Er auðmjúkur páfi ekki þversögn?

Ég er mjög hlynntur kærleiksríkri auðmýkt en hvernig er hægt að vera auðmjúkur og síðan kemur fólk alls staðar að og fellur frammi fyrir þér nærri því eins og það er að tilbiðja þig? 

Hérna er ágætt dæmi um hvernig Kaþólska kirkjan hefur séð páfann í gegnum aldirnar:

Ferraris Ecclesiastical dictionary
The Pope is of so great dignity, and so exalted that he is not a mere man, but as it were God. and the vicar of God.

Pope Pius V, quoted in Barclay, Chapter XXVII, p. 218, "Cities Petrus Bertanous
The Pope and God are the same, so he has all power in Heaven and earth."

Hérna er síða sem listar upp margar tilvitnanir þar sem páfanum er lýst eins og Guð á jörðinni, sjá: http://www.remnantofgod.org/beastword.htm#earthgod

Hvernig einlægt fólk sem vill fylgja Guði og tekur Biblíuna alvarlega getur tilheyrt þessari stofnun er mér mikil ráðgáta.


mbl.is Auðmjúkur páfi tók strætó í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði Jesaja um örlög fólks sem borðar svínakjöt?

Í Jesaja 66 er að finna spádóm um hvað gerist á síðustu dögum, hérna er versið:

Jesaja 66
16
Því að Drottinn mun dóm heyja með eldi, og með sverði sínu yfir öllu holdi, og þeir munu margir verða, er Drottinn fellir.
17 Þeir sem helga sig og hreinsa sig til þess að fara inn í fórnarlundana, bak við einhvern, sem fyrir miðju er, sem eta svínakjöt, viðurstyggileg skriðdýr og mýs _ þeir skulu allir undir lok líða _ segir Drottinn.

Þetta er líklegast versið sem lét mig endanlega hætta að borða svínakjöt en ég faldi mig lengi bakvið söguna í Markús 7. kafla. Þetta vers varpar líka ljósi á hugmyndina um að kristnir eru ekki undir lögmálinu sem það les í bréfum Páls.  Þetta vers í Jesaja sýnir fram á að á síðustu dögum er rangt að borða svínakjöt svo það fólk er undir lögmálinu um hreint og óhreint kjöt í þeim skilningi að það ætti að fara eftir þessum lögum en gerir það ekki.

Sumir gætu bent á að Jesaja var undir Móseslögunum en kristnir eru það ekki en málið er að hérna er um að ræða spádóm rétt fyrir endalokin. Ætti það að vera þannig að eftir krossinn þá voru sumir undir lögmálinu en aðrir ekki?  Þá líklegast gyðingar undir lögmálinu en Páll var gyðingur og þetta með að vera ekki undir lögmálinu kemur beint frá honum.

Þegar við lesum "ritningarnar" eða "orð Guðs" í Nýja Testamentinu þá er verið að tala um Gamla Testamentið en ekki hið Nýja af því að það var ekki til þegar postularnir voru að skrifa sín bréf eða guðspjöll. Kominn tími til að kristnir lesi Gamla Testamentið eins og postularnir gerðu, sem orð Guðs sem er satt og á við þá.

Síðara bréf Páls til Tímóteus 3
15
Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.
16 Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti,
17 til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks.

Þær ritningar sem Tímóteus þekkti var Gamla Testamentið og hérna segir Páll að Gamla Testamentið getur veitt okkur speki til sáluhjálpar svo kristnir sem vilja hafna því að Gamla Testamentið eigi við þá eru að hafna þessari sáluhjálp.


Bloggfærslur 14. mars 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband