Á hvaða grunni á þá að taka mið af? Þróunarkenningunni?

Ég er persónulega alltaf á varðbergi þegar kirkja og ríki eru bólfélagar en að sama skapi þykir mér vænt um þegar menn líta til kristinna gilda til að hafa að leiðarljósi þegar kemur að samfélaginu. Ég held í huga flestra þá eru kristin gildi þau sem mótuðu samfélög landa eins og Danmerkur, Svíþjóð, Noregs, Íslands og Bandaríkjanna. Í mínum augum þá eru þessi kristnu gildi, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, rétti fólks til að lifa í samræmi við sína sannfæringu á meðan það skaðar ekki aðra. Það kemur samt ekki á óvart ef fólk hefur mismunandi hugmyndir um hvaða gildi hin kristnu gildi séu.

Vonandi kemst enginn flokkur til valda sem vill að lög ríkisins taki mið að vísindalegum sannleika og síðan setja Þróunarkenninguna sem hluta af því og að öll lög ættu að miðast við það.  Við höfum nokkur þannig dæmi úr sögunni, sjá: Heimspekingar Hitlers voru darwinistar

Út frá orðum Dawkins þá er hinn stóri vísindalegi sannleikurinn um lífið þessi:

Richard Dawkins
In a universe of blind physical forces and genetic replication, some people are going to get hurt, other people are going to get lucky, and you won't find any rhyme or reason in it, nor any justice. The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is, at bottom, no design, no purpose, no evil and no good, nothing but blind, pitiless indifference.

Vill samfélagið lög sem miðast við að þetta sé sannleikurinn?  Það sé í rauninni engin illska, engin hönnun, enginn tilgangur. Fyrir þá sem vilja ekki samfélag sem byggir lög sín á þessum svo kallaða sannleika þá vil ég biðja þá um að íhuga hvort þetta sé nokkuð sannleikurinn.


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803616

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband