Nýja Testamentið tilheyrir ekki nýja sáttmálanum

ark-of-the-covenant.jpgEf þú hefur keypt íbúð eða bíl þá hefur þú líklegast skrifað undir samning. Um leið og búið er að skrifa undir samninginn og þinglýsa honum þá er hann bindandi. Það er ekki hægt að breyta samningnum eftir það nema þá ógilda hann. Enginn tæki það í mál að skrifa undir samning um kaup á bíl og síðan daginn eftir þá er búið að bæta við núlli við upphæðina, í staðinn fyrir að kaupa bíl á miljón þá á maður að hafa keypt bíl á tíu miljónir.

Í Biblíunni er talað um sáttmála sem er í rauninni bara annað orð yfir samning. Gamli sáttmálann gerði Guð við Ísrael þegar Hann gaf Móse lögmál sitt og þjóðin lofaði að gera allt sem Guð hafði beðið það um. Við lesum um hvernig gamli sáttmálinn var gerður í 2. Mósebók 24. kafla en sáttmálinn var innsiglaður með blóðfórn og loforði fólksins.

Nýji sáttmálinn var síðan gerður á Golgata þegar Jesú dó á krossinum. Þá innsiglaði Jesú nýja sáttmálann með Sínu eigin blóði. Munurinn á nýja sáttmálanum og hinum gamla var að hinn nýji var innsiglaður með blóði sonar Guðs, hinn nýji sáttmáli var byggður á loforði Guðs með Jesú sem æðsta prest sem þjónar í musterinu á himnum en ekki af mönnum hérna á jörðinni.

En hérna kemur mjög mikilvægur punktur sem kristnir þurfa að gera sér grein fyrir. Þegar Jesú dó á krossinum og innsiglaði nýja sáttmálann, hve mikið af Nýja Testamentinu var búið að skrifa?

calvary2.jpgSvarið er nokkuð augljóst, það var ekki búið að skrifa eina blaðsíðu af Nýja Testamentinu. Það þýðir að Nýja Testamentið er ekki hluti af nýja sáttmálanum.  Nýja Testamentið má ekki breyta neinu sem Guð var búinn að opinbera, það væri brot á sáttmálanum sem Jesú gerði á Golgata.

Guð var síðan líka búinn að opinbera fyrir munn spámannsins Jesaja að ef einhver kemur og talar ekki samkvæmt því sem Guð var búinn að opinbera þá væri ekkert ljós í þeim ( Jesaja 8:20 ).

Jesú sagði síðan sjálfur að Hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið eða spámennina ( Matteus 5:17 ) og hérna mega menn ekki gleyma því að spámennirnir endurtóku aftur og aftur að fólk á að hlýða lögmáli Guðs sem Guð gaf Móse.

Þetta þýðir að ef að menn vilja tína til vers frá Páli sem þeir halda að gera að engu lögmál Guðs þá gengur það ekki upp. Páll hafði ekkert vald til að breyta sáttmálanum sem Jesú gerði á krossinum. Það er ekki mín trú að Páll hafi gert það enda sagði hann að hann tryði öllu sem stendur í Móse og spámönnunum. Enn fremur sagði Páll við Tímóteus að Gamla Testamentið væri leiðbeinandi okkar í réttlæti ( 2. Tímóteusarbréf 3:16 ).

Ég trúi að Nýja Testamentið er orð Guðs og segi satt og rétt frá en það ber að lesa það í því ljósi að það uppfyllir og staðfestir það sem Guð var þegar búinn að opinbera. Í mínum augum þýðir þetta að hvíldardagurinn, hinn sjöundi dagur sé enn í gildi og það er synd að brjóta helgi hans. Þetta þýðir líka að hinir hvíldardagarnir eða hátíðir Guðs eru líka í gildi og það er líka synd að brjóta helgi þeirra. Örugglega þýðir þetta eitthvað enn meira en maður þarf að taka eitt skref í einu.


Bloggfærslur 3. janúar 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband