Af hverju er klám slæmt?

Íslenskt samfélag virðist vera nokkuð sammála um að klám sé af hinu vonda en af hverju?  Íslenskt samfélag er ekki á því að kynlíf utan hjónabands sé slæmt svo hvernig fer klám að því að vera slæmt? Út frá hvaða grunni er það slæmt fyrir börn að sjá klám?

Mér finnst eins og íslenskt samfélag er að halda í sum kristin gildi en hvaða gildi það velur er mjög handahófskennt.  Ef við tökum opinberu trú landsins, Þróunarkenninguna, hvernig er hægt að sjá að klám sé slæmt út frá þeim grunni? 

Eins og Darwin orðaði þetta:

Charles Darwin - Origin of Species
Thus, from the war of nature, from famine and death, the most exalted object which we are capable of conceiving, namely, the production of the higher animals, directly follows...There is grandeur in this view of life, with its several powers, having been originally breathed into a few forms or into one; and that, whiles this planet has gone cycling on according to the fixed law of gravity, from so simple a beginning endless forms most beautiful and most wonderful have been, and are being, evolved

Ef menn trúa að þetta sé satt, hvernig fara menn þá að því að komast að þeirri niðurstöðu að klám sé slæmt?

Náttúrulega, það hjálpar ekki að Darwin sjálfur hafði þetta álit á konum:

Charles Darwin
. . . a higher eminence, in whatever he takes up, than can women—whether requiring deep thought, reason, or imagination, or merely the use of the senses and hands. If two lists were made of the most eminent men and women in poetry, painting, sculpture, music (inclusive of both composition and performance), history, science, and philosophy, with half-a-dozen names under each subject, the two lists would not bear comparison. We may also infer, from the law of the deviation from averages, so well illustrated by Mr. Galton, in his work on "Hereditary Genius" that . . . the average of mental power in man must be above that of women

Við þurfum ekki að leita langt inn í hugar heim þróunarsinna til að finna að þeim finnst ekkert að klámi. Enda þegar ýtt er aðeins á þá, þá viðurkenna þeir að það er í rauninni ekkert sem er raunverulega rangt, aðeins það sem samfélagið hverju sinni hefur ákveðið að sé slæmt.  Gott dæmi um hvernig þróunarkenningin getur leitt menn út í alls konar rugl þegar kemur að kynlífi er Alfred Kinsey,  sjá: Kinsey, Darwin and the sexual revolution

Sem sagt, ef samfélagið ákveður eftir nokkra áratugi að barnaklám sé í góðu lagi þá er það í góðu lagi en ekki að samfélagið sé komið út í ógöngur.  Ég fyrir mitt leiti segi nei, sumt er raunverulega rangt og samfélagið ákveður það ekki.

Út frá Biblíunni þá sagði Jesú að við ættum ekki að horfa á konur í girndarhug og boðorðin tíu segja að drýgja hór sé synd og þarna trúi ég að Biblían fari með rétt mál.  Mér finnst það alveg fáránlegt að börn geti nálgast mjög gróft klám auðveldlega, þurfa aðeins að fara á google.com og slá inn þannig leitarorð. Meira að segja eru sakleysisleg leitarorð oft að skila mjög óviðeigandi niðurstöðum.  Mér finnst það eðlileg krafa að allt klám sé á sér stað eins og við höfum www.google.com þá getum við haft www.klam.xxx þannig að það sé auðvelt fyrir foreldra og leitarvélar að sigta út klám.  Auðvitað er útilokað að koma í veg fyrir að einhver hafi klám á öðrum stöðum en það má vinna í þessu þannig að internet sé ekki að flæða yfir af klámi.


mbl.is Mikið framboð af klámi á íslenskum niðurhalssíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband