Hin venjulega kristni er orðin að Babýlón

babylonMér finnst engan veginn eðlilegt að stjórnarskráin velji eina kirkju sem þjóðkirkju Íslands um alla tíð. Ef að þjóðkirkjan á undir högg að sækja í dag, heldur fólk að ástandið verði betra eftir tíu ár eða tuttugu?  Þetta er augljóslega ekki heppilegt framtíðar fyrirkomulag.  Fyrir mitt leiti er stóra vandamálið að þessi kirkja er alls ekki Biblíuleg og sannkristið fólk ætti að yfirgefa hana.

Í Opinberunarbókinni 14. kafla er að finna eitthvað mjög áhugavert, þar er lýsing á kirkju Guðs á síðustu tímum og hvaða boðskap Guð hefur beðið hana að flytja.

Eitt af því sem hún er að boða er þetta:

Opinberunarbókin 14:8
Og enn annar engill kom á eftir og sagði: "Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla, sem byrlað hefur öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns."

Í Babýlón er að finna atriði sem höfðu gífurleg áhrif á trúarheim Grikkja og rómverja og síðan þegar róm varð kristið þá í rauninni að mjög miklu leiti varð sú kristni aðeins afbrigði af gömlu Babelónísku trúnni.  Hérna til hægri er að sjá hvaða atriði komu frá Babýlón yfir í nútíma kristni. Jólin, páskar ( Easter eftir Babýlónísku gyðjunni Ishtar, helvíti, ódauðleiki sálarinnar, ungbarnaskírn og sunnudags helgihald og fleira.

Ég er ekki sammála að setja þrenninguna á þennan lista því ég trúi að hún kemur frá Biblíunni.

Þannig að kirkja síðustu tíma hefur það hlutverk að kalla fólk út úr kirkjum sem eru orðnar eins og Babýlón, ringulreið af alls konar villukenningum sem margar komu beint frá gömlu Babýlón.

Hérna er fyrirlestur sem fer ýtarlega í þetta efni:


mbl.is Við köllum á kirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband