Geta tilviljanakenndar stökkbreytingar breytt apa í mann?

Stop%20Following%20MeEinhvers konar apaleg vera á að hafa verið sameiginlegur forfaðir simpansa og manna og sagan segir að tilviljanakenndar stökkbreytingar ásamt náttúruvali á að hafa breytt því dýri í mannkynið eins og við þekkjum það í dag.

Þetta á að hafa gerst á sirka tíu miljón árum en það er forvitnilegt að athuga hve raunhæf er þessi saga. Miðað við rannsóknir á DNA manna og simpansa þá er munurinn að minnsta kosti 120 miljón DNA "stafir". Ef að við gefum okkur að í hverri kynslóð gætu 10 góðar stökkbreytingar orðið hluti af genamenginu þá tæki það 12 miljónir kynslóða að ná fram 120 miljónum góðra stökkbreytinga. Ef að dýrategundin sem um ræðir er eins og við mennirnir þá erum við að tala um sirka 30 ár en það þýðir að það tæki 360 miljón ár að ná fram 120 miljón góðum stökkbreytingum.

Þetta eru auðvitað bara mjög grófar tölur, bara til að fá smá hugmynd að því sem er í gangi. Gögnin sem styðja að stökkbreytingar geti gert eitthvað gagnlegt eru mjög takmörkuð. Flest dæmin eru þannig að stökkbreytingin raunverulega skaðaði lífveruna en akkúrat í ákveðnum kringumstæðum þá var þetta jákvætt eins og "sickle cell anemia" sjúkdómurinn sem gerir fólk ónæmt fyrir malaríu. Meira hérna um hvernig góðar stökkbreytingar eru í rauninni ekki svo góðar, sjá: Mutations: The Raw Material for Evolution?

Málið er að rannsóknir sýna að tölfræðin í kringum stökkbreytingar er að 99,9% af þeim eru hlutlausar eða skaðlegar. Þannig að líkurnar eru miklu frekar þær að á þessum 360 miljón árum þá yrði DNA viðkomandi lífveru brunarústir vegna þessara stökkbreytinga.  Sumir mótmæla hérna líklegast og segja að náttúruval kæmi í veg fyrir það en það er ekki rétt. Eins og staðan er í dag þá eru stökkbreytingar sem skemma genemengi okkar sífelt fleiri og fleiri að safnast saman, sjá: Plant geneticist: ‘Darwinian evolution is impossible’ Don Batten chats with plant geneticist John Sanford

Í mínum augum er þetta augljóst, þeir sem trúa að apalegar verur breyttust í menn með þessari aðferð hafa trú sem er í andstöðu við gögnin. Smá hugleiðingar um trú og gögn hérna: Er trú ekki byggð á gögnum?

Þetta vandamál með stökkbreytingarnar og þróun mannkyns er þekkt sem Haldane's Dilemma, meira um það hérna: Haldane’s dilemma has not been solved og Answering Evolutionist Attempts to Dismiss "Haldane's Dilemma"  og  Plant geneticist: ‘Darwinian evolution is impossible’ - Don Batten chats with plant geneticist John Sanford


mbl.is Stökkbreytingar ráðast af föður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803352

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband