Er hægt að rannsaka kraftaverk?

Minn skilningur á yfirnáttúrulegum kraftaverkum er kraftur sem ræður yfir náttúrunni og hefur áhrif á náttúruna.  Þegar Jesú gerði kraftaverk þá var um að ræða áhrif sem fólk gat séð fyrir sig sjálft. Fólkið sem skráði niður þessi kraftaverk þekktur alveg eins og við hvernig orsök og afleiðing virka. Það fólk vissi alveg að það er ekki hægt að ganga á vatni, breyta vatni í vín, fæða þúsundir með örfáum fiskum eða rísa upp frá dauðum. Það það síðan gerðist fyrir framan það þá vissi það að sá sem framkvæmdi þessi verk hafði vald yfir náttúrunni, hafði sem sagt yfirnáttúrulegt vald.

Sá sem hefði viljað rannsaka þessi kraftaverk hefði samt aðeins getað gert tvennt, athugað hvort að einhver áhrif væru ennþá greinanleg eftir kraftaverkið eða metið vitnisburð þeirra sem voru vitni að kraftaverkunum. Í flestum tilfellum þá er vitnisburður einu sönnunargögnin sem voru möguleg. Jafnvel þegar kemur að fæða þúsundir með örfáum fiskum þá samt hefði ekki verið nein leið til að meta hvort að maturinn sem var afgangs hefði haft yfirnáttúrulegan uppruna.

Sum kraftaverk sem Biblían lýsir hefðu samt átt að skilja eftir sig ummerki, eitt slíkt dæmi er þegar Guð leiddi Ísrael út úr Egyptalandi. Veit um að minnsta kosti tvær myndir sem hafa verið gerðar um þau ummerki, hérna er ein þeirra: http://video.google.com/videoplay?docid=-4305370740783955461

En jafnvel í þessu dæmi þá er hægt að útskýra ummerkin án yfirnáttúru svo mín niðurstaða er að það er erfitt að rannsaka kraftaverk og staðfesta með mikilli vissu en það geta verið vísbendingar sem styðja að kraftaverk gerðist og síðan verða menn að meta hvort að viðkomandi vitnisburður og gögn eru nógu góð til að velja að trúa.


mbl.is Hvernig rannsakar maður kraftaverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti Noregur Breivik skilið?

Það er svakalegt af þessum franska rithöfundi, Richard Millet að láta þetta út úr sér. Auðvitað átti norska þjóðin ekki skilið svona hörmungar og hvað þá fjölskyldurnar sem misstu börnin sín í þessum harmleik.

En, á eftir flest öllu fylgir alltaf leiðinlegt "en". Það er ekki undarlegt að mörgum stendur ógn af menningu múslima þar sem feður drepa dætur sínar ef þær valda þeim vanvirðingu, þar sem fólk er drepið ef það yfirgefur trúnna og þar sem réttindi kvenna eru oft fótum troðin. Hvað þá þegar börn gera eitthvað heimskulegt eins og að brenna blaðsíður úr Kóraninum að þá eiga þau á hættu að vera refsað grimmilega. 

Þeir sem vilja standa vörð um samfélag þar sem trúfrelsi, tjáningarfrelsi, mannréttindi og lýðræði eru gildi sem samfélagið byggir á þá er ekki nema von að þeir upplifa menningu múslima sem ógn við þessi gildi.

Hérna fjallar Sam Harris um þetta mál.


mbl.is Segir Noreg hafa átt Breivik skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Albert Einstein: "the more I study science, the more I believe in God"

220px-Albert_Einstein_(Nobel)Áhugavert að Einstein skildi segja þetta. Þarna er hann að bergmála það sem annar merkilegur vísindamaður hafði sagt áður:

Louis Pasteur
The more I study nature, the more I stand amazed at the work of the Creator

Því miður þá trúði Einstein aldrei á persónulegan Guð og alls ekki Guð Biblíunnar. Ég hefði haft mjög gaman af því að fá að tala við hann um þau málefni. Ein af útskýringunum sem Einstein gaf fyrir þessari afstöðu sinni var þessi:

Albert Einstein, The World as I See It
I cannot conceive of a God who rewards and punishes his creatures, or has a will of the kind that we experience in ourselves. Neither can I nor would I want to conceive of an individual that survives his physical death; let feeble souls, from fear or absurd egoism, cherish such thoughts. I am satisfied with the mystery of the eternity of life and with the awareness and a glimpse of the marvelous structure of the existing world, together with the devoted striving to comprehend a portion, be it ever so tiny, of the Reason that manifests itself in nature.

Ég aftur á móti get ekki skilið skapara sem byggir inn í mig skyn á réttlæti og löngun eftir heimi þar sem kærleikur og réttlæti býr að vera síðan sama um þann heim og þær verur sem hann skapaði. Síðan er ég engan veginn sannfærður um að allir sem hafa von um að Jesú gefi þeim líf þegar Hann kemur aftur hafa þá von vegna mikils egó. Auðvitað hafa sumir mikið egó en ég hef hitt nógu mikið af auðmjúkum kristnum einstaklingum til að efast stórlega um þessa ályktun Einsteins.

Í mínum huga var líklegast aðal ástæða Einsteins fyrir þessari afstöðu til persónulegs Guðs þessi hérna:

Albert Einstein
I have firmly decided to bite the dust with a minimum of medical assistance when my time
comes, and up to then to sin to my wicked heart’s content

Mín reynsla er að nærri því alltaf þegar kemur að afstöðu fólks til einhvers í Biblíunni þar sem um synd er að ræða þá byggist þeirra afstaða miklu frekar á þeirra ást á þeirra eigin lífsstíl en hvað er rökrétt og hvað er satt.

SixDaysEn þessi upplifun Einsteins, að því meira sem hann rannsakaði vísindin því meira trúði hann á Guð þá voru gefnar út tvær bækur þar sem vísindamenn með doktors gráður útskýrðu af hverju þeir trúðu á sköpun og oftast var það vegna rannsókna á þeirra sviði. Þessar tvær bækur eru In Six Days og On the Seventh Day.


Bloggfærslur 30. ágúst 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803352

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband