Sagði Benedikt páfi "Nauðsynlegt að uppræta bókstafstrú"?

pope-benedict-fundamentalist.jpgRÚV var með þessa frétt: Nauðsynlegt að uppræta bókstafstrú þar sem sagt var frá beiðni páfa að uppræta bókstafstrú. Þegar ég googlaði þetta þá aftur á móti voru ensku fréttirnar svona: Pope urges religions to root out fundamentalism

Hvað segir fólk, er "fundamentalism" hið sama og bókstafstrú?

Eitthvað segir mér að fólk hérna hafi mjög mismunandi skilning á hvað þessi hugtök þýða. Ef maður t.d. skoðar á wikipedia hvað fundamentalism þýðir þá er kristinn fundamentalism eftirfarandi afstaða:

Eitthvað segir mér að páfi hefur ekki verið að meina að það þarf að uppræta þessa trú, þó að vísu að ég best veit er hann ósammála fyrsta atriðinu.

Ef um er að ræða bókstafstrú þá er Kaþólska kirkjan á móti því að taka sköpunarsöguna of alvarlega og lætur sem svo að hún samþykki þróunarkenninguna nema bara að Guð leiðbeindi þróuninni sem er í rauninni akkúrat á móti kjarna þróunarkenningarinnar.  

Ég er einmitt á því að ekki bókstafstrú er hættuleg því að þá eru engin höft á hver trúin er eða hvað menn gera í nafni trúarinnar.  Boðorðin tíu breytast í tíu uppástungur og hvað annað sem Biblían kennir verður að hverju sem menn vilja. Ég hef ekki rekist á marga sem eru á móti því að taka lög landsins bókstaflega. Ekki viljum við dómara sem tekur ekki mark á bókstafi laganna?

Lykilatriðið þegar kemur að fundamentalisma og bókstafstrú er hvaða grundvallar trúaratriði eru um að ræða og hvað er bókstafurinn að kenna. Ef að bókstafurinn skipar morð á þeim sem eru þér ósammála eða er á móti tjáningarfrelsi þá er slík bókstafstrú af hinu illa. Hver hérna er á móti bókstafstrú sem segir að boðorðin tíu eru í gildi og skylda okkar er að elska náungan eins og sjálfan sig og það sem maður vill að aðrir menn gjöri sér það á maður þeim að gjöra?

Hérna er Sam Harris að fjalla um hvað honum finnst raunverulega vandamálið er þegar kemur að mismunandi trúarbrögðum. Ég er ekki sammála honum í öllu hérna en hann kemur með punkta sem eru mjög góðir.


Ég held að ég þarf aðeins betri útskýringu á hvað Benedikt páfi var að meina þarna og það er eins og við þurfum aðeins að skilgreina okkar hugtök betur.


Bloggfærslur 16. september 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband