3.1.2012 | 10:38
Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum
Ef þú hefur keypt íbúð eða bíl þá hefur þú líklegast skrifað undir samning. Um leið og búið er að skrifa undir samninginn og þinglýsa honum þá er hann bindandi. Það er ekki hægt að breyta samningnum eftir það nema þá ógilda hann. Enginn tæki það í mál að skrifa undir samning um kaup á bíl og síðan daginn eftir þá er búið að bæta við núlli við upphæðina, í staðinn fyrir að kaupa bíl á miljón þá á maður að hafa keypt bíl á tíu miljónir.
Í Biblíunni er talað um sáttmála sem er í rauninni bara annað orð yfir samning. Gamli sáttmálann gerði Guð við Ísrael þegar Hann gaf Móse lögmál sitt og þjóðin lofaði að gera allt sem Guð hafði beðið það um. Við lesum um hvernig gamli sáttmálinn var gerður í 2. Mósebók 24. kafla en sáttmálinn var innsiglaður með blóðfórn og loforði fólksins.
Nýji sáttmálinn var síðan gerður á Golgata þegar Jesú dó á krossinum. Þá innsiglaði Jesú nýja sáttmálann með Sínu eigin blóði. Munurinn á nýja sáttmálanum og hinum gamla var að hinn nýji var innsiglaður með blóði sonar Guðs, hinn nýji sáttmáli var byggður á loforði Guðs með Jesú sem æðsta prest sem þjónar í musterinu á himnum en ekki af mönnum hérna á jörðinni.
En hérna kemur mjög mikilvægur punktur sem kristnir þurfa að gera sér grein fyrir. Þegar Jesú dó á krossinum og innsiglaði nýja sáttmálann, hve mikið af Nýja Testamentinu var búið að skrifa?
Svarið er nokkuð augljóst, það var ekki búið að skrifa eina blaðsíðu af Nýja Testamentinu. Það þýðir að Nýja Testamentið er ekki hluti af nýja sáttmálanum. Nýja Testamentið má ekki breyta neinu sem Guð var búinn að opinbera, það væri brot á sáttmálanum sem Jesú gerði á Golgata.
Guð var síðan líka búinn að opinbera fyrir munn spámannsins Jesaja að ef einhver kemur og talar ekki samkvæmt því sem Guð var búinn að opinbera þá væri ekkert ljós í þeim ( Jesaja 8:20 ).
Jesú sagði síðan sjálfur að Hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið eða spámennina ( Matteus 5:17 ) og hérna mega menn ekki gleyma því að spámennirnir endurtóku aftur og aftur að fólk á að hlýða lögmáli Guðs sem Guð gaf Móse.
Þetta þýðir að ef að menn vilja tína til vers frá Páli sem þeir halda að gera að engu lögmál Guðs þá gengur það ekki upp. Páll hafði ekkert vald til að breyta sáttmálanum sem Jesú gerði á krossinum. Það er ekki mín trú að Páll hafi gert það enda sagði hann að hann tryði öllu sem stendur í Móse og spámönnunum. Enn fremur sagði Páll við Tímóteus að Gamla Testamentið væri leiðbeinandi okkar í réttlæti ( 2. Tímóteusarbréf 3:16 ).
Ég trúi að Nýja Testamentið er orð Guðs og segi satt og rétt frá en það ber að lesa það í því ljósi að það uppfyllir og staðfestir það sem Guð var þegar búinn að opinbera. Í mínum augum þýðir þetta að hvíldardagurinn, hinn sjöundi dagur sé enn í gildi og það er synd að brjóta helgi hans. Þetta þýðir líka að hinir hvíldardagarnir eða hátíðir Guðs eru líka í gildi og það er líka synd að brjóta helgi þeirra. Örugglega þýðir þetta eitthvað enn meira en maður þarf að taka eitt skref í einu.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (107)
Bloggfærslur 3. janúar 2012
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar