Gagnsleysi gagnrýnenda

EuroÞað hlýtur að vera dáldið sorglegt fyrir gagnrýnendur að horfast í augu við það að þeirra framlag til samfélagsins var að vera leiðinlegur. Ég að minnsta kosti vona að þeir hafi einhverja aðra vinnu svo þeir gerðu eitthvað gagnlegt. Var að gagnrýna hvað aðrir gerðu. Sumir gagnrýnendur að vísu leyfa sjálfum sér að hrósa af og til, aðrir ekki svo mikið.

Þegar kemur að gamanmyndum þá er aldrei hægt að gera gagnrýnendum til geðs. Tökum t.d. eina vinsælustu mynd Will Ferrerl, Anchorman fékk ekki háa einkun hjá gagnrýnendum en var virkilega vinsæl. Ég gat ekki séð að íslendingar voru látnir líta illa út í myndinni, skil ekki hvernig hægt er að fá það út. 

"Eurovisi­on Song Contest" var alveg fin. Ég get gagnrýnt hana fyrir margt en aðallega á þann hátt að það voru tækifæri til að gera margt fyndnara og sumt í plottinu var ekki alveg að virka. Eins og gaurinn sem reyndi að drepa Will Ferrel en var sjálfur drepinn af álfunum. Ef eitthvað var þá hefði hann átt að vera að hjálpa að koma þessum mislukkaða listamanni í keppnina því án hans, átti Sigga alveg möguleika á að vinna. Það hefði verið rökréttara og fyndnara. Morðóðu álfarnir voru að vísu ágætir en það hefði mátt láta þá gera eitthvað annað.

Ef að gagnrýnendur væru með uppbyggjandi gagnrýni þá væri þetta kannski stétt sem maður hefði meira álit á. Eitt er víst, fyrir venjulegan einstakling þá getur maður aðeins verið viss um það að þeirra álit, hjálpar manni ekkert þegar kemur að því að meta hvort að mynd sé skemmtileg eða ekki.

 


mbl.is „Lummó bíó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2020

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband