Að ráða guðleysi í vinnu

Ímyndaðu þér að þú ert forstjóri í fyrirtæki og þú ert að ráða til þín mikilvægan starfsmann og þú vilt gera þetta sjálfur til að vera alveg viss um að finna rétta aðilann í starfið. 

Að lokum eru aðeins tveir aðilar sem þér finnst koma til greina og þú biður sérhvern þeirra að segja af hverju þeir væru rétti aðilinn í starfið.  Annar aðilinn gefur þér ótal ástæður fyrir því að hann gæfi mikið gildi fyrir fyrirtækið þitt. Hinn aðilinn aftur á móti hafði aðeins gagnrýni á keppinaut sinn fram að færa. Dáldið undrandi yfir þessum viðbrögðum þá endurtekur þú beiðnina, að segja af hverju hann væri rétti aðilinn í starfið en aftur kemur aðeins gagnrýni á hinn aðilann sem er að sækja um starfið líka.

Jafnvel ef að þessi neikvæðni einstaklingur hefði eitthvað til síns máls varðandi keppinaut sinn, myndir þú ráða hann í vinnu?

Ég fyrir mitt leiti segi nei.

En hvernig tengist þetta guðleysi?   Þegar maður biður guðleysingja um að gefa ástæður fyrir sinni afstöðu þá er voðalega lítið um svör. Í rauninni er þeirra málstaður þannig að það er gagnrýni á trú á Guð en ekkert sem styður þeirra afstöðu.  Frekar sorgleg afstaða til að sitja uppi með en... góðu fréttirnar eru þær að menn geta skipt um skoðun og tekið upp afstöðu sem hefur heilan helling af rökum og gögnum til að styðjast við, sjá: Þeir sem eru án afsökunnar og Eru sannanir fyrir sköpun? Hver var trú margra frægra hugsuða í gegnum aldirnar?


Bloggfærslur 12. apríl 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband