Mega kristnir hafa samband við miðla?

tmen20lÍ fyrstu Samúelsbók, 28. kafla er saga af Sál konungi þar sem hann fer til miðils.  Vegna þess að Sál hafði óhlýðnast Guði þá hafði spámaðurinn Samúel sagði við Sál að Guð hefði ákveðið að gefa öðrum manni konungstignina.  Mörgum árum seinna þá stendur Sál frammi fyrir óvina her og byrjar að örvænta og  í örvæntingu sinni þá fer Sál til konu sem var miðill í þeirri von að ná sambandið við Samúel spámann sem var dáinn þá.  Sál talar við konuna sem segist tala við Samúel en fréttirnar sem Sál fær er að herinn mun tapa og Sál sjálfur deyja og þetta rættist í bardaganum daginn eftir.

Það sem Sál var þarna að gera var sérstaklega bannað í lögmáli Móses:

3. Mósebók 19:31
Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda, farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar

En kristnir hafa tekið þá afstöðu að lögmál Guðs sem Hann gaf Móses á ekki við þá og ekkert í Nýja Testamentinu fjallar um þetta.  Flestir kristnir samt pikka þetta upp frá Móses og segja að kristnir eiga ekki að hafa samskipti við miðla eða reyna að tala við hina dánu. Enda mjög órökrétt að tala við hina dánu þar sem þeir vita ekki neitt.

Predikarinn 9:5
Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist.

Fyrir mitt leiti er svarið skýrt, kristnir eiga ekki að hafa nein samskipti við miðla; hvort sem það er markaðsset sem líkamsrækt eða hvað annað.


mbl.is Miðill kemur þér í draumaformið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband