Gerðist sagan af Babelsturninum í raun og veru?

tower_of_babel_2_sFyrir nokkru gerði ég blog greinina: Gerðist sagan af Babelsturninum í raun og veru? (Myndband)

Áhugavert myndband sem fjallaði um alls konar atriði sem hægt er að tengja sögunni af Babels turninum. Mig langar samt að gera grein sem fjallar um önnur atriði sem mér finnst vera áhugaverð varðandi þessa sögu.  Sagan sem um ræðir er að finna í 1. Mósebók 11. kafla.  Þar lesum við um tíma eftir flóðið þegar mannkynið var allt saman komið á einum stað og ákvað að byggja turn. 

Biblían segir að Guði líkaði ekki þessi áform, að núna væri mannkynið sameinað og það væri ekkert sem héldi aftur af því svo Hann ruglaði tungumál þeirra og dreifði þeim um jörðina.

Biblían er ekki eina heimildin sem talar um Babels turninn, James Ussher vitnar í Egypska rithöfundinn Manetho, í bók hans "Book of Sothis" um að Babels turninn hafi gerst fimm árum eftir fæðingu Pelegs.

Annað dæmi kemur frá manninum sem þýddi "Epic of Gilgamesh" en hann fann lýsingu á atburði sem hljómar mjög líkt sögu Biblíunnar um Babels turninn. 

Smith, George. 1880. Chaldean Account of Genesis. Quoted in Stephen L. Caiger, Bible and Spade—An Introduction to Biblical Archaeology (London, England: Oxford University, 1946), p. 29.
The building of this temple offended the gods. In a night they threw down what had been built. They scattered them abroad, and made strange their speech. The progress they impeded

Gríski sagnfræðingurinn Abydenus vitnar í Eusebius sem talaði um mikinn turn Babýlónar sem var eyðilagður og að fram að þessu höfðu menn aðeins talað eitt tungumál. Plató talar einnig um tímabil þar sem allir menn töluðu eitt tungumál en guðirnir rugluðu tungumálum þeirra, sjá: https://www.christiancourier.com/articles/140-the-tower-of-babel-legend-or-history

Fleira áhugavert um þessa sögu:

Við vitum ekki fyrir víst að þetta gerðist, maður verður að taka sögunni í trú en það er ekki blind trú því að það eru gögn sem styðja söguna.


Bloggfærslur 23. apríl 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband