Aðal trú Norður Kóreu "Irreligion" eða guðleysi

Samkvæmt Wikipedia þá er "Irreligion" trúin sem er í miklum meiri hluti í landinu, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Religion_in_North_Korea.

Irreligion er andúð á trúarbrögðum eða fjarvera þeirra eða guðleysi, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Irreligion

Þeir guðleysingjar sem ég tala við virðast vera alveg sannfærðir um að ef að meiri hluti samfélagsins og stjórnvöld væru guðleysingjar að þá væri það farvegur til farsæls samfélags; við hverju er öðru að búast þegar þeirra sannfæring er að trúarbrögð séu af hinu illa?

Ég aftur á móti er sannfærður um að hvaða land þar sem almenningur verður guðlaus og stjórnvöld guðlaus að þá mun landið breytast í einhvers konar útgáfu af Norður Kóreu.  Ég tel að það er einhvers konar tegund af græðgi og sjálfselsku sem allir menn glíma við, að einu leiti þarf fólk trú að það er eitthvað þeim æðra og síðan hjálp frá því sem er þeim æðra. Án þess þá fær sjálfir í sinni eigingirni að ráða för, sama hve mikið samviska þeirra mótmælir.


mbl.is Lét taka fyrrverandi unnustu sína af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróunarkenningin "rag of an hypothesis" samkvæmt Darwin sjálfum

1967_darwinhenslow_f1598_fig014.jpgÞað er áhugavert að lesa hvað Darwin sagði sjálfur um sínar vangaveltur sem menn núna tala um sem góða vísindakenningu en Darwin sagði eftirfarandi:

Charles Darwin - í bréfi til Asa Gray
…I am quite conscious that my speculations run beyond the bounds of true science….It is a mere rag of an hypothesis with as many flaw[s] & holes as sound parts.

Hvernig ætli Darwin hefði brugðist við ef hann fengi að vita það sem við höfum uppgvötað síðustu hundrað og fimmtíu árin?  Ef hann hefði fengið að vita að eftir að hafa grafið í setlögunum og fundið hundruð þúsunda steingervinga að þar væru ekki að finna steingervinga sem sýndu hvernig dýrategundirnar smá saman breyttust í aðrar ólíkar tegundir.  Eða að lífið sjálft væri byggt á upplýsingum og gífurlega flóknu upplýsingakerfi. Ætli Darwin hefði samt reynt að halda því fram að náttúrulegir ferlar eins og náttúruval gæti samt búið slíkt til?  Eða ef Darwin hefði séð allar þær örsmáu vélar sem lífið þarf til að funkera; hefði hann samt sagt að með örsmáum breytingum á löngum tíma gæti slíkt orðið til?  

Miðað við margt sem Darwin skrifaði þá held ég að hann hefði brugðist heiðarlega við og sagt að hans "hypothesis with as many flaws and holes as sounds parts" + is found out to be wrong.


Bloggfærslur 29. ágúst 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband