Kannski var Salómon ekki svo vitlaus

little-house-prairie_l.jpgRannsókn sem segir að það sé gott að beita líkamlegum refsingum?  Það verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni um þessa rannsókn og áframhaldandi rannsóknum á þessu. Persónulega þá var ég ekki agaður með rasskellingu eða kinnhestum þegar ég var að alast upp en held að ég hefði haft gott af því. En þetta er mjög vand með farið, ef þessu er beitt í reiði eða til að hefna sín þá trúi ég að þetta verður að bölvun. Ég trúi því að aðeins ef foreldri getur beitt svona refsingu með sjálfsstjórn, réttlæti og kærleika getur þetta hjálpað að ala upp barnið.

Persónulega aldrei barið einn eða neinn og veit ekki alveg hvernig ég myndi glíma við svona...

Þeir sem muna eftir Húsinu á sléttunni muna eftir því hvernig Charles Ingels agaði sína krakka en spurning hvort margir í dag sæju það ekki sem misþyrmingu á börnum.

Orðskviðirnir er bók í Biblíunni sem er eftir Salómon konung sem var uppi í kringum 1000 f.kr. Hann fjallar á nokkrum stöðum um að aga drengi með vendinum; aldrei um stelpur svo spurning hvort hann sé að boða að það á ekki að beita þessu á stelpur. Hérna eru nokkur dæmi:

Orðskviðirnir
29:15
Vöndur og umvöndun veita speki
en agalaus sveinn gerir móður sinni skömm. 

Orðskviðirnir
13:24
Sá sem sparar vöndinn hatar son sinn
en sá sem elskar hann agar hann snemma. 

Orðskviðirnir
22:15
Setjist heimskan að í hjarta sveinsins,
þá mun vöndur agans reka hana þaðan. 

Orðskviðirnir
19:18
Agaðu son þinn meðan enn er von,
gættu þess að gera ekki út af við hann.

Kristnir í dag eru mjög með þá afstöðu að Gamla Testamentið var fyrir gyðinga svo það eigi ekki við þá. Svo út frá því er mjög auðvelt að hafna þessum versum eins og svo mörgum öðrum sem þykja ekki lengur skemmtileg. Ég er alveg ósammála þessari afstöðu. Ég trúi því að gyðingarnir voru valdir af Guði til að vera Hans þjóð og þegar einhver gerist kristinn þá á viðkomandi að tilheyra þjóð Guðs og GT er þá vegvísir að því hvað það þýðir að tilheyra þjóð Guðs.

Mér finnst merkilegt hve fáir hafa bloggað um þetta þar sem ég hefði haldið að þessi frétt myndi falla í grýttan jarðveg. Að hver bloggarinn að fætur öðrum myndi rakka þetta niður og kalla þetta misþyrmingu á börnum...


mbl.is Tuktuð til og hefur vegnað betur í lífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

það er bara sjálfsagður réttur foreldra að aga börnin sín eins og þeim þykir við hæfi, hvort sem það eru rassskellingar eða annað... svo eru barnaverndarlög sem setja mörk hversu langt má ganga.

það er búið að skera úr um það hjá Hæstarétti að rassskellingar teljist ekki misþyrming á börnum heldur viðurkennd ögunaraðferð, svo af hverju ætti fólk þá ekki að nota hana þegar önnur mildari ráð duga ekki til ?

ég er hlyntur þeirri aðferð að ræða málin við börnin og útskýra fyrir þeim hvað þau gerðu rangt og hvað þau geta gert til að bæta fyrir það, ég er hinsvegar lík hlynntur því að rasskella börn gangi þau of langt og sýna foreldrum td. lítilsvirðingu.. því foreldri getur ekki sinnt sínu hlutverki beri barnið ekki virðingu fyrir foreldrum sínum.

einnig er ég hlyntur þeim refsingum við glæpum sem viðgangast í arabaríkjunum og asíu, að hart mæti hörðu, í stað þess að brotamenn séu vistaðir langtímum saman á 3* hótelum sem við köllum fangelsi og sleppt svo út til að þeir geti haldið áfram svo þeir komist aftur inn á hótel.

Daníel Sigurðsson, 5.1.2010 kl. 20:23

2 Smámynd: Mofi

Alveg sammála þér Daníel; fyrir utan kannski þetta með refsingar í arabaríkjum... það gæti verið aðeins of gróft fyrir mig.

Gott að heyra þetta með hæstarétt, ég var ekki viss hver staðan er hér á landi.

Ég bjóst við því að fá flóð af skömmum fyrir að segja að rasskella gæti í einhverjum tilfellum verið réttlætanlegt. Kannski er landinn ekki eins viðkvæmur og ég hélt.

Mofi, 6.1.2010 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband