13.1.2010 | 12:53
Góð hugmynd hjá Denzel Washington
Denzel Washington er í miklu uppáhaldi hjá mér svo fyrir mig er þetta mjög skemmtileg frétt. Biblían er full af góðum ráðum og margir ættu að íhuga alvarlega að fara að þessu fordæmi Denzels.
Dæmi um ráð eru t.d.
- Borða aðalega ávexti, fræ og grænmeti því það er fæðið sem við vorum hönnuð fyrir.
- Taka sér einn dag á viku til að hvíla sig og eiga stund með fjölskyldunni.
- Forðast hættur áfengis ( Orðskviðirnir 20:1, Jesaja 5:11 )
- Ekki reiðast ( Sálmarnir 37:8 )
- Sýna öðrum gjafmildi ( Matteus 5:42 )
- Ekki hata neinn, ekki einu sinni þá sem setja sig upp sem þína óvini ( Matteus 5:43 )
- Koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig ( Matteus 7:12 )
- Forðastu eins og þú getur að skulda öðrum ( orðskviðirnir 22:7 )
- Sýndu umhyggju fyrir ekkjum, ókunnugum og munaðarleysingjum ( 2. Mósebók 22:22)
- Ekki slúðra um annað fólk ( 3. Mósebók 19:6 )
- Sýndu eldra fólki virðingu ( 3. Mósebók 19:32 )
- Viska er betri en auður ( Orðskviðirnir 8:11 )
- Vertu góður við dýrin ( Orðskviðirnir 12:10 )
- Hlustaðu á ráðlegginar foreldra þinna ( Orðskviðirnir 13:1 )
- Vingjarnlegt andsvar kemur í veg fyrir reiði ( Orðskviðirnir 15:1 )
- Að vera glaður er gott fyrir heilsuna ( Orðskviðirnir 17:22 )
Af mjög miklu er að taka og þetta er bara lítið sýnishorn. Langar einnig að nefna heilsufars og hreinlætis reglur sem hefðu getað komið í veg fyrir dauða þúsunda ef ekki miljóna.
En þetta var skemmtileg frétt og vonandi hvatning fyrir marga að skoða betur Biblíuna.
Denzel Washington lifir samkvæmt Biblíunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 20.1.2010 kl. 13:25 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvernig sannar þetta að þróunarkenningin sé röng?
Kristinn Theódórsson, 13.1.2010 kl. 14:39
Kristinn, ég veit að ég er með þessa kenningu á heilanum en... ég get nú samt af og til hugsað um eitthvað annað. Af og til koma upp mínútur eða tvær þar sem ég hugsa ekki um hve röng þróunarkenningin sé :)
Mofi, 13.1.2010 kl. 15:01
Afhverju var verið að minnast á þróunarkenninguna hér? Hún hefur ekkert með færsluna að gera...
Það má finna fullt af góðum ráðleggingunum í Biblíunni, en líka fullt af vitleysu. Svona pick-and-choose kristni pirrar mig ekkert persónulega
Sveinn Þórhallsson, 13.1.2010 kl. 15:30
...jú kannski pínu...
Sveinn Þórhallsson, 13.1.2010 kl. 15:30
Ekkert pick and choose dæmi hérna, allt gott en hérna er ég aðeins að benda á nokkur góð dæmi.
Mofi, 13.1.2010 kl. 15:33
Gaman að rifja upp lagið 'Partý Jesús', en viðlagið er á þessa leið:
"Já, Jesús breytti vatni í vín hann má koma í partý til mín"
en um það má lesa í Biblíunni, svo mér finnst frekar vafasamt að fullyrða að sama bók hvetji fólk til að halda sér frá áfengi.
Það gera Hávamál hins vegar, og það sem meira er - þau rökstyðja hvers vegna. Ekki veit ég til þess að Biblían eða gvuð hennar geri það nokkurn tímann. Hlutirnir eru svona bara af því að hann segir það...
Sveinn Þórhallsson, 13.1.2010 kl. 15:51
Halda sér frá áfengi og öllu sem hefur samskonar áhrif.
Hvar er talað um það í bíblíunni?
Einar Þór, 14.1.2010 kl. 14:55
Sveinn, það sem flækir þetta dáldið er að Biblían talar um vín og vínberjasafa með sama orðinu. Biblían aðalega varar við hættunum við áfengi en hún bannar það ekki beint út.
Einar, aðeins varað við víni og ég skil það þannig að þau efni sem hafa samskonar áhrif eru líka skaðleg. Biblían auðvitað talar ekki um efni sem voru ekki til þegar hún var skrifuð. Ég les þetta út úr þeim versum sem vara við áfengi en ég viðurkenni að þetta stendur ekki beint í Biblíunni.
Mofi, 14.1.2010 kl. 15:07
Hmmm... Spurning: miðað við að kannabis hefur verið notað í amk. 4000 ár og sennilega alveg uppí 6000 ár, hefur öfug áhrif á fólk miðað við áfengi, rekur uppruna sinn til söguslóða bíblíunnar OG bíblían talar hvergi gegn því, má þá ekki álykta að kannabisneysla sé í fínu lagi hvað kristni varðar?
Einar Þór, 14.1.2010 kl. 18:50
Og hvernig veistu þá hvort verið sé að tala um vín eða vínberjasafa? Hvernig geturðu sagt að sum vers eigi við vínberjasafa, t.d. þegar Jesú breytti vatni í vín, en önnur eigi við um vín, t.d. þar sem fólki er varað við því, ef Biblían notast við sama orðið?
Er það ekki bara af því að þér finnst það?
Sveinn Þórhallsson, 14.1.2010 kl. 18:53
Tek Hávamál fram yfir samansullið í þessari biblíu.
Einnar línu speki, 19.1.2010 kl. 15:18
Einar Þór, gaman að vita hvort að þetta efni var þekkt í Ísrael á þeim tímum sem Biblían var skrifuð.
Sveinn, það eru nokkur atriði sem gefa slíkt til kynna eins og lýsingin á áhrifunum, lýsing á hvernig vínið er og í sumum tilfellum er talað um sterka drykki sem virðist þá beint verið að vísa til þess að um áfengt vín er að ræða. Ég sé ekki betur en í mörgum tilfellum er það óljóst og engin leið til að vera 100% viss.
Mofi, 19.1.2010 kl. 15:27
Svo þú er samþykkur því að þú ættir að taka út staðhæfinguna:
úr færslunni? Frábært mál, hlakka til að þú gerir það.
Sveinn Þórhallsson, 19.1.2010 kl. 15:49
Sveinn, ég sé ekki ástæðu til þess. Kristnir hafa ávalt verið á móti áfengi og ein af aðal ástæðunum er vegna þess að Biblían talar á móti því. Það þarf síðan ekki einhvern snilling til að álykta að það sem hefur svipuð áhrif er þá líklegast líka skaðlegt. Ég skal samt orða þetta aðeins öðru vísi... bara fyrir þig :)
Mofi, 19.1.2010 kl. 16:06
...eða vínberjasafa.
...en það stendur ekki í Biblíunni, og því varla hægt að segja að Biblían mælir með slíku.
Sveinn Þórhallsson, 19.1.2010 kl. 17:02
Sveinn, það er hægt að greina á milli þó í sumum tilfellum getur það verið óljóst.
Voðalega ertu erfiður :) ég býst við að það er rétt hjá þér. Er breytingin nógu góð?
Mofi, 19.1.2010 kl. 17:09
En hvað með kannabis? Það var vissulega þekkt á bíblíutímum og slóðum, þ.s. hampur var og er mikil nytjajurt til textílframleiðslu (fatnaður, segl og fleira), notað sem lyf og fengin úr því olía til brennslu. Áhrifin eru ekkert lík áfengi og hvergi mælt gegn því í bíblíunni.
Ef mat þitt á réttu og röngu er grundvallað í bíblíunni, þá getur þú varla sett þig á móti því efni? Eða hvað?
Einar Þór, 19.1.2010 kl. 18:06
Sveinn Þórhallsson, 19.1.2010 kl. 23:25
Einar Þór, þá gæti ég ekki sagt að Biblían tali á móti því.
Sveinn, þarf að melta það aðeins...
Mofi, 20.1.2010 kl. 09:57
Lying for Jesus makes kittens cry :'(
Sveinn Þórhallsson, 20.1.2010 kl. 12:05
Ok ég er búinn að taka saman nokkrar athugasemdir:
1. Mósebók 9:2-3
2Öll dýr jarðarinnar, allir fuglar loftsins, allt kvikt á jörðinni og allir fiskar sjávarins skulu óttast ykkur og hræðast. Á ykkar vald er þetta gefið. 3Allt sem hrærist og lifir skal vera ykkur til fæðu eins og var um grænu grösin en nú gef ég ykkur allt.
En í ensku útgáfunni sem ég er með er 3. versið svona:
Every moving thing that liveth shall be meat for you.
Markúsarguðspjall 7:18-20
18Og hann segir við þá: „Eruð þið einnig svo skilningslausir? Skiljið þið ekki að ekkert sem fer inn í manninn utan frá getur saurgað hann? 19Því að ekki fer það inn í hjarta hans heldur maga og út síðan í safnþróna.“ Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.
Jesú virtist ekki hafa mikið á móti kjötáti. Í ensku útgáfunni er þetta svona:
And he saith unto them, Are ye so without understanding also? Do ye not perceive, that whatsoever thing from without entereth into the man, it cannot defile him; Because it entereth not into his heart, but into the belly, and goeth out into the draught, purging all meats? And he said, That which cometh out of the man, that defileth the man.
Lúkasarguðspjall 10:8
8Og hvar sem þér komið í borg og tekið er við yður, þá neytið þess sem sett er fyrir yður.
Postulasagan 9:10-13
9Daginn eftir, er þeir voru á leiðinni og nálguðust bæinn, gekk Pétur upp á húsþakið um hádegi til að biðjast fyrir. 10Kenndi hann þá hungurs og vildi matast. En meðan verið var að matreiða fékk hann vitrun. 11Hann sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum. 12Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins. 13Og honum barst rödd: „Slátra nú, Pétur, og et!“
Fyrra Tímóteusarbréf 4:1-4
1Andinn segir berlega að á síðustu tímum muni sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda. 2Þessu valda hræsnisfullir lygarar sem eru brennimerktir á samvisku sinni. 3Þeir banna hjúskap og bjóða mönnum að halda sér frá þeirri fæðu er Guð hefur skapað til þess að við henni sé tekið með þakklæti af trúuðum mönnum er þekkja sannleikann. 4Allt sem Guð hefur skapað er gott og engu ber frá sér að kasta sé það þegið með þakklæti.
Enski textinn (vers 1-3) segja:
Now the Spirit speaketh expressly, that in the latter times some shall depart from the faith, giving heed to seducing spirits, and doctrines of devils ... commanding to abstain from meats, which God hath created to be received with thanksgiving of them which believe and know the truth.
Bara smá sýnishorn. Jæja:
Taka sér einn dag á viku til að hvíla sig og eiga stund með fjölskyldunni.
Rómverjabréfið 1:5
5Einn gerir mun á dögum, annar metur alla daga jafna. Hver og einn fylgi sannfæringu sinni.
Kólussubréfið 2:16
16Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga.
1. Mósebók 27:28
28Guð gefi þér af dögg himins og feiti jarðar og gnóttir korns og víns.
Dómarabókin 9:13
13En vínviðurinn sagði við þau: Á ég að láta eftir vínlög minn, sem gleður bæði Guð og menn, og fara að sveima uppi yfir trjánum?
Sálmarnir 104:15
15og vín sem gleður mannsins hjarta,
olíu sem lætur andlit hans ljóma
og brauð sem veitir honum þrótt.
Orðskviðirnir 31:6-7
6Gefið áfengan drykk hinum lánlausa og vín þeim sem er beiskur í lund. 7Drekki þeir og gleymi fátækt sinni og minnist ekki framar mæðu sinnar.
Prédikarinn 9:7
7Farðu því og et brauð þitt með ánægju og drekktu vín þitt með glöðu hjarta því að Guð hefur lengi haft velþóknun á verkum þínum.
Matteusarguðspjall 26:29
29Ég segi ykkur: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags er ég drekk hann nýjan með ykkur í ríki föður míns.
Og ekki gleyma að Jesú breytti vatni í vín.
Nenni ekki meira í bili.
Sveinn Þórhallsson, 20.1.2010 kl. 12:46
I am impressed :)
Þarna sjáum við breytingu frá upprunalegu áætlunni að við ættum ekki að borða kjöt. Svo þótt að Biblían segi ekki að við eigum ekki að borða kjöt þá segir þessi upprunalega áætlun að kjöt er ekki það sem við vorum hönnuð fyrir. Í góðu lagi en ekki samkvæmt upprunalegu hönnuninni.
Það vantar þarna að Pétur neitaði Guði um þetta og fékk síðan útskýringu á þessari sýn sem snérist ekkert um mat heldur að það ætti að boða trúnna öllum mönnum, ekki aðeins gyðingum.
Menn gera mun á milli daga, sumum finnst jólin heilög, öðrum finnst þau ekki heilög. Guð aftur á móti gerir upp á milli daganna svo boðið um að hvílast sjöunda daginn er ennþá gott og gilt; sérstaklega gott.
Aðeins að það er ekki hlutverk fólks að dæma og ekki gaman að vera dæmdur. Aftur á móti þá dæmir Guð og fyrir kristinn einstakling þá kemur vilji Guðs og dómur fram í Biblíunni.
Já, hérna er dæmi þar sem Biblían segir beint út að í sumum tilfellum þá getur verið gott að leyfa einhverjum að drekkja sorgum sínum... kannski ætti að bæta því við greinina.
Mofi, 20.1.2010 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.