Hvað með helvíti Jón Valur?

ArtPaintingMythologyHellprobablyItalian1Ég hef í gegnum tíðina gert greinar um helvíti sem sumir kristnir trúa að sé kennd í Biblíunni. Ég hef bent á alls konar rök gegn þessari hugmynd um að það er til staðar þar sem Guð kvelur sköpunarverk sitt í eldi og mun gera það næstu miljón árin og það er bara byrjunin.  Einn af þeim sem hefur komið á blog mitt og gagnrýnt þessar greinar mínar er blog vinur minn Jón Valur Jensson. En í öll þessi skipti þá hefur hann flúið án þess í rauninni að rökræða efnið en alltaf lofað að hann muni gera það einhvern tíman. Svo, hérna er fínt tækifæri; smá áskorun fyrir Jón Val að glíma við þetta efni og sjá hvort það standist heilbrigða gagnrýni og standist út frá Biblíunni. Hérna eru þrjár spurningar til að byrja umræðuna:

1. Af hverju varaði Guð ekki Adam og Evu um hina raunverulegu refsingu sem þau og öll þeirra börn áttu á hættu á að þurfa að upplifa, þ.e.a.s. eilífar kvalir í helvíti?  Hið sama gildir síðan um Ísrael. Guð gefur þjóðinni sín lög í gegnum Móses með alls konar viðvörunum og loforð um blessanir ef þau halda lögmálið en aldrei varar Móses né nokkur af spámönnunum Ísrael við eilífum kvölum í helvíti; af hverju?  Þetta er svona eins og foreldri sem varar barnið sitt við því að ef að það stelur smáköku úr stampinum sem mamma hefur geymt upp í hillu þá verður barnið rasskellt. Síðan þegar barnið tekur smáköku þá í staðinn fyrir að fá smá rasskell þá læsir pabbinn barnið í kjallara og pyntar barnið til þrítugs. Ef að hugmyndin um helvíti er sönn þá laug Guð að Adam og Evu og Ísrael varðandi hver refsingin var fyrir því að syndga.

2. Af hverju í allri Biblíunni segir enginn beint út að syndarar verða kvaldir að eilífu ef að það er það sem Biblían kennir?  Þetta er stærsta spurningin af þeim öllum, hvað gerist ef við deyjum í syndum okkar svo ég hefði haldið að slíkt ætti að koma mjög skýrt fram, sagt beint út en við ekkert þannig í allri Biblíunni. Versin sem menn nota til að styðja hugmyndina um eilífar kvalir í helvíti eru í öllum tilvikum óljós, táknræn eða segja ekki beint að um er að ræða eilíf eða kvalir eða syndara. Ættum við ekki að búast við því að þetta kæmi mjög skýrt fram í Biblíunni ef hún raunverulega kenndi þetta?

3. Hvernig ferðu að því að samræma kærleiksríkan Guð við hugmynda um eilífar pyntingar? Er ekkert inn í þér sem segir að það er eitthvað ekki í lagi með þetta?

Jæja Jón Valur, leggur þú í að virkilega verja hugmyndina um helvíti?

Hérna er síðan listi af þeim greinum sem ég hef gert um helvíti:

Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

Svar mitt til AiG varðandi þeirra grein um helvíti

Helvíti gerir guð sumra kristna að guði Kóransins

Hvað og hvar er helvíti?

Helvíti gerir Guð óréttlátan

Ef að Biblían styddi hugmyndina um helvíti

George Carlin um helvíti

Frjáls vilji og kenningin um helvíti

Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti, taka 2

Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

Creation.com and hell


Bloggfærslur 21. janúar 2013

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband