Hvort hafa betra siðferði, guðleysingjar eða kristnir?

EthicsÞað er gaman að svona greinum þar sem fólk er að reyna að vera betri manneskjur.  Það sem margir vanrækja samt í svona er á hvaða grunni þeir eru að byggja á. Ef við erum aðeins dýr sem voru búin til af tilviljanakenndum stökkbreytingum og síðan náttúruvali þá gæti okkar hugmyndir um rétt og rangt gætu hafa þróast í nærri því hvað sem er.

Þetta er eitthvað sem Darwin áttaði sig á, hérna útskýrir hann það:

http://darwin-online.org.uk/Variorum/1866/1866-243-c-1860.html
It may be difficult, but we ought to admire the savage instinctive hatred of the queen-bee, which urges her to instantly destroy the young queens her daughters as soon as born, or to perish herself in the combat; for undoubtedly this is for the good of the community; and maternal love and maternal hatred, though the latter fortunately is most rare, is all the same to the inexorable principle of natural selection

Áður en ég ætla að bera saman nokkur dæmi þar sem ég tel að guðleysingjar hafa aðrað hugmyndir um siðferði en kristnir þá vil ég taka fram að mín trú er að allir hafa einhverja hugmyndir um rétt og rangt, allir hafa samvisku og lang flestir hafa löngun til að vera góðir einstaklingar.  Ég trúi að þetta komi frá Guði á meðan hinn týpíski guðleysingi telur þessar hugmyndir koma frá náttúrunni, þ.e.a.s. við þróuðumst svona.

Þannig að þetta er ekki að við þurfum að trúa á Guð til að vera góðir einstaklingar.

Svo, skoðum nokkur dæmi:

  • Vændi - Þú skalt ekki drýgja hór.
  • Líknarmorð - Þú skalt ekki myrða.
  • Kynlíf fyrir hjónaband - þú skalt ekki drýgja hór, allt kynlíf utan hjónabands er skilgreint sem að drýgja hór.
  • Drekka áfengi - ótal vers í Biblíunni sem vara við áfengi.
  • Reykja - Þótt að Biblían fjalli ekki um reykingar eða hvað þá sterk eiturlyf þá talar Biblían um að líkami okkar er musteri Heilags Anda og við eigum að fara vel með líkamann.
  • Hjálparstarf - Jesús sagði að það sem við gerum okkar minnstu bræðra, það gerum við Honum og þeir sem hjálpa ekki þeim sem eru í neyð að þeir munu ekki erfa himnaríki.
  • Samkynhneigð
    Biblían, bæði í Nýja Testamentinu og því Gamla segja að samkynhneigð sé synd.

NiccoloMichiavelliGuðleysingjar að ég best veit hafa ekki einhverja samræmda afstöðu til þessara atriða en ég er nokkuð viss um að í þessum málum þá eru þeir ósammála frekar mörgu á þessum lista.  Mig grunar að hjálparstarf sé það sem þeir eru sammála en flest annað er eitthvað sem mig grunar að þeir eru ósammála. Í gegnum aldirnar þá hafa menn haft alls konar hugmyndir um hvernig við getum ákvarðað hvað sé rétt og rangt. Eitt frægt dæmi er Niccolo Machiavelli  þar sem maður setur það sem sitt takmark að öðlast peninga og völd og þar sem það er takmarkið þá verður flest allt leyfilegt til að ná því takmarki.

Það sem ætti að vera á hreinu er að hvaða trú þú hefur, það hefur áhrif á hver þín afstaða er í mörgum siðferðislegum málum.

 


mbl.is 30 leiðir til að verða betri manneskja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2014

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband