Hvernig gengur höfundum lág kolvetniskúra að halda auka kílóunum af?

Það hlýtur að vera mjög forvitnilegt að skoða árangur þeirra rithöfunda sem hafa skrifað bækur sem segja að lágkolvetnis mataræði sé gott til að grennast og öðlast góða heilsu.  Ef að þetta fólk er ennþá í lélegu líkamlegu ástandi áratugi eftir að hafa skrifað bók sem segir að fita sé góð og kolvetni séu slæm þá segir það frekar mikið um hvort að þessi aðferð virkar.

Ef einhver er í vandræðum með aukakílóin þá eru ávextir svarið. Við vorum hönnuð til að borða ávexti og við verðum ekki of feit af þeim heldur fáum við alla þá næringu sem við þurfum úr þeim. Ef einhver vill borða bara ávexti ( ég vil en hef ekki náð þeim áfanga ennþá ) þá þarf viðkomandi að átta sig á því að það er hellings mál að ná nægum kaloríum úr ávöxtum og viðkomandi þarf þá að borða mjög mikið af ávöxtum sem innihalda mikið af kolvetnum, ávextir eins og bananar og döðlur.

Hérna er stutt myndband þar sem bornir eru saman höfundar bóka sem mæla með lág kolvetnisfræði.  Borða meiri fitu frá fæðu eins og kjöti, smjöri og þess háttar.  Og þeir bornir saman við höfunda sem mæla með mataræði sem byggist ekki á dýra afurðum, lítið af fitu en mikið af kolvetni.  

Þeir sem virkilega vilja kynna sér þessi mál þá mæli ég með þessari bók hérna: Bókin 80-10-10


mbl.is „Ég finn til með fólki sem er að berjast við aukakílóin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband