Nýji sáttmálinn og kvöldmáltíðin

thelastsupper_1130084.jpgFyrir nokkru gerði ég grein sem ég kallaði Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum. Ég sá ekki betur en að fyrst að Jesú innsiglaði nýja sáttmálann á krossinum þegar NT hafði ekki verið skrifað að þá gæti NT ekki verið hluti af nýja sáttmálanum.

Síðan síðasta hvíldardag þá var kvöldmáltíð í kirkjunni minni og fótaþvottur. Þegar ég síðan sat þarna og tók þátt í athöfninni, þegar einn af vinum þvoði fæturnar á mér sem er hluti af fótaþvotta athöfninni að þá fattaði ég að þessi athöfn er hvergi í Gamla Testamentinu. Jesú síðan segir þegar kemur að borða brauðið og vínið að þetta er nýji sáttmálinn, að í staðinn fyrir fórnir þá kemur kvöldmáltíðin í staðinn og það er nýji sáttmálinn.  Það var dálið upplifun að vera að gera eitthvað sem sýndi mér svart á hvítu að ég hafði haft rangt fyrir mér og þessi rök ganga ekki upp.

Minn nýji skilningur er núna sá að Jesú kenndi lærisveinunum hver nýji sáttmálinn væri og Hann innsiglaði það á krossinum og síðan áttu lærisveinarnir að gera eins og Jesú sagði þeim, að kenna þeim allt sem Hann hafði kennt þeim.

Þá vaknar upp sú spurning hvort að það þýðir að mín niðurstaða að það sem GT kenndi eins og t.d. hvíldardagurinn og hátíðirnar sé enn gild og ég tel svo vera. Það eru enn nóg af rökum fyrir því og mjög veik á móti að mínu mati þó ég er enn að rannsaka þetta.

Guð sjálfur sagði að þetta væru Hans lög, Jesú hélt þessi lög og sagði okkur að halda lögin eins og Hann hélt lögin og Jesú sannarlega hélt hvíldardaginn og hátíðirnar. Við höfum síðan hvergi skýra skipun um að þetta hafi breyst svo ég sé ekki betur en þetta standi.

Fyrir þá sem vilja skýr svör og engan vafa þá er líklegast pirrandi að lesa bloggið mitt þar sem að ég er enn í því ferli að rannsaka og skilja betur en fyrir þá sem vilja rannsaka og skilja þá vona ég að þetta hafi verið fróðlegt og skemmtilegt.


Bloggfærslur 9. janúar 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband