Trú sem ekki má gagnrýna er ómerkileg og án efa röng

14-darwin.jpgÞað er alveg merkilegt að einhver sem fæðist ekki inn í þetta Íslamska samfélagi skuli íhuga Íslam sem mögulega sanna trú. Ef einhver aðhyllist trúfrelsi þá ætti hinn sami að fordæma Íslam. Ef einhver aðhyllist tjáningarfrelsi þá ætti hinn sami að fordæma Íslam og ekki vilja sjá þessa trú á Íslandi.  Hérna náttúrulega lendum við í smá mótsögn, að banna trú í nafni trúfrelsis en svona er heimurinn stundum. Ef að einhver trú boðar eitthvað sem fer á móti þeim samfélagslögum sem samfélagið vill halda í, eins og trúfrelsi og tjáningarfrelsi þá er bara eðlilegt að það sem er á móti þessu er ekki velkomið.  Síðan viðbjóðsleg hræsni að þetta lið skuli koma til vestrænna ríkja að boða sína trú en banna öllum að boða aðra trú í þeirra löndum.

Í Bandaríkjunum er mikið búið að rökræða lög sem kallast "Acadenic Freedom Bill", sjá: "State of the Union: An Academic Freedom Bill Roundup".  Þessi lög gæfu kennurum og nemendum rétt til að tjá sig um umdeild efni en þróunarsinnar berjast með kjafti og klóm gegn þessum lögum. Skondið, maður hefði haldið að alvöru vísindakenningar og vísindamenn hefðu ekkert á móti gagnrýni en það er náttúrulega málið, þetta eru ekki alvöru vísindi heldur trú guðleysingja sem á að þessu leiti eitthvað sameiginlegt með Íslam.  Gaman að vita hvort að Darwin myndi hafa staðið við sín orð sem þú sérð hérna á myndinni til hægri.

 


mbl.is Handteknir fyrir að boða kristni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803616

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband