Hvað ef meðlimur Vantrúar væri numinn á brot af geimverum?

alien-abductionÞeir sem tilheyra Vantrú eða þeir sem vilja flokka sem sig efasemdamenn þeir oftast hafna því að geimverur eru hér á meðal okkar að nema fólk burt og gera tilraunir á þeim.  En hvernig myndi hinn venjulegi Vantrúar meðlimur bregðast við því að upplifa á mjög raunverulegan hátt að geimverur rændu honum?  Myndi hann hafna þessari upplifun vegna þess að vísindalegar staðreyndir segðu að þetta væri rangt?  Ef svo, af hverju?  Hvaða vísindalegu staðreyndir eru til sem segja okkur að geimverur eru ekki flúgandi út í geimnum og koma hingað af og til til að gera rannsóknir á okkur?  Einhverjir gætu sagt að við höfum ekki gögn um tilvist þeirra og þess vegna bæri viðkomandi vísindaleg skilda að hafna þessari upplifun en þegar kemur að atburðum í fortíðinni þá oftast höfum við aðeins vitnisburð fólks sem gögn fyrir að viðkomandi atburður átti sér stað. Lang flest sem gerðist í fortíðinni eins og þegar Babýlón var sigruð, þegar rómverjar sigruðu grikki, þegar Abraham Lincon var myrtur, eru atriði sem við verðum að taka í trú út frá vitnisburði fólks. Í dag höfum við vitnisburð ótal fólks um að það hafi séð geimskip eða geimverur svo tæknilega séð höfum við gögn fyrir tilvist geimvera.

Svo, hvað myndi hinn venjulegi meðlimur Vantrúar bregðast við mjög raunverulegri upplifun að geimverur hefðu numið hann á brot og hann hefði upplifað að vera um borð í geimskipi með geimverum?  Myndi hann hafna þessari lífsreynslu eða myndi hann samþykkja hana?


Bloggfærslur 19. september 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband