10.7.2012 | 15:18
Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Vantrú birti grein á vefsíðu sinni með titilinn "Trúleysi er ekki trú" en mig langar að svara henni.
Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Fyrir mörgum er það feimnismál að vera trúleysingi. Víða um heim er trúleysingi hálfgert skammaryrði. Í Bandaríkjunum jafngildir það pólítísku sjálfsmorði að viðurkenna trúleysi sitt.
Isaac Newton
Atheism is so senseless and odious to mankind that it never had many professors
Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Trúleysingjar sem láta í sér heyra opinberlega verða oftar en ekki fyrir mjög ósanngjörnu aðkasti. Menn eru kallaðir dónar, lygarar, öfgasinnaðir og oft margt miklu verra.
Það væri sannarlega ekki kristileg hegðun að gera slíkt en eitthvað segir mér að megnið af aðkastinu er vegna lélegs málflutnings og þeirra eigin skítkasts. Vantrú má eiga það að þeir sem mynda það félag virðast hafa ákveðið að vera málefnalegir á opinberum vettvangi. Ég hef t.d. aldrei bannað þeirra meira áberandi meðlimi, Hjalta og Matthías.
Vantrú - Trúleysi er ekki trú
En nær undantekningalaust fá þeir sem láta í sér heyra á sig fáránlega og ósanngjarna stimpla. Einn þreyttasti frasinn er sá að trúlausir séu manna duglegastir við að predika og bera út boðskap sinn. Við nánari skoðun fæst það auðvitað ekki staðist. Hafa ekki örugglega allir séð trúleysingja sjónvarpsstöðina sem sendir út í opinni dagskrá? Nú eða hlustað á trúleysingja útvarpsstöðina? Auðvitað ekki, því þær eru ekki til.
Hérna eru nokkur dæmi um trúboð guðleysingja:
- http://www.youtube.com/user/TheAtheistExperience
- Richard Dawkins, munið þið eftir strætó herferðinni hans? Hann var einnig með sjónvarpsþætti þar sem hann rakkaði niður öll þau trúarbrögð sem hann gat fundið, ásamt ótal bókum þar sem hann deilir sínu guðleysi. Dawkins var líka hjá Oxford Simonyi Professor for the Public Understanding of Science
- Þar sem ég set algjört samasem merki milli Þróunarkenningarinnar og guðleysis þá eru ótal sjónvarpsþættir sem predika Þróunarkenninguna sem heilagan sannleika sem enginn má dirfast að efast um. Flest allt sem Richard Attenborough hefur gert predikar Þróunarkenninguna, beint eða óbeint. Hið sama síðan gildir um kvikmyndir og skólabækur.
- Flest söfn út um allan heim kenna guðleysis Þróunarkenninguna og þeir taka það trúboð svo alvarlega að jafnvel ef að bara einhversstaðar er að finna kynningu á einhverju sem sköpunarsinnar kenna þá ráðast þeir á það, hérna er ágætt dæmi: New visitors centre opens at Giants Causeway, Northern Ireland - New visitors centre opens at Giants Causeway, Northern Ireland
Þannig að frá mínum sjónarhóli þá er hreinlega búið að heilaþvo mína kynslóð, vel dulbúið en svo sannarlega guðleysis trúarbragðið er búið að gegnsýra allt samfélagið.
Hver man eftir að hafa séð sjónvarpsþátt sem fjallar á jákvæðan hátt um Biblíuna eða Vitræna hönnun?
Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Aftur, þá er hann ekki til. Ríkið hins vegar borgar Þjóðkirkjunni milljarða á hverju ári og styrkir fjölda trúfélaga í hvers kyns trúboðastarf af ýmsum toga. Pistlar örfárra manna (og kvenna) á vefriti blikna í samanburði.
Þetta er að vísu rétt og ég styð þessa baráttu Vantrúar heilshugar.
Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Að trúleysi sé trú er annar örþreyttur frasi sem við trúleysingjar fáum að heyra. Raunar er það alveg óþolandi að þurfa reglulega að svara þessu. Þetta hefur verið rætt svo oft að umræðunni ætti að vera lokið. Rétt eins og að safna ekki frímerkjum er ekki áhugamál, er trúleysi ekki trú.
Trúleysi er ekki trú en guðleysi ásamt hugmyndafræði sem svarar öllum stærstu spurningum lífsins er svo sannarlega trú. Guðleysingjarnir í Vantrú trúa eftirfarandi:
- Guð er ekki til - þeir sannarlega trúa þessu en vita það ekki.
- Þegar þú deyrð þá hættir þú að vera til og ert horfinn að eilífu.
- Hið efnislega er það eina sem er til, það er enginn andleg hlið á lífinu.
- Það er enginn tilgangur með tilvist okkar, við erum hér í dag og svo horfin að eilífu á morgun. Við erum duftið sem stjörnurnar eru búnar til eins og Carl Sagan predikaði í sínum sjónvarpsþáttum.
- Við vorum ekki sköpuð heldur bjuggu tilviljanakenndar breytingar á DNA kóðanum okkur. Ímyndið ykkur, tilviljanakenndar breytingar á DNA á að hafa búið til heilann sem við notum til að hugsa. Það er algjörlega órökrétt að halda að þetta ferli geti búið til tölvu sem greinar rétt frá röngu og getur hugsað rökrétt.
- Margir guðleysingjar trúa ekki á sjálfstæðan vilja en slíkt hlýtur að flokkast sem trú.
- Þróunarkenningin sjálf inniheldur ótal sögur sem guðleysingjarnir taka í trú, sögur sem byggjast á litlu sem engu og oftast eru í algjörri andstöðu við staðreyndirnar.
Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Það er þó eitt sem sameinar flesta trúleysingja og það er gagnrýnin hugsun.
LOL já, allt nema gagnrýni á sína eigin trú.
Vantrú - Trúleysi er ekki trú
Ef þú vilt banna mér að pósta myndum eins og þessum á Facebook ertu í raun að segja mér að þú viljir banna gagnrýna hugsun. Og veistu hver vildi líka banna gagnrýna hugsun?
Ég veit að Vantrú vill banna allt sem tengist sköpun og allt sem kennir að Biblían sé sönn. Vantrú er á móti því að einkaskólar sem trúfélög reka, kenna sköpun. Það eru varla til dæmi í sögunni að kristnir sköpunarsinnar hafa viljað bannað fræðslu um guðleysis þróunarkenninguna. Ef þú ert að hugsa "hvað með Scopes réttarhöldin sem myndin Inherit the wind fjallaði um" þá skaltu endilega lesa þetta hérna: Inherit the Wind - A Lesson in Distorting History
Getur líka horft á þennan fyrirlestur um Inherit the wind, sjá: http://video.google.com/videoplay?docid=-8623985676693464405 myndin er ljótur lyga áróður en vegna þess að það er á móti kristnum sköpunarsinnum þá af einhverjum ástæðum er það í góðu lagi.
Samantekt
Það er rétt, trúleysi er ekki trú en meðlimir Vantrúar eru ekki trúlausir heldur aðhyllast þeir guðleysi en því fylgir heill heimur trúarlegra hugmynda sem svarar sömu trúarlegu spurningum og öll önnur trúarbrögð mannkyns.
10.7.2012 | 09:22
Nóbels verðlaunahafi verður kristinn vegna rannsókna á Vitrænni hönnun
Richard (Rick) Errett Smalley (19432005), M.A., Ph.D. (Princeton), var prófessor í efnafræði, eðlisfræði og stjarneðlisfræði hjá Rice háskólanum. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1996 fyrir sínar uppgvötanir og hefur verið kallaður "faðir nanótækninnar".
Á sínu sviði þá var hann mjög þekktur, hann gerði margar stórar uppgvötanir í rannsóknum á nanótækni, átti t.d. stóran þátt í uppgvötun á nokkru sem kallast buckyball.
Smalley lærði um darwinisma þegar hann var bara krakki frá móður sinni sem hafði mikinn áhuga á vísindum. Það var ekki fyrr en seint á lífsleiðinni sem Smalley varð kristinn, aðalega vegna hans rannsókna á Vitrænni hönnun.
Sem vísindamaður þá var Smalley að leita að svörum sem skynsamleg í vísindalegum skilningi. Í fyrstu gat hann ekki samþykkt hugmyndina að Biblían væri Orð Guðs og glímdi lengi við spurninguna hvort að vísindi væri samræmanleg við kristni. Mikilvægt skref í hans lífi var þegar fyrirlestur um Vitræna hönnun var kynnt í háskólanum sem hann starfaði við. Sá fyrirlestur varð til þess að hann fór að kafa ofan í saumana á Þróunarkenningunni og viðbrögðin voru hreinlega reiði. Eigin kona Smalley skrifaði:
I remember him pacing the bedroom floor in anger saying evolution was bad science. Rick hated bad science worse than anything else. He said if he conducted his research the way that they did, he would never be respected in the scientific community
Fyrst byrjaði Samlley að trúa að Guð hefði leiðbeint þróuninni en eftir því sem hann rannsakaði meira þá hafnaði hann Darwin og byrjaði að tala opinberlega á móti Þróunarkenningunni. Árið 2004 hélt hann fyrirlestur við Tuskegee háskólann þar sem hann sagði eftirfarandi:
The burden of proof is on those who dont believe that Genesis was right, and there was a creation, and that the Creator is still involved. [The fact is] this planet was built specifically for us. Working on this planet is an absolute moral code. Lets go out and do what we were put on Earth to do.
Hann hélt því fram að Darwinísk þróun hefði fengið rothögg vegna framfara í erfðafræði og frumulíffræði, að vegna þessara uppgvötana þá væri það augljóst að lífverur hefðu ekki þróast frá einföldum lífverum eins og bakteríum yfir í stærri dýr og þar á meðal mannfólkið.
Presturinn hans, Ben Young sagði að Smalley hefði endurfæðst á þann hátt að höfuðið kom fyrst og hjartað hans hefði komið eftir á. Þegar kom að sköpun eða þróun þá var niðurstaða Smalley sú að Móse hafði rétt fyrir sér.
Smalley vildi leggja sitt af mörkum til að sannfæra fólk um að Þróunarkenningin stæðist ekki en hann dó úr krabbameini áður en sá draumur varð að veruleika. Hann skrifaði að síðustu ár hans sem vísindamaður hefðu verið mest spennandi, að hann þurfti ekki að yfirgefa heilbrygða skynsemi þegar hann las Biblíuna heldur komst að þeirri niðurstöðu að Biblían gerði hann að betri vísindamanni.
Mjög lauslega þýtt héðan: From skepticism to faith in Christ: a Nobel Laureates journeyBloggfærslur 10. júlí 2012
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 803344
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar