Út frá guðleysi er kynlíf með dýrum rangt?

Kannski kjánaleg spurning þar sem guðleysi innifelur engar siðferðisreglur. Guðleysingjar hafa örugglega alls konar skoðanir á þessu enda hef ég rekist á marga guðleysingja með mjög sterka siðferðiskennd. Punkturinn er samt sá að ef að við erum aðeins blanda af atómum sem tilviljanir settu saman á löngum tíma þá höfum engan grunn til að segja í þessu tilfelli, kynlíf með dýrum er rangt.

Fyrir þá guðleysingja sem finna eitthvað innra með sér sem segir þeim að þetta er rangt þá vil ég hvetja þá til að spyrja sig hvort að það sé ekki vegna þess að þeirra guðleysi er ekki rétt og þeirra trú um uppruna okkar er heldur ekki rétt.

Kristnir eru hérna líka í smá vandræðum. Mig grunar að flestir kristnir trúi því að kynlíf með dýrum sé rangt en Nýja Testamentið segir ekkert um það. Versin sem fjalla um það eru að finna í Gamla Testamentinu en þar er líka að finna vers um að halda sjöundadaginn heilagann og vers um hreina og óhreina fæðu sem þeir vilja meina að sé ekki lengur í gildi. 


mbl.is Vilja banna kynlíf með dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hvíldardagsskóli sniðug hugmynd?

article-new_ehow_images_a07_ih_k5_games-christian-teen-groups-800x800Hérna er forvitnileg mynd sem fjallar um æskulýðsstarf í kirkjunni. Hún glímir við spurningar eins og er það biblíulegt að skipta börnum eftir aldri og búa til prógröm sérstaklega fyrir börn. Einnig og enn mikilvægara, á kirkjan að fræða börn um hina kristnu trú og niðurstaðan sem aðstandendur þessarar myndar komast að er nei. Kirkjan á að láta foreldrum eftir fræðslu barna.

Mjög áhugavert efni, sjá: http://vimeo.com/26098320


Bloggfærslur 29. nóvember 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband