Þróunarkenningin er náttúrulögmálin aftur á bak

Annað lögmál varmafræðinnar staðhæfir að allt sé í rauninni að hrörna. Við sjáum þetta mjög vel allstaðar í kringum okkur. Þetta er hreinlega ástæðan fyrir að margar stéttir hafa eitthvað að gera. Málning veðrast og skemmst svo eftir ákveðinn tíma þarf að mála upp á nýtt. Bílar hrörna og bila með tímanum, flugvélar og svona mætti endalaust telja. 

En Þróunarkenningin segir að með tímanum að þá hafi náttúrulegir ferlar gert alveg öfugt við það sem við sjáum þá gera í okkar daglega lífi.

Þetta er eitthvað sem jafnvel þróunarsinnar hafa gert sér grein fyrir, t.d. sagði einn þetta:

J. H. Rush
In the complex course of its evolution, life exhibits a remarkable contrast to the tendency expressed in the Second Law of Thermodynamics. Where the Second Law expresses an irreversible progression toward increased entropy and disorder, life evolves continually higher levels of order

En er þá líffræðin öðru vísi? Erum við að sjá lífverur verða betri og betri? Erum við að sjá stökkbreytingar ekki skemma DNA heldur sífelt vera búa til nýjan kóða sem segir hvernig á að búa til nýjar gagnlegar vélar fyrir lífverur? Svarið er auðvitað nei, við sjáum hrörnun hérna eins og alls staðar annars staðar. Hérna er stutt myndband sem fer ýtarlegra yfir hve órökrétt Þróunarkenningin er að þessu leiti.


Bloggfærslur 8. apríl 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband