Hin heillandi Jimmy Savile

Jimmy_Savile,_HeadstoneSumir kannski taka andköf við að heyra einhvern segja að Jimmy Savile hafi verið heillandi þar sem núna vitum við að hann var eins illa innrættur og menn geta orðið. En þegar maður les wikipedia greinina um hann, sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Jimmy_Savile  þá er nokkuð ljóst að hann átti langan feril að baka og var mikilsmetinn og dáður af mjög mörgum. Ótal heiðursdoktorsgráður og viðurkenningar, hérna til hægri er mynd af legsteininum hans þar sem hans afrek eru upp talinn.  Var Savile heillandi, ég held að hann hefði aldrei komist upp með þetta eða náð að tæla svona margar konur nema hann hafi verið einmitt heillandi.

Kannski hélt Savile að hans góðu verk gætu vegið upp á móti því slæma sem hann gerði en á dómsdegi þá er ekki spurning um að vega góð verk og síðan vond verk og ef að góðu verkin eru fleiri en hin vondu þá færðu sakaruppgjöf og eilíft líf. Alveg eins og í dómssölum hérna hjá okkur þá ef þú ert sekur um nauðgun þá skiptir ekki máli þótt þú gafst helling til góðsgerðamála; það skiptir heldur ekki hve mikið þú sérð eftir glæpnum, ekkert af þessu getur gert þig saklausan eða borgað sekt þína.

Við erum öll í svipaðri stöðu og Savile, við erum flest ekki sek um jafn svakalega illsku og hann en höfum við ekki flest gerst sek um að ljúga, stela, reiðast, öfunda, verið gráðug, hata og fyrirlíta meðbræður okkar?  Ef þú heldur að það eigi ekki við þig þá þarftu ekki að lesa neitt meira sem ég hef að segja. Ef ef þú ert eins og ég og veist að þú ert sekur og veist að þú munt deyja þá veistu að þín staða er ekki góð.


mbl.is Tók táninga með sér á spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband