Illska og vilji Guðs

Það er alltaf jafn sorglegt og ergilegt þegar einhver sem kallar sig kristinn segir eitthvað sem er af hinu illa vera vilja Guðs. Biblían samt talar um að Guð geti látið alla hluti verka til góðs fyrir þá sem ganga á Hans vegum svo í erfiðum aðstæðum þá er hægt að leita til Guðs í bæn og biðja Hann um hjálp og handleiðslu.

Varðandi fóstureyðingar þá hefur Aðvent kirkjan ákveðna opinbera afstöðu sem er að finna hérna: http://www.adventist.org/beliefs/guidelines/main-guide1.html

Persónulega finnst mér þessi afstaða veikburða og ég myndi vilja algjöra fordæmingu á fóstureyðingum nema í þeim tilfellum að líf móðurinnar er í hættu. Ég á voðalega erfitt með að leggja blessun mína yfir fóstureyðingu í tilfelli nauðgunar en sömuleiðis líka erfitt að fordæma fóstureyðingu í tilfelli nauðgunnar. Síðan má aldrei gleyma að iðrandi og leitandi sál á alltaf að nálgast með kærleika og skilningi.

En varðandi illsku og vilja Guðs. Biblían talar um að það er annað afl en Guð sem er prins þessa heims og að hérna fer fram barátta góðs og ills þar sem prins þessa heims fær að stjórna í smá tíma til að allir munu vita eðli illskunnar og taka sína afstöðu hvort þeir vilja líf með Guði eða ekki.  Þannig að þegar eitthvað slæmt gerist, þá er ekki um vilja Guðs að ræða.

En fyrir Mitt Romney þá gæti þetta kostað hann kosningarnar, þetta er það tæpt að svona gæti dugað til að eyðileggja möguleika hans til að verða forseti.


mbl.is Ummæli um nauðganir vekja reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband