlöndum þeim fyrir þessu á háum vöxtum. Árið 1900 var svo komið að greiðslurnar af þessum lánum námu um 80 af þjóðarframleiðslu. Þeir náðu loksins að greiða upp lánin árið 1947.

Um tíu árum síðar tók Papa Doc völdin og á næstum 30 árum rústuðu hann og fjölskylda hans efnahag Haíti á nýjan leik með, jú auðvitað, lánum frá vesturlöndum fyrir eigin gjálífi. Tugir þúsunda Haíti búa létust undir stjórn Duvalier fjölskyldunnar. 

Enn þann dag í dag eru íbúar Haítí að greiða niður sukk einræðisherra sem þeir losnuðu undan fyrir tæpum 25 árum. 

En nei nei. Mannvinir eins og Pat Robertson og Snorri í Betel eru auðvitað með það á hreinu að ofan á allt það sem fólkið á Haítí hefur þurft að þola seinustu árhundruð þá hafi það nú alveg átt einhverjar hrikalegustu náttúruhamfarir okkar tíma skilið, af því að þeir hafi nú gert samning við djöfulinn. 

Stórmenni.

Egill Óskarsson, 18.1.2010 kl. 20:52

33 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Ó, og ég sem hélt að gvuð hefði skrifað samviskuna á hjarta okkar...

Meikar auðvitað sens að hönnuðurinn skráði líka allar þessar neikvæðu hugsanir á sama stað.

Annars vitum við að hjartað dælir blóði, og hefur ekki áhrif á tilfinningalíf.

Sveinn Þórhallsson, 19.1.2010 kl. 00:05

34 Smámynd: Mofi

Sveinn, ég veit að ég hef ekki alltaf farið eftir því sem samviska mín segir mér, hefur þú gert það?  Samviskunni er síðan hægt að breyta, hægt t.d. að þagga niðri í henni.

Mofi, 19.1.2010 kl. 10:16

35 Smámynd: Mofi

Ómálefnaleg athugasemd fjarlægð frá "Einnar línu speki".

Mofi, 19.1.2010 kl. 12:28

36 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Jesú segir að illar hugsanir komi frá hjartanu. Þú segir að illar hugsanir séu skortur á góðum hugsunum (sbr. hið illa er skortur á hinu góða líkt og myrkur er skortur ljóss og kuldi skortur varma). Hvernig samrýmist þetta tvennt? Hvernig getur skortur af einhverju "komið frá" hjartanu (eða öðrum stað)? Skortur á einhverju er ekki sjálfstætt fyrirbæri, er það? Kuldinn kemur ekki inn um gluggann, varminn fer út.

Mér sýnist þú vera ósammála Jesú hérna.

Sveinn Þórhallsson, 20.1.2010 kl. 13:03

37 Smámynd: Mofi

Sveinn, kannski er betri leið til að sjá þetta að við sem frjálsar verur hugsun um eigin hag fyrst og fremst. Að þessar langanir eru ekki endilega illar en geta vel verið það þegar hagsmuna árekstrar verða eða eitthvað sem gefur manni ástæðu til að gera eitthvað sem við köllum illt, eins og lygar, þjófnað, nauðgun eða morð. Kærleikurinn er síðan eiginleiki Guðs sem Hann gefur okkur, mismikið, aðalega eftir því hve mikið við sækjumst eftir því. Kærleikurinn síðan birtist í formi þess að viðkomandi lætur hagsmuni aðra framfyrir eigin hagsmunum.

Þannig er illskan annað orð yfir sjálfselsku og græðgi en kærleikur óeigingirni og að færa fórnir fyrir aðra.  

Þá er spurningin, er þetta skapaður eiginleiki eða skortur á kærleika... þetta virðist vera skapað en aðeins að því leiti að eðli frjálsar veru er eigingirni.  

Ég neita því engan veginn að þegar kemur að spurningunni um illsku að þá útskýrir guðlaus þróun það vel, svo ekki nema von að það var eitt af aðal rökum Darwins í umræðunni um Guð og náttúruna.

Mofi, 22.1.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband