Hvað eru eðlilegar viðvaranir?

Góður vinur minn ólst upp í Brasilíu og hann hafði móður sína endalaust á bakinu að vara hann við hættum stórborgarinnar.  Hvaða hverfi hann mátti ekki ganga í gegnum, á hvaða tímum hann mátti ekki vera úti og hvernig hann ætti að haga sér og klæðast.  Eftir að hafa verið rændur með byssu nokkrum sinnum og hafa orðið vitni að morði og sitthvað fleira þá er hann orðinn duglegur að endurtaka þessar sömu viðvaranir. 

Þegar þessi vinur minn eða móðir hans eru að vara aðra við þá eru þau ekki að segja við þá sem fremja svona brot að það sé í lagi að stela eða myrða; augljóslega ekki.  Hið sama tel ég eiga við þá sem vara ungar konur við klæðaburði og hegðun sem getur verið hættuleg.  Ekki af því að klæðaburðurinn eða hegðunin gefi einhverjum leyfi til að nauðga heldur af því að svona er heimurinn og farðu varlega.

Endilega ekki misskilja, mér finnst í góðu lagi að minna á að ekkert réttlæti nauðgun. Að nauðga er alltaf rangt, það er hreinlega aldrei hægt að réttlæta nauðgun. Það er verðug barátta að berjast gegn nauðgunum sama í hvaða formi sem hún birtist, eins og t.d. barnagiftingum.

En hver ætlar að ráðleggja dóttur sinni að það sé í góðu lagi að klæða sig eins og drusla og vera drukkin niður í miðbæ um miðja nótt?  Ætlar einhver að segja mér að foreldrar ættu ekki að vara sínar dætur við slíku?  Ef ég ætti son þá myndi ég vara hann við slíku!

Ef að einhver kona sem ég þekki yrði fórnarlamb nauðgunar og hún var að gera eitthvað sem var ekki gáfulegt þá væri ég ekki að gagnrýna hana fyrir það. Ég er nokkuð viss um að lenda í þannig hryllingi væri meiri lexía en einhver orð gætu nokkur tíman gefið.  Og þar er eitthvað sem þarf að passa, að láta í friði að gagnrýna þær konur sem lenda í svona, ég vona að slíkt sé afar sjaldgæft en best væri að það gerðist aldrei.

Afsakaðir röflið, ég hafði bara smá tíma að drepa og leiddist.


mbl.is Segja frá og standa beinn í baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband