Lexía sem hjálpar til að skilja Nóaflóðið

coulter-fossils-a3Það sem er áhugavert við þessa frétt af hvali sem strandaði í Hornvík út frá Nóaflóðinu er að á frekar stuttum tíma þá eru bara einhverjar leifar eftir af dýrinu.  Ástæðan fyrir því af hverju það er forvitnilegt er að í setlögunum eru endalaus dæmi af vel varðveittum dýrum þar sem við sjáum hvert smáatriði dýrsins áður en það byrjaði að rotna.

Þannig að eitthvað allt annað ferli en það sem við sjáum í Hornvík sem orsakaði steingervingana sem við finnum í setlögunum og það ferli þarf að vera hamfarakennt.

Síðan finnum við oft setlög þar sem miljónir dýra virðast hafa verið sópað saman og grafin öll saman á mjög hamfarakenndan hátt. Ímyndið ykkur bara hvers konar atburður þyrfti til að grafa tugi risaeðla sem eru tugi tonna á þyngd. Þannig að niðurstaðan er óhjákvæmlega sú að eitthvað allt annað ferli myndaði þessa grafreiti en það sem við sjáum í Hornvík og þeir voru mjög hamfarakenndir.

Mantran, "nútíminn er lykillinn að fortíðinni" augljóslega getur ekki leyst öll svona dæmi ef að þeir atburðir sem orsökuðu það sem við sjáum í setlögunum er ekki að gerast í dag. Það sem við sjáum þarna gerast í Hornvík, þar sem hræið af hvalnum smá saman rotnar er ekki það sem orsakaði megnið af því sem við sjáum í setlögunum.

Hérna kemur Nóaflóðið (sem var hamfarakenndur atburður á heimsmælikvarða) sterkt inn í sem atburður sem gerðist í fortíðinni sem hjálpar okkur að útskýra það sem við finnum í setlögunum

Meira um þetta hérna: http://creation.com/fossils-questions-and-answers

Hérna síðan útskýrir Michael Ord hvernig gögn víðsvegar um heiminn styður Nóa flóðið en ekki miljónir ára af þróun.


mbl.is Hvalreki á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband