Erum við að sjá endalok tjáningarfrelsisins í Bandaríkjunum?

Það er sorglega fyndið að sjá árás á tjáningarfrelsið undir þeim formerkjum að það er réttur neytanda að ekki þurf að heyra eitthvað sem hann gæti verið ósammála. Fólk augljóslega hefur val um að lesa eða ekki lesa það sem er á Facebook. Kúgun kemur oft í undarlegustu myndum því að sá sem vill kúga annað fólk, vill oftast mála sig sem góða gæjann og í alvarlegri tilfellum, trúir hann því að hann sé góði gæjinn. 

Þetta fólk reynir að setja þetta þannig upp að Trump er eins og einræðisherra þegar raunveruleikinn er sá að það er verið að ráðast gegn hans tjáningarfrelsi og ef þessi valdablokk getur þaggað niður í forsetanum, þá á litli gaurinn enga von gagnvart slíkum völdum.

Mér finnst augljóst að í heiminum í dag, er stríð gegn tjáningarfrelsinu. Ef fólk segir eitthvað sem er ekki í samræmi við pólitíska rétthugsun á það á hættu að vera rekið úr vinnu eða skóla. Margir sem hafa notað Youtube sem starfsvettvang og gengið vel hafa verið gerðir útlægir þaðan vegna skoðanna sinna og nú er Facebook byrjað að ritskoða og það er ekki tilviljun að það er að gerast rétt fyrir kosningar. Í mínum augum hefur almenningur aðeins eina leið til að komast að því hvað er raunverulega að gerast í gegnum venjulegt fólk á samfélagsmiðlum því að einhver valdaöfl hreinlega ráða öllum þessum venjulegu fréttaveitum.

Við lifum á forvitnilegum tímum og fyrir mitt leiti er margt ógnvænlegt á sjóndeildarhringnum.


mbl.is Ekki nóg gert til að vernda notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2020

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband