Segir Biblían ekki að heimsendir sé í nánd?

End_of_the_World_Miðað við að Biblían talar oft um heimsenda og að Jesús kemur skjótt aftur þá eru þetta frekar undarleg skilaboð frá Vatíkaninu. Ef skilaboðin eru að spádómur Majana mun líklegast ekki rætast þá tek ég undir það en samkvæmt Biblíunni er heimsendir svo sannarlega í nánd.  Held síðan að Majarnir voru í Suður Ameríku en ekki Suður Afríku eins og mbl segir frá.

Miðað við hvað Biblían segir um tíma endalokanna þá er ekki mikið eftir, sjá: Hvað segir Biblían um tíma endalokanna?

En þetta orð "heimsendir" hljómar voðalega neikvætt.  Myndin sem Biblían dregur upp er að þessi heimur er að tortýma sjálfum sér og þegar heimurinn mun hreinlega lýsa yfir stríði yfir fylgjendur Guðs þá mun Guð grípa inn í og bjarga sínu fólki.  Þá mun þessi heimur ekki beint enda heldur verða endurskapaður og þá munu þessi orð Biblíunnar verða að veruleika:

Opinberunarbókin 21
1
Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til.
2 Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.
3 Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: "Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra.
4 Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."
5 Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: "Sjá, ég gjöri alla hluti nýja," og hann segir: "Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu."

Þetta eru ein af mínum uppáhalds versum í Biblíunni en nærri því alltaf þegar Biblían er með falleg loforð þá koma líka vers sem fjalla um hina hliðina.

Opinberunarbókin 21
8
En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."


mbl.is Páfagarður: Heimsendir ekki í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband