Ef þróunarkenningin er sönn þá er siðferði ímyndun ein

Svona fréttir vekja með mér hroll.  Hvernig er hægt að fara svona með aðra manneskju?  Sérstaklega þegar að við best vitum, hafði hún ekki gert þeim neitt svo að kveikja í henni!  Svo ofan á þennan viðbjóð bætist við spillingin, að vegna þess að þetta eru börn valdamikils fólks þá var þeim sleppt. 

Þeir sem hryllir við svona ófreskjulegri hegðun og telja hana siðferðislega ranga hegðun eru á yfirborðinu að staðfesta að það er algildur siðferðisstaðall og samkvæmt honum er rangt að nauðga stúlku og hvað þá kveikja í henni.  Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að ef að þeir trúa að þróunarkenningin sé sönn þá er þeirra siðferði ekkert nema ímyndun.

Heimspekingurinn Michael Ruse orðaði þetta svona:

Morality, or more strictly our belief in morality, is merely an adaptation put in place to further our reproductive ends. Hence the basis of ethics does not lie in God’s will—or in the metaphorical roots of evolution or any other part of the framework of the Universe. In an important sense, ethics as we understand it is an illusion fobbed off on us by our genes to get us to cooperate. It is without external grounding. Ethics is produced by evolution but is not justified by it because, like Macbeth’s dagger, it serves a powerful purpose without existing in substance.…Unlike Macbeth’s dagger, ethics is a shared illusion of the human race.
Michael Ruse and Edward O. Wilson, “The Evolution of Ethics,” in Philosophy of Biology, ed. Michael Ruse (New York: Macmillan, 1989), 316

Þessi hugsun hefur leitt til dæmis suma þróunarsinna til að komast að þeirri niðurstöðu að það að nauðga sé í lagi, sjá: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?

Þeir sem aftur á móti finna með sjálfum sér að það er til algildur siðferðis staðall sem segir að nauðgun sé algjörlega röng þá eru þeir þar með að segja að þróunarkenningin geti ekki verið rétt heldur. Ástæðan er að við gætum hafa þróast á þann hátt að samfélagið teldi það að nauðga vera í góðu lagi og þá væri það í góðu lagi. Þeir sem eru ósammála þessu, að nauðgun sé röng sama hvaða skoðanir einhver samfélög hafa þá eru að afneita þróunarkenningunni, sem er auðvitað hið besta mál.

Nei, okkar siðferði þróaðist ekki heldur er það raunverulegt og algilt, skapað af Guði í samræmi við Hans lindiseinkun.

Hérna er William Lane Craig að fjalla um þetta atriði.


mbl.is Þrír nauðguðu átján ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband