Hvernig væri að fækka mávum almennilega?

seagulls_feedingÉg er mikill dýravinur, hef alveg svakalega gaman af alls konar dýrum. Eitt af því skemmtilegra við það að prófa að búa í Englandi er að sjá fleiri dýr út um allt. Sérstaklega gaman af íkornunum sem koma í garðinn til mín til að sníkja hnetur... sumir myndu segja að ég er að lokka þá til mín með hnetum en hvað með það :)

Það er aðeins eitt dýr sem mér líkar svakalega illa við og það er mávurinn. Mín fyrstu kynni af þessu óarga dýri var fyrir nokkrum árum síðan þegar ég fór á sjó með bróðir mínum. Eftir sirka tíu tíma úti á sjó þá var kominn tími til að fara heim en þá startaði vélin ekki og við vorum fastir þarna úti í alveg tíu tíma í viðbót. Allann þennan tíma voru hundruðir máva í kringum bátinn, öskrandi og skítandi... eftir þá lífsreynslu þá sannfærðist ég að þetta væri óheyrilega leiðinleg dýr og allt of mikið til af þeim.

Seinni lífsreynslan af mávum var í ferð minni til Spánar. Ég klifraði fjall sem var nálægt bænum sem ég leigði hús í. Alla ferðina upp fjallið þá var ég umkringdur mávum sem voru endalaust að ráðast á mig. Sérstaklega man ég eftir einum stórum sem sveif fyrir ofan mig og reyndi að skjóta/skíta á mig; rétt náði að forða mér.  Þetta var að vísu dáldið fyndið, ég skal gefa þessum tiltekna fugli það.  Allt fjallað var umvafið mávum og ef það var eitthvað annað fuglalíf þarna þá held ég að mávurinn var búinn að gera út af við það.

Ég mæli með því að stjórnvöld geri átak í að fækka þessum leiðinda dýrum. Besta leiðin sem ég veit til þess að gera það er að á varptímanum að þá stinga göt á eggin þeirra.  Ef að eggin eru tekin eða eyðilögð þá bara verpir kvikindið aftur.  Ég er sannfærður að við myndum uppskera miklu fjölbreyttara fuglalíf og ekki amalegt að losna við þessa plágu sem mávurinn er.


mbl.is Mávurinn aðgangsharður á veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband